Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 37 DV Tilvera Bettina Rutsch notar öll leikhúsbrögð til að koma Grettlu til skila: Margslungin saga Ung þýsk kona, Bettina Rutsch, er komin til íslands með Gretti Ás- mundsson í farteskinu og þau ætla á svið í Loftkastalanum annað kvöld kl. 20.30. Bettina er dansari og þá list nýtir hún þegar hún flytur Grettis sögu til áhorfenda, en hún er lika doktor í bókmenntum og byggir öli dansverk sin á sögum, sameinar dans, sögu, söng og leik. „Sýningin á Grettis sögu er að háifu leyti dans og að hálfu leyti texti sem ég fer með,“ segir hún. „Hugmynd- in að baki verkinu er sögumaðurinn sem kemur sögu sinni til skila með öllum hugs- anlegum ráðum." Einn gagnrýnandi kallaði hana einmitt „sögumann" og það féll Bettinu vel í geð. Dansleikhúsverkið Grettir var frumsýnt 4. febrúar sl. í Köln og sagðist Bettina himin- lifandi yfir að fá að koma með það svona snemma til íslands. Island er hennar ástríða, hún hefur komið hingað nokkrum sinnum áður og síðast bar hún hugmyndina að sýningunni undir forráðamenn Loftkastalans. Henni var tekið svo vel að verkið varð að veruleika og Bettina er hing- að komin með aðstoð Ingimundar Sigfússonar, ræðismanns íslands í Þýskalandi sem tók erindi hennar af miklum áhuga þegar hún bar það undir hann. En hvemig kynntist hún Gretti? „Nafnið Grettir sá ég fyrst í Morg- unblaðinu á leið til íslands fyrir tfu árum,“ segir hún, „þar er það notað á teiknimyndapersónuna Garfield og ég man að ég velti töluvert fyrir mér hvers vegna hann héti ekki sínu eng- ilsaxneska nafni eins og heima f Þýskalandi. Næst varð ég vör við Gretti á fornum slóðum hans uppi á Amarvatnsheiði. Þar var ég í þessu sama ferðalagi til íslands fyrir tíu árum með ís- lenskum leiðsögu- manni sem sagði hópnum söguna af Gretti. Hún heillaði mig strax þá, en ég las ekki bókina í heild fyrr en fyrir tveimur árum - á þýsku.“ - Hefur Grettir eitt- hvað að segja nútíma- fólki? „Ó, já,“ segir Bett- ina með áherslu. „Ótt- inn við myrkrið og dauðann er ekki bundinn við miðaldir. Ögrun Grettis við umhverfi sitt, hvernig hann lætur reyna á takmörk sín aftur og aftur þangað til hann fer yfir þau, gengrn- of langt, er mjög nú- tímalegt efni. En ég flyt söguna ekki til nútímans heldur hef miðaldabrag á sýningunni. Það undirstrikar Bettina í fullum herklæöum í sýningunni Gretti. „Við fáum enga eina lausn á Gretti.“ DV-MYND E.ÓL. Bettina Rutsch „Óttinn viö myrkriö og dauöann er ekki bundinn viö miöaldir.' hversu algild sagan er. Þetta verk er líka svo margslungið. Við fáum enga eina lausn á Gretti. Sagan býður bæði upp á að vandi hans komi að innan og stafi af persónuleika hans og að forlögin ráði sem hann á eng- an þátt í. Raunar blandast þessar skýringar saman í sögunni á spenn- andi hátt.“ Bettina segist halda sig mjög ná- lægt sögunni í verki sínu en auðvit- að hafi hún orðið að velja úr henni. Þó að sýningin sé tveggja stunda löng rúmar hún ekki Grettlu alla. Frumleg hugmynd Bettinu er að nota rótarhnyðjuna sem leiðar- minni. Rótarhnyðjan sem veldur dauða Grettis var til áður en hann varð til og örlög hans tengjast henni á ýmsa vegu í verki Bettinu áður en kemur að hinum beiska endi. Að sinni er aðeins ein sýning fyr- irhuguð á Gretti en Bettina veröur á landinu til sunnudags svo ekki er óhugsandi að hún endurtaki leikinn ef aðsókn verður mikil. -SA Jerry O’Connell „Þegar ég er í nærbuxum eru þær erótískar. “ Sjaldan í nærbuxum Leikarinn Jerry O’Connell, sem gerir garðinn frægan í kvik- myndinni Sendiför til Mars um 4- þessar mimdir, telur sig ómót- stæðilegan. „Stelpur eru hrifnar af mér af því að ég er svo sjald- an í nærbuxum og þegar ég er í nærbuxum eru þær erótískar,“ segir leikarinn ánægður með sig. Þessa dagana líst folanum best á þær Jennifer Love Hewitt og Mariuh Carey. í erlendum slúð- urblöðum kemur fram að leikar- inn kalli skaut konunnar Gullnu höllina í Himalajafjöllum. Gár- ungarnir segja að hann hljóti því að kalla litla vininn sinn c Dalai Lama, svo samræmið sé í lagi. Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýnendur höt- uðu hana en það kom ekki i veg fýrir að Mission to Mars væri langvinsælasta kvik- myndin í Bandaríkjun- um um síðustu helgi og um 24 milljón dollara aðsókn gerði það að verkum að þetta er fjórða stærsta mars- opnun frá upphafi og halaði hún fleiri doll- ara heldur en næstu fjórar kvikmyndir sam- tals. Gagnrýnendur voru ekkert að spara stóru orðin um þessa nýjustu kvik- mynd Brians DePalma, sem er orð- inn ýmsu vanur af þeirra hendi. Einn sagði að það þýddi ekkert að kalla á Houston eftir hjálp, NASA gæti ekki bjargað neinu og einn kvartaði yfir því að hrotumar í bíósalnum heyrðust út fyrir gufu- hvolfið. Hvort almenningur er á sama máli kemur í raun ekki í ljós fyrr en tölur um næstu helgi verða lagðar saman. Mission to Mars fær alla vega harða samkeppni frá Erin Brockovich, nýjustu kvikmynd Juliu Roberts, sem búist er við að taki markaðinn með trompi. -HK HELGIN 10. MARS TIL 12. MftRS SÆTl FYKPI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) ALLAR UPPHÆÐIR í MILUÖNUM BANDARIKJADOLLARA. HELGIN INNKOMA DAGAR í 10.3-12.3: ALLS: SÝNINGU O Mission to Mars 22.855 22.855 3 o The Ninth Gate 6.622 6.622 3 o 3 My Dog Ship 6.027 14.095 61 o 1 The Hole Nine Yards 5.511 45.910 24 o 10 American Beauty 3.664 98.029 180 o 11 The Cider House Rules 3.502 41.961 94 o 4 Drowning Mona 3.417 10.723 10 o 2 The Next Best Thing 3.360 10.602 10 o 6 Snow Day 3.186 52.944 31 © 5 Pitch Black 2.942 34.086 24 © 7 Reindeer Games 2.856 19.406 17 © 9 Wonder Boys 2.612 14.967 19 0 - 13 The Tigger Movie 2.463 38.794 31 © 8 3 Strikes 1.864 7.256 12 © 12 Hanging Up 1.702 34.148 24 © 15 Scream 3 1.540 84.454 38 © © 14 What Planet Are You From? 1.463 5.370 10 18 Fantasia/2000 1.462 31.131 72 © © lg Boiler Room 0.973 15.294 24 19 The Sixth Sense 0.967 286.827 220 Húsið opnar klukkan 19.00 meðfordrykk Forréttur: Kókos-karrísúpa Aðalréttur: Kjúklingabringa, la grande Eftirréttur: Caribbean súkkulaði-bananaterta Kaffi Matur og skemmtun kosta kr. 3000. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins komafram. Miðasala fer fram í Hinu húsinu, Aðalstræti 2, Reykjavík Eftir borðhald verða tónlistarmenn heiðraðir og upplýst hver hlýtur sérstök heiðursverðlaun ÍTV 2000. Gull- og platínuplótur verða einnig afhentar. Landsbanki Islands gefur verðlaunagripina. [SLENSKU rÓNLISTARVER Landsbanki íslands Uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans á Grand Hótel Reykjavík 16. mars 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.