Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Blaðsíða 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 25 Sport DV DV Sport Bland í poka Dregiö var til undanúrslita í skosku bikarkeppninni i knatt- spyrnu í gær. Hibernian leikur á móti Aberdeen og Rangers gegn Ayr United sem leikur í B-deildinni. Hibernain komst síðast í undanúr- slit fyrir fimm árum. Hins vegar er 21 ár síðan liðið varð síðasta bikar- meistari. Arnar Grétarsson hefur ekkert leikið með AEK síðan hann fór til Belgíu fyrir röskum mánuði til að líta á aðstæður. Samningur hans við AEK rennur út í vor. OB Odense, lið Guðmundar E. Stephensen, hafnaði i þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni i borðtennis sem lauk um helgina. Guðmundur stóð sig vel í tveimur leikjum OB um helgina. OB gerði 5-5 jafntefli gegn Virum þar sem Guðmundur vann sina leiki og sama niðurstaða var í leik OB og Brönderslev þar sem Guðmundur sigraði í einum einliðaleik og tviliðaleik en tapaði öðrum einliðaleiknum. Nígeríski landsliðsmaðurinn Kanu skrifar undir nýjan samning við Arsenal í vikunni en hann hefur átt í samningaviðræðum við forráða- menn félagsins síðustu vikumar. Nýi samningurinn tryggir Kanu 3 milljónir króna í vikulaun og gerir hann að einum launahæsta leik- manni félagsins. Mark Hughes er sterklega orðaöur við Everton en Walter Smith, stjóri Everton, hefur mikinn áhuga á að fá þennan 36 ára gamla leikmann frá Southampton til liðs við sig. Hann gæti gengið frá samningi í dag og yrði þá í leikmannahópi Everton sem mætir Coventry annað kvöld. Tveir leikir voru í deildarbikar- keppni KSl í knattspymu í gær. Víð- ir burstaði Létti, 5-0, og Grindavík og Víkingur skildu jöfn, 2-2. Sverrir Sverrisson skoraði bæði mörk Grindavíkur en Daníel Hjaltason skoraði bæði mörk Víkinga úr vítaspymum. -JKS/GH Keflavík hefur styrkt lið sitt í körfunni bæði í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið hefur fengið fjórða bandaríska leikmanninn til liðs við sig í vetur en kvennaliðið þann fyrsta. Quincy Gause er 24 ára framherji, 1,98 á hæð og lék síðast í Chile en kemur frá Georgia State-háskólanum þar sem hann útskrifaðist 1998. Gause er sterkur skorari og frákastEU’i og hefur spilað sem miðherji þrátt fyrir að ná ekki að fylla 2 metrana. Á síðasta ári sínu með Georgia State var hann hæstur í skotnýtingu (66%) og stolnum boltum auk þess að vera þriðji í fráköstum og fjórði í stigaskotun. Hann nýtti auk þess vítin sín 82% sem er mjög gott. Keflvíkinga hefur vantaö mikið sterkan skorara undir körfuna og nú er bara að sjá hvemig kappinn fellur inn í liðið en Keflavík Keflavík mætir Grindavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar sem hefst á fimmtudag. Það kom fáum á óvart að Keflavíkurliðið lét Glover Jackson fara en þessi 2,06 metra miðherji sýndi fátt og lítið merkilegt í þeim þremur íeikjum sem hann spilaði. Gause verður 27. bandaríski leikmaðurinn sem kemur í deUdina í vetur. Kvennalið Keflavíkur hefur í kjölfar ákvörðunar KR um að fá sér erlendan leikmann fengið sér útlending fyrir úrslitakeppnina. Sú heitir Christy Cogley, 24 ára, útskrifuð út úr Mercer- háskólanum árið 1998 en hefur verið að spila með hálfatvinumannaliði undanfarið ár. Cogley er 175 cm á hæð, mjög fjölhæf, sterkur skorari en á síðasta ári sínu í háskóla var hún á topp 8 í fimm tölfræðiþáttum og efst í skotnýtingu (70,7%). -ÓÓJ Grótta/KR 19 (12) - Stjarnan 18 (12) 1-0, 1-3, 3-4, 5-5, 8-5, 9-9, 10-11, (12-12), 13-12, 14-14, 16-14, 17-17, 18-18, 19-18. 2-1 Alla Gorgorian 7/3, Ágústa Edda Bjömsdóttir 5, Kristín ) Þórðardóttir 3, Edda Hrönn Kristinsdóttir 2, Ragna K. Sigurðardóttir 1, Brynja Jónsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 14. Brottvísanir: 10 mínútur. Rauö spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Áhorfendur: 550. Gœði leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson (9). Ragnheiður Stephensen 8/3, Sigrún Másdóttir 4, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Rut Steinsen 2, Þóra Helgadóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 15. Brottvísanir: 6 mínútur. Rauó spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. $ Maöur leiksins: Alla Gorgorian, Gróttu/KR. Nýir íslandsmeistarar verða krýndir í 1. deild kvenna í hand- knattleik í vor eftir að meistarar Stjörnunnar voru slegnir út af Gróttu/KR í oddaleik liðanna í 8- liða úrslitunum á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Þetta var leikur sem bauð upp á allt sem prýða á góðan handboltaleik. Griðarleg spenna, góður varnarleikur, snjöll markvarsla og mistök á báða bóga og 550 áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir aurana. Það var Alla Gorgorian sem tryggði Gróttu/KR sigurinn þeg- ar hún skoraði sigurmarkið rúmri minútu fyrir leikslok og lokamínútan var vægast sagt spennandi. Stjaman missti bolt- ann þegar 40 sekúndur voru eft- ir en vann hann aftur þegar 20 sek. voru til leiksloka en á klaufaiegan hátt glutruðu Stjömustúlkur boltanum á ný og þar með möguleikanum á að verja titilinn. „Þetta var vinnusigur en sig- urinn hefði hæglega getað lent hjá Stjömunni. Við vorum auð- vitað hungraðar í að komast áfram og baráttan hjá okkur var svakalega góð. Við höfum aldrei áður náð svona langt og það væri gaman að fara alla leið og bæta fyrir tapið í bikarúrslitun- um. Það er hins vegar löng leið í átt að titlinum. Við eigum Vík- ing næst og það verða erfiðir leikir enda hafa Víkingar spilað liða best í vetur,“ sagði Fanney Rúnarsdóttir, markvörður Gróttu/KR, við DV eftir leikinn en hún stóð sig vel á milli stang- anna og lokaði markinu á löng- um köflum í seinni hálfleik. Alla Gorgorian og Ágústa Edda léku einnig vel og þá kom Edda Hrönn sterk inn á lokakaflanum. „Við getum engum nema sjálf- um okkur um kennt hvemig fór. Við vorum að misnota mörg góð færi og meðan svo er getur mað- ur ekki vænst þess að vinna. Það er auðvitað súrt að missa titil- inn úr höndunum en svona er þetta bara. Það er alveg ómögu- legt að spá fyrir um hvaða lið verður meistari. Þetta er svo jafnt,“ sagði Guðný Gunnsteins- dóttir úr Stjömunni við DV eftir leikinn. Sóley Halldórsdóttir markvörður lék best í liði Stjörnunnar og þær Ragnheið- ur, Sigrún og Guðný áttu ágæta kafla. -GH Martha sigraði á Flórída Martha Ernstsdóttir, ÍR, sigraði í 10 km hlaupi sem fram fór í Naples í Florída á sunnudag. Martha kom fyrst í mark á tímanum 35:03 mín. en í öðru sæti varð rússneska maraþonhlaupakonan Tatiana Titova á 36:04 min., en hún á um 4 mín. betri tíma en Martha í maraþonhlaupi. Þær fylgdust að fyrri hluta hlaupsins en Martha var sterkari á síðustu kílómetrunum. Martha æfir nú af fullum krafti fyrir maraþonhlaupið í Hamborg 16. apríl þar sem hún stefnir á að ná lágmarki á Ólympíuleikana. Stuðningsmenn Gróttu/KR trylltust af fögnuði skömmu fyrir leikslok er Grótta/KR skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni. Grótta/KR sigrað’i og komst í fyrsta skipti í undanúrslit í Nissandeild kvenna. DV-mynd E.ÓI. Sport unglinga Að ofan eru sigurvegarar í flokkakeppni stúlkna 16 til 18 ára. Frá vinstri Kristín Ásta Hjálmarsdóttir og Sport unglinga Aldís Lárusdóttir. Úrslitin: Liðakeppnt Flokkakeppni drengja 1. A-lið Víkings (Magnús F. Magnússon og Tryggvi Áki Pétursson). 2. C-lið Víkings. 3. B-liö Vikings. Flokkakeppni stúlkna 1. A-liö KR (Aldís Lárusdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir). 2. B-lið KR. 3. A-lið Aspar. Flokkakeppni pilta 15 ára og yngri 1. A-lið Víkings (Matthías Stephensen og ÓU Pátl Geirsson). 2. D-lið Víkings. 3. B-lið Vikings. Flokkakeppni stúlkna 15 ára og yngri 1. A-liö Víkings (Thelma Lind Steingrimsdóttir og Hidur B. Jónsdóttir). 2. B-lið Víkings. 3. C-lið Víkings. Einstaklineskeppni 16 til 17 ára drengir 1. Magnús F. Magnúsosn, Víkingi. 16 til 17 ára stúlkur 1. Aldís Rún Lárusdóttir, KR. 14 til 15 ára piltar 1. Matthías Stephensen, Vikingi. 14 til 15 ára stúlkur 1. Kristín A. Hjálmarsdóttir, KR. 12 til 13 ára piltar 1. Magnús K. Magnússon, Víkingi. 12 til 13 ára stúlkur 1. Magnús K. Magnússon, Víkingi. 11 ára og yngri, piltar 1. Ágúst Jónsson, Stjörnunni. 11 ára og yngri, stúlkur 1. Hildur B. Jónsdóttir, Víkingi. Tvíliðaleikur 16 til 17 ára drengir 1. Magnús F. Magnússon og Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi. 15 ára og yngri, drengir 1. Óli Páll Geirsson og Matthías Stephensen. 17 ára og yngri, stúlkur 1. Aldís Lárusdóttir og Kristín A. Hjálmarsdóttir, KR. Tvenndarleikur unelinga 1. Tryggvi Áki Pétursson og HaUdóra Ólafsdóttir úr Vikingi. Verðlaunahafar í piltaflokki 15 ára og yngri. KA-stúlkur hafa leikið mjög vel í 3. flokki kvenna í handbotta og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og fögnuðu þeim glæsilega árangrí vel. KA var búið að vinna fyrír síðustu umferð en þjátfarí liðsins er Hlynur Jóhannsson. Hér að ofan eru verðlaunahafar í stúlknaflokki 11 ára og yngri. Frá vinstri Magnea ólafsdóttir, Thelma Lind Steingrímsdóttir og Hildur B. Jónsdóttir. Að ofan eru verðlaunahafar í piltaflokki 12 til 13 ára. Talið frá vinstri, Styrmir Stefnisson og Ragnar Einarsson sem lentu í 3. til 4. sæti, þá Sölvi R. Pétursson sem varð annar og loks sigurvegarinn, Magnús F. Magnússon. Allir eru þeir í Víkingi. Víkingar voru sigursælir að venju á íslandsmóti unglinga í borðtennis sem haldið var í íþróttahúsi KR á dögunum. Víkingar unnu alls 37 verðlaun á mótinu, þar af 10 gull, en keppt var í 16 flokkum. Áhugi á borðtennis er alltaf að aukast og það sést vel á góðri þátttöku á þessu móti og þeim miklu framfórum sem krakkamir hafa tekið. Heimafólk úr KR stóð sig einnig mjög vel og hlaut 13 verðlaun, þar af 4 gull, en gull vann einnig Stjömufólk. Þau Matthias Stephensen, Tryggvi Áki Pétursson, Magnús F. Magnússon, Aldsí Rún Lárusdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir urðu öll þrefaldir íslandsmeistarar. -ÓÓJ Hér að ofan eru verðlaunalið í flokkakeppni í stúlkna 15 ára og yngri. Allt eru þetta stelpur úr Víkingi, B-, A- og C-liði. Verðlaunahafar í tvenndarkeppni unglinga, Kristín Á Hjálmarsdóttir, Óli Páll Geirsson, Halldóra Ólafsdóttir og Tryggvi Áki Pétursson. Víkingarnir Magnús F. Magnússon og Tryggvi Áki Pétursson fögnuðu íslandsmeistaratitli í flokkakeppni 16 til 18 ára með A-liði Víkings. Víkingar sigursælir á íslandsmóti unglinga í borðtennis: I 37 verðlaun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.