Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Fréttir DV Ólga í MR, MA og Versló vegna nýrrar námskrár: m Skólarnir settir á fjölbrautastigið - segja nemendur sem vilja halda sérstöðu skóla sinna „Það er mikil ólga héma í skól- anum vegna þessa og við óttumst að missa sérstöðu okkar ef hug- myndir menntamálaráðherra verða að veruleika," sagði Ingólfur Snorri Kristjánsson, formaður Nemendafélags Verslunarskólans, um nýja námskrá sem mennta- málaráðherra hefur verið að kynna í framhaldsskólum landsins upp á síðkastið. Ný námskrá menntamálaráðherra gerir ráð fyr- ir að nám framhaldsskóla verið bundið niður í þrjá kjama, félags- fræðibraut, náttúrufræðibraut og málabraut en minni áhersla lögð á námsbrautir sem hefðbundnir skólar með bekkjakerfi hafa byggt sérstöðu sína á. Auk Verslunar- skólans er almenn óánægja vegna námskrárbreytingarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum á Akureyri. Hverfur bekkjarkerfiö? „Menntamálaráðherra kom hingað til okkar fyrir nokkrum dögum ásamt fjölmennu liði sér- fræðinga til að útskýra nýju námskrána fyrir okkur og eftir fundinn situr í okkur órói,“ sagði Menntaskólinn á Akureyri Hvað veröur um bekkjakerfið? nemandi í Menntaskólanmn í Reykjavík sem sat fundinn. „Við vitum ekki hvað ráðherrann á við þegar hann talar um samræmd stúdentspróf en með þeim held ég að verið sé að færa okkur niður á fjölbrautastigið og þangað viljum við ekki fara. Þá er valið svo mikið samkvæmt þessari nýju námskrá að erfitt verður aö viðhalda bekkjakerfinu sem skiptir miklu fyrir skólaandann hér og hefur alltaf gert. Og hvað verður um fommálabrautina okkar og eðlis- fræðibrautina?" spurði nemand- inn. Vilja ekki landafræöi í Verslunarskólanum beinist ó- ánægja nemenda og kennara að því Verslunarskólinn Hvers vegna landafræði? að nú verður skólanum gert skylt að kenna námsgreinar sem hvorki nemendur eða kennarar telja vera á því sviði sem skólinn hefur byggt sérstöðu sína á: „Það á að draga úr kennslu i viðskiptagreinum, eins og bókhaldi, hagfræði og tölvufræðum, en í staðinn fáum við alls kyns fé- lagsfræði, landafræði og lífsleikni sem nemendur vilja hreinlega ekki læra,“ sagði kennari við Verslunar- skólann sem ekki vildi láta nafns síns getið vegna þess hversu við- kvæmt málið er. „Þetta er ekki til bóta því það er verið að þvinga okk- ur út í breytingar sem við höfum ekki áhuga á.“ Allir kaupi feröatölvu Á fundum menntamálaráðherra með nemendum hefur ráðherrann Menntaskólinn í Reykjavík Hvaö veröur um fornmálabrautina? varpað fram þeirri hugmynd að ail- ir framhaldsskólanemendur kaupi sér ferðatölvur sem fengnar yrðu með opinberu útboði og nemendum gert kleift að greiða á fjórum árum: „Með þessu vill ráðherra losa rík- ið undan þeirri kvöð að þurfa stöðugt að vera að endurnýja tölvu- kost framhaldsskólanna. En ég held að þetta verði stór biti í kok margra nemenda því þessar tölvur kosta aldrei minna en 100 þúsund krónur, sama hversu stórt útboðið verður. Þarna er ráðherrann þvi að setja 25 þúsund króna árlegan skatt á aila nemendur og við skiljum ekki hvemig honum dettur þetta í hug,“ sagði MR-ingur. -EIR Tryggvi Haröarson sagði móður sína styðja Össur: Mamma styöur drenginn sinn - sama hvað hann gerir, segir Ásthildur Ólafsdóttir „Mér brá bara svo mikið þegar Tryggvi sagði mér að hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni að ég missti hrein- lega út úr mér að ég ætlaði samt að styðja Össur,“ sagði Ásthildur Ólafsdóttir, móðir Tryggva Harðar- sonar, skömmu eftir að hún hafði horft á son sinn tilkynna þjóðinni í sjónvarpsþætti að móðir sín ætlaði að styðja Össur Skarphéðinsson. „Mæður styðja alltaf syni sina sama hvað þeir gera og í þessu tilviki styður mamman drenginn sinn,“ sagði Ásthildur þar sem hún var stödd í faðmi stjórfjölskyldu sinnar á Tjarnarbrautinni í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ásthildur er þó ekkert viss um að sonur hennar sigri í slagnum við Össur um formanns- sætið í Samfylkingunni. Hún vonar bara að strákurinn standi sig vel: „Mér er sama hvor verður kosinn því allt er betra en íhaldið, eins og sagt var í mínu ungdæmi. Ég er ósátt við þá stjómarherra sem fara með völdin í dag en ég bendi á að það er íhald víðar en í Sjálfstæðis- tlokknum. Misskiptingin í þjóðfélag- inu er skelfileg og þaö kemur við hjarta mitt þegar valdamenn gera jafnvel grín að þeim sem minnst hafa. Hvort það verður Össur eða Tryggvi, sonur minn, sem leiðir Samfylkinguna má einu gilda. Þeir eru báðir betri en það sem við höf- um í dag,“ sagði Ásthildur Ólafs- dóttir. -EIR DVA1YND TEITUR Ásthlldur Olafsdóttir Undirbýr afmælisveislu meö Ólöfu og Fjólu á Tjarnarbrautinni í gærkvöldi. Fíkniefnarassían á Akureyri: Vímuvarnafulltrúinn í gæsluvarðhaldi - ákvörðun um brottvikningu á þriöjudag, segir forseti bæjarstjórnar „Það voru upplýsingar frá bæjar- búum sem leiddu til handtöku þeirra sem nú sitja i gæsluvarðhaldi næstu tvær vikumar," sagði Tómas Viðars- son, rannsóknarlögreglumaður á Ak- ureyri, sem nú vinnur að einu um- fangsmesta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í höfuðstað Norðurlands. „Nú sitja fjórir menn i gæsluvarð- haldi en fjórum öðrum var sleppt í fyrradag. Mennirnir sem sitja inni hafa allir verið búsettir hér á Akur- eyri um hríð, þrír eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri," sagði Tómas, en hann og samstarfsmenn hans hafa lagt hald á 60 grömm af hassi, umtals- vert magn af am- fetamíni og e-pill- ur i tengslum við rannsókn máls- ins. Meðal þeirra sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald er frambjóðandi sjálfstæðismanna í síðustu bæjar- stjómarkosning- um og fulltrúi tlokksins í vímu- vamanefnd bæjarins. Sigurður J. Slg- urösson. „Maöurinn haföi hin bestu meömæli. “ „Maðurinn hafði hin bestu með- mæli þegar hann kom til okkar í framboð og við væntum mikils af samstarfinu við hann. En svo hrasaði hann og datt,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar á Akur- eyri, um samflokksmann sinn sem nú situr á bak við lás og slá vegna meintra fikniefnabrota í stað þess að sinna vímuefnavörnum fyrir bæjar- félagið. „Við munum taka ákvörðun um framtíð mannsins í flokksstarfinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn en ég er nokkuð viss um að hann sitji ekki áfram í áfengis- og vímuvama- nefnd,“ sagði forseti bæjarstjómar. Hinn óheppni stjómmálamaður sem hér um ræðir er 28 ára gamall og starfar sem útvarpsstjóri á Frostrásinni á Akureyri. Hann var fenginn til að prýða framboðslista sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir síðustu kosningar sem fulltrúi unga fólksins og skrautfjöður flokksins á leið hans inn í nýja öld. „Það er hörmulegt þegar svona ger- ist, sama hver á í hlut, en þessi mað- ur gegndi ekki öðrum trúnaðarstörf- um fyrir okkur eða ílokkinn," sagði Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjómar á Akureyri. -EIR Ástþór og Hitler Ástþór Magnússon er enn í víga- hug og virðist síður en svo ætla að gefa Halldóri Ás- grímssyni utanrík- isráðherra nein grið. 1 gær líkti hann Halldóri við einræðisherrann Pinochet og í dag spyrðir hann Hall- dóri saman við Adolf Hitler. Vísir.is greindi frá. Upptaka dómsmáls? Stjóm Blaðamannafélags íslands samþykkti í dag að fela lögmanni fé- lagsins að kanna hvort forsendur séu fyrir að taka gamalt dómsmál upp að nýju sem höfðað var gegn tveimur blaðamönnum sem sögðu að folsuð málverk hefðu verið seld á íslandi. RÚV greindi frá. FBI á íslandi íslensk og bandarísk lögregluyfir- völd hafa tekið upp nána samvinnu um þjálfun rannsóknarlögreglu- manna. Á kynningarfundi lögregl- unnar á föstudag kom fram að tveir bandarískir sérfræðingar frá FBI munu þjálfa íslensku lögreglumenn- ina. Bylgjan greindi frá. Vímuefnavarnir efldar Bæjaryfirvöld á Akureyri ætla að skipa starfshóp sem á að samræma og efla vamir gegn áfengis- og vímu- efnaneyslu i bænum. Auka á fjár- framlög til vímuvama. Velðiheimildir færast til Einungis 19 prósent veiði- heimilda sem úthlutað var i kvóta- kerfinu árið 1984 eru enn í höndum þeirra sem stunduðu útgerð á þeim árum en 81 prósent heimildanna hafa skipt um hendur. Bylgjan greindi frá. Starfsmönnum Landsbanka hefur verið tilkynnt að þeir fái engan kaupauka í ár, eins og starfsmenn ann- arra banka hafa fengið. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segir bankann ekki vilja greiða tilviljanakenndar greiðslur óháðar skilvirku árangursstjórnunarkerfi. RÚV greindi frá. Beðnir að hætta Islensk stjórnvöld hafa beðið bandarisk stjórnvöld að kanna alþjóðlegar skuldbindingar Iridi- um-símfyrirtækisins. Stjómendur fyrirtækisins hafa verið beönir um að hætta við að loka símkerfinu á miðnætti því líf íslensku pólfar- anna gætu veriö í húfi. RÚV greindi frá. Segir fulltrúa vanhæfan Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði á fundi Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga á Kirkju- bæjarklaustri í dag að einn hinna þriggja fulltrúa rík- isins i kröftmefnd fjármálaráðuneytis vegna þjóðlendna sé vanhæfur vegna langvinnra illdeilna við bændur. RÚV greindi frá. Interpol í Reykjavík Árlegur Evrópufundur Alþjóða- lögreglunnar Interpol verður hald- inn í Reykjavík dagana 17.-19. maí nk. Oll Evrópuríkin, 46 að tölu, eru aðilar að Interpol og er búist við að hvert þeirra sendi frá einum upp í fimm fulltrúa. .ia Fa ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.