Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Fréttir Umsjón: Viðskiptablaðið Bullandi ágreiningur um þjóölendumál: Formaður fer offari - segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og segist hafa gagnrýnt þetta hvað eftir annað í ríkisstjórn MikUl ágreiningur hefur verið um lög um þjóðlendur sem sett voru í fyrrasumar. Hafa bændur í Ámessýslu t.d. mótmælt ásælni ríkisins og telja að verið sé að vefengja lögmæta skráningu landa- merkja. Þá telur landbúnaðarráð- herra að formaður þjóðlendunefnd- arinnar, Hákon Birgisson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, fari offari í málinu. „Það er enginn vafi að sú nefnd sem fjármálaráðherra skipaði og setur fram kröfumar af hálfu ríkis- valdsins gengur mjög langt og að mér finnst ekki í samræmi við viija Alþingis og lagasetningu um þjóðlendumálin," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. Landsvæði utan eign- arlanda Þjóðlenda er samkvæmt lögunum landsvæði utan eignarlanda, þó að einstak- lingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Samkvæmt sömu lögum er eignarland skilgreint sem landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignar- ráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um landbunaoarrao- herra „Mér finnst aö þessi nefnd fjár- málaráöherra hafi gengiö þarna mjög langt og tei þaö ámælisvert. “ á hverjum tíma. Þá er af- réttur einnig skilgreindur í lögrnn þessum sem land- svæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. - Er í einhverjum tilfell- um verið að vefengja lög- lega skráð landamerki? „Já, þeir ganga í sum- um tilfellum mjög langt. Ég hef gagnrýnt þetta hvað eftir annað i ríkis- stjóm og rætt þessi mál. Hitt er annað mál aö óbyggðanefnd kemur auð- vitað og leitar sátta og fell- ir síðan sinn úrskurð. Hvernig það fer er svo annað mál. Maður verð- ur bara að vona það besta. Viljinn var auðvitað sá að ríkis- ins land yrði það land sem er einskis manns land í dag. Það var hvorki ætlun ríkisstjómar né Al- þingis að menn væru að ásælast land sem sannarlega væri eignar- land einstaklinga eða sveitar- félaga. Mér finnst því að þessi nefnd fjármálaráðherra hafi geng- ið þama mjög langt og tel það ámælisvert," segir Guðni Ágústs- son. Ekki hefur tekist að fá fram viðbrögð formanns þjóðlendu- nefndarinnar, Hákonar Birgisson- ar, við þessum ágreiningi. -HKr. Kjartan Gunnarsson / lagi. Kári Waage Ekki í lagi. Enn kvartað yfir auglýsingum: Nóg að gert - segir Kjartan Gunnarsson „Það er mitt mat að nóg sé að gert,“ sagði Kjartan Gunnarsson, formaður út- varpsréttar- nefndar, um þær breytingar sem gerðar hafa ver- ið á auglýsinga- birtingum í fréttaþættinum 19:20 á Stöð 2. Sem kunnugt er var Stöðinni gef- in frestur til að koma skipulagi fréttatíma sinna í það horf að sam- rýmdist gildandi útvarpslögum sem banna að dagskrárliðir séu brotnir upp með auglýsingum. „Þeir gera þetta nú svipað og Sky-sjónvarps- stöðin í Bret- landi en þar í landi gilda svip- uð lög og hér heima í þessum efnum,“ sagði Kjartan. Kári Waage, sem kvartaði á sínum tíma til útvarpsréttamefnd- ar vegna auglýsinganna í frétta- tíma Stöðvar 2, er ekki á sama máli og formaður nefndarinnar og flnnst ekki nóg að gert. Því hefur hann skrifað útvarpsréttamefnd annað bréf þar sem hann heldur kvörtunum sínmn til streitu: „Bréf hans hefur borist og er til meðferðar í nefndinni,“ sagði Kjartan Gunnarsson aðspurðiu’. -EIR Hjartveikur flugstjóri fellur frá málshöfðun Flugstjóri hjá Flugleiðum, sem þurfti að láta af störfum vegna hjartasjúkdóms, hefur látið máls- höfðun á hendur Flugmálastjóm niður falla. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju- daginn og þangað bárust boð frá flugstjóranum þess efnis að hann óskaði ekki frekari aðgerða. Flugstjórinn vildi ekki una nið- urstöðum læknisrannsóknar sem sýndi að hjartveiki hans gæti or- sakað hættu í flugi og því stefndi hann flugmálayfirvöldum til ógild- ingar stjómarathöfn. Voru lög- menn beggja málsaðila tilbúnir að takast á um hæfni flugstjórans og veikindi þegar boð bámst þess efn- is að hann óskaði eftir því að mál- ið yrði látið niður falla. Flugstjór- inn dvelur nú sér til hressingar hjá dóttur sinni í Danmörku. -EIR Franskir dagar eru í bakaríum landsins síöari hluta marsmánaöar þar sem bakarar munu bjóöa brauö og kökur aö frönskum hætti eins og baguette, croissant, bökur o.fl. Franska vikan var kynnt í gær og var Louis Bardollet, sendi- herra Frakka á íslandi, viöstaddur. Meö honum á myndinni er Jói Fel úr samnefndu bakaríi. Tveir staðir ræddir fyrir nýja brú yfir Þjórsá: 600 metrum norðar eða 250 metrum sunnar - 400 milljónir til verksins árið 2001 og 2002 „Á Vegaáætlun fyrir árin 2001 og 2002 hafa verið settar 400 milljónir í nýja brú yfir Þjórsá með vegalagn- ingu. Hönnunarvinna hefúr aðeins taf- ist vegna anna en við vonumst til að klára hana og gerð kostnaðaráætlana á næstu vikum. Það má segja að und- irbúningsvinna sé á lokastigi," sagði Steingrímur Ingvarsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, við DV. Ný tvíbreið brú yfir Þjórsá verður byggð á næstu árum í stað þeirrar gömlu sem þjónað hefur vegfarendum í 55 ár eða frá 1945. Gamia brúin er einbreið og úr takti við umferðarálag vorra daga. Þá hefur verið töluvert um árekstra við brúna, sérstaklega vest- anmegin. Tvö brúarstæði koma til greina fyr- ir nýja brú, 250 metrum sunnan við núverandi brú og 600 metrum norðan við. Hjá Vegagerðinni er enn verið að vega kosti og galla þessara valmögu- leika. Steingrímur segir brúarstæðiö norðan megin vera betra en á móti hafi það mun meira rask vegna vega- Tillögur aö nýrri Þjórsárbrú Brú 250 m frá núverandi brú Brú 600 m frá núverandi brú Mögulelkar á vegum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir lagningar í fór með sér, leggja verði veg norður fyrir holtið. I þessu máli verði að vega og meta kosti og galla frá sjónarhóli Vegagerðarinnar annars vegar og hagsmunum landeigenda við brúarstæðið hins vegar. Vonast hann eftir niðurstöðu á næstu dögum. -hlh Þetta helst "Æ | HEILDARVIÐSKIPTI 485 m.kr. - Hlutabréf 171 m.kr. - Spariskírteini 124 m.kr MEST VIÐSKIPTI Opin kerfi 29 m.kr. © Landsbankinn 27 m.kr. / Nýherji 24 m.kr. MESTA HÆKKUN ! © SR-mjöl 10,6% í © Olíufélagið 8,4% 1 © Nýherji 7,5% MESTA LÆKKUN j © Skýrr -7,9% j © Opin kerfi -5,5% j © íslenska járnblendifélagið -2,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.768,144 stig - Breyting O 1,17% Úrvalsvísitalan lækkaði Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu alls 897 milljónum króna, mest með hlutabréf fyrir 398 m.kr. og peningamarkaðsbréf fyrir 390 milljónir króna. Mesti viðskipti voru með bréf SÍF sem hækkuðu um rúmlega 5% í dag. Þá voru 34 milljóna króna viðskipti með bréf Marels sem lækkuðu um 6,6% í dag. Verð hlutabréfa Skýrr hækkaði mest eða um 7,92% en verð bréfa 16 félaga hækkaði i dag en verð bréfa 19 félaga lækkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,98% og er 1748 stig. siöastlibna 30 daga Össur © Opin kerfi © Marel 0 FBA © íslandsbanki 921.483 706.981 702.252 677.828 546.610 © ísl. hugb.sjóöurinn 79% © Össur 65% © Skýrr hf. 39% © Pharmaco 38% © Fiskmarkaöur Breiðafj. hf. 37 % j © Opin kerfi © Samvinnuf. Landsýn o Loönuvinnsian hf. O Flugleiöir o Tangi síðastlibna 30 daga -72 % -22% -21 % -20 % -17 % Danmörk: Vextir hækka ECB Seðlabanki Danmörku tilkynnti um vaxtahækkun í fyrra- dag til samræmis við vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu (ECB). Gengi dönsku krónunnar fylgir evrunni mjög náið. Vaxtahækkunin er talin nauðsynleg til að viðhalda gengis- stöðugleika. HLUTABREFAVISITOLUR Wm DOW JQNES ![*3nikkei IHs&p WE NASDAQ FTSE DAX O CAC 40 10630,60 19566,32 1458,47 4717,39 6565,10 7649,08 6314,04 o o o o o o o 4,93% 1,63% 4,76% 2,94% 0,12% 0,86% 0,89% sJSL 17.3.2000 kl. 14.10 KAUP SALA Dollar 73,330 73,710 feSPund 115,440 116,030 Í*|j Kan. dollar 49,800 50,110 BB: Dönsk kr. 9,5360 9,5890 BBNorsk kr 8,7140 8,7620 EB Sænsk kr. 8,4470 8,4930 pH FI. mark 11,9405 12,0122 j j Fra. franki 10,8231 10,8881 M ll Belg. franki 1,7599 1,7705 3 Sviss. franki 44,0700 44,3200 Q Holl. gyllini 32,2160 32,4096 ^ Þýskt mark 36,2991 36,5172 | 1 ft. líra 0,036670 0,03689 jyjQ Aust. sch. 5,1594 5,1904 | Port. escudo 0,3541 0,3562 Spá. peseti 0,4267 0,4293 L* jJep. yen 0,691800 0,69600 [ írskt pund 90,144 90,686 SDR 98,59000 99,18000 JIJecu 70,9948 71,4214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.