Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Utlönd I>V Ungir ráðherrar í stjórn Stoltenbergs Það var ungleg stjórn sem Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, kynnti fyrir Haraldi Nor- egskonungi i konungshöllinni i Ósló í gær. Sjálfur varð Jens Stoltenberg 41 árs á fimmtudaginn og er hann yngsti forsætisráðherra Noregs hingað til. Sjávarútvegsráðherra verður Otto Gregussen, 43 ára. Hann er hagfræðingur með sjávarútvegsmál sem sérgrein. Gregussen hefur ver- ið ráðgjafi og ráðuneytisstjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Dómsmálráðherra verður Hanne Harlem sem er 35 ára. Hún er systir Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra. Thorbjorn Jag- land, fyrrverandi forsætisráðherra, 49 ára, verður utanríkisráðherra og Karl-Erik Schjott-Pedersen, 40 ára, er nýr fjármálaráðherra. Olíu- og orkumálaráðherra verður Olav Akselsen, 34 ára. Menningar- málaráðherra verður Ellen Horn, 49 ára. Hún er þjóðleikhússtjóri og fyrrverandi leikkona. Bjorn Tore Godal, 51 árs, verður Stjórnarskipti Jens Stoltenberg tekur viö lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Kjell Magne Bondevik. Bondevik skildi eftir vindil handa Stoltenberg og kvaðst vonast til að þeir ættu eftir að skiptast á lyklum á ný. varnarmálaráðherra. „Þetta er allt fært fólk,“ lagði Stoltenberg áherslu á í gær og bætti við að það hefði verið nauðsynlegt að fá fólk með reynslu auk þess sem endumýjun hefði verið nauðsynleg. Átta af nítján ráðherrum eru konur. Jens Stoltenberg og Kjell Magne Bondevik, fráfarandi forsætisráð- herra, hældu hvor öðrum og skipt- ust á blómvöndum þegar Stolten- berg tók við lyklunum að forsætis- ráðuneytinu. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Bondevik skiptist á lyklum við mann með ættarnafnið Stoltenberg. Þegar Bondevik varð utanríkisráð- herra 1989 tók hann við lyklum af Thorvald Stoltenberg sem er faðir Jens Stoltenberg. Þegar Bondevik lét af utanríkisráðherraembættinu tók Thorvald aftur við. „Við ættum líka að skiptast tvisvar á lyklum. Ég hef ekki hugs- að mér að gefast upp og þið munið heyra frá mér áfram í stjórnmálun- um,“ sagði Bondevik. Rússar röktu slóð sprengiefnis til Moskvu Rússneska leyniþjónustan FSB veit nú hvaðan sprengiefnið kom sem notað var við sprengjuárásir i Moskvu og öðrum borgum Rússlands í september i fyrra. 223 létu lífið i sprengjuárásunum. Árásirnar voru sagðar ástæða stríðsreksturs Rússa i Tsjetsjeníu. Breska blaðið Independent og bandaríska blaðið Washington Post greindu frá því í gær að FSB vissi hvernig sprengiefnið hefði verið flutt til Moskvu, í vörubíl og dulbúið sem sykur. Sams konar efni á að hafa fundist í þorpum sem Rússar hafa náð af uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu. Leiðbeiningar um sprengiefni á arábísku fundust í bænum Duba- Jurt. Júgóslavíuforseti Breskur sagnfræðingur segir bresku leyniþjónustuna hafa ihugað aö láta myrða Slobodan Milosevic. Bretar íhuguðu morð á Milosevic Breska leyniþjónustan íhugaði að láta myrða Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í upphafi síðasta áratugar, að því er breski sagn- fræðingurinn Stephen Dorrill fullyrðir í nýrri bók. Vísar Dorrill til heimildarmanna innan leyni- þjónustunnar MI6. Áður hafði fyrrverandi njósnari MI6, Richard Tomlison, haldið þvi sama fram. Tomlison, sem var rekinn 1995, sagði í fyrrasumar að gögn um málið væri enn að finna í skjalasafni leyniþjónustunnar. Dorrill segir leyniþjónustu Bandarikjamanna og Frakka einnig hafa íhugað morð á Milosevic. Kosningafundur á Taívan Hundruð þúsunda Taívanbúa streymdu í gær á síðustu kosningafundina fyrír forsetakosningarnar í dag. Forsætisráöherra Kína, Zhu Rongji, varaöi Taívana við aö hlusta á þá sem héldu þvi fram að Kínverjar hefði hvorki skip né flugskeyti til að gera árás. Sagði hann Kinverja, sem óttast stjórnarskipti á Taivan, reiðubúna að úthella blóði til þess að koma í veg fyrir sjálfstæði Taívan. Á myndinni má sjá stuðningsmenn frambjóðanda stjórnarflokksins, Liens Chans. Jafnræði er með honum og keppinautum hans tveimur, Chen Shui-bian og James Soong. Árás á Hillary: Með fleiri ástkonum en sjálfur forsetinn Pólítískir andstæðingar Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkj- anna, svífast einskis. Nú reyna þeir að draga hana inn í kynlífshneyksli og benda á meintar ástkonur henn- ar. Þetta kemur fram í bandarískum blöðum sem benda á að listinn með ástkonunum geti eyðilagt mögu- leika Hillary að sigra í kosningun- um í New York. Hillary sækist eftir að hljóta sæti öldungadeildarþing- manns fyrir New York. „Á listanum eru ekki bara nöfn frá liðinni tíð heldur einnig nöfn kvenna sem hún hefur nýlega átt í sambandi við,“ segir einn heimild- armanna. Margar af meintum ástkonum bandarísku forsetafrúarinnar eru þekktar. Meðal þeirra eru vinsæl sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, fyrirsæta, sem hlaut skjótan frama Forsetafrúin Andstæðingar Hillarys segja hana tvíkynhneigða. eftir meint samband við Hillary, stjórnmálamaðurinn Donna Shalala og lögmaðurinn Susan Thomases í New York. Á listanum eru einnig tilvitnanir þeirra sem fullyrða að Hillary sé lesbía. Einn þeirra er fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, Dick Morr- is. Hann hefur meðal annars sagt að Bill Clinton væri ekki að eltast við aðrar konur ef Hillary væri ekki lesbísk. Einnig er vitnað í fyrrverandi ást- konu Clintons, Gennifer Flowers. í bók sinni, Sleeping with the pres- ident, skrifar hún að BiU hafi sagt að Hillary hefði verið með fleiri konum en hann. Stjórnmálaskýrandinn Jack Wheeler segir heimildamenn sína fullyrða að HUlary sé tvíkynhneigð og haldi meira framhjá en Bill. Lækkar skatta Franska stjómin ætlar lækka skatta um 450 milljarða ís- lenskra króna í ár, að því er Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, hefur tilkynnt. Jospin tilkynnti einnig að söluskattur yrði lækkaður um 1 prósent, í 19,6 prósent. Auk þess verða eignaskattar lækkaðir. Sænskir bændur fátækir Grískir bændur þéna naer tvöfalt meir en sænskir bændur. I Evrópu- sambandslöndunum eru það aðeins bændur í Portúgal sem þéna minna en sænskir bændur. Fulltrúi sænska landbúnaðarráðuneytisins sagði þetta vitað en ástæðan er ókunn. Grænt Ijós á nautakjöt Þýsk yfirvöld leyfa nú á ný inn- flutning á bresku nautakjöti. Þjóð- verjar óttast að Evrópusambandið dragi þá fyrir rétt aflétti þeir ekki banninu. 1628 Rússar fallnir 1628 rússneskir hermenn hafa fallið síðan Rússar gerðu innrás i Tsjetsjeníu í október síðastliðnum. 4308 Rússar hafa særst í stríðinu. Vopnabúr hjá skólastrák Lögregla fann í gær tugi skot- vopna auk fleiri vopna heima hjá skólapilti sem skaut á kennara sinn og særði síðan sjálfan sig í Brannen- burg í Þýskalandi á fimmtudaginn. Styður eigin- manninn Hannelore Kohl, eiginkona Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, sagði í við- tali i gær að hún styddi eiginmann sinn og að þau myndu þrauka þrátt fyrir hneykslið vegna leynisjóða Kristilega demókrataflokksins. Kohl settist á sambandsþing í gær i fyrsta sinn síðan í nóvember síðastliðn- um. Hann gabbaði blaðamenn sem biðu við aðalinnganginn og gekk sjálfur inn um dyr fyrir blaðamenn. Þar komst hann óséður inn. Fara sjaldan í búðir Aðeins 6 prósent spænskra karla gera reglulega innkaup. ÍSviþjóð fara hins vegar 42 prósent karla reglulega I búðir. Refsiaðgerðir mildaðar Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, til- kynnti í gær að innflutnings- banni á ýmsum varningi frá íran öðrum en olíu yrði aflétt. Bann- inu er aflétt í kjölfar kosningasigurs umbótasinna í íran. Óttast átök við her Serba Vamarmálaráðherra Rússlands, Igor Sergejev, kvaðst í gær óttast að spennan í Kosovo og nágranna- héruðum gæti leitt til átaka milli júgóslavneska hersins og alþjóð- legra friðargæsluliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.