Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Fréttir DV Flóttamannaeyjan Island - 363 flóttamenn á 43 árum en viðskipti okkar við þá hafa ekki alltaf verið vinsamleg Varla er til í víðri veröld þjóð sem frekar á skilið að kallast flóttamenn en einmitt íslendingar. Þjóð sem að stærstum hluta rekur uppruna sinn til pólitískra flóttamanna frá Noregi - og er stolt af því! Engin fastur kvóti, ef svo má kom- ast að orði, er á móttöku erlendra flóttamanna á Islandi. Það er í valdi ríkisstjórnar hverju sinni að ákveða slíkt eftir tillögu félagsmálaráðherra. Gengið hefur verið út frá því að hing- að komi að jafnaði um 25 flóttamenn á ári hverju. Á 43 árum hafa þannig samtals komið 363 flóttamenn til landsins á vegum opinberra aðila og 25 til viðbótar eru væntanlegir. Ekki eru þá taldir með þeir sem sækja hér um hæli og koma á eigin vegum, sem hafa verið hátt í tuttugu á ári. „Rasismi" minni á íslandi Flóttamennirnir eru sjálfir í raun ekki vandamálið heldur þær aðstæður sem upp koma og verða til þess að flóttamenn eru reknir að heiman eða neyðast til þess að flýja til þess að bjarga lífi sínu. Til eru þeir sem flnna slíkri blöndun þjóðarinnar flest til for- áttu og „rasismi" er vissulega til eins og sagan sannar og Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra staðfesti í samtali við DV. Hann telur þó að við höfum enn ekki alið með okkur þá heift gegn útlendingum sem víða þekkist um hinn vestræna heim. Reynslan er sú að þorri fólks hefur tekið flóttamönn- unum vel. Einnig eru þeir til sem þyk- ir ekki nóg að gert og að íslendingar standi sig illa i samanburði við Norð- urlandaþjóðirnar hvað fjölda flótta- manna varðar. Enga gyðinga, takk Upphaf afskipta íslendinga af flótta- mönnum á tuttugustu öldinni byrjaði að margra mati ekki gæfulega. Flutn- ingur þýskra gyðinga var takmarkað- ur en Þjóðverjum af „germönsku kyni“ var veitt landvist. Ríkisstjórn íslands markaði ákveðna stefnu í þessum málum 1938 er þýskir nasistar hröktu fjölda gyð- inga úr landi. Sveinn Björnsson hringdi þá frá Þýskalandi og spurði hvort ríkisstjómin vildi veita þýskum gyðingahjónum dvalarleyfi, en þau hugðust leggja með sér fé til uppi- halds. Svarið var afdráttarlaust nei. „Principielt" væri ríksistjómin því mótfallin. Þá sagði Hermann Jónas- son forsætisráðherra það varúðarráð- stöfun gegn flóttamannastraumi að neita beiðni um að félag eitt í Reykja- vík tæki 8-10 gyðingaböm í fóstur. Lög voru sett 1939 til að skerpa enn á þessari afstöðu íslensku stjórnarinn- ar. Fulltrúi íslendinga í danska sendi- ráðinu í Berlín bjargaði þó einum gyðingi úr klóm nasista. Það var læknirinn og íslandsvinurinn Karl M. Kroner sem hlaut þá náð eftir að kona hans Irmgard leitaði til Helga P. Briem eftir aðstoð í kjölfar ofsókna. Kroner slapp með naumindum frá Þýskalandi, en upplifði síðan mikla niðurlægingu frá hendi starfsbræðra sinna á íslandi. Hann var þó að lokum tekinn í sátt, enda mjög fær læknir. Á þessum árum skrifuðu Morgun- blaðið, Tíminn og Vísir af hörku gegn innflutningi gyðinga. Árið 1938 gerð- ist svo mjög átakanleg saga er gyð- ingahjónin Hans Rottenberger, Olga kona hans og börn þeirra tvö, Eva tveggja ára og Felix eins árs, voru rek- in úr landi eftir tveggja ára dvöl hjón- anna í Reykjavík. Var það gert að undirlagi Iðnráðs Reykjavikur sem þótti Rottenberger taka vinnu frá ís- lenskum iðnaðarmönnum með rekstri leðurverkstæðis. Fleiri ættingjar þeirra hjóna sættu í kjölfarið miklu harðræði hér á landi. Slík afstaða var þó ekki algild um samskipti íslend- inga og gyðinga. Samt má rekja andúð gegn aðflutningi gyðinga enn lengra aftur eða til þess er Alþingi hafnaði árið 1853 ósk Danastjómar um að Is- lendingar leyfðu gyðingum að setjast hér að. Á þessum árum skrifuðu Morgunblaðið, Tíminn og Vísir af hörku gegn inn- flutningi gyðinga. Árið 1938 gerðist svo mjög átakanleg saga er gyð- ingahjónin Hans Rotten- berger, Olga kona hans og böm þeirra tvö, Eva tveggja ára og Felix eins árs, voru rekin úr landi eftir tveggja ára dvöl hjónanna í Reykjavík. Þýskar konur í sveitirnar Eftir heimsstyrjöldinna síðari, þar sem Þýskaland var ein rjúkandi rúst, tóku margar þýskar konur því fegins- hendi að komast úr þeirri eymd til Is- lands. Fyrir fram vissu þær nær ekk- ert út í hvað þær voru að fara. Raun- in varð reyndar sú að margar þessara m DV if Ísafjör&ur '96 = 29 Júgcstavar (Króatar/Serhar) 1 Siglufjör&ur © '00 = 25 Jugóslavar ]] (KroaUr/Sertar)' nr'Djávik • '99 = 24 Albanar Albanar Pólverjar Víetnamar (Kosovo) Júgóslavar Ungverjar m \w - , m. . im* 1 Blönduós • '98 = 23 JúgósUvar Á W t Rey&artjör&ur! # 39 = 24 Albanar 11 (Króatar/Setbar) (Kosovo) t Reykjavik S6 = 52 Ungveijar 59 = 32 Júgóslavar 79 = 34 Vietaamar '82 = 26 Póherjar 89 = 12 Víetaamar 90 = 30 Víetaamar '91 = 30 Víetaamar 89= 3 Júgósiavar V, 70 60 78 X Hafnarfjöröur 50 52 TP 39 = 24 Mbanar Jl (Kosovo) 1 Hornafjörður * 37 = 17 liígóslavar 40 I| (Króatar/Sertar) Koma flóttamanna - til íslands á vegum opinberra aðila 30 20 10 FJóldl flóttamanna u u < co Cg> 29 23 2 » 11 17 12 g ,1 .1.1.11: ii. J l •56 -59 79 '82 '89 '90 '91 '96 '97 '98 '99 '00* *Væntanloglr á árlnu kvenna bættu úr miklu kvenmanns- leysi í sveitum og giftust þá gjaman íslenskum bændum. Reyndust þær miklir dugnaðarforkar þó aðstæður hafi trúlega verið með allt öðrum hætti en þær höfðu nokkurn tíma rennt grun í fyrir fram. Ungverjar komu 1956 Fyrsti skipulagði hópur flótta- fólks á síðari tímum kom til íslands frá Ungverjalandi áriðl956, eftir uppreisn í landinu það sama ár. I þeim hópi voru 52 og gátu íslenskar íjölskyldur sótt um að fá fólkið í vinnu og eða til búsetu. Árið 1959 komu svo 32 flóttamenn hingað frá Júgóslavíu. Flóttamenn frá Víetnam Frá hinu stríðshrjáða Víetnam komu á sínum tíma fjórir hópar flótta- manna hingað til lands. I fyrsta hópn- um, sem kom 1979, voru 34 einstak- lingar. Þá komu 12 árið 1989, 30 manns komu 1990 og aðrir 30 árið 1991. Fyrsti hópurinn kom eftir stríðs- átökin í Víetnam, en tveir síðustu komu hingað úr flóttamannabúðum í Hong Kong þar sem þeir dvöldu vegna óstjórnar og hungursneyðar i Ví- etnam. Öllum voru þessum flótta- Ambitat viöarhúsgögn úr gegnheilum kirsuberjavið í boröstofur og svefnherbergi. Portúgalskt handbragð sem ber af. usgögn Sæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 Opiö wírka daga 10-18, laug. 10-16 mönnum búin heimili í Reykjavík. Við þetta er að bæta að árið 1982 kom hingað 26 manna hópur frá Pól- landi, sem var á flótta undan harð- stjóm í landi sínu. Júgósiavar á landsbyggöina Árin 1996, 1997 og 1998 komu þrír hópar frá Júgóslavíu í kjölfar borgara- styrjaldar í landinu. I þeim voru hjón úr svokölluðum hlönduðum hjóna- böndum, þcu: sem annað var af serbneskum uppruna en hitt af króat- ískum. Vegna þessarar blöndunar voru fjölskyldurnar ofsóttar og reknar burt úr eigin landi. Þessir hópar voru þeir fyrstu sem settust að úti á lands- byggðinni. Sá fyrsti var 29 manns og Hörður Kristjánsson blaðamaður fór hann til Isafjarðar síðsumars 1996. Árið eftir, 1997, komu 17 flóttamenn úr flóttamannabúðum við Belgrad til Hafnar í Hornaflrði og 1998 kom 23ja manna hópur til Blönduóss. Þessir hópar áttu það sameiginlegt að þeir nutu ekki neinna borgaralegra rétt- inda í heimalandi sínu. íslensk stjómvöld ákváðu því næst að taka á móti allt að 25 manna hópi flóttafólks til Fjarðabyggðar 1999 af forvalslista frá UNHCR, alþjóðaflótta- mannastofnuninni. Átti þessi hópur að koma úr flóttamannabúðum ná- lægt Belgrad, að stærstum hluta úr Krajina-héraði í Serbíu. Breyttar for- sendur og mikil neyð í Kosovo ollu því að ríkisstjórnin samþykkti að bjóða allt að 100 Kosovo-Albönum til tslands. Raunin varð því sú að þann 8. apr- íl 1999 komu 24 Kosovo-Albanar til Fjarðabyggðar og sama dag komu 26 Álbanar til Dalvíkur. Þann 8. maí 1999 kom síðan þriðji hópurinn frá Kosovo, samtals 25 manns og fór hann til Hafnarfjarðar. 34 til baka Samkvæmt upplýsingum frá félags- málaráðuneytinu hefur 31 Kosovo-Al- bani farið aftur til baka, en 3 einstak- lingar hafa aftur á móti bæst í hóp flóttamanna hér á landi. Þeir sem fóru aftur til síns heima voru Kosovo-Al- banamir 24 sem komu til Reyðarfjarð- ar í Fjarðabyggð. I þeim hópi voru mikil ættartengsl, systkini með börn. Hafði þessi stórfjölskylda starfrækt skóverksmiðju ytra. Þegar stríðsátök- um lauk í Kosovo höfðu yfirvöld þar samband við ættarhöfðinga þessa hóps fyrir austan báðu þau að koma heim, sem þau og gerðu. Þá var í þeim hópi sem kom til Dal- víkur kona með mörg börn, en maður hennar var týndur þegar hún yfirgaf flóttamannabúðirnar. Síðan fannst maðurinn á lífl, en hann vfldi ekki fara tfl íslands vegna aldraðra for- eldra sinna. Það varð því úr að konan fór aftur tO baka með bömin. Auk þessara Albana sem farið hafa héðan aftur hafa einhverjir Vietnam- ar og aðrir yfirgefið landið, en í sum- um tilfeUum hafa ættingjar flótta- manna líka komið hingað í kjölfar þeirra. 25 til Siglufjaröar Gert er ráð fyrir að í júnímánuði nk. komi um 20-25 manns frá ríkjum fyrmm Júgóslavíu. Valið verður i þann hóp 13. og 14. apríl. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra verð- ur farið að ábendingum Alþjóða flótta- mannastofnunarinnar og RKÍ við val á þessum flóttamönnum. Langmestar líkur eru á að þeir verði úr flótta- mannabúðum í Serbíu og í blönduð- um hjónaböndum Serba og Króata. Aðeins eitt sveitarfélag hefur óskað sérstaklega eftir því að taka við flótta- mönnunum en það er Siglufjörður. PáU reiknar með því að niðurstaðan verði sú að hópurinn fari þangað. Fjöldi kemur á eigin vegum Inni i tölum um flóttamenn sem hingað hafa komið síðan 1956 eru ekki þeir sem komið hafa á eigin vegum og beðist hafa hælis hér sem pólitískir flóttamenn, né aðrir sem hingað hafa komið með tUstuðlan atvinnumiðlana. Þarna eru einung- is þeir flóttamenn sem íslensk stjórnvöld hafa fyrirfram samþykkt að taka á móti. Það sem af er þessu ári hafa t.d. komið 3 einstaklingar sem sótt hafa um hæli hér á landi. Á síðasta ári voru það 17 einstak- lingar og árið 1998 voru þeir 19 tals- ins. Eðlilegt að taka við 25 flóttamönnum á ári „Á meðan við leggjum okkar lóð á vogarskálamar við að leysa þau vandamál sem upp koma varðandi flóttamenn - þá er það vel,“ segir Hólmfríður Gísladóttir, deildar- stjóri RKÍ, og telur eðlilegt miðað við okkar aðstæður að taka í kring- um 25 flóttamenn árlega auk þeirra sem leita hér hælis. (Byggt á heimildum JSS:DV, fé- lagsmálaráðuneytis, RKÍ, Þórs Whiteheads o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.