Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað DV Hvaða Tryggvi er þetta? Viljum ekki rússneska kosningu - Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúinn í Hafnarfirði sem bauð sig fram á síðustu stundu. Hann vill verða formaður Samfylkingarinnar en telur afleitt að Össur Skarphéðinsson verði sjálfkjörinn. Tryggvi Harðarson er ekki stórt nafn í íslenskri landsmálapólitík þótt hann hafi setið í bæjarstjóm fyr- ir alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði í 14 ár. Þegar það varð heyrinkunnugt um hádegishil á fimmtudag að hann væri að safna undirskriftum í kapp við klukkuna til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar varð mörgum fyrst fyrir að spyrja, Hvaða Tryggvi er þetta? Þegar DV sest niður með mótfram- bjóðandanum á skrifstofum Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði hlýtur fyrsta spurningin að vera: Hvers vegna ákvað hann að bjóða sig fram á móti vinsælum kandídat? „Þetta var fyrst og fremst mín ákvörðun," segir Tryggvi. Fólk vill sjá ný andlit „Það er sannfæring mín að það sé til hagsbóta fyrir Samfylkinguna að kosið verði um embætti formanns. Fjöldi manna hafði samband við mig og mér er kunnugt um að menn telja mjög slæmt fyrir flokkinn að það verði rússnesk kosning um for- mannsembættið. Stór hópur óbreyttra liðsmanna Samfylkingar- innar vill fá að sjá ný andlit í forystu flokksins, andlit sem ekki eru mörk- uð af landsmálapólitík. Þetta fólk Alþýðuflokkurinn var það hreyfiafl framfara sem hefur sett svip sinn á samfélagið. Stundum hefur verið sagt að flokkurinn hafi jafnan verið 10-20 árum á undan sinni samtíð og goldið þess í kjörfylgi. hefði orðið mjög óánægt ef Össur heföi verið einn í framboði. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa á þessum vettvangi og tel að með þessu skýrist línurnar í stefnu- málum Samfylkingarinnar. Ég tel mig hafa góðan stuðning í þetta framboð." Kjörgengir félagar í aðildarfélög- um Samfylkingarinnar munu kjósa i pósti um formann og hefst kosningin 10. april nk. og lýkur skömmu fyrir landsfund og stofnfund Samfylking- arinnar sem hefur verið boðaður án dagsetningar í byrjun maí. En hvemig mun Tryggvi standa að því að kynna sig og stefnumál sín þangað til? „Samfylkingin mun efna til fundaraðar á næstunni um land allt þar sem formannsefnin munu kynna sig og sín stefnumál og áherslur með málefnalegum hætti. Síðan munu kjósendur væntanlega taka afstöðu í samræmi við það.“ Er ekki að fórna mér Má skilja þetta þannig að þú sért þá að fórna þér fyrir flokkinn til þess að hleypa lífi i kosningabaráttuna? „Ég er ekki að fóma mér. Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir nýjan flokk að pólitísk stefnumótun hans sé skýr. Mér finnst hafa skort á það hjá Samfylkingunni á Alþingi að þingmenn okkar hefðu sameiginleg- an pólitískan grunn að standa á. Þingflokkurinn hefur verið svolítið munaðarlaus að þessu leyti. Flokk- inn hefur vantað. Málefhaleg um- ræða sem óhjákvæmilega fylgir for- mannskjöri mun víkka og færa út hina pólitísku umræðu meðal allra félaga Samfylkingarinnar fyrir stofn- fundinn. Þar fær hinn almenni flokksmaður tækifæri til þess að marka framtíðarstefnu flokksins. Mér hefur fundist vera hugmynda- fræðileg stöðnun í íslenskum stjóm- málum. Samfylking- una hefur t.d. vantað grunninn til að standa á, það er flokkinn. Þetta kom berlega I ljós í síð- ustu kosningum þeg- ar frambjóðendur höfðu í rauninni um- boð frá þremur ólík- um flokkum sem áttu mikið verk óunnið í að samræma afstöðu sína á sannfærandi hátt.“ Atkvæði allra gilda jafnt Ef pólitiskt bak- land Tryggva Harð- arsonar er einhvers staðar þá er það í Hafnarfirði, með- al þeirra sem oft eru kallaðir einu nafni Hafnarijarðarkratar. Tryggvi hefur setið í bæjarstjórn í Hafnar- firði í 14 ár og oft verið í ráðandi meirihluta en mest hefur fylgi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði orðið 48%. í síðustu sveitarstjómarkosn- ingum náði flokkurinn aðeins rúm- lega helmingi þess fylgis og fékk þrjá menn kjörna. Tryggvi varð í þriöja sæti í prófkjöri eftir harða baráttu. „Það voru mjög deildar meining- ar um meirihlutasamstarf okkar hér á síðasta kjörtímabili. Ég var þeirrar skoðunar að það heföi unn- ið flokknum mikið tjón, enda kom það á daginn. Þetta er auðvitað aö vissu leyti mitt bakland en ég met stuðnings- menn mína ekki út frá landfræðileg- um sjónarmiðum né stétt og stöðu. Þegar kosningar eru á landsvísu eins og þær sem við förum í núna þá skiptir engu máli hvort stuðn- ingsmaðurinn er verkamaður að noröan eða sitjandi þingmaður. Þar Stór hópur óbreyttra liðsmanna Samfylk- ingarinnar vill fá að sjá ný andlit í forystu flokksins, andlit sem ekki eru mörkuð af landsmálapólitík. Þetta fólk hefði orðið mjög óánægt ef Össur hefði verið einn í framboði. gildir atkvæði allra jafnt." Klassísk jafnaðarstefna Mönnum verður tíðrætt um að Samfylkingin eigi að sækja meira inn á miðju stjómmálanna og benda á sigur jafnaðarmannaflokka í öðr- um löndum sem fyrirmynd en þeir hafa einmitt sótt til miðju. Ert þú sammála þessu? „Ég hef ekki mikla trú á því að meta þetta eftir hægri og vinstri. Trú- verðugleikinn er það sem skiptir máli. Þeg- ar Alþýðuflokkurinn vann sína stærstu sigra hér í Hafnar- firði þá boðuðum við enga hægri- eða miðjustefnu heldur klassíska jafnaðar- stefnu." Er mikill munur á málefnalegri afstöðu ykkar Össurar? „Eftir því sem ég best veit er hann ekki ýkja mikill, enda skyldu menn ekki gleyma þvi að við erum samherjar í flokki. Einhver munur mun væntan- lega koma á daginn þegar við forum að kynna okkar persónur, okkar pólitísku skoðanir og áherslur. Síðan taka kjósendur afstöðu.“ Össur fór þegar múrinn hrundi Er þitt framboð ekki staðfesting þess að gamlir alþýðuflokksmenn geti ekki sætt sig við alþýðubanda- lagsmanninn Össur í formannssæti? „Mín reynsla af samstarfi við al- þýðubandalagsfólk í bæjarmálum í Hafnarfirði áður og undir merkjum Samfylkingar er mjög góð. Þar störf- um við saman eins og einn maður. í því samstarfi hef ég ekki getað merkt að það skipti máli úr hvaða flokki menn koma og vænti þess að þaö sama verði uppi í landsmálun- um. Það er staðreynd að Alþýðu- bandalagið átti kommúníska fortíð og þegar fjaraði undan þeirri stefnu og múrinn hrundi þá hölluðust margir að hinni klassísku jafnaðar- stefnu og Össur var meðal þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.