Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 27 I>V Helgarblað sem yflrgáfu Alþýðubandalagið á þessum tíma.“ Kvótakerfiö er rugl frá upphafi Hver er afstaða þín til þeirra deilna sem nú eru uppi um lög um stjórn fiskveiða? „Ég tel kvótakerfið hafa verið rugl frá upphafi og ljóst að það standist ekki neinar jafn- ________________ ræðisreglur. Ég skrifaði grein í Al- þýðublaðið fyrir allmörgum árum sem hét: Kvótabréf á hvert mannsbarn. Ég er enn sömu skoðunar og sé að margir, t.d. Pétur Blöndal, hafa tekið þá hugmynd upp á arma sína. Það er ekki sjálf- gefið að ríkið þurfi alltaf að fara með umboð þjóðarinnar og með þessari að- ferð væri sá kaleikur tekinn af stjómvöldum að deila út aðgangi að auðlindinni. Væri þessu kerfi komið á yrði fiskurinn ævarandi eign þjóðarinnar og girt fyrir þá hættu sem margir telja að t.d. innganga í EB skapi, þ.e. að við missum yfirráð yfir auðlindinni." Skoðum inngöngu í EB Hver er afstaða þín til hugsanlegr- ar inngöngu í EB? „Mér finnst fyllilega tímabært að slík aðild komist á dagskrá og við fórum að marka okkur samnings- stöðu í þeim efnum. Þegar dregur úr þeirri þenslu sem nú setur svip á efnahagslífið mun atvinnulífið krefj- ast aukins aðgangs að mörkuðum í Evrópu og það getur kallað á aðild.“ Landsmenn gjalda klúðurs stjórnvalda Guðmundur Árni Stefánsson þing- maður lýsti fyrir viku í viðtali við DV óánægju sinni með snúning sam- fylkingarmanna í virkjanamálum. Hver er þín afstaða til umdeildra áætlana um virkjun og stóriðju á Austurlandi? „Mér finnst engin ástæða til þess að stjórnvöld séu að nota glufur í lög- um til þess að komast hjá því að láta fara fram umhverfismat. Hér í Hafn- arfirði fara nær allar framkvæmdir í slíkt mat og ég tel að Fljótsdalsvirkj- un hefði átt að fara í umhverfismat. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi haldið afar illa á málinu þá er ég hlynntur atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni og finnst rangt að láta Austfirðinga og alla landsmenn gjalda þessa klúð- urs stjómarinnar.“ Samfylkingin varð fyrir tjóni Margir hafa orð- ið til þess að lýsa leit Samfylkingar- innar að formanni sem hörmungar- sögu. Lýkur þeirri sögu þá i vor með kosningu milli ykk- ar Össurar? „Flokksleysi og forystuvandi hefur unnið Samfylkingunni mikið tjón. Á því er ekki nokkur vafi. Átök og klofningur á vinstri vængnum er saga sem rekur sig aftur til fyrri hluta aldarinnar sem er að baki. En menn skulu ekki gleyma því að jafn- aðarmenn hafa verið í forystu í flestu sem til framfara horfir alla þessa öld og sett mark sitt mjög á alia uppbyggingu íslensks þjóðfélags. Alþýðuflokkurinn var það hreyfiafl framfara sem hefur sett svip sinn á samfélagið. Stundum hefur verið sagt að flokkurinn hafi jafnan verið 10-20 árum á undan sinni samtíð og goldið þess í kjörfylgi. Hvort sem horft er til mála eins og almanna- trygginga og samhjálpar eða aðildar íslands að alþjóðlegu samstarfi og markaðsfrelsis þá eru það jafnaðar- menn sem fara fyrir. Þetta er hlutverkið sem bíður Samfylkingarinnar og þeirrar for- ystu sem hún kýs sér á þessum fyrsta landsfundi. Þar sem hefur tek- ist að mynda stóra jafnaðarmanna- flokka þar hafa þrifist misjafnlega róttækir armar. Ég er t.d. sannfærð- Tryggvi ólst því upp við fjörlegar umræður og fór 15 ára gamall að starfa með ungum jafnaðarmönnum en hafði lítil afskipti af pólitík um skeið. Hann tók síðan sæti í bæjar- stjórn í Hafnarfirði rúmlega þritug- ur að aldri. Fleiri systkini Tryggva smituðust af stjórnmálaáhuganum og nægir að nefna Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sem margir þekkja. „Það voru oft mjög harð- ar umræður við eldhús- borðið og við deildum stundum hart. Þetta var því góður skóli." Kínverskir kratar Tryggvi fór eftir stúdents- próf úr Flens- borg 1975 þvert yfir hnöttinn, alla leið til Kína, og dvaldi þar til 1979, fyrst við tungu- málanám og síðan við nám í sagnfræði, aðallega kínverskri samtímasögu, í Peking. „Þetta var umbrotatimi í Kína. Þeir hrundu niður, gömlu leiðtog- amir, meðan ég var þama, bæði Maó Tse Tung og Chou En-Lai og herforinginn Zhu-De. Maður var alltaf í jarðarforum. Ég lærði mikiö á þessu og dvölin var mjög þrosk- andi. Ég dvaldi þama nógu lengi til að kynnast kínversku samfélagi mjög vel og átta mig á því hve manneskjumar eru líkar hvar sem er í heiminum þrátt fyrir ólíka menningu. Það er ekki allur munur á hafnfirskum og kínverskum kröt- um þegar allt kemur til alls.“ Gaman að binda járn Eftir heimkomuna fékkst Tryggvi við margvisleg störf. Hann kenndi i Hafnarfirði og Námsflokk- um Reykjavíkur ýmsar námsgrein- ar, allt nema söng, að eigin sögn, en hann fékkst einnig talsvert við jámabindingar sem er ákaflega karlmannlegur starfi og ekki talið henta neinum aukvisum. „Þetta er óskaplega góð aðferð til að halda sambandi við grasrót þjóðfélagsins, auk þess að vera skemmtileg hörkuvinna. Það sem mað- ur heyrir í kaffiskúrum hinna ýmsu vinnustaða er mjög fróðleg og oft góð vís- bending um hræringar í pólitíkinni. Þetta er hörkupúl. Ég var óvirkur járnabind- ingamaöur i 10 þegar ég hellti mér aftur út í það þegar verið var að byggja álverið á Grundar- tanga. Þegar ég byrjaði aftur þá grenntist ég um 20 kíló á tveimur mánuðum þó ég hafi aldrei borðað annað eins og þá. En ég held að timi minn í járna- bindingunum sé liðinn því bakið er ekki eins sterkt og áður var.“ Fjölskyldan Tryggvi var hátt í 20 ár i sambúð með Ástu Kristjánsdóttur og á með henni þrjú börn á aldrinum 11 til 20 ára en þau hafa nú slitið sam- vistum. „Við búum bæði hér í Hafnar- firði og ég hef mikið og gott sam- band við börnin mín. Ég tel það mjög nauðsynlegt við þessar að- stæður að fólk geti átt vinsamleg j Þetta var umbrotatími í Kína. Þeir hrundu niður, gömlu leiö- togarnir, meðan ég var þarna, bæði Maó Tse Tung og Chou En-Lai og herforinginn Zhu-De. Maður var alltaf í jarðarförum. ur um að sumir þeirra sem í dag fylgja Vinstri-grænum að málum eru jafnaðarmenn í hjarta sínu.“ Einn af sjö systkinum Tryggvi fæddist 1954 og ólst upp í Hafnarfirði hjá foreldrum sinum, Herði Zóphaníassyni og Ásthildi Ólafsdóttur, einn af sjö systkinum. Stjómmálin voru jafnan í öndvegi á heimilinu því Hörður sat tvö tímabil í bæjarstjóm í Hafnarfirði fyrir Al- þýðuflokkinn, átta ár í hvort sinn. Móðurafi, Tryggva, Ólafur Þ. Krist- jánsson, var einnig bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði fyrr á öldinni. Það er staðreynd að Alþýðubandalagið átti kommúníska fortíð og þegar fjaraði undan þeirri stefnu og múr- inn hrundi þá hölluð- ust margir að hinni klassísku jafnaðar- stefnu og Össur var meðal þeirra sem yfirgáfu Alþýðubanda- lagið á þessum tíma. Ben Affleck „Hún var mjög hugrökk og fagleg í sínu hlutverki." Segir frá kynlífs- atriðum Ben Affleck hefur verið ið- inn við að segja almenningi sögur af tökum af kynlífsat- riðum i nýjustu mynd hans, Reindeer Games. Leikarinn stælti hélt svo sannarlega að jólin hefðu komið snemma í ár þegar hann fékk færi á að fækka fötum fyrir framan myndavélina í atriði þar sem hann á í nánu sambandi við mótleikkonu sína, kynþokkadís- ina Charlize Theron. „Við lék- um saman í einu atriði sem var mjög náið þar sem við veltumst um allt í faðmlögum og ástar- leikjum. Við vorum næstum nakin og hún var mjög hugrökk og fagleg í sínu hlutverki," seg- ir Ben. „Tökuliðið fékk okkur til að gera hluti sem við hefðum annars verið frekar feimin við að framkvæma. Ég held að það sé ekki margt sem Charlize er feimin við að gera,“ sagði Ben enn fremur. Þegar Charlize var spurð hvað henni fyndist um ástaratriðin með Ben svaraði hún: „Að koma fram nakin í kvikmynd er ekki eitthvað sem ég tek fegins hendi. Hins vegar er það svo að þegar ég hef tekið ákvörðun um að leika í kynlífs- atriðum þá legg ég mig 110 pró- sent fram við það.“ CARNEGIE A R T AWA R D 1999 NORDIC PAINTING LISTASAFN REYKJ AVÍKUR KJARVALSSTAÐIR V/FLÓKAGÖTU, REYKJAVÍK SÝNINGIN VHRÐUR OPIN 9. MARS-2. APRÍL 2000 ALLA DAGA K L. IO-l8 LEIÐSÖGN UM SYNINGUNA SUNNUDAGA FREKARI LEIÐSAGNIR SAMKVÆMT UMTALI AÐGANGUR ÓKEYPIS afsláttur af öllum gólfefuum Gólf-og veggflísar í miklu úrvali Flísar frá 995 kr./m- HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ! Wm «j> 1 ■ lt§j V . 1 ..-cÆsaaaB&á.:-.. ■ ' í’ i JÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.