Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað DV Lætur handklæðiö falla til jaröar þar sem leikkonan Gwyneth Paltrow bíöur. Dinglar því heilagasta Leikarinn ungi Matt Damon gerði á dögunum svo mikið íra- fár út af nektaratriði við tökur á myndinni The Talented Mr. Ripley að leikarar og tökulið drógu fljótlega þá ályktun að hann hefði eitthvað að fela. í einu atriði myndarinnar stígur Matt upp úr baði, vefur hand- klæði um sig miðjan, fer til dyra og lætur handklæðið detta þar sem leikkonan Gwyneth Paltrow biður. Þrátt fyrir að Matt væri myndaður aftan frá var leikar- inn svo óhress með að dingla því heilagasta framan í leikkonuna að leikstjórinn sá þann kost vænstan að láta hanna pung- bindi sem myndi skýla því við- kvæmasta. Eitthvað hefur þó leikarinn fengið bakþanka yfir öllu saman því á síðustu stundu losaði hann sig við skýluna. Undrunarsvipurinn á andliti Gwyneth þegar hann opnar dyrnar var því svo sannarlega ekta. Fjölskyldumál Eitt af því marga sem karlmenn tala eiginlega aldrei um er allt það sem skelfir þá. Konur væla löngum stundum yfir þvl að þær séu of feit- ar, hárið á þeim sé ómögulegt og hafa nístandi áhyggjur af hjónabandinu, börnunum, for- eldrunum og bókstaflega öllu sem tekur þvi að hafa áhyggjur af. Ekki karl- menn. Karlmenn ótt- ast marga hluti nagandi, djúp- stæðum ótta sem rænir þá nætur- svefni og holdrisi þegar verst gegn- ir. Þeir bera þennan ótta með sér allt þar til martröðin verð- ur að veruleika og eitthvað herfi- lega slæmt og leiðinlegt gerist. Skoðum að- eins nánar hvað karlmenn óttast mest og hvers vegna. Tilhugsunin um að enda einn á elliheimili, háður göngugrindinni, smekknum og bekken- inu, skelfir marga karlmenn meira en flest annað. Að missa vinnuna Afskaplega margir karlmenn skilgreina sjálfa sig gegnum vinnu sína. Vinnan er það mikilvægasta í lífinu og hverfist um það sem menn kunna, geta og eru. Margir eignast vini i vinnunni og helga henni bókstaflega alla krafta sína. Þetta er mjög hættulegt því til- fmningaleg binding við vinnuna eykur á ótta karlmanna við að missa vinnuna sem er út- breiddasta áhyggjuefni þeirra. Þetta gæti einnig verið skýringin á því að menn vilja vera ómissandi á vinnustað. Þeir sem vilja draga úr þessum ótta eiga að treysta félagsleg tengsl sín utan vinnustaðar og halda opn- um möguleikum á því að fá vinnu annars staðar. Ekki staðna. Kynlífið kllkkar Fátt óttast karlar meira en að standa sig ekki sem skyldi í rúminu. Þar vilj- um við vera með fullri reisn þegar á þarf að halda. Martröðin um hið gagnstæða er ótrúlega út- breidd. Það má segja að öll karl- mennskutilveran kristallist í því eina liffæri sem má aldrei bregð- ast okkur. Ef það gerist þá erum við ekki karl- menn. Heimurinn hrynur saman og ekkert verður eftir nema vissan um að þú munir aldrei lifa kynlífi aftur, konan fer frá þér og þú verður að at- hlægi. Karlmaður sem hefur lent i slík- um hremmingum er líklegur til að reyna að koma sér undan kynlífl með viðkomandi konu fyrst á eftir og vill frekar stofna til rifrildis um eitthvert smáatriði en láta reyna á frammistöðu jafnaldrans. En þetta er svolítið eins og að detta af baki. Það þýðir ekki að vera hræddur heldur skríða i hnakkinn við fyrsta tækifæri aftur og slá undir nára. Afskapiega margir karlmenn skilgreina sjálfa sig gegnum vinnu sína. Vinnan er það mikilvægasta í lífinu og hverfist um það sem menn kunna, geta og eru. Að verða eins og pabbi Það er skelfileg upplifun þegar karlmaður, sem stendur og skammar börnin sín hástöfum og er kominn á góðan skrið, uppgötv- ar skyndilega að hann talar ná- kvæmlega eins við þau og faðir hans gerði við hann. Flestir karlmenn hafa nefnilega lofað sjálfum sér að verða skiln- ingsríkari, umburðarlyndari við sín eigin böm heldur en pabbi var og ala þau upp efth nýjum og betri aðferðum. Vilji menn koma i veg fyrir þetta ósjálfráða fyrhbæri get- ur eiginkonan komið til hjálpar. sammm Heimilisofbeldi Þórhaflur Heimisson skrifar um fjölskyldumál í Helgarblaö DV Það sem karlmenn óttast mest í lífinu: Ofbeldi á heimilum í einhverri mynd er tiltölulega algengt fyrir- bæri, því miður. Ofbeldið getur tek- ið á sig margvíslegar myndh bæði andlegar og líkamlegar og er ekki einskorðað við ákveðna þjóðfélags- hópa eða stéttir. Þeir sem búa við ofbeldi af einhverju tagi reyna oft- ast að fela það út á við. Ofbeldið verður þannig gjarnan best varð- veitta leyndarmál fjölskyldunnar. Það er því erfitt að meta umfang þess nákvæmlega eða hversu marg- ir einstaklingar það eru, börn og fullorðnir, sem búa við ofbeldi. Einu marktæku ábendingarnar um fjölda fórnarlamba heimilisof- beldis eru þær sem fást frá samtök- um er reyna að aðstoða þau sem fyr- ir ofbeldinu verða. Þó er þar aðeins um toppinn af ísjakanum að ræða því allt of margir láta ofbeldið yfir sig ganga án þess að leita sér hjálp- ar og geta margar ástæður legið þar að baki. Gjarnan tengist ofbeldi inn- an fjölskyldunnar áfengismisnotk- un eða misnotkun á vímuefnum af einhverju tagi. Það þarf þó alls ekki að fara saman þó oft valdi langvar- andi misnotkun áfengis og vímu- efna ofbeldishneigð. Margir nota vímuna sem afsökun fyrir ofbeldis- hneigð sinni en sú afsökun er í raun marklaus. Viman kallar aðeins fram ofbeldistilhneigingar sem búa undir niðri. Ofbeldi i hjónabandi eða sambúð fylgir oft ákveðnu ferli. Áður en of- beldið brýst fram á sér stað eins konar spennuhleðsla. Parið veit að brátt veröur gripið til ofbeldisins, hver svo sem ástæðan er. Konan, sem oftast er fórnarlambið ásamt börnunum, gerir allt sem hún getur til þess að blíðka manninn og koma í veg fyrir árás á sig eða bömin. Maðurinn svarar með auknum yfir- gangi sem endar með ofbeldi. Eftir að ofbeldið hefur átt sér stað segist maðurinn sjá eftir öllu saman og gerir allt sem hann getur til þess að símnfæra konuna um að þetta muni aldrei gerast aftur. Konan reynh þá gjarnan að gleyma því sem gerðist en efth ákveðinn tíma endurtekur allt þetta ferli sig. Ef áfengis- og vímuefnanotkun er með í spilinu hjá öörum eða báðum aðil- unum, fómarlambinu og ofsækjand- anum, er afneitun gjaman fylgis- fiskur ofbeldisins. Eitt af því sem einkennir þann sem beitir ofbeldi innan veggja heimilisins er að hann kemur fram sem tvær gersamlega óskyldar mannverur. Á það við bæði um karla og konur, þó oftast séu það karlar sem beita ofbeldi eins og fyrr „Reynslan sýnir því midur að litlar likur eru á því að sá sem beitir maka sinn og böm ofbeldi bæti ráð sitt eða taki upp nýja lifnaðar- hœtti. Þvert á móti eru meiri líkur á því að ofbeldið aukist með tímanum. “ segir. Utan veggja heimilisins kem- ur sá er fyrir ofbeldinu stendur fram eins og hinn fullkomni heimil- isfaðir en um leið og heim er komið vill hann öllu ráða og kúgar heimil- isfólkið. Allir verða að lúta vilja hans. Með öðrum, t.d. á vinnustað, er hann gjarnan elskulegur og viðfelld- inn en innst inni þráh hann vald í einhverri óljósri mynd. Sá er beitir ofbeldi á heimili sínu þjáist gjarnan af einhvers konar minnimáttar- kennd sem aftur verður kveikja of- beldisins, t.d. þegar áfengi er haft um hönd. Fórnarlambinu er þá kennt um allt í lifinu sem ekki hef- ur gengið eins og ofbeldismaðurinn vildi, jafnvel það að hann skuli beita ofbeldi. Reynslan sýnir því miður að litl- ar líkur eru á því að sá sem beitir maka sinn og börn ofbeldi bæti ráð sitt eða taki upp nýja lifnaðarhætti. Þvert á móti eru meiri líkur á því að ofbeldið aukist með tímanum. Of- beldismaðurinn leitar sér líka ógjarnan hjálpar að fyrra bragði. Öll þau sem búa við slíkt ofbeldi innan heimilisins í einni eða annarri mynd ættu því að leita sér aðstoðar til að losna úr samband- inu. Mörg samtök bjóða upp á hjálp þegar í slíkt óefni er komið. Og þó erfitt geti verið að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenna að sam- búðin er komin í óefni, þá er sú við- urkenning gjaman fyrsta skrefið burt úr aðstæðum sem til lengdar brjóta einstaklinginn niður. Martraðir karlmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.