Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 33
Helgarblað LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Helgarblað Stærsti mjólkurframleiðandi landsins selur kvótann fyrir 98,5 milljónir króna: Samskiptin við KEA kornið sem Það er eitt og annað sem veldur því að ég vil hætta búskap og selja mjólkurkvótann. Það má þó segja að vendipunkturinn hafi verið er mér var neitað hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga um veðleyfi að upp- hæð 4,2 milljónir króna vegna láns til endurbóta á fjósinu, en þær fram- kvæmdir kostuðu 6,2 milljónir. Það hafði verið um það talað að ég fengi þetta veðleyfi þegar ég þyrfti á þvi að halda. Þegar til kastanna kom þurfti ég hins vegar að gangast undir að samþykkja að selja allar afurðir mín- ar til Mjólkursamlags KEA næstu árin, þá myndi ég fá veöleyfið en annars ekki og það gat ég ekki sætt mig við. Síðar kom upp að hugsan- lega hefði verið um einhvem mis- skilning að ræða milli mín og ijár- málastjóra KEA sem hlustaði ekki á það sem ég hafði að segja, og kaupfé- lagsstjóri hafði samband við mig vegna þessa. Þá var ég hins vegar bú- inn að gera það upp við mig og sætta mig við það að hætta þessu veseni al- gjörlega. Það má orða það þannig að þessi síðustu samskipti mín við KEA hafi verið komið sem fyllti mælinn." - Þetta segir Benedikt Hjaltason, bóndi í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, sem hugsanlega verður fyrrverandi bóndi. Benedikt er enginn meðal- bóndi, hann hefur verið með 492 þús- und lítra mjólkurkvóta síðan í haust og verið sá bóndi hér á landi sem framleitt hefur mesta mjólk síðan Thor Jensen var uppi snemma á síð- ustu öld. Hann var mjög fyrirferðar- mikill í umræðunni á dögunum þeg- ar verið var að stofna nýtt mjólkurfé- „Þessir menn hafa horft upp á að háar fjárhæðir hafa verið teknar út úr mjólkursamlaginu og inn í annan rekstur KEA. Þetta hefur verið reynt að fela á svo ótrúlegan hátt að það þýðir varla að reyna að segja mönnum frá því. Þannig voru t.d. 500 miljjónir teknar út úr samlaginu á einu bretti fyrir nokkrum árum.“ - segir Benedikt Hjaltason í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit lag Kaupfélags Eyfirðinga og bænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og fór ekki leynt með andúð sína á því máli öllu. Lá Benedikt ekki á þeim skoð- unum sínum að verulega væri hallað á bændur varðandi eignaraðild að því félagi. Stórbóndi 24 ára Benedikt fæddist árið 1962 og er því tæplega fertugur að aldri. Hann er næstyngstur fimm systkina og hefur ávallt búið í Hrafnagili. „Þetta aulaðist einhvern veginn þannig að ég tæki við búinu af foreldrum mín- um en ég hafði ávallt stundað bú- störfin með þeim. Þau voru orðin öldruð og það lá fyrir að annaðhvort yrði jörðin seld eða ég tæki við henni. Það varð úr að ég keypti og ég sé ekki neitt eftir þeirri ákvörðun eða þeim tima sem í þetta hefur far- ið þótt endalokin verði hugsanlega eins og að framan var sagt. Ég var 16 ára þegar ég kom inn í búskapinn og 24 ára þegar ég keypti jörðina og tók við rekstrinum," segir Benedikt. Hann segir að mjólkurkvóti jarð- arinnar hafi veriö 132 þúsund lítrar þegar hann kom fyrst að búskapnum og lítið hafi bæst við næstu árin þar á eftir. En síðustu 12 árin hefur margt breyst. „Eftir að ég keypti jörðina, eða árið 1988, keypti ég jörð- ina Árbæ til að ná í aukinn kvóta, 90 þúsund lítra, sem hreppsnefndin reyndist síðan ekki sátt við og út- deildi kvótanum að eigin geðþótta. Árið eftir keypti ég svo Merkigil ásamt tveimur öðrum og þar rákum við félagsbú með 470 þúsund lítra kvóta í tæplega fjögur ár. Það má segja að þessi samyrkjubúskapur hafi fyrirfram verið dauðadæmdur m.a. vegna þess hversu stuttur láns- timi svokallaðra langtímalána var. Við lentum í erfiðleikum með að standa skil á skuldbindingum okkar og það má segja að leiðindi og ósætti hafi gert vart við sig um leið og pen- ingaáhyggjumar komu til sögunnar. Þegar búið var að gera upp þetta ævintýri kom ég þannig út að ég hafði aukið fuilvirðisrétt Hrafnagils um 80 þúsund lítra með þessu brölti og skuldaði 15 milljónum króna meira. Ég var að brasa með þessar skuldir í tvö ár en þá flutti ég við- skipti mín úr Búnaðarbankanum í íslandsbanka þar sem hægt var að fá lán af einhverju viti og dreifa þeim til 15 ára, auk þess sem ég leigði hita- veiturétt til Eyjafjarðarsveitar og seldi henni land undir byggingarlóð- ir sem nú á að fara að byggja á.“ Verðgildi Hrafnagils aukið Benedikt segist ekki geta útskýrt það hvers vegna hann hélt sífellt áfram að auka mjólkurkvótann með kaupum. „Reyndar horfði ég á að hér voru mörg hús sem stóðu ónotuð og nóg var landið. Fyrst þessi skilyrði voru fyrir hendi var viturlegt að stækka við sig, það þurfti ekki auk- inn mannafla til að reka búið. Kvót- ann hef ég keypt „í slumpum“, m.a. frá Gnúpufelli og Möðrufelli í Eyja- firði og í haust keypti ég svo kvóta af Suðurlandi, úr Húnavatnssýslu og hér innansveitar. Heildarfjárfesting í kvóta á síðasta ári nam 33 milljónum króna, rúmar 6 milljónir hafa farið í lagfæringar á húsakosti, tæpar 7 milljónir í skepnukaup. Með þessu öllu hefur verðgildi Hrafnagils verið aukið.“ Skömmu eftir áramót sagði Bene- dikt í samtali við DV að hann ætlaði sér að stunda búskap í Hrafnagili þar til hann yrði fimmtugur, eða til ársins 2012, þá ætlaði hann að hætta alfarið enda teldi hann að þá yrði nóg komið. Óánægjan stigmagnast „Já, ég sagði þetta. Nú er hins veg- ar ljóst hvert starfsumhverfið hér verður og það er ekki fýsilegt að slíta sér út við þær aðstæður. Þá tel ég að það sé betra að ganga frá þessu með afkomu og heilsuna í lagi en að slíta sér út í samstarfi við Kaupfélagið. Ég held að menn eigi eftir að vakna upp við vondan draum þegar þeir átta sig á þvi hvert KEA er að fara með þá.“ - Hefur samband þitt við KEA ávallt verið erfitt? „Nei, þegar allt kemur til alls hef- ur það verið mjög gott og ég fengið þar ágæta fyrirgreiðslu. Hins vegar hafa komið upp árekstrar af og til nokkuð reglulega, eins og þetta mjólkursamlagsmál núna. Það liggur alveg fyrir að það er ákveðinn hópur bænda sem á mjög erfitt með að sætta sig við það hvemig málin hafa þróast. Þessir menn hafa horft upp á að háar fjárhæðir hafa verið teknar út úr mjólkursamlaginu og inn í ann- an rekstur KEA. Þetta hefur verið reynt að fela á svo ótrúlegan hátt að það þýðir varla að reyna að segja „Ég var bitur um tíma en er orðinn alveg elsku sáttur viö þetta núna og ég er að gera mér grein fyrir því aö þaö er svo margt sem maður losnar við þegar maöur hættir búrekstri. mönnum frá því. Þannig voru t.d. 500 milljónir teknar út úr samlaginu á einu bretti fyrir nokkrum árum. Þeg- ar við bændur höfum svo óskað eftir skýringum hafa svörin verið þau að þetta komi okkur ekki neitt við. Síð- an var að mínu mati gengið verulega á okkar hlut við ákvörðun um eign- araðild að nýja félaginu sem stofnað var á dögunum. Þannig hefur óá- nægjan magnast upp, og á ákveðnum tímapunkti hlaut að koma upp sú staða að maður nennti þvl ekki leng- ur að standa i þessu rugli.“ 98,5 milljóna kvóti Benedikt segist hafa tilkynnt fjár- málastjóra KEA að hann hygðist inn- an skamms gera upp allar skuldir sínar þar. Fjármálastjórinn hafi spurt sig hvemig hann hygðist fara að þessu og Benedikt hafi þá skýrt honum frá því að hann hefði hug á að hætta mjólkurframleiðslu og selja kvótann. Eftir það hafi sagan verið fljót að berast. Heyrst hefur að marg- ir hafi áhuga á að kaupa kvótann. Þýðir þetta ekki að Benedikt gangi frá þessu með milljónatugi í vasan- um? „Nei, varla, ég hef verðið það hátt að það fælir frá. Ég hef heyrt að verð- ið á lítrann hafi verið 185-200 krón- ur, og ég hyggst selja næsta árs kvóta á 200 krónur lítrann. Það þýðir 98,5 milljónir króna og ætli Geir H. Haarde taki ekki megnið af því sem eftir verður þegar búið verður að greiða skuldir." Benedikt og Margrét Aradóttir kona hans eiga tvær dætur saman og fjögur böm alls. Þau búa ásamt börn- um sínum í Hrafnagili og einnig for- eldrum Benedikts. Benedikt segir það vissulega vera nokkurt átak að taka ákvörðun eins og þá að hætta búskap. „Það tekur á að gera þetta og ég er tilbúinn til að selja jörðina og allt sem henni fylgir. Hins vegar vil ég ekki fara úr húsinu sem við búum 1 næstu árin, vegna foreldra minna sem eru hjá okkur“. Var bitur um tíma - Ert þú reiður eða bitur vegna þess hvemig málin hafa þróast, t.d. út í KEA-menn? „Ég var bitur um tíma en er orð- inn alveg elsku sáttur við þetta núna og ég er að gera mér grein fyrir því að það er svo margt sem maður losn- ar við þegar maður hættir búrekstri. Bóndi er með hugann við búið allan sólarhringinn og þarf að vera tilbú- inn að hlaupa út og suður ef hann fær hugboð um að eitthvað sé að ger- ast, og þá skiptir ekki máli hvort dagur er eða nótt. Ég ber nákvæm- lega engan kvíðboga fyrir því hvað fyllti mælinn „Nei, ég færi alveg örugglega ekki út í rekstur aftur. Þaö spila margir hlutir inn í þegar svona ákvaröanir eru teknar, eins og t.d. foreldrar mínir og þaö aö yngri dóttir okkar er nánast blind og miklar líkur á því aö hún þurfi aö stunda skólagöngu á höfuö- borgarsvæöinu." Benedikt með pabbastelpunum sínum Birta Malín og Pálína Ragnhildur hjúfra sig hjá stórbóndanum. ég muni taka mér fyrir hendur ef ég sel, ef það er ekki eitthvað sem mað- ur þarf ekki að vera að brjóta heil- ann um allan sólarhringinn." Það em því engin sárindi út í KEA-menn? „Ég vona að KEA eigi eftir að ganga vel. Kaupfélagið er auðvitað ekkert annað en við hér í Eyjafirði og nú reyndar í Þingeyjarsýslum og það skiptir mjög miklu máli að það sé rekið á réttum forsendum og rétt- um megin við núllið. Ég er ekkert argur út í KEA enda hefur það ekk- ert upp á sig. Mér finnst hæfur mað- ur sitja í stóli kaupfélagsstjóra en hann þarf hæft fólk á bak við sig í gegnum stjóm. Þó vil ég taka það fram að þeir sem nú sitja í stjórn KEA eru miklum mun meðvitaðri um stöðu mála en var fyrir bara 4-5 árum. Þá var þetta bara rekið eins og einkafyrirtæki kaupfélagsstjórans.“ Óásættanleg framtíöarsýn Benedikt itrekar að hann muni hætta sáttur, en þó örlar á einhverj- um biturleik. „Ég sætti mig ekki við þá framtíðarsýn sem bændur í Eyja- firöi hafa. Hér er allt önnur staða en t.d. á Suðurlandi þar sem bændurnir eiga afurðafyrirtækin eins og vera ber. Hér fer arðurinn af framleiðslu bænda inn í Kaupfélagið og þaðan út í alls kyns starfsemi þess. Það er ein- falt reikningsdæmi fyrir mig að fái ég t.d. einni krónu minna en þeir fyr- ir lítrann af mjólkinni þá rýma laun mín um 492 þúsund krónur, því það sem eftir er þegar allur kostnaður hefur verið greiddur er mín laun“. - Ætlar þú að starfa sjálfstætt ef þú selur kvótann og hættir mjólkur- framleiðslu? „Nei, ég færi alveg örugglega ekki út í rekstur aftur. Það spila margir hlutir inn í þegar svona ákvarðanir eru teknar, eins og t.d. foreldrar mín- ir og það að yngri dóttir okkar er nánast blind og miklar líkur á því að hún þurfi að stunda skólagöngu á höfuðborgarsvæðinu.“ -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.