Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 59 DV American Beauty / henni birtast sýnir og viðhorf sem ekki hefðu átt upp á pallborðið í meginstraumsmyndum til skamms tíma. Ný gullöld? s í nýlegri bók sinni, Easy Riders; Raging Bulls, sem fjallar um „filmufríkin" (the movie brats; Scorsese, Friedkin, Coppola, Lucas, Spielberg, De Palma, Bogdanovich ofl.) og tímabiliö 1967-1980 gerir Pet- er Biskind því skóna að þetta hafi verið síðasta gullöld Hollywood og eftir þetta hafi tekið við tími há- vaðasamra stórmynda sem höfðu að markmiði sínu að vera sem lægstur almennur samnefnari ungra bíó- gesta. Þennan rúma áratug voru gerðar í Hollywood myndir sem köf- uðu dýpra inn í myrkviði mannlegr- ar náttúru en tíðkast hefur bæði fyrr og síðar. í hópi vinsælustu mynda þessa timahils eru verk sem staðist hafa tímans tönn; Bonnie and Clyde, The Graduate, Guðfaðir- inn I og H, Deliverance, Chinatown og AIl the President's Men svo ein- hverjar séu nefndar. Yflr bók Bisk- inds svífur sterk fortiðarþrá, á þess- um tíma var virkilega spennandi að gera myndir í Hollywood. Þama gátu menn verið stoltir af því sem þeir voru að gera, Hoilywood-samfé- lagið sem heild hvatti til góðra verka og síðast en ekki síst hafði stór hópur áhorfenda smekk fyrir þessum myndum. í rúmlega tvo áratugi hefur Hollywood einkennst um margt af stóru bombunum og óháði geirinn svonefndi tekið við því hlutverki að vera leitandi og takast á við flóknari viðfangsefni. Á þessu eru auðvitað ýmsar undantekningar þó að kúrsinn hafi verið svona í stór- „Tími vöðvastœltu stórstjamanna virðist liðinn en margrœð kameljón á borð við Matt Damon, Kevin Spacey, Leonardo Di Caprio, Juli- anne Moore og Emily Watson tekin við. “ Asgrímur Sverrisson skrifar um kvikmyndir. Myrtdmál ví um dráttum. Um leið hefur óháði geirinn breyst frá því að vera vett- vangur jaðarsins og tilrauna yfir í nokkurs konar hugmyndalegt bak- land Hollywood. Undanfarin ár hef- ur átt sér stað samruni þessara tveggja póla, ekki síst vegna vel- gengi spútnik fyrirtækja á borð við Miramax, sem hefur tekist hvað eftir annað að selja öðruvisi mynd- ir með kröftugri markaðssetningu sem um margt minnir á stórmó- gúla í Hollywod fyrri tíma. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að áherslur Hollywood verksmiðjunn- ar séu að breytast frá „metsölu- myndunum" með stórstjörnum sem vita glöggt muninn á réttu og röngu til kjambetri mynda sem spyrja fleiri spurninga en þær svara. Við erum þessi misserin að upp- lifa breytingar. Myndir á borð við Magnolia, The Insider, The Talented Mr. Ripley, The Hurricane, American Beauty, Man on the Moon, Being John Mal- kovich og The Cider House Rules eru allar markaðssettar af stóru myndverunum en í þeim birtast sýnir og viðhorf sem ekki hefðu átt upp á pállborðið í meginstraums- myndum til skamms tíma. Þær eiga það sammerkt að vera krefj- andi og áleitnar. Hvort að þessi þróun haldi áfram kemur í ljós en ýmsar vísbendingar eru um að svo sé. Tíðarandinn í upphafi nýrrar aldar bíður uppá endurmat, ekki ólíkt því sem var aö gerast fyrir um þremur áratugum þegar gildis- mat fyrirstríðskynslóðanna var úr- beinað af hippakynslóðinni. Tími vöðvastæltu stórstjamanna virðist liðinn en margræð kameljón á borð við Matt Damon, Leonardo Di Caprio, Kevin Spacey, Julianne Moore og Emily Watson tekin viö. Og ekki síst virðast stóru kvik- myndaverin vera að hverfa frá þeirri allsráðandi stefnu að eyða sem mestu fé í myndir sínar til að fá sem mest inn. Þær senda nú frá sér stöðugt fleiri myndir sem kosta minni peninga og á þeim hvílir ekki sú krafa að slá í gegn á öllum vígstöðvum. Þær virðast samt fá ágæta aðsókn gegnumgangandi. Þegar haft er í huga að það er ekkert til sem heitir tilviljun í Hollywood er óneitanlega freistandi að draga þær ályktanir að þeir sem um véla á þeim bæ sjái fjárhagsleg uppgrip í þessum nýju áherslum á flóknari viðfangsefni. Þarna er ekki aðeins að finna fólk sem kann að móta smekk hins breiða fjölda held- ur einnig fólk sem er þefvíst á und- irstrauma í kúltúmum. Um leið og það er ástæðulaust að fagna of snemma er engu að síður gott að vera bíógestur á þessum tímum og njóta þess sem í boði er. Ásgrímur Sverrisson Myndbandagagnrýi Þroskasaga stórs stráks Margar myndir eru um mannleg- ar tilflnningar og þetta er ein þeirra. Off er sagt að karlmenn séu einung- is stórir strákar og varla mikið meira. f þessari mynd er það efhi teygt og beygt á allan hátt. Segja má að þetta sé þroskasaga tveggja mis- gamalla stráka. í myndinni segir frá Sonny Kou- fax sem gerir ekkert annað, aUan lið- langan daginn, en að slæpast. Hann hefur getað leyft sér þetta þar sem hann fékk pening í tryggingabætur fyrir nokkru. Kærastan gefur hann upp á bátinn strax í byijun sökum stöðnunar hans og ábyrgðarleysis. Stuttu seinna bankar sendill upp á með litinn dreng sem hann skilur eftir. Þetta er sonur fyrrverandi sam- leigjanda Sonnys. Saman ákveða þeir að baminu skuli skilað til fé- lagsmálastofnunar og komið í vörslu fósturforeldra. Áður en til þess kem- ur eyða Sonny og strákurinn, Julian, tíma saman til næsta dags. Setur sá tími af stað nokkuð skemmtilega at- burðarás. Þroskinn kemur seint hjá sumum en kemur þó. Myndin er sérlega hug- ljúf og nokkuð smellin. Grinið í myndinni er i samræmi við þroska strákanna á frumstigi þeirra. Stund- Tilvera Big Daddy: ★★★ Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Dennis Dugan. Aöalhiut- verk: Adam Sandler, Joey Lauren Adams, Jon Stewart, Rob Schneider, Cole Sprouse, Dylan Sprouse og Leslie Mann. Bandarísk, 1999. Lengd: 93 mín. Leyfð fyrir alla aldurshópa. um er það svo að við liggur að manni ofbjóði leiðbeiningar Sonny til Julian um lífið. Hvað sem öðru líður hefur myndin upp á margt að bjóða og er hlý og í heildina ánægju- leg skemmtun. -GG EÓÐ DÝNA ...KEMUR ALLTAF SKEMMTILEGA Á DVART Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja mismunandi stífleika. TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri líkust w Mán. - Fös. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 ú Miövikudagínn 29. mars fylgir DV hið vinsæla fermingarblaö. Fermingar Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, netfang: srm@ff.is hið fyrsta svo unnt verði að veita öllum sem besta þjónustu. Umsjón með efni hefur Arndís Þorgeirsdóttir, sími 550 5823. Netfang auglýsingad. auglysingar@ff.is Bréfsími: 550 5727 ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til föstudagsins 24. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.