Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Tilvera I>V Atskákir fyrr og nú: Sérkennilegar skákir Helgi Olafsson og Jóhann Hjartarson Tefla til úrslita á Atskákmóti íslands í dag. Atskákmót íslands í dag fer fram úrslitaeinvígið í atskák á milli þeirra Helga Ólafs- sonar og Jóhanns Hjartarsonar. Skákirnar í einvíginu verða send- ar beint út á sjónvarpsstöðinni Skjá 1. Ekki er að efa að það ein- vígi verði skemmtilegt og spenn- andi og eru allir sem ná útsend- ingunni hvattir til að fylgjast með. Góða skemmtun! Ég hef gaman af sérkennilegum skákum og ætla að slá á létta strengi og birta 2 gamlar Botvinnik-skákir. Andstæðingar hans í þessum skák- um unnu báðir heimsmeistaratitil- inn af Botvinnik og töpuðu honum báðir til hans aftur ári seinna. Hvað er svo merkilegt við fyrri skákina? Það er aðeins hægt að komast að því með þvi að skoða skákina, eða skoða skoðun mína (og fleiri!) í lok hennar. Hvítt: Mikael Tal Svart: Mikael Botvinnik Caro-Kan vörn 10. einvígisskák, heimsmeistara- einvigið 1961 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. h4 h6 5. g4 Bd7. Stefán Briem og Ingv- ar Ásmundsson tefldu svona oft, enda voru þeir ungir menn um þaö leyti sem þetta heimsmeistaraeinvígi fór fram. 6. h5 c5 7. c3 Rc6 8. Bh3 e6 9. Be3 Db6 10. Db3 cxd4. Botvinnik taldi sig vera sterkari í endatöflum en Tal og reyndi að komast í drottningaruppskipti sem fyrst. Það tekst fljótt í þessari skák. 11. Dxb6 axb6 12. cxd4 Ra5 13. Rc3 b5 14. Bfl b4 15. Rb5 Kd8 Ekki var hægt að hörfa með riddar- ann í 15. leik vegna 15. - Rb3 16. Rf3 Rc4! 17. Bxc4 dxc4 18. Rd6 Bxd6 19. exd6 Bc6. Svartur hefur hrifsað til sín frum- kvæðið og hefur sterka peðastöðu á drottningarvæng. Tal reynir gamal- kunn ráð! 20. Re5 Bxhl 21. Rxf7+ Ke8 22. Rxh8 Be4. Staðan er hér enn þá teflanleg fyrir hvítan og hann hefði betur leikið 23. Ke2 og reynt að halda sér fast. En Tal gekk ekki heill til skógar eins og kunnugt er. 23. d5? exd5 24. Bd4 Rf6 25. Ke2 Kd7 26. Rf7 Ke6 27. Re5 Kxd6 28. f3 Bh7 29. g5 hxg5 30. h6 gxh6 31. Rf7+ Ke6 32. Rxh6 Rg8 33. Rg4 Bf5 34. Re3 Bg6 35. Rg4 Bf5 36. Re3 Bg6 37. Rg4 Kd6 38. Re5 Bf5 39. RÍ7+ Kd7 40. Rxg5 Re7 41. f4 Rc6 42. Rf3 Kd6, 0-1. Hér fór skákin í bið og Tal gafst síðan upp. Skákin var tefld í seinna einvígi þeirra er Botvinnik endur- heimti titilinn. Botvinnik var að mörgu leyti sérlundaður, tefldi ekki mikið en rannsakaði skák af kappi. Hann var oft gagnrýndur fyrir það. Hann var verkfræðingur að mennt og hafði mikinn áhuga á tölvum og tölvuskák. Bóti gamli, eins og við strákamir í Taflfélaginu kölluðum hann, upplifði það að sjá tölvu sigra sterkasta skákmann heims, Kasparov 1996. Mikael Botvinnik lést á síðasta ári. Hvað var svo sérkennilegt viö þessa skák? Þaö er óvenjulegt í skák á þessu stigi að engum hróksleik er leikið alla skákina. Á meöan á heimsstyrjöldinni síð- ari stóð hélt Sovétstjómin sínum fremstu skákmeisturum frá víg- stöðvunum. Það átti fyrir alla muni að ná heimsmeistaratitlinum af Al- exander Aljekín, sem í hennar aug- um var svikari, en Rússi var hann þó. Aljekín svipti sig lífí eftir stríð- ið í Lissabon og hann er jarðsettur í Paris. Minnismerki á leiði hans eyðilagðist í miklu óveðri um síð- ustu jól, 1999. Ekki er mér kunnugt um að það hafi verið lagfært. Vangaveltur eru um hver eigi að bera kostnaðinn svo leiðið hans gleymist líklega og týnist. Skákir Aljekíns eru þó minnisvarði honum til sóma. En athugum hvað þeir Smyslov og Botvinnik aðhöfðust í strfðinu en þeir urðu báðir heimsmeistarar eft- ir það. Hvítt: Vassilí Smyslov Svart: Mikael Botvinnik Spúnski leikurinn - teflt einhvers staöar í Sovét 1941 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 Be7 7. 0-0 0- 0 8. Hel b5 9. Bc2 d5 10. Rbd2 dxe4 11. dxe4 Be6 12. h3 h6 13. Rh2 Rh7 14. Rg4 Bg5 15. De2 Dd6 16. Re3 Hfd8 17. Rf3 Bxe3 18. Dxe3 De7 19. Rh2 Rf8 20. Df3. Skák þessi var tefld fyrir 60 árum en er mjög nýtískuleg. Hvítur hefði þó átt að leika 20. Be3 og síðan Hadl en þá hefði skákin e.t.v. leyst upp í jafntefli. En þau voru fá, jafnteflin, í stríðinu. 20. - Hd7 21. Rfl Rh7 22. Rg3 Had8 23. Rf5 Df6 24. g4 Re7 25. Dg3 Bc4 26. f3 Bd3 27. Bb3 c5 28. Be3 c4 29. Bdl Rg5 30. h4 Re6 31. a4. Svartur hefur náð mun betri stöðu og rífur nú hvítu stöðuna í sundur með peðsfóm. 31. - b4 32. cxb4 Rf4 33. Khl g5 34. b5 a5 35. Bc5 Rxf5 36. gxf5 Kh7 37. Dg4 gxh4 38. Hgl h5 39. Dg5 Dxg5 40. Hxg5 f6 41. Hgl Rh3 42. Hel Hg8 43. Ha2 Bbl 44. Hal Bd3 45. Ha2 Rf4. Svartur hótar að ráðast inn með hrókana eftir g-linunni og Smyslov berst um á hæl og hnakka. Hann er um 10 árum yngri en Botvinnik og er enn lifandi - hvemig skyldi hon- um vegna i ellinni þarna austur í Rússlandi? 46. b4 Hc8 47. b6 Hb7 48. Be3 axb4 49. a5 b3 50. Ha3 b2 51. Ba4 c3 52. Hb3 Re2 53. Bb5 Bxb5 54. Hxb5 Rd4 55. Bxd4 exd4 56. a6. Hér og í fáum leikjum á undan er einhver mesti frípeðafjöldi sem hef- ur komið upp í skákum stórmeist- ara. Það fmnst mér skemmtilegt og sérkennilegt. 56. - Hxb6 57. Hxb6 d3 58. Hgl d2 59. Hxf6 Hc7 60. Hfg6 dlD 0-1. Deildakeppni skákmanna er um næstu helgi, allir með! Sævar Bjamason hundasleðaferð \ ■ '■ ' ' ‘' \ , ‘* " - : I BÓKUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS, A-Tours og Vísir.is bjóða 14 heppnum netverjum í ævintýralega hundasleðaferð. Lagt verður af stað á snjósleðum frá Reykjavík og haldið upp á Hellisheiði. Þar bíða hundasleðarnir og taka okkur þaðan í ferð sem er ævintýri líkust. / \ / \ Nafnið þitt fer í verðlaunapottinn sem verður dregið úr þann 3. aprí! riœst komandi. Farðu inn á Vísi.is og taktu þátt VISIIfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.