Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Blaðsíða 54
> 62 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 15V Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Hjalti Þóröarson járnsmíöameistari, Engjávegi 43, Selfossi. Anna Sigríöur Gunnlaugsdóttir, Grænutungu 7, Kópavogi. 75 ára Guösteinn Magnússon, Ásgaröi 19, Reykjavík. 70 ára Asa Sigríöur Helgadóttir, Skagfirðingabraut 47, Sauðárkróki. 60 ára____________________________ Óli Jóhann Ásmundsson arkitekt, Depluhólum 6, Reykjavík. Hilmar Jakobsson, Hraunbæ 68, Reykjavík. Kristín Siguröardóttir, Neöstaleiti 12, Reykjavík. 50 ára Anna Meyvants Kervin, búsett í Bandaríkjunum. Hún tekur á móti gestum í samkomusal Innri- Njarövíkur laugard. 18.3. kl. 17.00-20.00. Birna Guðrún Ingadóttir, Sporhömrum 8, Reykjavík. Elís Hansson, Garðhúsum 51, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum aö heimili sínu á afmælisdaginn frá kl. 16.00. Guöbjörg Jóna Hermannsdóttir, Nesbala 58, Seltjarnarnesi. Guöni Christian Andreasen, Austurvegi 31b, Selfossi. 40 ára Asgeir Húnbogason, Holtsgötu 30, Njarövík. Haliur Gunnar Erlingsson, Flétturima 33, Reykjavik. Helga Bragadóttir, Hæðarbyggð 14, Garöabæ. Hulda Siguröardóttir, Nesbakka 7, Neskaupstaö. Kristbjörg J Hallgrímsdóttir, Lónabraut 37, Vopnafirði. Kristín Friöbjörnsdóttir, Hraunbæ 30, Reykjavík. Pétur Gunnarsson, Skipholti 20, Reykjavík. Steinunn Erla Siguröardóttir, Ægisíöu 74, Reykjavík. Sveinn Eggert Jónsson, Flétturima 10, Reykjavík. Þórey Helga Albertsdóttir, Hraunbæ 62, Reykjavík. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV aWt mij/f hirry^ Smáauglýsingar DV 550 5000 Viiborg Ása Vilmundardóttir, Blikahólum 4, áöur Grundargeröi 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að. morgni miövikudagsins 15.3. Siguröur M.S. Guöjónsson húsasmíöa- meistari, Melagötu 13, Neskaupstaö, lést á Sjúkrahúsinu I Neskaupstaö mánudaginn 13.3. Útförin auglýst síðar. ^ Helga Magnúsdóttir, Ægisgötu 3, Ólafs- firöi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriöjudaginn 14.3. Ragnhildur Bjarnadóttir, Garöavegi 11, Hafnarfiröi, andaöist á hjúkrunarheimil- inu Sólvangi laugardaginn 19.2. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Margrét Theodórsdóttir, Nestúni 4, lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga þriöjudaginn 14.3. Gísli Pálsson á Hof i í Vatnsdal Gísli Pálsson, bóndi á Hofi i Vatnsdal, er áttræður í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Sauðanesi í Torfa- lækjarhreppi. Hann stundaði nám í farskóla sveitarinnar og við Bænda- skólann á Hólum 1940-42. Gísli var fyrirvinna á búi móður sinnar 1937-40, síðan bóndi í Sauða- nesi til 1950, flutti þá að Hofi og stundaði búskap til 1990, síðustu ár- in í félagi við Jón, son sinn. Gísli stundaði vinnu með dráttarvélum og var við jarðabætur og vegavinnu með jarðýtum nokkur ár. Gísli var formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1945^7, sat i stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum um árabil, í stjórn Sögufélags Húnvetn- inga, í stjórn Búnaðarfélags Ás- hrepps, í hreppsnefnd Áshrepps 1958-78 og þar af oddviti í sex ár, i skólanefnd Húnavallaskóla 1969-70, formaður byggingarnefndar Húna- vallaskóla 1970-76, formaður Veiði- félags Vatnsdalsár 1975-78, formað- ur nefndar til undirbúnings fiskeld- isstöð á Norðurlandi vestra 1977-79, formaður Hólalax 1979-84, formaður skólanefndar Bændaskólans á Hól- um 1979-99, formaður Hitaveitu Hjaltadals 1980-84 og frá 1986 og sat á Búnaðarþingi fyrir Austur-Hún- vetninga 1982-86. Gísli hefur fengist við bókaútgáfu frá 1988. Hann er höfundur að sjö niðjatölum og hefur samtals gefið út tuttugu og eina bók, þ. á m. sjö hestabækur. Gísli var sæmdur fálkaorðunni 1989 og er heiðursfé- lagi Búnaðarfélags Áshrepps og Sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Fjölskylda Eiginkona Gisla er Inga Vigdís Ágústsdóttir, f. 19.11.1928, húsfreyja á Hofi. Hún er dóttir Ágústs B. Jóns- sonar, f. 9.6.1892, d. 28.9.1987, bónda á Hofi, og k.h., Ingunnar Hallgríms- dóttur, f. 24.4. 1887, d. 4.3. 1951, hús- freyju. Böm Gísla og Ingu Vigdísar eru Ingunn, f. 15.5. 1950, starfs- mannastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, gift Grétari Finndal Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn en þrjú þeirra eru á lífi; Páll, f. 18.2. 1953, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystkhúsanna í Moskvu, kvæntur Arnfríði Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Hjördís, f. 12.2. 1957, búfræði- kandídat, kennari og bóndi í Hjarð- arhaga, gift Sigurjóni Birni Pálma- syni, búfræðingi og bónda, og eiga þau tvo syni; Jón, f. 1.7. 1963, bú- fræðingur, stúdent og bóndi á Hofí, kvæntur Eline Manon Schrijver og eiga þau eina dóttur. Systkini Gísla: Jón Helgi, f. 28.9. 1914, d. 29.6. 1985, starfsmaður við Póststofuna í Reykjavík; Páll Sig- þór, f. 29.1. 1916, d. 11.7. 1983, hrl. í Reykjavík; Sigrún Stefanía, f. 12.2. 1917, nú látin, kennari í Reykjavík; Þórður, f. 25.12.1918, fyrrv. kennari, búsettur á Blönduósi; dr. Hermann, f. 26.5. 1921, fyrrv. prófessor við Ed- inborgarháskóla; Helga Guðrún, f. 23.10. 1922, blómaskreytingarkona; Þórunn, f. 29.8. 1924, fyrrv. kennari í Reykjavík; Ólafur Hólmgeir, f. 7.7. 1926, múrarameistari í Reykjavík; Aðalbjörg Anna, f. 24.5. 1928, d. 28.5. 1956, húsfreyja í Skaftafelli í Öræf- um; Haukur, f. 29.8. 1929, bóndi, Sveinbjörn Sigurjónsson fyrrv. bifreiöarstjóri Sveinbjörn Sigurjóns- son, fyrrv. bifreiðarstjóri, Sólheimum 27, Reykjavík, verður áttræður á morg- un. Starfsferill Sveinbjörn fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hann hóf ungur að aka vörubílum og keypti sinn fyrsta vörubíl 1945. Jafnframt akstri stundaði hann búskap að Höfða í Fljótshlíð til 1962 þegar íjölskyldan flutti til Reykja- víkur. Sama ár stofnaði hann Aust- urleið hf. ásamt Óskari bróður sín- um en þeir höfðu þá sérleyfl til akst- urs að Kirkjubæjarklaustri og sinntu hópferðum út um allt land. Sveinbjörn stundaði akstur hóp- ferðabíla til 1977, var síðan bílstjóri á Hreyfli en er nú hættur akstri fyrir nokkru. Sveinbjörn var um árabil vara- formaður Frama, félags leigubif- reiðastjóra. Fjölskylda Sveinbjörn kvæntist 4.6. 1946 Ástu Ingibjörgu Ámadóttur, f. 23.1. 1923, húsmóður. Foreldrar hennar: Ámi Árnason, f. 2.11. 1886, d. 3.9. 1948, kennari og bóndi i Ölversholts- hjáleigu í Holtum, og Marsibil Jó- hannsdóttir, f. 22.3. 1893, d. 26.12. 1980, húsfreyja. Börn Sveinbjörns og Ástu Ingibjargar eru Erna M. Sveinbjarnar- dóttir, f. 5.6. 1944, skóla- stjóri, gift Jóni S. Garð- arssyni leigubifreiða- stjóra og eiga þau þrjú böm; Sigurlín Svein- bjarnardóttir, f. 3.7. 1947, formaður Norræna félagsins, gift Gylfa Gunnarssyni endurskoðanda og á hún þrjú börn; Árni Svein- bjamarson, f. 30.8. 1950, d. 4.3. 1951; Óskar Öm Sveinbjarnarson, f. 3.12. 1953, d. 12. 7. 1954; Margrét Þóra Sveinbjarnardóttir, f. 22.11. 1959, d. 11.7. 1960. Hálfbróðir Sveinbjörns, samfeðra: Sigurður, f. 30.8. 1907, d. 1967, leigu- bifreiðarstjóri í Reykjavík. Alsystkini Sveinbjörns: Sigurjón, f. 24.3.1921, d. 31.7.1994, bifvélavirki á Hvolsvelli; Anna Sigríður, f. 17.9. 1923, d. 6.10. 1985, húsfreyja á Torfa- stöðum; Óskar, f. 16.8. 1926, sérleyf- ishafi á Hvolsvelli. Foreldrar Sveinbjöms: Sigurjón Jónsson, f. 24.6. 1898, d. 18.9. 1947, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð, og Ólína Sigurðardóttir, f. 21.9. 1882, d. 19.3. 1963, húsfreyja. Þau hjónin verða á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Gisli Palsson, fyrrv. oddviti a Hofi i Vatnsdal Gísli var bóndi á Sauöanesi til 1950 og síöan á Hofi til 1990. Hér er hann aö gæta aö hákarlsverkun og viröist ánægöur eftir svipnum aö dæma. ökukennari og verktaki á Röðli; Páll Ríkarður, f. 12.7. 1932, tannlæknir i Reykjavík. Foreldrar Gísla voru Páll Jóns- son, f. 15.3. 1875, d. 24.10. 1932, bóndi í Sauðanesi, og k.h., Sesselja Þórðar- dóttir, f. 29.8. 1888, d. 10.9. 1942, hús- freyja. Ætt Páll var sonur Jóns, b. í Sauða- nesi, Jónssonar, b. á Syðsta-Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdóttir frá Flata- tungu. Móðir Páls í Sauðanesi var Helga Gísladóttir, b. i Flatatungu, Stefánssonar. Sesselja var dóttir Þórðar Jóns- sonar, b. í Steindyrum í Svarfaðar- dal, ættfóður Steindyraættarinnar, og k.h., Guðrúnar Björnsdóttur frá Syðra-Garðshorni. Gísli verður að heiman á afmæl- isdaginn. Elís P. Sigurðsson framkvæmdastjóri á Breiödalsvík Elís P. Sig- urðsson, fram- kvæmda- stjóri, Sæ- bergi 15, Breiðdals- vík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Elís fæddist í Gautavík i Berunes- hreppi. Hann er bifreiðastjóri frá 1948, var steypustöðvarstjóri EPS Vallár um tuttugu ára skeið, og um- boðsmaður birgðarstöðvar BP á Breiðdalsvík í þrettán ár. Elías rekur ferðaþjónustuna Áka á Breiðdalsvík og býður upp á fjöl- breyttar bátsferðir á bátnum Áka með ýmsum uppákomum. Þá hefur hann lengi gengið reka á Langanesi. Elís hefur starfað í Lionsklúbbn- um Svani á Breiðdalsvík í 24 ár og er formaður hans. Fjölskylda Eiginkona Elís er Fjóla Ákadóttir, f. 17.1. 1940, húsmóðir. Hún er dótt- ir Áka Kristjánssonar og Áslaugar Jónsdóttur frá Brekku á Djúpavogi. Böm Elísar og Fjólu: Áki Elisson, f. 15.2. 1958, d. 12.3. 1994, en kona hans var Bryndís Karlsdóttir hús- móðir og eru börn þeirra Fjóla, Sól- ey, Lilja og Brynjar Elis; Sigurður Elísson, f. 21.10. 1960, bílstjóri á Breiðdalsvík, kvæntur Jóhönnu Guðnadóttur húsmóður og eru böm þeirra Aðalbjörg Eva og Arnór Ari; Áslaug Elísdóttir, f. 14.8. 1964, hús- móðir í Reykjavík, gift Birni Her- mannssyni vélstjóra og eru synir þeirra Sindri Mar og Ævar Þór; Erla Vala Elísdóttir, f. 26.4. 1971, húsmóðir í Keflavík, en maður hennar er Eiríkur Þór Eiríksson kokkur og eru böm hennar Sigur- laug Stefanía og Páll Erlingur; Stef- anía Fjóla Elísdóttir, f. 26.4. 1971, rafvirki í Mosfellsbæ, gift Páli Ben Sveinssyni blikksmiði og eru börn þeirra Heiðdís Lóa Ben og Svanur Áki Ben; Ragna Valdís Elísdóttir, f. 26.1.1979, nemi á Akureyri, en mað- ur hennar er Jakob Eiríksson húsa- smiður; Elis Pétur Elísson, f. 2.4. 1981, nemi í Reykjavík. Bróðir Elísar var Stefán Sigurðs- son sem lést tólf ára. Uppeldisbróðir Elis er Guðmund- ur Öttósson bifreiðasmiður. Foreldrar Elísar: Sigurður Stef- ánsson, póstur og bóndi á Krossi og Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja. Elís tekur á móti gestum í Lions- húsinu, Sóltúni 20, sunnud. 19.3. milli kl. 15.00 og 18.00. Árinu eldri Dr. Frosti Sigurjónsson, sérfræðingur í skurð- lækningum og fyrrv. yfir- læknir, er 74 ára í dag. Hann er bróöir Vöku hjúkrunarfræðings; Mána tónlistarkennara; Fjalars, fyrrv. prófasts, föður Mána læknis, og bróðir Sindra, föður Einars yfirlæknis, Heimis, tannlæknis og tónskálds, og Sindra, framkvæmdastjóra Pharmaco. Jóna Gróa Siguröardóttir borgarfulltrúi er 65 ára í dag. Hún er dóttir Sigurð- ar Guömundssonar mál- arameistara, bróður Guð- rúnar, móður Alfreðs Róka. Meðal barna Jónu Gróu er Sig- !I13®1! urður Guömundsson, hdl. og endur- skoðandi, og Auður Guömundsdóttir, markaðsstjóri hjá Fijálsri fjölmiðlun. Álfrún Gunnlaugsdóttir, rithöfundur og prófessor í bókmenntum við HÍ, er 62 ára í dag. Hún fékk bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir skáldsöguna Þel, skrifaði skáldsöguna Hringsól (1987) sem var tilnefnd til Bókmennta- . verðlauna Noröurlanda- ] ráðs 1990. Einar Þór Báröarson, framkvæmdastjóri Hard Rock og umboðsmaður hljómsveitarinnar Skíta- mórals, er ákveðinn ungur maður á uppleið. Ekki seinna vænna, enda varð hann 28 ára í dag. Karl J. Steingrímsson framkvæmdastjór þekkir enginn með því nafni enda er hann aldrei kall- | aöur annað en Kalii í Pelsinum. Sá ágæti KR- ingur verður 53 ára á morgun. Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skagfiröinga á Sauöár- ] króki, verður 48 ára á I morgun. Hann er af 1 Briemætt og náskyldur forsætisráðherranum. Afi Þórólfs, Ólaf- ur Briem, bóndi í Eyjum í Breiðdal, og Valgerður Briem, amma Davíðs Odds- sonar, voru alsystkini. Valgeröur Matthíasdóttir, arkitekt og dagskrárgerðamaöur, átti veigamikinn þátt í aö móta innlenda dagskrár- I gerð á Stöð 2 frá upphafi, hefur einnig stundað dagskrár- gerð fyrir ríkissjónvarpið og hefur nú umsjón meö þættinum Útlit og innlit á SkjáEinum. Hún hefur séð um útvarps- þáttagerð, skrifað tímaritsgreinar og sinnir arkitektaráðgjöf. Móðir hennar er Elín G. Ólafsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi. Valgerður er sístarfandi og síung þót hún verði 47 ára á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.