Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 DV Fréttir Kjartan Gunnarsson krefst þess að ummæli Sigurðar G. Guðjónsson verði dæmd ómerk: Hlægilegt að krefj- ast ómerkingar - segir verjandi Sigurðar - sögusmettum veifað, segir lögmaður Kjartans DV-MYND E.OL. Krefst ekki beinnar refsingar Kjartan Gunnarsson, til hægri, tekur í hönd lögmanns síns, Jakobs R. Möllers í dómsalnum í gær. „Það jaðrar við að vera hlægilegt að maður í þessari stöðu í þjóðlífínu geti krafist ómerkingar," sagði Gestur Jónsson hrl., verjandi Sigurðar G. Guðjónssonar, stjórnarformanns Is- lenska útvarpsfélagsins, í varnarræðu í meiðyrðamáli þar sem Kjartan Gunnarsson, stjómarmaður í Lands- banka íslands, krefst þess að tvenn ummæli Sigurðar í dagblaðinu Degi á síðasta ári verði dæmd dauð og ómerk. Meiðyrðamálið höfðar Kjartan m.a. á þeim forsendum að Sigurður ritaði um það í opnugrein í Degi að íslenska útvarpsfélaginu hefði borist bréf frá Landsbankanum þar sem bankinn hafnaði því að eiga viðskipti við félag- ið. Síðan sagði orðrétt í greininni: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt, sem stóðum í forsvari fyr- ir viðræðum við bankann, að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að . • • »» Vamarræða Gests var greinilega vel undirbúin með nákvæmum skirskotunum í hliðstæð dómsmál, með vel ígrunduðum og ekki síst skýr- um rökum þar sem allir viðstaddir, þar með talinn Kjartan sjálfur, lög- maður hans og dómari virtust allir hlýða á af óskiptri athygli. Fólk á opinberum stöðum verður að þoia gagnrýni Framangreind ummæli Gests um að hlægilegt væri að Kjartan krefð- ist ómerkingar byggði verjandinn meðal annars á töluvert langri upp- tedningu úr dómum þar sem um- mæli úr greinum ýmissa aðila voru mun harðorðari en um er að ræða í málatilbúnaði Kjartans Gunnars- sonar - ummæli þar sem dómstólar höfnuðu að sakfella fólk í sakamál- um eða dæma dauð og ómerk í einkamálum. Fyrsti dómurinn sem Gestur benti á var sýknudómur í máli ákæruvaldsins gegn Hrafni Jökuls- syni þar sem Hrafn hélt því fram að fyrrum fangelsismálastjóri væri „glæpamannaframleiðandi ríkisins" í tengslum við umfjöllun um með- ferö og aðbúnað fanga - ummæli Sigurðar G. í Degi væru léttvæg miðað við grein Hrafns. Gestur benti á sem aðalatriði að fólk á opinberum stöðum, eins og Kjartan, sem var stjórnarformaður Landsbankans á sínum tíma og for- maður útvarpsréttarnefndar, yrði að þola opinbera gagnrýni - þó svo að orðfar „kunni að vera hvasst". Þetta eru sömu rök og Hæstiréttur hafði varpað fram í niðurstöðu sinni í máli Hrafns sem skrifaði um fangelsisstjórann. Lögmaðurinn taldi síðan upp marga dóma þar sem orðalag mátti vel heita hvasst en engu að síður voru stefndu eða ákærðu sýknaðir. Þama benti Gest- ur á að viðkomandi fullyrðingar væru „varðar af málfrelsi". Hann benti jafnframt á ákvæði í stjórnar- skrá um málfrelsi í lýðræðisþjóðfé- lagi og tjáningarfrelsi sem horn- stein i íslenskri stjómskipun. Gestur sagði að því færi fjarri að ummæli Sigurðar G. Guðjónssonar í umræddri grein i Degi féllu utan ákvæða um málfrelsi. VIII að miskabætur renni til ungra fíkniefnaneytenda Jakob R. MöOer sagði að skjól- stæðingur hans, Kjartan Gunnars- son, krefðist 600 þúsund króna miskabóta og síðan 350 þúsund króna til að birta dóm héraðsdóms i þremur dagblöðum. Lögmaður stefnanda málsins sagði að Kjartan krefðist ekki beinnar refsingar gagnvart Sigurði G. Hins vegar lýsti hann því yfir að gagnvart miskabót- unum hygðist skjólstæðingur hans verja þeim til meðferðarheimilis vegna ungra fíkniefnaneytenda. Verjandinn sagði þetta „ósmekk- legt og óviðeigandi" að lýsa því sér- staklega yfir með hvaða hætti ætti að verja miskabótum. Ingólfur, lögmaður Kjartans, vís- aði til þess í sóknarræðunni að Sig- urður G. hefði í viðtölum í Degi, DV, Sjónvarpinu og á útvarpsstöðv- um haldið því fram að framan- greind ummæli hans um Kjartan Gunnarsson væru sönn, þ.e. að hann legðist gegn því að Lands- bankinn ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að. Lögmað- urinn benti á að allt þetta hefði vak- ið mikla athygli í fjölmiðlum. Segir Sigurö ekkert hafa sannað Jakob lagði áherslu á að Sigurður yrði að „sanna“ að honum og öðrum hjá Útvarpsfélaginu hefði verið sagt aö Kjartan hefði lagst gegn viðskipt- um við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að. Lögmaðurinn sagði fjar- stæðu að það sem kom fram í grein Sigurðar hefðu verið viðhorf Kjart- ans enda hefði skjólstæðingur hans þá gerst sekur um brot, bæði á við- skiptasiðferði og stjórnsýslulögum. Jakob sagði varðandi greinina að hér væri „veifað þeim sögusmettum að ólyginn hefði sagt frá“. „Hann hefur ekki gert minnstu tilraun til að sanna sitt mál,“ sagði Jakob um Sigurð G. sem hann kvað hafa haft í frammi „digurbarkaleg ummæli" í fjölmiðlum um að hann gæti sannað sitt mál. Varðandi þetta atriði benti Gest- ur verjandi á dómsmál ákæruvalds- ins gegn Agnesi Bragadóttur þar sem hún var krafin um að greina frá heimildarmanni varðandi trún- aðarupplýsingar sem hún hafði und- ir höndum frá Landsbanka íslands. Agnes var sýknuð í þvi máli. Gestur benti á að ef draga ætti fram ótil- greindan starfsmann Landsbankans í málflutningi Sigurðar G. yrði sjálf- sagt stuðst við sömu reglu um trún- að við heimildarmann. Mál Kjartans Gunnarssonar gegn Sigurði G. Guðjónssyni hefur verið tekið til dóms og má búast við nið- urstöðu Hervarar Þorvaldsdóttur innan fárra vikna. Héraðsdómur Norðurlands eystra: Síbrotastúlka fær enn einn dóminn DV. AKUREYRI:__________________ Atján ára gömul stúlka frá Vopnafirði hefur verið dæmd í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra vegna fikniefnamisferlis. Þrátt fyrir ungan aldur stúlkunn- ar er þetta fimmti dómur hennar, en hún hlaut tvo dóma á síðasta ári og tvo á árinu 1998. Hún var hand- tekin í ágúst á síðasta ári og fannst lítilræði af hassi og amfetamíni í fórum hennar. Stúlkan sinnti í engu síendur- teknum fyrirköllum til dóms og fór svo að lokum að málið var dómtek- ið að henni fjarstaddri að kröfu sækjanda. Þótti fjarvera stúlkunnar jafngilda játningu. Þegar stúlkan var handtekin í ágúst rauf hún skilorð frá því í júlí. Hins vegar var horft til þess að stúlkan var aðeins 17 ára þegar hún framdi fyrri brot sín. Hæfileg refs- ing þótti því 30 þúsund króna sekt og 6 daga fangelsi til vara verði sektin ekki greidd innan 4 vikna. Þá var hún dæmd til greiðslu alls sak- arkostnaðar. -gk Kattarfár á Akureyri DV, AKUREYRI:_______________ „Það er ekki lengur hægt að tala um faraldra í þessu sambandi, eftir að fólk fór að gera meira af því að láta bólusetja ketti sína. Hins vegar kemur alltaf einn og einn veikur köttur og að undanfómu hefur bor- ið meira á þessu en venjulega," seg- ir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri. Sjúkdómurinn kattarfár er vírus sem fer í meltingar- og öndunarfæri kattana sem fá uppköst og niður- gang og þorna upp. Elfa segir að mjög erfitt sé að meðhöndla kettina eftir að þeir hafa tekiö kattarfárið og mikil hætta sé á að þeir drepist. Vírusinn sem veldur fárinu ógnar ekki fólki og ekki öðmm dýrateg- undum. Hann smitast í umhverfinu utanhúss, en þess eru þó einnig dæmi að „innikettir" smitist af katt- arfári. -gk Mosfellsbær: Heyrúlluþjófar Hestamenn í Mosfellsbæ eru var- ir um sig eftir að fór að bera á heyrúlluþjófnaði í hesthúsahverfi þeirra. Heyrúllur sem geymdar hafa verið úti við vegna plássleysis i hlöðum hafa horfið í skjóli nætur. Hér er um þungaþjófnaði að ræða því hver rúlla vegur frá 300 og allt upp í 450 kíló. „Menn geta þó velt þessu upp í hestaflutningakerrur með góðum vilja,“ sagði einn hestamannanna í Mosfellsbæ í gær. -EIR Veörfö f kvöld Solargangur og sjavarföll Veörid á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.11 19.58 Sólarupprás á morgun 06.52 06.36 Síódeglsfló& 13.43 18.16 Árdegisfló& á morgun 02.37 07.10 Skýringar á veöurtáknum . -VINDÁTT ÁÚ°<—HITI -10° 'INDSTYRKUR *VR0ST 1 metrum á sekútxlu #>W€> LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- 5KÝJAÐ SKÝJAÐ & HEIÐSKÝRT O ALSKÝJAÐ Kólnandi veður í nótt verða NA 8-13 m/s og snjókoma á Vestfjörðum en él á annesjum norðan tjl. Hiti í kringum frostmark. Annars staðar verður fremur hæg suðlæg átt, skúrir eða slydduél og hiti 1 til 4 stig. A höfuðborgarsvæðinu fer hægt kólnandi. Hiti 2-5 stig í nótt. RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJOKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR i* = SKAF- ÞOKA RENNINGUR Fært um alla helstu vegi Ófært er um Búlandshöföa og Heydal. Ófært er um Mýrdalsöræfi vegna vatnaskemmda. Aö ööru leyti er fært um alla helstu vegi landsins. í þéttbýli komu malbikaöar götur víöa illa undan snjónum. Bílstjórar ættu því að vara sig á holum þar sem skarpar brúnir geta skemmt dekk bifreiðanna. troSNJÓR ■■ÞUNGFÆRT L. ÓFÆRT Kólnandi veður Spáð er noröaustan 13-18 m/s norðvestan til á morgun, hægari norðaustanlands og snjókoma eða él. Suðvestan 5-8 m/s og skúrir eða slydduél veröa sunnanlands. Kólnandi veöur og vægt frost norðanlands á morgun, en hiti 1-5 stig fýrir sunnan. fiPSílUlfiii Vintíur: /O vJL, 10-15 m/. Hiti 0°til -5° 'v-' Nor&austan 10-15 m/s og él nor&an- og austanlands en léttskýjab su&vestan tli. Frost ví&a 0 tll 5 stlg en frostlaust me& su&urstróndlnnl. ILimiigtTK'dl Vindun /*0$i 5-8 m/v Hiti -2°til -7° Nor&austlæg átt, 5-8 m/s og stöku él austanlands, en annars viöa léttskýjaö. Frost 2 tll 7 stlg. SmiiiiMujnJfc m Vindur /-^ 5—8 m/* HHi -2°til -7° Nor&austlæg átt, 5-8 m/s og stöku él austanlands en annars ví&a léttskýja&. Frost 2 tll 7 stig. mmm 8k1í1í&á\ AKUREYRI úrkoma 10 BERGSTAÐIR skýjaö 7 BOLUNGARVÍK alskýjaö 6 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 4 KEFLAVÍK súld 6 RAUFARHÖFN skýjaö 7 REYKJAVÍK súld 6 STÓRHÖFÐI þokumóða 6 BERGEN súld 3 HELSINKI léttskýjaö -3 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 0 OSLÓ léttskýjaö -1 STOKKHÓLMUR -6 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR rigning og súld 5 ALGARVE skýjaö 9 AMSTERDAM þokumóða 5 BARCELONA léttskýjaö 6 BERLÍN þokumóöa 5 CHICAGO léttskýjaö 3 DUBLIN skýjaö 2 HAUFAX skúr 8 FRANKFURT skýjaö 4 HAMBORG skýjaö 4 JAN MAYEN skýjaö -1 LONDON rigning og súld 5 LÚXEMBORG skýjaö 2 MALLORCA léttskýjaö 2 MONTREAL 5 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -10 NEW YORK alskýjað 9 orlando heiöskírt 16 PARÍS alskýjaö 4 V>N skýjaö 5 WASHlNGTON hálfskýjað 7 WINNIPEG léttskýjaö -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.