Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 51 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Maraldsson Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjáisrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plótugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sjúkdómseinkenni góðœrisins Ekki er nauðsynlegt að vera sérfræðingur til að átta sig á því að blikur eru á lofti í íslensku efnahags- lífi. Lítið má út af bera til að ekki fari illa. Nýgerðir kjarasamningar Flóabandalagsins og Raf- iðnaðarsambandsins gefa vonir um að hægt verði að ná aftur fyrri stöðugleika í efnahagslífinu, enda verði aðrir samningar sem eftir eru á svipuðum nótum. Það verður hins vegar ekki létt verk enda gerðir kjarasamningar á ystu nöf þess mögulega. Mjög mun reyna á hæfileika atvinnulífsins að standa undir samningunum án þess að verðbólguhjólin fari af stað. Og einmitt þess vegna mun reyna á skynsemi og aðhald í Qármálum hins opinbera sem aldrei fyrr. Aðhald Seðlabankans í peningamálum mun eitt og sér ekki skila þeim árangri sem nauðsynlegur er. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni hér í DV að aðhald í fjármálum hins opinbera er ekki nægjan- legt. Þetta á jafnt við um ríkissjóð og sveitarfélögin í heild. Lausung er of mikil. Þó fjármálaráðherra og ríkisstjórninni takist að skila umtalsverðum afgangi af ríkissjóði á þessu ári þarf það ekki að vera merki um að festa og aðhald ríki. Staðreyndin er sú að það er ekki sérstakt afrek að reka ríkissjóð með afgangi. Ríkissjóður hefur notið góðærisins og tekjurnar streyma inn. En því miður hefur tækifærið ekki ver- ið notað til að búa í haginn fyrir framtíðina eins og best verður á kosið. Vissulega hefur tekist að draga úr lánsfjárþörfmni og lækka skuldir ríkissjóðs sem komandi kynslóðir munu njóta. En uppskurður í rík- isrekstrinum hefur ekki átt sér stað - engin kerfis- breyting verið gerð og því mun að óbreyttu síga aft- ur á ógæfuhliðina. Verðbólga og að því er virðist krónískur viðskipta- halli eru sjúksdómseinkenni ofþenslu efnahagslífsins og lausungar í stjórnun opinberra fjármála. Afleið- ingin er sú að vextir hafa tekið að hækka á ný og þar með hefur þungur baggi á heimilum og fyrirtækjum verði gerður þyngri en áður. Ekkert bendir til ann- ars en að vextir eigi eftir að hækka enn frekar á kom- andi vikum og mánuðum. Það mun reynast mörgum heimilum erfitt að standa undir auknum kostnaði við lán sem tekin hafa verið á undanförnum árum í góðri trú á bjarta framtíð. Og líklega hafa margir reist sér hurðarás um öxl. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið enn eitt tæki- færið til að vöxtur og viðgangur efnahagslífsins haldi áfram án þess að allt fari úr skorðum. Þetta tækifæri verður hið opinbera - ríkissjóður og sveitarfélög - að nýta betur en gert hefur verið á undanförnum árum. Sé rétt á málum haldið þarf ekki að bera mikinn kvíðboga fyrir framtíðinni. En aðhalds er þörf. Ríkis- sjóður verður að skila mun meiri afgangi en ætlað er á fjárlögum. Sá afgangur verður ekki fenginn með auknum álögum á einstaklinga og fyrirtæki heldur skynsamlegum rekstri og hagræðingu. Sveitarfélög þurfa að taka til hendinni og sum þurfa róttækan uppskurð. Fyrirtækin sem nú þurfa að standa undir auknum launakostnaði verða að grípa til aðgerða sem tryggja aukna framleiðni vinnuafls og fjár- magns. Óli Björn Kárason DV / Islandshus vantar erlendis „ Við höfum lagt mikið fé í að kynna t.d. kindakjöt okk- ar erlendis um langt árabil og raunar hér á landi líka. Það fé er oft tapað og aukin sala kemur ekki fram. Sala á kindakjöti er minni og minni ár frá ári. þrátt fyrir allt þetta kynningarfé. “ Stór hluti íslendinga býr er- lendis um skemmri eða lengri tíma. Sumir setjast að erlendis og eru þar nánast aila ævi. Oft er talið að um 5000 íslendingar búi á hverju Norðurlandanna, þ.e. Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, eða samtals um 15.000 gróft reiknað. Líklega er Dan- mörk vinsælust í dag en nokk- uð er síðan flestir fluttust héð- an til Svíþjóðar enda hagstæð- ast fiárhagslega um þær mundir bæði atvinnulega og bótalega. Örlátt fjölskyldubótakerfi í Svíþjóð freistaði margra til að fara þangað. Nú hefur þetta kerfi verið skorið niður að hluta og þá vilja sumir heldur Dan- mörku. Svo fara líka margir í dag til Noregs enda vaxandi velmegun þar vegna olíunnar. Stór markaður Það er stór markaður á Norðurlönd- um hjá 15.000 íslendingum og fjölskyld- um þeirra fyrir landbúnaðarvörur okk- ar t.d. kindakjötið. Einnig má selja margar aðrar vörur, t.d. skyrið okkar o.fl. Vandinn er bara sá að við náum mjög takmarkað til þessa stóra hóps kaupenda. Samt eru landbún- aðarvörur okkar seldar víða á Norðurlöndum en markhópur- inn er ekki íslendingamir sem búa þar heldur miklu frekar allir íbúar Norðurlanda í heild. Þessu þarf að breyta. Huga þarf betur að íslending- unum. Vinna þá fyrst, svo koma aðrir á eftir. Við gætum t.d. byrjað á því að koma upp íslandshúsi í Kaupmannahöfn. Þetta hús væri þá notað til að selja vör- ur frá íslandi, t.d. kindakjöt, skyr o.s.frv. Það hefur viljað brenna við að vörur frá íslandi eru settar til hliðar í stóru mörkuðunum ef krafa kemur fram um það frá keppinaut okkar eða ódýrari vara er boðin í bili t.d. með und- irboði. Reiknað væri með að öll fyrir- tæki í íslandshúsi væru einkarekin og seldu okkar afurðir, en þau væru ekki sett út, þótt annar aðili biði betri húsa- leigu í bili og vildi þar með koma fyrir- tækinu í burtu. íslandshúsið væri væntanlega einka- hlutafélag í eigu t.d. sölusamtaka bænda og annarra slíkra. íslandshúsið leigði aðeins út húsnæði til sölu okkar afurða en tæki ekki nokkra fjárhagslega ábyrgð á fyrirtækjum í íslandshúsinu. Þau yrðu að sjá um sig sjálf. Ef eitt strandaði og hætti tæki bara annað fyrirtæki við á eigin fjárhagslega ábyrgð og seldi okkar afurðir, t.d. kindakjötið. Mikið fé Við höfum lagt mikið fé í að kynna t.d. kindakjöt okkar erlendis um langt árabil og raunar hér á landi lika. Það fé er oft tapað og aukin sala kemur ekki fram. Sala á kindakjöti er minni og minni ár frá ári. þrátt fyrir allt þetta kynningarfé. Með þessari hug- mynd um íslandshús er reynt að snúa þessari þróun við. Fjármagn í íslands- Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur Snjóflóðagarðar við Flateyri DV birti 10.3. góða mynd af Eyrar- fjalli ofan Flateyrar til skýringar á flekasnjóflóði sem féll tveim dögum fyrr í hlíðinni „milli Hvilftar og Sól- valla“. Myndin sýnir snjóalög í fjall- inu eftir nokkra snjókomu í NNV-átt og hvemig snjórinn sest að í skjóli við fjallið. Snjóflóðið innan Sólvalla nú, sem orsakaðist af titringi frá vélsleða, er á vel þekktu meinlausu snjóflóða- svæði og er þannig ekki séstakt frétta- efni því að slík flóð falla víða. Hins vegar sýnir myndin fárán- leikann við ranga staðsetningu vam- argarðanna ofan Flateyrar. Það er kominn tími til að hönnuðimir biðj- ist afsökunar á mistökunum sem hafa þegar valdið og munu áfram valda Flateyri ómældu tjóni vegna gallaðrar hönnunar og ónauðsyn- legrar eyðileggingar byggingarlands á staðnum. Myndin er góður grund- völlur tH að skýra mistökin. Innra-Bæjargilið Þetta gH er í raun vestan byggðar á Flateyri. Einfalt var að stýra öHum snjóflóðum úr gHinu burt frá allri byggð með því að staðsetja garðinn strax neðan gHsins, þ.e. um 400-500 metrum ofar, svo sem sjá má greinHega af myndinni. Þarna er frábær aðstaða með miklum halla tU að grafa öfluga og auðvelda stýringu gegnum hrygginn sem myndi í öHum tilfeUum gefa fullkomið öryggi fyrir aUa byggð á Flateyri. Á þetta var bent mörgum mánuðum áður en fram- kvæmdir hófust svo að eng- inn vafl getur leikið á því að verkhönnuðirnir eru fjárhagslega ábyrgir fyrir mistökunum. Hönnuðir verksins voru verk- fræðistofurnar VST hf. í Reykjavík og NGI í Ósló. Meginábyrgðin hvHir þó á Norsk Geoteknisk Institutt í Ósló sem eðlilega hefir þvi af stað- kunnugum fengið merkingima Nor- ske Gale Idioter. Þeir höfðu engan kunnugleika á aðstæðum þarna og vUdu ekki hlýða á aðvaranir eða leiðréttingar um ranga staðsetningu á vamargörðunum. Það er nauðsyn- legt að Flateyringar hefjist handa um leiðréttingu á mistökum beggja þessara ráðgjafarfyrirtækja og ráði sér góðan lögmann tH að fylgja þessu eftir því að öðrum kosti eiga Flateyr- ingar á hættu að glata rétti sínum. Skollahvilftin Myndin sýnir einnig að snjóflóð úr SkoUahvilftinni faUa austan byggðar á Flateyri og það hversu fáránlega vitlaust austari vamargarðurinn er staðsettur. Þessi garður átti að koma beint niður af Ytri-HjaUanmn sem stendur upp úr snjónum á myndinni. Þama var einnig auðvelt að gera fullkomna stýringu á öUum snjóflóðum úr SkoUa- hvilftinni, með því að grafa niður i Hrygginn og nýta uppmoksturinn í vamar- garðana tU beggja handa. Þannig mátti einnig fá fúU- komna vöm fyrir öUum snjóflóðum úr SkoUahvHft- inni, bæði fyrir byggð á Flateyri og hús á Sólbakka. Það má gera ráð fyrir að hugsun ráðgjafanna hafi verið sú að dreifa snjóflóð- unum úr báðum gUjunum og þannig minnka áhrif þeirra á vamargarð- ana. Þetta hefur einfaldlega reynst rangt. Starfsmenn Snjóflóðavama Veðurstofunnar hafa verið að mæla hversu hátt snjóflóðin hafa náð upp á vamargarðana, og birt niðurstöður sínar, sem sýna að nýleg snjóflóð hafa náð 17 metra upp á garðana, beggja vegna frá. Þessir garðar, sem byggðir voru á sléttu, eiga eftir að síga saman og lækka þannig. Þótt gera verði ráð fyrir að vamargarðamir veiti vörn nú, veit enginn hversu lengi það kann að endast, enda gerði NGI ráð fyrir snjóflóðum sem gætu náð út í miðja innsiglinguna í smábátahöfn- ina. Snjóflóð úr SkoUahvilft eiga enn greiða leið beint í smábátahöfnina og hafa þegar farið langleiðina þangað. Niðurgrafnar brautir eru einu ör- uggu vEumaraðgerðimar þarna, enda ódýrasta og öruggasta leiðin þar sem stórir hryggir hafa myndast úr fram- burði neðan hættulegra gUja. Önundur Ásgeirsson „Það má gera ráð fyrir að hugsun ráðgjafanna hafi verið sú að dreifa snjóflóðunum úr báðum giljunum og þannig minnka áhrif þeirra á vamargarðana. Þetta hefir einfaldlega reynst rangt. “ Með og á móti Sjálfsagt og eðlilegt „Þegar íslend- ingar hafa minnst stærstu viðburða í sögu þjóðarinnar hafa þeir gjarnan skundað á ÞingvöU. Þetta þekkjum við nokkram sinn- um á öldinni sem er að líða. Árið 1930 var Alþingishátíð, 1944 var lýðveldishátíð, 1974 minntist þjóðin 1100 ára ís- landsbyggðar, 1994 var 50 ára lýðveldisafmæli og nú er kristniafmæli. AUt eru þetta íslensk- ar þjóðhátíðir. Við eigum bara svo mikla sér- stöðu, íslendingar, sem menn gera sér kannski ekki alltaf grein fyrir. Við eigum ÞingveUi þar sem næstum er hægt að segja að þjóðin hafi fæðst. Þar hefur hún tekið sínar stærstu ákvarðanir og staðið saman í blíðu og stríðu. Það er engin önnur þjóð sem ég þekki til sem á stað sem er henni jafn helgur og ÞingveUir eru okk- ur. Þess vegna finnst mér það sjálfsagt og eðlilegt að við höldum upp á kristnihátíð. Vonandi munu þeir sem stjóma munu íslensku þjóðfélagi á næstu áratugum hafa vit og vUja tU þess að minnast þessara stóru við- burða í sögu þjóðarinnar á ÞingvöU- um í sumar.“ Júlíus Hafstein formaöur kristnihátíöar. á Þingvöllum? Ég skil þetta ekki „Ég skH ekki út á hvað hátíðin gengur og ég skH ekki heldur upp á hvað íslenska þjóðkirkjan er að halda. Það er vitað mál að árið 999 var gert sögulegt samkomulag á ÞingvöUum um það sem hét á þeim tíma „siðbót". Menn komu sér saman um að fara bH beggja í trúmálum. Það er vitað að ásatrúarmenn voru annar aðUinn að þessu samkomulagi og hinn aðilinn var annaðhvort arí- anska- eða grísk-orþódoxakirkjan. Það er útilokað að lúterska- eða kaþólska kirkjan hafi komið að þessu samkomulagi því hvor- ug þeirra var tU á þessum tíma. Kaþólska kirkjan var stofnuð árið 1054 og sú lút- erska um 1500. Þar að auki finnst mér ennþá skrýtnara það sem virðist vera söguskoðun bisk- upsstofu að Alþingi og þjóð- veldið hafi verið stofnað á ÞingvöUum árið 1000. Ég skU ekki hvers vegna er verið að halda upp á atburð þar sem menn passa sig á því að bjóða engum sem að atburðinum komu. Ef ein- hverjir ættu að halda upp á þetta þá eru það gríska kirkjan og ásatrúar- menn.“ Jörmundur Ingi Hansen alherjargoöi. A5 frumkvæði íslensku kirkjunnar verður haldin kristnihátíð á Þingvöllum um mánaðamótin júlí/ágúst í sumar. Mjög skiptar skoöanir eru um tilstandiö og kostnaöinn sem því er samfara. Sumum finnst þetta sjálfsagt mái og nýting Þlngvalla í þessu augnamiði í takt við aörar hátíðir sem þar hafa farið fram. Aörir eru því algjörlega ósammála. húsi er raunhæf og arðbær fjárfesting og áhætta lítH sem engin. Fiármagnið eða höfuðstóUinn er vel varðveittur. Samt skapar íslandshús fastan starfs- grundvöU fyrir þann sem selja viU kindakjöt frá íslandi og ýmsar aðrar afurðir okkar. Matreiðsla Ágætar hugmyndir hafa komið fram um það að kynna megi erlendis okkar góðu og hæfu matreiðslumenn. Þeir myndu þá bjóða upp á sérrétti úr okk- ar frábæra lambakjöti. Þama getur ís- landshús hjálpað. Þar mætti hafa lítið veitingahús sem sérhæfði sig í sérrétt- um úr íslenzku lambakjöti. TH að taka hliðstætt dæmi þá hefur lengi verið og er líklega enn veitinga- stofa ekki langt frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn sem selur rétti búna tú úr saltfiski. Þar er ekki seldur leng- ur íslenzkur saltfiskur síðan við sett- um danska kónginn af árið 1944 og fengum okkur íslenzkan forseta í stað- inn. Saltfiskurinn er frá Færeyjum aUa vega enn þá. Veitingastofa í íslands- húsi myndi á hinn bóginn bjóða ís- lenzkan saltfisk með okkar frábæra kindakjöti. Lúðvlk Gizurarson Ummæli Netið og landsbyggðin Jöfn aðstaöa í notkun Netsins hvar sem menn búa á landinu myndi ýta undir áhuga fólks á að nýta sér kosti dreifbýlisins sem m.a. eru ódýrara húsnæði og betri að- stæður tU þess að ala upp böm en í þéttbýlinu á suðvesturhominu. Net- væðingin getur orðið tU þess að undirstrika þessa kosti landsbyggð- arinnar umfram þéttbýli." Ónafngr. höfundur í forystugreinum Mbl. 28. mars. Sterkur leiðtogi Sá stjómmála- maður sem er vin- sæU á oft marga andstæðinga líka. Ég met menn æv- inlega eftir verk- um þeirra og ég held að fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnunum um þessar mundir í takt við kjörfylgi sé merki um hve sterkur leiðtogi Davíð er.“ Vilborg Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, í Degi 28. mars. Lenging skólaársins „Það er í raun ótrúlegt hversu margir vUja kenna á íslandi. Miðað við aUt... Það kemur aldrei tH greina að kenn- arar vHji lengja skólaárið fyrr en launin hækka tU heilmikiUa muna. Það er fyrsta skrefið og álagið minnkar þá um leið á kennurum. Áður en við gleypum hráar hug- myndir hagfræðings um lengingu skólaárs skulum við huga að undir- stöðunni sem eru kennarar." Marta Eiríksdóttir grunnskólakennari í Mbl. 28. mars. Fádæmi um völd „Það eru fá- dæmi hve stjórn- málamaðurinn Davíð Oddsson hefur verið lengi við völd og áhrif í íslensku þjóðlifi. Á hinn bóginn fylgir miklu valdi ævinlega ótti og því miður hefur það gerst í okkar þjóðfélagi að menn hafi verið hræddir tH hlýðni og þagnað og þar með hefur lýðræðislegt ferli orðið þeim mun snautlegra. í þessu efni er ekki við Davíð einan að skakast - ekki síður okkur hin.“ Óskar Guðmundsson blm. i Degi 28. mars. Skoðun Peningar á flótta Hver étur það eftir öðram að við séum á harðahlaup- um út úr þeirri forneskju að vera framleiðsluþjóðfélag og inn í þá sælu að vera þekk- ingarþjóðfélag. Þetta er skrýtin tvískipting. Iðnvæð- ing „framleiðsluþjóðfélags- ins“ byggðist vissulega á sí- vaxandi þekkingu á raun- vísindum og tækni. Og „þekkingarþjóðfélagið" heldur vissulega áfram að framleiða mubblur, bfla og orku. En hitt er rétt, að það er i reynd orð- ið ríkjandi mat á okkar dögum að það sé heldur ómerkilegt að búa tH hluti - framleitt getur hver asninn en hin sanna sniUd er að selja. Enda er nú búið að koma framleiðslu á fatnaði, sportvöru, tölvupörtum og mörgu fleira tU fátækra ríkja þar sem laun eru tuttugu sinnum lægri en í okkar hluta heims og réttindi verkafólks lítH sem engin. Framleiðsla er þvi í vax- andi mæli eitthvað sem varla er orð á hafandi á betri bæjum í heimsþorpinu. Ósýnilegar afurðir 1 ríkum samfélögum sem kenna sig við þekkingu stunda menn hins vegar aðra framleiðslu - á þeirri ímynd sem dugir tU að vara sé talin eftirsóknar- verð og seljist. Verksmiðjur okkar heimshluta era auglýsingastofumar, þar sem hin sönnu skáld tímans leggja lævísar snörur fyrir neytendur. Og svo verðbréfafyrirtækin þar sem spámenn nýrrar aldar framleiða trú á fram- tíðargróða í líftækni eða intemetsölu. Það er eitthvað dulúðugt við þetta: þekking- arþjóðfélagið svonefnda framleiðir einkum það sem ekki verður á þreifað: ímyndina á bak við hlutinn (Kók er ekki gosdrykkur heldur æska og fjör, Nikeskór eru ekki skór held- ur styrkur og hreysti) - og svo spádóma um framtíðarstöðu þeirra fyrirtækja sem markaðurinn hefur velþóknun á. Heimur á hvoifi Þetta ástand hefur margar undar- legar afleiðingar. Breskur fjármála- ráðgjafl sagði frá því nýlega, að hann sæti stundum á fundum með stjórn- endum „gamaldags“fyrirtækja sem reka verksmiðjur. Eins víst að fýrir- tækið gangi vel, skHi ágætum hagn- aði, starfsmenn og viðskiptavinir eru ánægðir. Samt er fyrirtækið í krögg- um: hluthafarnir heimta meiri hagn- að tfl sín og af því hann fæst ekki fara með sitt fé það úr fyrirtækinu. Hluta- bréf lækka í verði, fýrirtækið kemst í krögggur. Þvi það er enn eitt öfugmæli tím- ans að kaUa þá sem eiga peninga fjár- festa - þeir eru í reynd fjárflakkarar sem aUtaf era tUbúnir til að hlaupa um leið og þeir heyra það hanagal í næstu sóknum að þar sé hægt að fá ekki bara góðan arð heldur ofsa- gróða. Og þá er venjulega átt við ein- hver netfyrirtæki eða þá hátækni sem er í tísku rétt í þessu. Sú þversögn blasir við, að fyrir- tæki sem skUa aUgóðum arði búa við hrapandi hlutabréfaverð meðan verð rýkur upp á tapfyrirtækjum sem hafa það eitt sér tU ágætis að njóta í bUi náðar hinna miklu væntinga. Og það fylgir sögunni að þessi mismunun fari hraðvaxandi: verðmunur á hluta- bréfum í „gamaldags" framleiðslufyr- irtækjum og þeim sem eru í mark- aðsnáðinni mun nú vera fjórfaldur á við það sem var 1985. Er nokkurt vit í þessari þróun? spyr sá sem ekki veit. Og hann fær það svar - m.a. í viðskiptakálfi eins heimsblaðanna, að vitlaust sé spurt. Markaðskapítal- ismi, segir þar, er ekki skemmtiganga í skynsamlega skipulögðum garði - hann er áhættuferð inn í frumskóg- inn. Kannski er það viðeigandi líking. Og sé áfram með hana haldið: ýmsum sýnist vænlegast tU eigin gróða að halda ekki áfram inn í innstu myrk- ur frumskógarins, heldur fara hæfi- lega langt inn í hálfrökkrið. KaUa á aðra á eftir sér, æsa þá upp með lofl um þær gullnámur Salómons kon- ungs sem fram undan eru, selja svo dýrum dómum pláss sitt í lestinni sem þangað ætlar (hlutabréfin). Og forða sér út i birtuna aftur. Árni Bergmann „Því það er enn eitt öfugmceli tímans að kalla þá sem eiga peninga fjárfesta - þeir eru í reynd fjárflakkarar sem alltaf eru tilbúnir til að hlaupa um leið og þeir heyra það hanagal í nœstu sóknum...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.