Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 >58_______ Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________________ Guðríöur Elínbjörg Georgsdóttir, ^ Þórustíg 24, Njarövík. 1 Páll Jóhannesson, Aöalstræti 47, Patreksfirði. 80ára___________________________ Þórir Jensson, Heiöargeröi 54, Reykjavík. 75 ára__________________________ Eyjólfur Andrésson, Síöumúla, Reykholt. Friðrikka Bjarnadóttir, Hæöargaröi 35, Reykjavík. 70 ára__________________________ Geirmundur Finnsson, Lyngheiði 11, Selfossi. Ólöf Ágústa Guðmundsdóttir, t' Birkigrund 59, Kópavogi. Óskar Árni Mar, Háaleitisbraut 54, Reykjavík. Sesselja Unnur Guðmundsdóttir, Skólabraut 1, Hafnarfiröi. Stella Bryndís Pétursdóttir, Skaröshlíö 15c, Akureyri. Ægir Albert Jónsson, Laugavegi 28c, Reykjavík. 60 ára__________________________ Ólafía Solveig Jónatansdóttir, Úthaga 16, Selfossi. Steinunn Þórarinsdóttir, Heiöarbrún 31, Hveragerði. 50 ára__________________________ Anna Nína Ragnarsdóttir, Sóltúni 28, Reykjavík. Birna A. Skarphéðinsdóttir, Vatnsnesvegi 34, Keflavík. Elín Árnadóttir, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Ingi Vignir Gunnlaugsson, Hrannarbyggð 12, Ólafsfirði. Klemens Egilsson, Melbæ 1, Reykjavík. Stefanía Ólafsdóttir, Staðarhrauni 11, Grindavík. Svanhvít Erla Einarsdóttir, Hjaröarhaga 64, Reykjavík. 40 ára__________________________ Gunnar Magnús Nikulásson, Æsufellj 2, Reykjavík. ■v Hákon Ólafsson, Austurvegi 15, ísafirði. Hildur Magnúsdóttir, Stekkjarbrekku 20, Reyðarfirði. Hjördís Magnúsdóttir, Rfulind 2, Kópavogi. Inga Kristín Guðmannsdóttir, Lækjarbergi 18, Hafnarfiröi. Kristrún Erna Erlingsdóttir, Ásbraut 13, Kópavogi. Ólöf Gyða Sigríður Bjarnadóttir, Stórageröi 25, Reykjavík. * - \ ________Andlát Dagmar María Árnadóttir frá Teigi, Grindavík, andaöist á hjúkrunarheimilinu Víöihlíö laugardaginn 25.3. Bryndts (Stella) Matthíasdóttlr, Álfa- skeiöi 101, Hafnarfiröi, lést á Landspít- alanum, Fossvogi, sunnudaginn 26.3. Jarðarförin auglýst síöar. Anna Slgrún Wiium Kjartansdóttir frá Hverageröi lést á sjúkrahúsi í Stavan- ger, Noregi, laugardaginn 25.3. ~- Ragnar Jónasson, Lokastíg 3, Reykja- vík, lést á Borgarspítalanum þriöjudag- inn 14.3. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. K. Haukur Pjetursson mælingaverkfræö- ingur, Sólvallagötu 22, Reykjavík, lést á Droplaugarstööum sunnudaginn 26.3. Valgeir Jónsson, Grundartanga 30, Mosfellsbæ, lést á Vífilsstaöaspítala "’V laugardaginn 25.3. ÍHÍnil FVIIIILLI —j iii i -....i,W r && £LJ z>v fMHWÆ Júlíus Hafstein framkvæmdastj óri Kristnitökuhátíðar Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri Kristnitökuhátíðar, er ánægður með þá niðurstöðu í skoðanakönnun DV að fimmtíu þúsund manns ætli á hátíðina. Starfsferill Júlíus fæddist í Reykjavík 6.3. 1947 og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ 1967 og íþróttakennara- prófi 1969. Júlíus var framkvæmdastjóri Dentalíu hf., innkaupasambands tannlækna, 1969-71, skrifstofustjóri Últímu hf. 1971-73, stofnaði umboðs- og heildverslunina Snorra hf. 1973 og hefur verið framkvæmdastjóri þar síðan. Þá var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Kristnihátíðarnefnd- ar 1996 sem undirbýr hátíðahöld vegna þúsund ára kristnitökuaf- mælis á Þingvöllum. Júlíus var varaborgarfulltrúi 1982-86, borgarfulltrúi frá 1986, sat í borgarráði 1992-93, var formaður íþróttaráðs Reykjavíkur 1982-86, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavikur 1986-94, Umhverfis- máalaráðs Reykjavíkur 1986-94, Ferðamálaráðs Reykjavíkur 1986-94 og fyrsti stjómarformaður Ráð- stefnuskrifstofu íslands. Hann var varaformaður ÍR 1970-74, formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1973-75, í stjóm Handknattleikssam- bands íslands 1974-83 og formaður 1978-1983, var formaður ÍBR 1984-88, sat i Ferðamálaráði 1985-95, formaður Ólympiunefndar íslands 1994-97, formaður Júdósambands íslands 1997-99, formaður Blaksambands íslands frá 1999 og situr í nefnd Alþjóða Ólympíunefndarinnar um íþrótta- og umhverfismál. Fjölskylda Kona Júlíusar er Ema Hauksdótt- ir, f. 26.8. 1947, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Foreldrar Emu eru Haukur Þórir Benedikts- son, fv. framkvæmdastjóri í Reykja- vík, og k.h., Arndís Þorvaldsdóttir kaupmaður. Böm Júlíusar og Emu eru Bima, f. 25.1.1972, leiklistamemi í London; Jóhannes Júlíus, f. 30.5. 1976, verslunarmaður í Reykjavík. Systkini Júlíusar eru Jakob Valdimar, f. 18.3.1945, fiskeldisfræð- ingur í Reykjavík; Áslaug Bima, f. 15.8.1948, húsmóðir i Reykjavík. Foreldrar Júlíusar: Jakob Valdi- mar Hafstein, f. 8.10. 1914, d. 24.8. 1982, lögfræðingur og listmálari í Reykjavik, og k.h., Bima Kjartans- dóttir, f. 20.3. 1923, húsmóðir. Ætt Föðurbróðir Júlíusar var Jóhann Hafstein forsætisráðherra, faðir Pét- urs hæstaréttardómara. Jakob var sonur Júlíusar Havsteen, sýslu- manns á Húsavík, Jakobssonar Havsteen, kaupmanns á Akureyri, Jóhannssonar Havsteen, kaup- manns á Akureyri, Jakobssonar Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Nielssonar. Móðir Jakobs var Þór- unn Jónsdóttir, fræðslumálastjóra í Reykjavík, Þórarinssonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, Böðvarssonar, pr. á Melstað, Þorvaldssonar, bróð- ur Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Þórarins var Þóra Bjömsdóttir, pr. í Bólstaðar- hlíð, Jónssonar. Móðir Jóns var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Sveins Bjömssonar forseta. Önnur systir Þórunnar var Sigurbjörg, amma Jóns Þorlákssonar forsætis- Skarphéðinn Ó. Larsen f ramk væmdastj óri Skarphéðinn Ólason Larsen fram- kvæmdastjóri, Lindarbakka, Homa- firði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Skarphéðinn fæddist á Lindar- bakka og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum í Hjaltadal 1972, leiðsöguprófi frá Ferðamála- skóla Islands 1993 og stundaði fram- haldsnám í ferðamálafræðum í Bandaríkjunum. Skarphéðinn er bóndi á Lindar- bakka frá 1973. Hann er eigandi og stjórnarformaður Hótel Vatnajökuls ehf., Lindarbakka og Toppferða frá 1996. Skarphéðinn sat í stjórn Græn- metisverslunar landbúnaðarins, í stjórn Félags íslenskra matjurta- frEimleiðenda og formaður Búnaðar- félagsins Aftureldingar í Hornafirði. Fjölskylda Kona Skarphéðins var Guðrún Margrét Sveinsdóttir, f. 23.2. 1951, verslunarmaður, búsett i Kópavogi. Hún er dóttir Sveins Kristinssonar og Þóru Hákonardóttur. Skarphéð- inn og Guðrún slitu samvistum 1984. Böm Skarphéðins og Guðrúnar Margrétar eru Marteinn Óli, f. 19.1. 1973, verk- taki en sambýliskona hans er Bryn- dís Hrönn Sveinsdóttir hársnyrtir og er dóttir þeirra Andrea Sól, f. 25.1. 1996; Svanhildur Rósa, f. 13.3. 1980, nemi en sonur hennar er Jan- us Óli Elvarsson, f. 1.1.1999; Róbert Þröstur, f. 18.1. 1982, nemi. Stjúpsonur Skarphéðins og sonur Guðrúnar Margrétar er Sveinn Pálmi Hólmgeirsson, f. 10.8. 1968, smiður en sambýliskona hans er Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir. Hálfsystir Skarphéðins, samfeðra, er María Marteinsdóttir, f. 23.5. 1935, skrifstofumaður á Höfn. Alsystir Skarphéðins er Helga Sigurleif, f. 1.9. 1941, bóndi í Vola- seli i Lóni. Foreldrar Skarphéðins: Óli Larsen, f. 24.2. 1905, d. 6.2. 1992, bóndi á Lindarbakka, og Jónína Fil- ippusdóttir, f. 24.10. 1909, d. 20.1. 1991, bóndi. Skarphéðinn tekur á móti gestum á Hótel Vatnajökli laugardaginn 1.4. kl. 20.00. Júlíus Hafsteln, framkvæmdastjóri Kristnitökuhátíöar á Þingvöllum Júlíus hefur þaö vandasama og veigamikila verkefni aö sanna fyrir þjóöinni aö hún geti skammlaust komiö saman á Þingvöllum þegar mikiö liggur viö. ráðherra. Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar. Móöir Þórunnar Havsteen var Lára, systir Hannesar Hafstein ráðherra. Lára var dóttir Péturs Havstein, amtmanns á Möðravöllum, Jakobs- sonar, bróður Jóhanns kaupmanns, afa Júlíusar sýslumanns. Móðir Lárú var Kristjana Gunnarsdóttir, pr. í Laufási, Gunnarssonar og Jó- hönnu, systur Eggerts, langafa Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Annar bróðir Jóhönnu var Ólafur, langafi Odds, föður Davíðs forsætisráðherra. Jóhanna var dótt- ir Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Móðursystur Júlíusar voru Þór- unn, kona Lárasar Blöndal; Bryn- hildur kennari og Sólveig Ágústs- dóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. Birna er dóttir Kjartans, skrif- stofumanns í Reykjavík, Konráðs- sonar. Móðir Kjartans var Elín Zoéga, dóttir Jóhönnu Zoega, systur Geirs Zoéga rektors, afa Geirs Hall- grimssonar forsætisráðherra. Móðir Bimu var Áslaug, systir Péturs, fóður Njarðar P. Njarðvík rithöfundar. Áslaug var dóttir Sig- urðar, verkamanns á Akureyri, Þórðarsonar og Kristínar Péturs- dóttur, b. á Skáldalæk i Svarfaðar- dal, Gíslasonar. Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir í Keflavík Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, Faxabraut 32c, Keflavík, er sjötug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Hell- issandi og ólst þar upp. Hún flutti til Keflavíkur skömmu eftir strið og hef- ur átt þar heima síðan. Jafnhliða heimilisstörf- um vann Ingibjörg ýmis almenn störf. Hún var lengi við fiskvinnslu í Keflavík, starfaði við dvalarheim- ilið Hlévang í Keflavík um skeið, var skrifstofumaður við Vörubila- stöðina í Keflavík og starfaði síðast við Sjúkrahús Keflavíkur. Ingibjörg tók virkan þátt í félags- störfum á vegum Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. Fjölskylda Ingibjörg giftist 23.5. 1953 Einari Ingólfssyni, f. 15.6. 1931, vermanni og vörubifreiðastjóra. Hann er son- ur Ingólfs Sigurjónssonar, verka- manns á Reynisstað í Leira, og k.h., Önnu Guðjónsdóttur húsmóður. Böm Ingibjargar og Einars eru Sólveig Anna Einarsdóttir, f. 16.12. 1952, skrifstofumaður í Keflavík, en maður henn- ar er Björn Albertsson bifreiðarstjóri og er son- ur þeirra Bjöm Bjöms- son; Jóhann Gunnar Ein- arsson, f. 6.1. 1958, d. 27.12. 1991, bifreiðarstjóri í Keflavík, kvæntur Sveindísi Árnadóttur, gangaverði í Njarðvík, en böm þeirra eru þrjú: Einar Árni og er sambýliskona hans Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir og sonur hennar er Gísli Janus, Ingvi Steinn og Þóra Björg. Systkini Ingibjargar: Jenný, f. 22.9. 1926, húsmóðir í Njarðvík; Að- alsteinn, f. 27.9. 1928, búsettur á Hellissandi; Andrés, f. 4.1. 1938, bif- reiðarstjóri á Hellissandi; Kristín, f. 4.10. 1939, húsmóðir á Hellissandi; Jóhann, f. 13.3. 1942, d. 16.1.1947; Jó- hann Gunnar, f. 8.9. 1947, búsettur í Bandaríkjunum. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Bjarnason Oddsson, f. 6.6. 1905, d. 7.7. 1972, lengst af verkamaður á Hellissandi, og Sólveig Andrésdótt- ir, f. 2.5. 1905, d. 25.12. 1990, húsmóð- ir. Merkir Islendingar Ulfar Jacobsen, ferðamálafrömuður og ör- æfafari fæddist við Vonarstrætið i Reykjavík 29. mars 1919. Faðir hans, Egill, var af dönsku ættum. Hann kom hingað til lands skömmu eftir aldamótin og stofnaöi vefnaðarvöruverslun Egils Jacobsen við Austurstræti sem þar var síðan starfrækt til skamms tíma. Móðir Úlfars var Soffía, dóttir Helga Helgasonar tónskálds, formanns Hörpu, fyrsta söngfélagsins í Reykja- vík og Lúðurþeytarafélgas Reykjavík- ur. Helgi gerði lagið Öxar við ána. Það væri synd að segja að ekki munaði um Helga því auk þess að syngja og spila var hann trésmiður, kaupmaður, útgerðarmaður og slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Úlfar Jacobsen Úlfari mun hafa verið ætlað að taka við verslun föður síns. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar 1935, lærði þar verslunar- fræði og hélt síðan til Hamborgar í þýskunám en þá skall á seinni heims- styrjöldin og hann hraðaði sér heim. Úlfar var alla tíð mikill náttúruunn- andi og áhugamaður um útivist og ferðalög. Hann var einn af stofnendum fýrsta svifflugfélagsins hér á landi og frumkvöðull að stofnun Flugbjörgunar- sveitinarinnar. Úifars verður þó einkum minnst sem eins helsta öræfafarans á sinni tið og framkvöðuls í því að selja erlendum ferða- mönnum skipulagðar ferðir inn á íslensku ^ öræfin. Hann lést 15. desember 1988. Jarðarfarir Björgvin Lúthersson, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík, Básbryggju 51, Reykjavík, sem lést miðvikud. 22.3., verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík miðvikud. 29.3. kl. 13.30. Þórunn Ragna Tómasdóttir, Kleppsvegi 106, Reykjavík, sem lést laugard. 18.3., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavlk miðvikud. 29.3. kl. 13.30. Guðmundur Halldórsson blaðamaöur, Öldugötu 42, Reykjavík, sem lést sl. föstudag, verður borinn til grafar frá Ás- kirkju, Reykjavík, fimmtud. 30.3. kl. 13.30. Ingibjörg Eygló Pétursdóttir, Silfurgötu 40, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskus- spttala, Stykkishólmi, fimmtud. 23.3. Útför hennar fer fram frá Stykkishólms- kirkju laugard. 1.4. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.