Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 24
60______ Tilvera MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 I>V Háskólatónleikar í dag leika Herdis Jónsdóttir, lágfiðla, og Steef van Oosterhout, marimba, verk eftir Jónas Tómas- son, og frumflutt verða verk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Oliver Kentish á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu. Tónleikamir taka um það bil hálftíma og hefjast kl. 12.30. Krár m m PORNO A GAUKNUM Sveinarnir í Porno sjá um að hræra upp í gestum Gauks á Stöng.. Þeir framreiða gæðarokk og að djamma dátt er þeirra aðall. Allt í beinni á www.xnet.is. ■ 4. HÆÐ Á NÆSTABAR Hljómsveitin 4. hæð verður aö þessu sinni ábyrg fyr- ir vellíðan gesta Næstabars um þessi miðvikumót. Nafnið gefur ekki til kynna að takmarkanir séu á því í hvaöa hæð- ir tilfinningarnar lyfta fólki en hæð fjög- ur er ágætisbyrjun, svona þegar dregur að helgi. 22.00 er tíminn og ekkert fé þarf að reiða fram við inngóngu. * Leikhús 1 LANGAFI PRAKKARII MOGULEIK- HUSINU Sýningin Langafi prakkari í Möguleikhúslnu. er byggt á verkum Sigrúnar Eldjárn, eins af vinsælustu barnabókahöfundum Islands. Uppselt. ■ KOMDU NÆR Komdu nær er áleit- ið verk um ástina á okkar tímum. Það verður sýnt á stóra sviðinu í Þjóðleik- húsinu klukkan 20 og sími í miðasölu er 5511200. Höfundur verksins er Patrick Marberr, leikstjóri Guöjón Ped- ersen og leikendur eru Elva Ósk Ólafs- dóttir, Baltasar Kormákur, Ingvar Sig- urðsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikritið er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Kabarett ■ UOSMYNDAMARAÞON Filmur og m framköllun í Firðinum og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar standa fýrir Ijósmynda- maraþoni milli kl. 17 og 18 í öllum fé- lagsmiöstöðvum í Hafnarfiröi. Keppnin er ætluð nemendum í áttunda til tí- unda bekk og er þátttaka ókeypis. Stóri dagurinn rennur upp á laugardaginn Ómar og Árdís þurfa litlar áhyggjur að hafa af undirbúningi brúökaupsveislunnar því hún verður haldin á sýningunni Matur 2000. Ómar Grétarsson og Árdís Sigmundsdóttir gifta sig á laugardaginn: Brúðkaup á vörusýningu „Viö ákváðum að slá til þegar forsvarsmenn sýningarinnar Mat- ur 2000 höfðu samband við okkur og báðu okkur að vera brúðhjón sýningarinnar," segir Ómar Grét- arsson sem ætlar að kvænast Ár- dísi Sigmundsdóttur í Fríkirkjunni í Hafnarflrði á laugardaginn. Að athöfninni lokinni munu brúð- hjónin halda í Tennishöllina í Kópavogi þar sem sýningin vöru- sýningin verður haldin um helg- ina. Gert er ráð fyrir 20 þúsund gest- um á Mat 2000 en sjálf hafa Ómar og Árdis sent út 100 boðskort til vina og vandamanna. „Viðbrögðin hafa verið misjöfn meðal þeirra þessu. Okkar fólk mun samt mæta til veislunnar en það getur hugsan- lega orðið vandasamt fyrir það að halda hópinn því ef að líkum lætur verður mikill fjöldi sýningargesta að fylgjast með á brúðkaupssvæð- inu.“ Ómar og Árdís eru þekkt innan matargeirans en þau hafa síðastlið- ið ár rekið Steiksmiðjuna - Kjötlist i Hafnarfirði. Ómar er kjötiðnaöar- maður og starfaði áður hjá Jónasi heitnum i Gallerí Kjöti. „Við verð- um ekki með bás á sýningunni, lát- um okkar nægja að vera í brúðar- skartinu. Veislufongin munu koma víða að og þau verða vafalaust fyrsta flokks ef ég þekki kollega kampavíni og síðan skerum við brúðartertuna. Að því loknum munu við dansa brúðarvalsinn," segir Ómar og bætir við að örlitill sviðsskrekkur sé farinn að gera vart við í sambandi við dansinn. Brúðkaupsferðin síðar Aðspurður hvort ákvörðun um að halda brúðkaupsveisluna á al- mannafæri hafi ekki veriö erfið seg- ir Ómar svo ekki vera. „Við erum alltaf til í allt og höfum svolítið gaman að því að hneyksla fólk ef svo ber undir. Þetta hefur hins veg- ar gerst mjög hratt því það eru ekki nema þrjár vikur síðan við ákváð- um að gifta okkur. Sumir eru í ugt farið og við ætlum okkur árið til að vinna úr þessu. Okkar gestir munu fylgja okkur heim að lokinni veislunni og svo ætlum við að bæta um betur og halda risagrillveislu fyrir sama hóp í sumar,“ segir Ómar en sælkerakjöt á grillið er einmitt ein af sérgreinum Steiksmiðjunnar. Brúðkaupsferðin verður látin bíða til hausts en á sunnudaginn bíður nýgiftu hjónanna önnur stór- veisla. „Við ætlum að halda 100 manna fermingarveislu fyrir son- inn. Hún verður hefðbundin og haldin innan veggja heimilisins,“ segir Ómar Grétarsson kjötiðnaðarmaður og sem við höfum sent boðskort og sumir stríða okkur svolitið á mína rétt. Það verður tekið á móti okkur og kirkjugestum með marga mánuði að undirbúa brúð- kaup en hjá okkur verður þessu öf- verðandi brúðgumi. -aþ | | Myndbandagagnrýni Á Stjörnubió - Girl, Interrupted: ★★ Hilmar Karlsson skrifar um kvikmyndir Stelpur á geðveikrahæli Angelina Jolie fékk óskarinn. Stjörnuleikur Jolie er meðal annars það sem heldur myndinni á floti. Fundir ■ KVENRETTINDAFELAG ISLANPS Kvenréttindafélag Islands heldur aðal- fund kl. 17.15 í sal Hallvelgarstaða.. Á dagskrá veröa venjuleg aðalfundar- stórf. ■ LEPERER í USTAHÁSKÓLANUM Arno Lederer heldur fyrirlestur í stofu 113 í Listaháskólanum, Skipholti 1, klukkan 12.30. Hann er vel þekktur þýskur arkitekt og kennari við arkitekta- skólann í Karlsruhe. í fyrirlestrinum fjallar hann um samsþil myndlistar og gt byggingarlistar. ■ SÓKN GEGN SJÁLFSVÍGUM Ekki þjást í þögninni, þú hefur bara eitt líf svo leyfðu Sókn gegn sjálfsvígum að hjálpa þér. Stuöningshópur hittist alltaf á miðvikudögum kl. 20 að Héöinsgötu 2. Líflínan er opin allan sólarhringinn, sími 577 5777. ■ TÓNFALL OG GREINARMERKI Félag íslenskra fræöa boðar til fundar í Skólabæ, Suöurgötu 26, kl. 20.30. Þar heldur Krlstján Arnason prófessor erindi sem ber nafniö Söngur punktins og kommunnar: Hugleiðingar um tón- fall og grelnarmerkjasetnlnguu. Eftir , erindið fara almennar umræöur fram. "7 Fundurinn er öllum opinn. Bíó 1 KVIKMYNDASYNING I MYRDAL I Víkurskóla í Mýrdal verður boöiö upp á kvikmyndasýningu í kvöld. Sýningin er í tilefni af kristnitöku. y Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Sjálfsævisaga Susanna Kaysen, Girl, Interrupted, þykir lýsa á næman og skilningsríkan hátt lífi á geð- veikrahæli þar sem hún dvaldi um tveggja ára skeið á sjöunda áratugn- um. Hún var aldrei beint geðveik i augum lækna en haldin einhverju sem læknarnir kölluðu Jaðarsjúk- dóm“ og réttlætti það að láta hana dvelja á hælinu. Hún bjó með geð- veikum stúlkum og mótuðust skoðan- ir hennar á þessu tímabili af kynnum hennar af þessum stúlkum. í mynd- inni hlýtur eitthvað af andrúmslofti bókarinnar að hafa tapast því við erum ekki að sjá neitt sem i rauninni er fengur að, stúlkurnar höfum við séð margoft áður í sams konar kvik- myndum og er nálgunin við þær öll á rólegum nótum. Það er freistandi að bera saman Girl, Interrupted saman við One Flew over the Cookoo’s Nest því segja má að þar sé byggt á sömu undirstöðu, heilbrigður maður á með- al geðveikra á geðveikrahæli. Þá sést best hve vöntunin á ögrandi nálgun er mikil í Girl, Interrupted. Winona Ryder leikur sögumanninn Susanne Kaysen sem send er af for- eldrum sínum á hæli þegar hún pass- ar ekki inn í það lífsmunstur sem þau ætla henni. Hún samþykkir að fela forráðamönnum hælisins forráð yfir sér og reynist það henni dýrkeypt. Á hælinu kynnist hún hinni uppreisn- argjömu Lisu (Angelina Jolie), sem einnig virðist haldin sjálfseyðingar- hvöt, Georginu (Clea Duvall), sem helst mundi vilja búa i ævintýraland- inu Oz, hinni skaðbrenndu Polly (Elizabeth Moss) og Daisy (Brittany Murphy) sem er verst farin af þeim öllum. Það er samt hún sem fær að fara út af hælinu þar sem faðir henn- ar, sem misnotað hefur hana kynferð- islega, hefur skaffað henni íbúð. í sambýli við þessar stúlkur og aðrar álíka liggur mesta hættan á því að Susanne verði geðveik. Það eru fyrst og fremst örlög Daisy sem gera það að verkum að hún brýst út úr viðjum umhverfisins sem hún lifir í og gerir sér grein fyrir því að fari hún ekki að gera eitthvað í sínum málum verði hún á hælinu það sem eftir er ævinn- ar. Það sem lyftir Girl, Interrupted upp er leikur Winonu Ryder og Ang- elinu Johe sem báðar fá mjög bita- stæð hlutverk sem þær sökkva tönn- unum í og virðast hafa gaman af. Winona Ryder, sem er einn framleið- enda myndarinnar, hafði lengi ætlað sér aðaihlutverkið og kemur mjög vel undirbúin til leiks. Þetta er besti leik- ur hennar hingað til, hún leikur vel á lágmn nótum - hræðslan sem berst innra með henni er vel áþreifanleg. Jolie, sem fékk óskarinn fyrr í vik- unni, dembir sér í hlutverkið af mikl- um krafti og gerir hvert atriðið að öðru að sínu, er fyrirferðarmikil en aldrei svo að ekki sjáist hversu trufl- uð hún er innvortis.. Leikstjóri: James Mangold. Handrit: Jams Mangold, Lisa Loomer og Anna Hamilton Phelan. Kvikmyndataka: Jack Green. Tónlist: Michael Danna. Aðalleikarar: Winona Ryder, Angelina Jolie, Clea Duvall, Brittany Murphy og Jared Leto.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.