Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 3
Jj"V LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 43 Kynningarakstur MAN TG-A: Með annan fótinn eða báða í fríi Umsjónannenn DV-bfla eru engir sérstakir kunnáttumenn um vörubfla og þegar kemur að skoðun á þeim er það frekar til skemmtunar heldur en von sé til þess að geta veitt um þá hag- nýta fræðslu fyrir almenning. En bflar af stærðargráðu vörubíla hafa ákveðið aðdráttarafl og það er að sínu leyti ekkert síður gaman að skoða þá og grípa í þá heldur en heimilisbílana sem fjallað er um dags daglega. Nýi TG-A-vörubUIinn frá MAN, sem kynntur var í síðustu viku, er um margt nýstárlegur og því ánægjulegt að fá tækifæri til að skreppa í kynning- arakstur á honum. Auðvelt er að koma sér vel fyrir við stýrið á TG-A og halla því á ýmsa lund þannig að allt sé sem næst hendi. Mælaborðið kemur í létt- an boga fram af stýrinu og er ekki eins ólíkt því sem gerist í heimilisbflnum og það er í sumum vörubílum af svip- aðri stærðargráðu þar sem það liggur nánast í 180 gráður utan um ökumann- inn. Stefnuljós, ljósaskiptir og rúðu- þurrka eru á sprotum á stýrisstöng- inni eins og tiðkast og sömuleiðis mót- orbremsa og skriðstillir. Þægileg gírskipting Það sem manni, óvönum vörubflum, kemur mest og þægilegast á óvart við stuttan kynningarakstm- á þessum nýja bfl er gírskiptingin. Reynsluakst- ursbillinn var með tvískiptan kassa sem er í sjálfu sér ekkert nýtt - vaninn er að „slá“ gírstöngina milli háu og lágu giranna. En í TG-A er aðeins smellt til rofa á gírstönginni sjálfri og sama skiptimunstur, H-hliðið, notað upp á nýtt. Með rofann smelltan inn að neðan gefur skiptihliðið 1., 2., 3. og 4. gír. Þá er rofanum smellt inn að ofan og eftir 4. gir er aftur sett í sömu still- ingu og 1. gír sem þá er orðinn 5. gír. Þetta er mun fljótlegra að venja sig á þannig að auðvelt sé að skipta með eðlilegum hætti heldur en með því að „slá“ á milli kassa. Annar takki á skiptistönginni skipt- Björn Erlingsson, framkvæmda- stjóri Krafts hf., og Gunnar Mar- geirsson sölustjóri við nýja bílinn. ir milli hálfgíra og er nóg að kúpla þeg- ar honum hefur verið smellt. Önnur nýjung er hins vegar sú að ekki er nauðsynlegt að kúpla með fæti; snert- irofi (einnig á gírstönginni) sér um að kúpla sjálfvirkt, hvort sem verið er að fara á milli hálfgíra eða skipt er milli gíra með hefðbundnum hætti. Milli þess sem tekið er af stað eða stöðvað fullkomlega getur ökumaðurinn sem sagt verið með vinstri fótinn iðjulaus- an. Raunar er hægt að vera í hálfgerðu fríi með þann hægri líka. Það gerir skriðstillirinn. Ökumaðurinn stillir í upphafi á þann ökuhraða sem honum hentar og síðan sér skriðstillirinn um að halda honum. Gírskiptingar breyta engu þar um. Sé hemlum beitt fer skriðstillirinn af en með rofum á stýr- isprota hans er auðvelt að setja hann á aftur þannig að harrn vinni bflinn upp í þann hraða sem stillt hafði verið á. Á sprotanum er líka hægt að lækka hraðastillinguna eða auka hana eftir þörfum, án þess að hægri fótur sé not- aður. Mótorbremsa er á sprota framan við skriðstillinn. Með einni snertingu er hún sett á og fer af aftur um leið og komið er við olíugjöf á nýjan leik. Lítt næmur fyrir hliðarvindi Reynslubfllinn var einnar hásingar dráttarbíll og ekkert aftan á honum. Þannig er hann í sjálfu sér óeðlilega léttur en þrátt fyrir það fór bfllinn mjög vel á vegi. Aðeins á vondum gúla- götum kom hann dálítið í bakið á öku- Hápunktur kvöldveislunnar var þegar TG-A-bílnum var ekið inn á gólfið og gestir gátu þyrpst um bílinn til að bjóða hann velkominn. Frumkynning á nýjum vörubíl frá MAN: í beinni útsendingu í sex löndum samtímis - og um leið frumsýning á nýrri stúdíóhöll Sagafilm í veislunni var fjöldi fólks hvaðanæva af landinu og mikil stemning. Mynd DV-bílar GVA Nýi vörubíllinn frá MAN heitir TG-A, sem stendur fyrir Trucknology Generation A. Það má kannski þýða sem „vörubílafræða- kynslóö A“ þó það segi sosum eng- um manni neitt. Inntakið er þó eftir sem áður að þetta er ný kynslóð vörubíla og hefur tekið framforum í takt við timann - eins og ætlast má til. Nýi TG-A-vörubíllinn frá MAN var frumkynntur á íslandi föstu- dagskvöldið 24. mars í nýju hús- næði Saga-film á bökkum Korpúlfs- staðaár vestan Vesturlandsvegar og mun þetta jafnframt hafa verið fyrsti atburðurinn í því húsi. Þar var rausnarlega tekið á móti boðs- gestum sem sumir voru langt að reknir því Kraftur hf., umboð MAN á íslandi, bauð trukkafólki, við- skiptavinum og ökuþórum hvaðanæva af landinu þar sem allt var innifalið í boðinu: ferðir, gisting og veisla með skemmtiatriðum og balli á eftir. Dúkuð borð biðu gestanna í þessu glænýja húsnæði þar sem hátt er til lofts og vitt til veggja en haft var fyrir satt að ýmsir sem aö húsinu stóðu hafi haldið fingrunum í kross og andanum niðri í sér til hálfs - um leið og gestimir komu inn að framan var verið aö sópa síðasta byggingaruslinu út að aftan og raf- magnsheimtaugin rétt slapp inn fyr- ir húsvegginn í tæka tíð þennan sama dag. En allt fór þetta vel og það var góð stemning í húsinu um kvöldið við veislustjórn Arnar Ámasonar leikara, söng Álftagerð- isbræðra og loks beina útsendingu frá aðalkynningu TG-A í Múnchen til allra þeirra staða þar sem svona veislur voru haldnar samtímis þetta kvöld: 57 staðir í 6 löndum. Góðar smáveitingar biðu gesta þegar þeir komu á staðinn: súsírétt- ir og rússneskar pönnukökur með kavíar og sýrðum rjóma. Ekki versnaði þegar sest var að borðum: Forrétturinn var af laxakyni, sagði veislustjórinn, en aðalrétturinn val- in steik af lambakyni eða grísa- eft- ir smekk veislugesta, og höfðu margir smekk fyrir hvort tveggja. í lok beinu útsendingarinnar smaug sjálfur heiðursgesturinn, MAN TG-A-trukkur, inn í gegnum austurvegginn og nánast um leið brast hann á að norðan með Geir- mundi og liði hans í gegnum há- talarana með tvist and shake og öðr- um góðum slögurum - og svo var tvistað og sjeikað fram að miðnætti þegar þessum sjö tíma fagnaði lauk og veislugestir héldu hver sína leið. -SHH Gestir í kvöldveisiu Krafts hf., þar sem ný kynlóö MAN-vörubíla var frum- kynnt, máttu flestir til meö aö máta sig viö stýriö í nýja bíinum, konur ekkert síður en karlar. Myndir DV-bílar GVA manni en mun minna en svipaðir bfl- ar sem ég hef reynt með sama hætti. Húsið er á sérfjöðrun og þarf nokkum tima til að venjast sjálfstæðum hreyf- ingum þess, en það gerir lífið líka enn þægilegra fyrir ökumann og gesti hans í þessu myndarlega tveggja koju húsi. Það sem ég átti verst með að átta mig á til fulls í reynsluakstrinum var hvar hægri hjólin á bttnum voru. Mér hætti til að vera heldur utarlega á veginum enda er MAN TG-A talsvert breiðari en þeir bflar sem ég ek flesta daga árs- ins og önnur viðmiðun gagnvart vegin- um. Hins vegar eru útispeglar stórir og greinilegir og með hjálp þeirra ætti ekki að taka langan tíma að fá tilfinn- ingu fyrir réttum stað á veginum, án þess að vera of innarlega eða ofbjóða misviökvæmum vegarköntum. Allhvasst var á hluta leiðarinnar sem farin var en ólestaður trukkurinn varð ótrúlega lítið var við það. Helst fannst það á fjaðrandi húsinu en ekki vottaði fyrir því að hliðarvindur tæki í stýri. Vinnslan var glettilega góð og ekki laust við að reynsluökumaðurinn saknaði þess að hafa ekki dálitið hlass aftan í/aftan á þannig að gangþýð og'" hljóðlát vélin gæti sýnt hvað í henni býr, en það er greinttegt að hestöflin 460 eru tfl í átökin hvenær sem er. Snúningsvægi vélarinnar er 2100 Nm v. 900-1300 sn. mín. Kúrfan er hæst milli 900 og 1500 snúninga og úr því fer hún lækkandi þannig að þessi vél þarf aldrei að snúast neitt að ráði og stend- ur þó fyrir sínu. Verð á bíl eins og þeim sem hér var prófaður er 6,2-6,3 milljónir króna fyr- ir utan vsk. -SHH www.brimborg.is notaðirbílar «*brimborgar Volvo S40 2,0 07/98 ssk., 4 d., rauður, ek. 22 þús. km, framdrif. Verð 1.960.000. Ford Mondeo 1,8 03/98 ssk., 4 d., vínrauður, ek. 25 þús. km, framdr. Verð 1.480.000. VW Passat 1,8 04/98 5 g., 4 d., svartur, ek. 30 þús. km, framdr. Verð 1.750.000. Toyota Corolla 1,6 01/97 5 g., 4 d., silfur, ek. 12 þús. km, framdr. Verð 1.080.000. Daihatsu Move 85010/98 Ford Explorer 4,012/91 ssk., 5 d., vínrauður, ek. 20 þús. km, framdr. 5 g., 5 d., Ijósblár, ek. 120 þús. km, 4x4. Verð 730.000. Verð 980.000. Tilboð 880.000. Daihatsu Charade 1,3 05/97 ssk., 5 d., Ijósblár, ek. 26 þús. km, framdr. Verð 940.000. Ford Bronco 5,0 02/97 ssk., 3 d., hvítur, ek. 72 þús. km, 4x4. Verð 1.790.000. <Sr brimborg Roykjavik • Akureyrl Opið laugardaga 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.