Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 33 bílar DaimlerChrysler kaupir í Mitsubishi - mynda saman þriðja stærsta bílafyrirtæki í heimi í liðinni viku gekk DaimlerChrysler AG til endanlegra samninga við Mitsu- bishi Motors í Japan um kaup á 33,4% hlut í MMC. Þessi kaup hafa legið í loftinu nú í nokkra mánuði og eiga trú- lega eftir að koma hvorum tveggja til góða þar sem MMC hefur staðið iila Sárhagslega en hefur góða framleiðslu- línu fyrir ýmislegt sem DC-sam- steypuna hefur vantað, bæði í einstök- um gerðarflokkum bila og íhlutum. Auk þess fær DC beinan framleiðsluað- gang að Austur-Asíu með þessum kaupum, eins og leitað hefur verið eft- ir, en Mitsubishi fær aðgang að sterku markaðskerfi DC í Norður-Ameríku. Stjómarformaður MMC, Katsuhiko Kawasoe, og Júrgen Schrempp, stjómar- formaður DC, stefna að því að leiða þessi kaup til lykta nú um mánaðamótin. Sem fyrr segir fellur framleiðsla Mitsubishi vel að framleiðslulínu DaimlerChrysler hvað varðar minni bíla. Til að styrkja stöðuna hvað það varðar mun Daim- lerChrysler væntanlega kaupa 50% Volvo út úr Nedcar, samstarfsfyr- irtæki Mitsubishi og Volvo í Hollandi, en DaimlerChrysler og Mitsubishi framleiða fólksbíla þar sameiginlega. Með kaupunum á þessum 33,4% hlut fær DaimlerChrysler sæti í stjóm Mitsubishi og kemst til áhrifa um mörkun framtíðarstefnu og val á stjómendum. Ef þessi kaup ganga eftir era flestir japönsku bílaframleiðendumir i sam- starfi við erlenda aðila. Mazda er að hluta i eigu Ford, General Motors á sam- starf við Isuzu, Suzuki og Fuji Heavy Industries, framleiðanda Subara, og Renault og Nissan gengu í eina sæng á siðasta ári. Aðeins Toyota og Honda era ekki í beinu samstarfi við erlenda aðila. Að mati Sakura Research Institute í Japan gæti svo farið að Honda og Toyota yrðu fyrr eða síðar að leita sambærilegs samstarfs við vestræna bílaframleiðendur. Hvoragt fyrirtækj- anna er illa statt fiárhagslega eins og er en SRI telur að þau muni ekki þola miklar sveiflur á markaðnum og nú- verandi velgengni gæti tekið harkalegt bakslag á skömmum tíma ef snöggar breytingar yrðu á markaðnum. Með samvinnu DaimlerChrysler og Mitsubishi myndast þriðja stærsta bílafyrirtæki í heimi, með samanlagða sölu upp á meira en sex milljónir bila á ári, á eftir General Motors og Ford, en Toyota færist í fjórða sætið. -SHH Andlitslyfting á SLK Vision SLA fékk sitt pláss hjá Benz. er 218 hestöfl. Vision SLA, framtíðasýn Benz, var reyndar sýndur með miklum tilþrifum en hann var fyrst sýndur á bílasýn- ingunni í Detroit í jan- úar. Einnig var Smart- bíllinn með veglegt sýningarsvæði við hliðina á Benz-básn- um. -NG Hallgrímur Gunnars- son forstjóri viö hlið- ina á stolti þeirra hjá Ræsi, M-jeppanum. Tiltölulega lítið nýtt bar fyrir augu hjá Mercedes Benz á bílasýn- ingunni í Genf þótt básinn hafi ver- ið einn sá veglegasti á sýningunni. Þar mátti þó helst telja þá nýjung fyrir sportbílaáhugamennina aö SLK Pullman er nú kominn með andlitslyftingu og kallast nú S600. Mesta breytingin er á framendanum og hann er nú með nýrri V6 vél sem Nýr lang- bakur Alfa Romeo frumsýndi nýjan langbak úr 156-seríunni á bílasýn- ingunni i Genf. Hann fer í sýningar- sali í Evrópu í lok þessa mánaðar og fær nafnið Sportwagon. Framleiðsl- an á 156-bílunum hefur aukist ár frá ári og í fyrra voru framleiddir 120.000 slíkir. Með langbaknum von- ast ítalirnir eftir því að bæta enn við þá tölu. Verksmiðja Alfa í Nap- les mun sjá um framleiðsluna á langbaknum en Alfa er í viðræðum við stjómvöld i Taílandi um að reisa verksmiðju þar. Sportwagon 156 verður með sömu vélar i boði og 156-línan. -NG Þær eru mjúkar og sportlegar, línurnar í langbaknum, nokkuö sem sést ekki oft í þeirri gerö bíla. Volkswagen AG kaupir 18,7% í Scania - tryggir VW 34% atkvæða Sænska fjárfestingarfyrirtækið In- vestor AB hefur selt Volkswagen AG 34,0% atkvæða og 18,7 prósent af hlutafé. Kaupverðið er alls 13.838 milljónir sænskra króna. Scania hef- ur verið umboðsaðili fyrir Volkswagen í Svíþjóð í 50 ár. Investor mun næstu tvö ár eiga áfram 15,3% atkvæða og 9,1% hlut. „Við sjáum Volkswagen sem sterkan nýjan leiðandi aðUa innan Scania,“ segir Marcus Wallenberg, aðalstjóm- andi Investor. Með kaupunum mun Volkswagen verða stærsti einstaki eigandi Scania og kaupin munu styrkja stöðu fyrirtækisins sem leið- andi fyrirtæki í heiminum í smíði stórra vömbíla. „Volkswagen hefur ákveðið að styrkja stöðu sína á markaði stærri atvinnubUa,“ segir Ferdinand Piéch, aðalstjómandi Volkswagen, „Scania er leiðandi í heiminum hvað varðar stóra vörubUa og með kaupunum getum við boðið upp á heUsteypta línu atvinnubUa“. Volkswagen hefur fram að þessum viðskiptum ekki framleitt stóra vömbUa né hópferða- bUa en með kaupunum á Scania er Volkswagen-samsteypan - sem hófst með hugmynd Ferdinands Porsches um nettan og rekstrarlega hagkvæm- an heimUisbU, bjöUunni - komin með heUdstæða línu bUa, frá smábíl- um upp í stærstu trukka. -SHH EV RO DA FfLaf®" ? Bílar án útborgunar v Simi 581 1560 Opið laugardag, sunnudag, alltaf. BÍLASALA Fax 581 1566 Ath; tákn um traust Munið sölumeðferðina. Toyota Corolla 1600 sedan, skr. '98,ekinn 28 þús. km, special series, álfelgur, spoiler, cd. Verð 1.290 þús. Fæst m/100% láni. www.evropa.is Ford Explorer 4,0 Executive, skr. '98,ekinn 15 þús. km, 32“ breyting, topplúga, rafdr., cd, stigbretti, krókur o.fl. Áhvílandi 1000 þús. Verð 3.790 þús. Subaru Legacy GL 2,0 Wagon, skr. 04/99,ekinn 15 þús. km, cd, rafdr., ABS, loftpúði o.fl. Verð 2.110 þús. Ath. skipti á ódýrari. Volvo 850 GLE 2000 cc, skr. 06/95,ekinn 95 þús. km, álfelgur, spoiler, leðurklæddur, allt rafdr., ABS, loftpúði, topplúga. Verð 1.650.000. Ath. skipti. www.evropa.iswww.evropa.is Toyota Rav4 2000 cc, skr. 10/98,ekinn 20 þús. km, álfelgur, 5 g., gullfallegur jepplingur. Verð 1.875 þús. Ath. skipti. Bflalán getur fylgt. www.evropa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.