Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. apríl 2000 dvsport@ff.is Guðjón á batavegi Það ræðst i læknisskoðun í dag hvort homamaður- innn snjalli hjá KA, Guðjón Valur Sigurðsson, getur verið með KA í undanúrslitaeinviginu gegn Fram sem hefst á laugardag. Guðjón Valur er laus við höfuðverk þann sem hefur angrað hann eftir högg sem hann fékk í öðrum leiknum gegn FH. Guðjón hefur spilað glimr- andi vel í vetur, gerði 101 mark í deildarkeppninni og hafði gert 21 mark í tveimur leikjum í úrslitakeppninni áður en hann meiddist. Það er aftur á móti talið útilokað að Lars Walther verði með gegn Fram þar sem axlarmeiðsli hans eru það alvarleg. -ÓÓJ - valið stendur á milli Vals og Hauka Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV-Sport eru miklar líkur á því að Valdi- mar Grímsson, homamaður- imn snjalli og markahæsti leikmaður sögimnar í efstu deild, gerngi til liðs við sitt gamla félag, Val, fyrir næsta tímabil í handboltanum. Valdimar hefur leikið með Wuppertal í Þýskalandi sið- ustu tvö árin en hafði leikið með KA, Selfossi og Stjörn- unni eftir að hann yfirgaf Val 1993 og áöur en hann fór út i atvinnumennskuna. Valdimar hefur skorað 1769 mörk í efstu deild og var sá fyrsti til að skora 1000 mörk í deildinni vorið 1993. Valdimar hefur skorað 315 mörkum fleiri en næsti maður, Sigurð- ur Valur Sveinsson, sem hef- ur gert 1454 mörk en Bjarki Sigurðsson er þriðji með 1345 mörk i efstu deild. Það er reyndar einnig inni í myndinni hjá Valdimar að spila fyrir sinn gamla þjálfara hjá Wuppertal, Viggó Sigurðs- son, sem tekur við Haukum á næsta tímabili. -SS/ÓÓJ Þaö verða Grindavik og KR sem leika til úrslita um íslandsmeistarabikar karla í körfubolta eftir aö þau tryggöu sér bæöi sigur í oddaleik á útivelli i gær. Á myndum Einars Ólasonar hér aö ofan fagna KR-ingar gríöarlega sigri sínum á deildarmeisturum Njarövíkur í Ljónagryfjunni i Njarövík á meöan Njarðvíkurljóniö grætur úrslitin efst á síðunni. Á mynd Hilmars Þórs til vinstri ræöur Grindvíkingurinn Sævar Garöarsson sér ekki fyrir gleöi í leikslok í Strandgötu þar sem Grindavík sló út heimamenn í Haukum. CÍ6og2T. SDort Hugsanlegur liðsstyrkur á Hlíðarenda í handboltanum næsta vetur: Valdi í Val?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.