Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 Skoðun DV Trúir þú á líf eftir dauðann? Magnús Pálsson raftæknir: Já, ég held aö viö fæöumst aftur. Þetta er bara ein tilvist. Agúst Harðarson nemi: Já, viö fæöumst aftur. Vilhjálmur Matthíasson verkamaöur: Já, ég vona aö þegar maöur deyr þá taki eitthvaö betra viö en í þessu lífi. Kjartan Kjartansson hamskeri: Já, þaö veröa endurholdganir. Róbert Gunnarsson nemi: Já. Aileen Soffía Svensdóttir: Nei, en ég hef trú á aö sálirnar okkar lifi. Dagfari Myndin af Auði Auðuns varð fyrst fyrir valinu - ábendingar komu hins vegar fram um að staösetning myndarinnar væri ekki heppileg... Portrettmyndum skipt út Olafur Jónsson rekstrarstjóri skrifar f.h. hússtjórnar Ráöhússins: Ritstjórn DV notar ríflega hálfa baksíðu blaðsins sl. laugardag til að gera staðsetningu listaverka í Ráð- húsi tortryggilega undir fyrirsögn- inni „Þorskur með vindil í stað Auðar Auðuns - símastúlka Ráð- hússins skákar Einari Hákonar- syni“. Athygli vekur að fyrirsögn DV er í litlu samræmi við sjálfa fréttina. Sumt í þeirri umfjöllun er rétt með farið, annað ekki. Hið rétta er að á sínum tíma var um það rætt að á þessum stað skyldu hengdar upp portrettmyndir af fyrrverandi forsetum borgar- stjómar og þeim skipt út með reglu- legu millibili. Varð myndin af Auði Auðuns fyrst fyrir valinu. Ábend- ingar komu hins vegar fram um að staðsetning myndarinnar væri ekki „Hússtjórn Ráðhússins ákvað því að setja myndina ekki aftur upp á sama stað eftir að hún hafði tíma- bundið verið tekin niður fyrir u.þ.b. tveimur árum vegna sýningar á Kjarvalsstöðum. “ heppileg, í dimmum og þröngum gangi við inngang í mötuneyti starfsmanna. Hússtjórn Ráðhússins ákvað því að setja myndina ekki aftur upp á sama stað eftir að hún hafði tíma- bundið verið tekin niður fyrir u.þ.b. tveimur árum vegna sýningar á Kjarvalsstöðum. Þess í stað var þarna hengd upp mynd eftir Valgarð Gunnarsson og nú síðast myndverkið „Hver á kvót- ann“ eftir Erlu Magnúsdóttur, starfsmann í upplýsingaþjónustu í Ráðhúsi. Rétt er að geta þess að eng- ar fyrirspurnir eða athugasemdir hafa borist til hússtjórnar vegna þessa, ekki heldur af hálfu blaða- manns DV (EIR). Umrædd fréttamennska af hálfu DV þykir okkur heldur dapurleg og ekki síst myndbirting DV af um- ræddu málverki af Auði Auðuns, sem dregin er fram úr málverka- geymslu Kjarvalsstaða og stillt upp við hliðina á ruslatunnu. Að lokum er rétt að geta þess að brjóstmynd af Auði Auðuns er á stalli á vegg fyrir framan borgar- stjómarsalinn í Ráðhúsinu og skip- ar þar heiðurssess ásamt öðmm fyrrverandi borgarstjómm í Reykjavík. Hve langt getur Ríkisútvarpið gengið? Halla Hansdóttir skrifar: Eg og maðurinn minn erum bæði 75% öryrkjar og höfum ekki þurft að greiða afnotagjald af Sjónvarpinu í rúm 15 ár. Svo var reglunum breytt þannig að þeir sem urðu öryrkjar eða ellilífeyrisþegar eftir breyting- arnar urðu að borga, en þeir sem höfðu haft þessi fríðindi lengi þurftu ekki að borga afnotagjald. Og nú berst hingað bréf, ekki til okkar heldur til elsta sonar okkar sem er tilneyddur til að dvelja heima af heilsufarsástæðm. Þar er honum tilkynnt að hann geti ekki „En nú er kominn gíróseðill og samkvœmt honum er okkur gert að greiða 3.360 krónur fyrir að horfa aldrei á Ríkissjónvarpið. Við horf- um aðeins á Stöð 2. “ horft á Sjónvarpið i skjóli foður síns og samkvæmt þessu má ég ekki horfa á Sjónvarpið. Samkvæmt þessu bréfi eigum við að greiða 1680 krónur. Ég hringdi í innheimtudeild Rík- isútvarpsins þar sem Pétur Matthí- asson ræður ríkjum en þar var svarið líkast því að hlusta á gamla grammófónplötu þvi eina svarið var að þetta væru „reglurnar". En nú er kominn gíróseðill og samkvæmt honum er okkur gert að greiða 3.360 krónur fyrir að horfa aldrei á Ríkissjónvarpið. Við horf- um aðeins á Stöð 2. - Hvað í ósköp- unum getum við gert? Við eigum ekki það mikinn afgang af örorku- bótunum þegar búið er að draga frá húsaleigu og nauðsynlegustsu greiðslur skulda. - Hve langt getur Ríkisútvarpið gengið? Fram undan er gósentíð rifrildisseggja Það virðist ekki mega ráða annað af þessum dómi en áfram verði riflst um kvótamálin. Sú niðurstaða er það eina sem er ótvírætt í málinu og það gleður óumræðilega hjarta Dagfara. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm ársins á Is- landi. Dóminn sem ýmsir voru að vona að hefði í fór með sér frítt far til Kanarí - aðra leið. Þrátt fyrir að meirihluti Hæstiréttar úrskurði á þann veg að kvótalögin margfrægu standist skilyrði stjórnarskrárinnar, þá virðist enn mega túlka niðurstöður eins og hvern lystir. Þetta finnst Dagfara með eindæmum skemmtilegt. Rétt eins og með Valdimarsdóminn svokallaða virðist Hæstiréttur alls ekki geta hnoðað saman niðurstöðu sem er ótvíræð. Þess í stað koma trekk í trekk dómar sem snúa má eins og hverj- um hentar best. Þannig getur Dagfari haft eina skoðun á málinu í gær og aðra í dag. Dagfari get- ur því snúið út úr Vatneyrardóminum eins og hann lystir og alltaf haft rétt fyrir sér. Kristján Ragnarsson LÍÚ-formaður segist ánægður með dóminn og þarna sé komin endanleg niðurstaða. Sakborningurinn sjálfur, Svavar Guðnason, telur málið þó alls ekki búið. Hann ætl- ar ekki að borga krónu í sektargreiðslur heldur sitja inni á kostnað ríkisins ásamt skipstjóra sín- um. Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir orrustuna tapaða, Jú, ég veit að Kristján segir að vinir sínir hafi keypt kvótann. Þeir hafi borgað fyrir hann og séu því réttmæt- ir eigendur hans um aldur og eilífð. en stríðið ekki búið. Meira að segja tveir há- menntaðir dómarar Hæstaréttar telja dóminn rangan og staöfesta hefði átt úrskurð Héraðsdóms Vestfjarða. Valdimar Jóhannesson kvótabani leyfir sér svo að kalla meirihluta dómara hæstaréttar í málinu aftaníossa, og kemst upp með það eins og það séu bara heilög sannindi. Svo muldrar Hæstiréttur sjálfur upp úr eins manns hljóði, að menn eigi ekki að benda á sig. Alþingismenn geti vel breytt lögum ef þeir vilji. Þeir geti meira að segja sett á veiðileyfagjald! Það virðist því ekki mega ráða annað af þess- um dómi en að áfram verði riflst um kvótamálin. Sú niðurstaða er það eina sem er ótvírætt í mál- inu og það gleður óumræðilega hjarta Dagfara. Hann er þess fullviss að fram undan er gósentíð rifrildisseggja. Eitt skil ég þó ekki alveg, af hveiju mega Kristján Ragnarsson og nánustu vinir hans einir eiga og veiða fiskinn í hafinu við strendur Is- lands? Af hverju má ég ekki veiða fisk eins og þeir? - Jú, ég veit að Kristján segir að vinir sínir hafl keypt kvótann. Þeir hafi borgað fyrir hann og séu þvi réttmætir eigendur hans um aldur og ei- lífð, eða þangað til þeir selja hann einhverjum öðrum. Dagfari leyflr sér samt enn að spyrja; - af hverjum keyptu þeir kvótann? Áttu ekki allir ís- lendingar fiskinn í upphafi? Ef svo er þá langar mig að sjá sjá afsalið sem Kristján og vinir hans ættu að hafa undir höndum með undirskrift þeirra elskulegs - Dagfara. Frábært framtak Friðjón skrifar: í lesendadálki DV 31. mars sl. skrifaði Sigurður Guðmundsson um þá vitleysu okkar ágætu pólfara að hætta lífi og lim- um fyrir svona rugl eins og hann kallaði pólgöng- una. Ef allir væru sem þessi maður þá væri líklega ekki enn búið að fmna Ameríku, hvað þá ísland. Hvað hermennskuna varðar þá hafa ég og félagar mínir reynslu af að æfa með nokkrum af bestu og reyndustu sér- sveitum og tel að það sé nú frekar ferðamennskan um hálendið sem gerir mann sterkan fremur en her- mennskan sem Sigurður talaði um að væri svo góð fyrir útlensku strákana. Mér finnnst framtak pólfaranna al- veg frábært og vona innilega að þing- mannsstrákurinn okkar nái pólnum. Svona alla vega fyrir Sigurð Guð- mundsson. Haraldur Orn Ólafsson pólgöngumaður. - Vona aö hann nái pólnum. Ekkert sagt um GSM-hækkunina. - „Þaö var bara hækkaö í skjóli nætur...“ Hvað er Lands- síminn að fela? Gunnar B. hringdi: Mér þætti gott að fá skýringar varðandi simtöl til útlanda úr GSM- síma. Hvers vegna var Síminn að fela þá staðreynd að hann hækkaði GSM- álag á millilandasímtöl um 5 kr. á mínútu um síðustu mánaðamót? Ekkert var sagt um GSM-hækkunina - ekki orð. Það var bara hækkað í skjóli nætur og augsýnilega vonuðust menn til að enginn tæki eftir því. Hvers vegna sagði Síminn ekkert frá þessari hækkun? AfL- A fréttastofu Utvarps. - Eru sérhagsmunir í fyrirrúm? Með sérhags- munum, gegn almenningi Kristján S. Kristjánsson skrifar: Fréttastofa ríkisútvarpsins er trú sér og sínum, það sannaði hún a.m.k. tvisvar í sama fréttatíma þ. 5. apríl. Daginn áður var ítarlega sagt frá meintu lögregluofbeldi í Reykjavík af ónefndri fréttastofu. Að öllu eðlilegu ætti það að vera meiri frétt en að mað- ur biti hund en ekki var orð um þetta i aðalfréttatíma Sjónvarpsins. Eins og títt er um bræðrafréttastofur RÚV nær trúnaður þeirra út fyrir landa- mæri viðkomandi ríkis (stundum undir ógnarstjórn). I „frétt“ af elds- voða í Lilleström var ekki sagt frá því að almenningur fékk ekki viðvörun um stórkostlega vá fyrr en átta tímum eftir að hún hófst. Þetta er samkvæmt staðlinum; Með sérhagsmunum gegn almenningi. - Niður með Ríkisútvarp- ið, gleymið gíróseðlinum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.