Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 DV 32______ Tilvera DV-MYNDIR SKULI MAGNUSSON Hress hópur Hópurinn var eldhress og ákveöinn í aö nýta sér námiö sem í boði var. Tilraunin gekk upp, allir voru sammála um þaö. Þú gætir verið á leið í glæsilega vikuferð í sumarhús í Hollandi í boði Samvinnuferöa-Landsýnar. Loka úrdráttur á morgun Hlustaðu á Bylgjuna og lestu DV. Ert þú á leiðinni með fjölskylduna í vikufrí í sumarhús í Hollandi í boði Samvinnuferða-Landsýnar? Safnaðu saman 7 svarseðlum sem birst hafa í DV undanfarna daga og sendu til okkar fyrir morgundaginn. Dregið verður úr innsendum svörum á morgun miðvikdaginn 12. apríl í þætti ívars Guðmundssonar á Bylgjunni. Nafn vinningshafa verður birt í DV fimmtudaginn 13. apríl. Bylting í endurmenntun: Tilraun sem gekk upp DV, EGILSSTOÐUM:__________________ Nýlokið er námskeiði sem Aust- firska menntasmiðjan stóð fyrir í kirkjumiðstöðinni á Eiðum, fyrsta námskeiðið fyrir atvinnulaust fólk á Austurlandi, og stóð það yfir dag- ana 6.-31. mars. Á námskránni voru um tveir tugir titla af ýmsum gerð- um og má þar nefna sjálfsefli, tján- ingu, lög og rétt, tölvur og upplýs- ingatækni, útskurð og silfursmíði. Alls komu 19 kennarar að þessu námskeiði. Að sögn Óiafar Guðmundsdóttur, starfsráðgjafa Vinnumiðlunar Aust- urlands, eru þessi námskeið hugsuð sem aukin menntun og ekki síður endurmenntun fyrir fólk sem gæti hugsað sér að skipta um vinnu. Þetta var fyrsta námskeiðið af þess- um toga sem var fyrir bæði kynin en ekki bara konur. Þátttakendur á námskeiðinu voru eldhressir þegar blaðamann bar að garði og voru mjög ánægðir með þá fjölbreyttu fræðslu sem boðið var upp á. Gréta Björg Ómarsdóttir nemandi var þakklát fyrir þetta framtak. Hún sagði að þar sem þau væru fyrsti hópurinn hefðu þau í raun verið eins konar „tilraunar- dýr“ og tilraunin gengið upp. Af námsgreinunum var Gréta ánægðust með verklega þáttinn og tölvukennsluna. Það hefði mátt hafa Gréta Björg Ómarsdóttir Þar sem þetta var fyrsta námskeiöiö af þessu tagi voru þátttakendur eins konar tilraunadýr. Hún segist njóta námskeiösins, en alveg á næstunni mun hún þó einþeita sér aö þarni sem hún á von á 12. júní. meiri tíma fyrir tölvunámið og að- spurð um gagnsemi námskeiðsins efaðist Gréta ekki um að hún nyti þess í framtíðinni. Gréta á von á sér 12. júní og óskar DV henni alls hins besta. -SM Tveir góðir á fögrum degi Vel fór á meö þeim stórleikurunum Hugh Grant og Michael Caine þegar þeir komu til afhendingar BAFTA-kvikmyndaverölaunanna bresku í Odeon-leikhús- inu á Leicester Square í London á sunnudagskvötd. Caine var heiöraður fyrir ævistarfiö en Grant varö aö láta sér nægja aö skála viö hina. 515 6100 LennoH Leiois u s. Míchael Grant

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.