Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 22
21 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 Ættfræði I>V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli II Fólk í fréttum 80ára Vilhelmína Sigurjónsdóttir, Gagnvegi, Hjúkrh. Eir, Reykjavík. • 75 ára______________ Jón Þórarinn Sveinsson, Smáraflöt 8, Garöabæ. Kristrún Bjamadóttir, Skúlagötu 20, Reykjavík. Valdemar Nielsen, Sogavegi 54, Reykjavík. 70 ára Helga Þorgrímsdóttir, Karfavogi 37, Reykjavík. Sigurdís Alda Jónsdóttir, Stórageröi 28, Reykjavík. Siguröur K. Benediktsson, Sólheimum 23, Reykjavík. ^60 ára___________ Hannes Lárusson, Óspaksstöðum, Staöarhr., V-Hún. Haukur Aðalsteinsson, Krosshömrum 8, Reykjavík. Jón Reynir Einarsson, Efri-Steinsmýri, Kirkjubæjarklaustri. Sveinbjörn Hallsson, Hallkelsstaöahlíö, Borgarnesi. 50 ára Björk Bjarkadóttir, Brekkutanga 31, Mosfellsbæ. Brynja Hannesdóttir, Grænahrauni 2, Höfn. Sesselja Jóhannsdóttir, Suöurgötu 23a, Keflavík. Sigurður Jónsson, Skipholti 8, Ólafsvík. 40 ára Asta Björg Tómasdóttir, Reynihvammi 24, Kópavogi. Einar Guðmundsson, Unufelli 20, Reykjavík. Hermann Eyjólfsson, Brautarlandi 16, Reykjavík. Hjalti Egilsson, Seljavöllum, Höfn. Jónas Magnús Andrésson, Aöaltjörn 7, Selfossi. Kristinn Örn Torfason, Iðufelli 6, Reykjavík. Magnús Ingi Óskarsson, _ Blómvangi 20, Hafnarfirði. ' iVlarteinn Steinar Jónsson, Kópalind 8, Kópavogi. Sigfríður Hallgrímsdóttir, Skipagötu 15, ísafirði. Sigurður Stefánsson, Nesvegi 117, Seltjarnamesi. Sóldis Stefánsdóttir, Spítalavegi 15, Akureyri. Þorsteinn Sæberg Sigurðsson, Álfaheiði 15, Kópavogi. JJrval -960síðuráári- fróðleikur og skem rnl un sem lití r mánuðum og árumsaman Smáauglýsinga deild DV er opin: • virka daga kl. 9-22*1 • laugardaga kl. 9-14; • sunnudagakl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvöldið fynr birtingu. AWl. Smóauglýsing í Helgarblað DV verður bó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. rJtmlWriírwv Smáauglýsingar 550 5000 Flosi Ólafsson leíkari, rithöfundur og hrossabóndi Flosi Gunnlaugur Ólafsson, leik- ari, rithöfundur og hrossabóndi að Bergi, Reykholtsdal, leikstýrir Galdra-Lofti sem frumsýndur verð- ur hjá Ungmennafélagi Reykdæla í Logalandi á morgun. Auk þess er Flosi pistlahöfundur helgarblaðs DV. Starfsferill Flosi fæddist í Reykjavik 27.10. 1929 og ólst upp í og við Kvosina. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1953, prófi í leiklist frá Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins 1958, og stundaði nám í leikstjórn og þátta- gerð hjá BBC í Lundúnum 1960-62. Flosi var leikari og leiksrjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1958, stofnaði Nýtt leikhús 1959 og starfrækti það, var fastráðinn leikari hjá Þjóðleik- húsinu 1960-98 en hlutverk hans þar eru orðin talsvert á annað hundrað. Flosi samdi, stjórnaði og leik- stýrði fjölda þátta í revíuformi fyrir útvarp og síðar sjónvarp, m.a. fimm áramótaskaupum og fjölmörgum öðrum þáttum 1962-70. Þá hefur hann leikið í fjölda kvikmynda. Flosi fiutti að Bergi í Reykholts- dal 1989 og hefur búið þar síðan, Bækur eftir Flosa: Slett úr klauf- unum, 1973; Hneggjað á bókfell, 1974; Leikið lausum hala, 1974, og í Kvosinni, 1982. Leikrit eftir Flosa: Bakkabræður, barnaleikrit í útvarpi 1957; Privat- auga, sakamálaleikrit í útvarpi, flutt 1958; Þorskhallarundrin, gam- anópera í útvarpi 1959; Ringulreið, gamanóperetta í Þjóðleikhúsinu 1957, sýnd í sjónvarpi 1976; Örlaga- hárið, í sjónvarpi 1967; Slúðrið, hjá Leiklistarskóla ríkisins 1978. Hann skrifaði vikulega pistla í Níutíu og fimm Helga Björnsdóttir fyrrv. húsfreyja á Brunnavöllum helgarblað Þjóðviljans, í Helgarpóst- inn og Alþýðublaðið, í Pressuna, í Skessuhorn og nú í DV og strik:is. Flosi þýddi skáldsöguna Bjarg- vætturinn í grasinu eftir J.D. Salin- ger, 1975. Fyrir Þjóðleikhúsið hefur hann þýtt söngleikina Prinsessan á bauninni; Gæjar og píur; Chicago; Oliver Twist, og Söngvaseið, og leik- ritin Hallæristenór; Verið ekki nakin á vappi, og Himneskt er að lifa. Þá þýddi hann Sardasfurstaynj- una og Kátu ekkjuna fyrir íslensku óperuna og auk þess talsvert af sönglagatextum og líbrettóum og einnig fjölda útvarpsleikrita. Flosi var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins og sat í stjórn Fé- lags islenskra leikara. Fjölskylda Kona Flosa er Lilja Margeirsdótt- ir, f. 5.5. 1936, fulltrúi og húsfreyja. Hún er dóttir Margeirs Sigurjóns- sonar, f. 22.11.1907, d. 1.11.1988, for- stjóra í Reykjavík, og k.h., Kristínar Laufeyjar Ingólfsdóttur, f. 2.7. 1910, húsfreyju. Sonur Flosa og Lilju er Ólafur Flosason, f. 13.10. 1956, hljóðfæra- leikari og tónlistarkennari, kvænt- ur Elísabetu Halldórsdóttur kenn- ara en börn þeirra Anna og Flosi. Dóttir Flosa og Veru Fannberg Kristjánsdóttur er Anna, f. 21.12. 1951, handmenntakennari, gift Bjarna Hjartarsyni landslagsarki- tekt og eru börn þeirra Flosi, Hjört- ur, Ólöf Halla og Ævar. Hálfsystkini Flosa, samfeðra: Guðmundur, f. 1933, fyrrv. sóknar- prestur í Neskirkju; Sverrir Ólafs- son, f. 1938, fyrrv. framkvæmda- stjóri; Sigriður J. Ólafsdóttir, f. 1943, nú í Ástralíu. Háifsystkini Flosa, sammæðra: Helga Björnsdóttir, fyrrv. hús- freyja að Brunnavöllum í Suður- sveit, er níræð í dag. Starfsferill Helga fæddist að Brunnum og hef- ur átt þar heima og á Brunnavöll- um, alla tíð. Hún lauk barnaskóla- námi í farskóla og prófi frá Ljós- mæöraskóla íslands 1929. Helga stundaði ljósmóðurstörf frá 1929-70 en síðast tók hún á móti barni 1974. Auk þess sinnti hún oft sjúklingum í heimahúsum. Helga var heiðruð af sveitungum sínum á fimmtugsafmælinu og aftur er hún varð sjötug. Hún er heilsu- góð og mjög ern og sinnir enn heim- ilisstörfum af fullum krafti. Fjölskylda Helga giftist 14.6. 1943 Sigfúsi Jónssyni, f. 9.1. 1904, d. 19.1. 1970, bónda. Foreldrar hans voru Jón Sig- fússon, bóndi í Snjóholti, og Þor- gerður Einarsdóttir húsfreyja. Börn Helgu og Sigfúsar eru Björn, f. 2.10. 1943, vörubílstjóri á Brunna- völlum en sonur Björns og Sigríðar Magnúsdóttur frá Svínafelli í Öræf- um er Ásgeir, búsettur á Höfn, kvæntur Kristbjörgu Eiríksdóttur og eru synir þeirra Sævar Ingi og Tómas Leó; Sigríður Jó- hanna, f. 30.1.1945, deildarstjóri við tannlæknadeild HÍ; Jón, f. 22.5.1946, bóndi á Brunnavöllum en sambýlis- kona hans er Linda María Fredrik- sen og eru börn þeirra Helga, búsett í Noregi, í sambúð með Borgari Baldurssyni, Sigfús, og Emil en dóttir Lindu er Inga Helga Baldurs- dóttir, í sambúð með Róbert Elvars- syni og eru börn þeirra Kristján Sól- vin og Linda Margrét. Systkini Helgu: Björg Björnsdótt- ir, f. 13.11. 1896, d. 18.1. 1983; Sigríð- ur Björnsdóttir, f. 1.8. 1898, d. 25.8. 1946, húsfreyja í Hestgerði; Jóhann Klemens Björnsson, f. 29.8. 1900, d. 4.1. 1996, bóndi á Brunnum; Jó- hanna Dagmar Björnsdóttir, f. 25.11. 1906, saumakona i Reykjavík. Foreldrar Helgu voru Björn Klemensson, f. 27.11. 1869, d. 19.11. 1911, oddviti og bóndi að Brunnum, og k.h., Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 23.11.1863, d. 14.4.1955, húsfreyja að Brunnum. Rosi Oiafsson, leikari, leikstjóri, rithöfundur og hrossabóndl. Þaö væri hægt ab segja margt skemmtilegt um Flosa. En þaö er óþarfi. Hann er svo sjálfsagöur partur mannlífsins aö hann segir sig sjálfur. Þuríður Friðjónsdóttir Stephensen, f. 1946, leikskólakennari; Ólafur Stephensen, kennari í Svíþjóð; Guð- laug Stephensen, hjúkrunarfræðing- ur í Danmörku. Foreldrar Flosa: Ólafur Jónsson, f. 31.1. 1905, d. 10.1. 1989, verslunar- maður í Reykjavík, og Anna Odds- dóttir, síðar Stephensen, f. 20.10. 1908, d. 19.6. 1980, kaupkona í Reykjavik. Ætt Kjörforeldrar Ólafs voru Flosi for- stjóri í Reykjavík, og Jónína verka- kvennaforingja. Systir Ólafs var Margrét, móðir Jónasar Gislasonar prófessors. Faðir Ólafs var Jón tré- smíðameistari, bróðir Jónínu. Jón var sonur Jónatans, b. I Miðengi, bróður Guðrúnar, langömmu Sveins R. Eyjólfssonar, stjórnarfor- manns Frjálsrar fjölmiðlunar, föður Eyjólfs, framkvæmdastjóra þar. Jónatan var sonur Gísla, b. á Norð- ur-Reykjum Helgasonar, og Arndís- ar Jónsdóttir. Móðir Arndlsar var Katrín Pétursdóttur, systir Sigurð- Fimmtugur Magnús Kolbeinsson fyrrv. vörubílstjóri í Keflavík ar, föður Bjarna riddara. Móðursystir Flosa var Ingibjörg, móðir Þórðar Harðarsonar prófess- ors. Anna var dóttir Odds, skósmiðs Bjarnasonar. Móðir Odds var Ingi- björg Oddsdóttir, b. á Brennistöðum Bjarnasonar, b. í Vatnshorni Her- mannssonar. Móðir Odds var Ingi- björg Jónsdóttir. Móðir Ingibjargar var Guðrún Sigurðardóttur, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingi- bjargar var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney Sigurðssonar, af Deild- artunguætt. Móðir Önnu var Guðlaug Krist jánsdóttir, trésmiðs á Eyrarbakka Teissonar, b. í Vatnahjáleigu Jóns sonar, b. á Hamri, bróður Guðríðar, langömmu Eyjólfs, langafa Guð laugs Tryggva. Jón var sonur Árna pr. í Steinsholti, bróður Ögmundar, afa Tómasar Fjölnismanns. Bróðir Árna var Böðvar, afi Þuríðar, langömmu Vigdisar Finnbogadótt ur, en systir Þuríðar var Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessen. Árni var sonur Högna prestafóður Sigurðssonar. Magnús Kolbeinsson, Eyjavöllum 13, Keflavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Magnús fæddist á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Hann vann við landbúnað, jarðvinnu, vörubílakst- ur og útgerð fram yfir tvítugt og fiskvinnslu og beitningu hjá Vogum hf. Þá ók hann vörubíl hjá Sjöstjörn- unni í Keflavík 1971 og 1972 og ók hópferðabílum fyrir Steindór Sig- urðsson, 1973 og 1978. Magnús ók eigin vörubíl á Vöru- bílstöð Keflavikur 1973-93 en hefur síðan verið símavaktmaður, fyrst hjá Húsun sf. og síðar Keflavíkur- verktökum hf., og jafnframt sinnt viðhaldsverkefnum. Magnús var ritari stjórnar VBK 1979-93, fulltrúi VBK í stjórn Flutn- ingafélagsins Suðurleið sf. og ritari 1988-93, hefur félagi í Karlakór Keflavíkur frá 1991 og var ritari í stjórn kórsins i eitt ár. Fjölskylda Kona Magnúsar frá 1972 var Hall- fríður Maggý Júlíusdóttir, f. 4.10. 1947, d. 27.9. 1977. Dóttir Magnúsar og Hallfríðar er Merkir Islendingar Erlingur Davíðssou, ritstjóri Dags og rit- höfundur á Akureyri, fæddist á Há- mundarstöðum á Árskógsströnd þennan dag árið 1912. Hann var sonur Davíðs Sigurðssonar, hreppstjóra þar, og k.h., Maríu Jónsdóttur. Davíð var af Hvassa- fellsætt, þeirra skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Jóhanns Sigurjóns- sonar og Káins. María var dóttir Jóns Ólafssonar á Hallgilsstöðum, bróður önnu, ömmu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Erlingur stundaði nám við Laugaskóla 1931-33, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1935 og stundaði nám við Garðyrkjuskólann að Reykjum. Erlingur Davíösson Erlingur hóf störf hjá Degi á Akureyri 1950 og var ritstjóri blaðsins 1956-79. Hann var ritstjóri og höfundur bókaflokksins Aldn- ir hafa oröiö á árunum 1972-79. Þá sendi hann frá sér bækurnar Jói norski, 1972; Konan frá Vínarborg, 1975; Nói báta- smióur, 1978; Miöilsnendur Einars á Einarsstóðum, 1979. Auk þess kom hann að útgáifu tímaritsins Súlna og flutti fjölda útvarpserinda. Erlingur var bróðir Haralds, bónda á Stóru-Hámundarstöðum, og bróðir hins merka grasafræðings Ingólfs Dav- íðssonar sem var kennari og sérfræðing- ur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Erlingur lést 17. júlí 1990. Gréta, f. 27.8. 1974 en mað- ur hennar er Lárus Fjeld- sted og börn þeirra Hjörtur Steinn, f. 9.5. 1991, Lárus Hafsteinn, f. 26.7. 1992, Kristbjörg Maggý, f. 25.4. 1994, Róbert Magnús, f. 27.11. 1996. Áður átti Hallfríður börnin Guðfmnu Björg, Ragnar Kristin, Júlíus Sig- mar, og Jóhönnu Kristínu Jóhanns- börn Berthelsen. Kona Magnúsar frá 1979 var Mar- grét Haraldsdóttir, f. 28.2. 1944, d. 31.12. 1996. Dóttir Magnúsar og Margrétar er Magnea Brynja, f. 12.9.1980, en áður átti Margrét tvær dætur, Kristínu Viktoríu Sigurðardóttur Rose og Kolbrúnu Hildi Sigurðardóttur. Systkini Magnúsar: Árný, f. 8.9. 1930; Rósa, f. 3.4. 1932, d. 11.3. 1989; Engilbert, f. 7.9. 1938, d. 11.2. 1973. Foreldrar Magnúsar voru Kol beinn Guðmundsson, f. 2.6. 1906, d 8.12. 1989, útvegsbóndi á Auðnum og Kapitola Sigurjónsdóttir, f. 21.10, 1909, d. 16.2. 1984, húsfreyja. Magnús tekur á móti gestum í Fé lagsh. Karlakórs Keflavikur, Vest urbraut 17, föstud. 14.4. frá kl. 20.00 Jaröarfarir Utför Onnu Sigrúnar Wiium KJartansdóttur, Övre Holmegade 9a, Stavanger í Noregi, fer fram frá Hveragerðiskirkju miövikudaginn 12.4. kl. 13.30. Bjnrni Guömundsson, bifreiðastjóri frá Túni, Skarphéðinsgötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12.4. kl. 15. Andlát Ingimundur Kristjánsson frá Svignaskarði lést föstudaginn 7.4. á Sjúkrahúsi Akraness. Árni Hjörtur Rósason andaöist að heimili sínu Lindargötu 62, aðfaranótt fimmtudagins 6.4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.