Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 3
JjV LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 F Nagladekkin undan - í dag í dag eiga bílaeigendur að hafa skipt um dekk undir bdum sinum og vera komnir á sumardekk. Sumum þykir þetta e.t.v. nokkuð fljótt miðað við tíðarfarið eins og það hefur verið og svo mikið er víst að þeir sem búa á þeim svæðum landsins þar sem enn snjóar eru varla tilbúnir að fara á sumardekkin alveg strax. Menn ættu líka að hafa hugfast að hvað sem líður reglugerð um nagla- dekk og notkunartímabil þeirra kveð- ur reglugerð um gerð og búnað öku- tækja á um að heimilt sé að nota þau lengur fram á vorið ef aðstæður krefj- ast þess og jafnframt að bílar skuli ævinlega vera búnir svo sem hæfir miðað við færð. í framkvæmd hafa þessi ákvæði verið sterkari en nagla- dekkjaákvæðið. Hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík fengust þær upplýsingar að með tilltil til tíðarfars- ins yrði ekki farið í harðar aðgerðir út af nagladekkjum fyrst í stað en fylgst með framvindu veðurfarsins og þróun dekkjaskipta almennt. Aðal- varðstjóri á vakt minnti á að þó sól væri í Reykjavík og auðar götur þyrfti ekki að fara nema skammar leiðir út fyrir borgina, einkum til austurs og norðurs, til að vera kom- inn á ís og jafnvel snjó. Engu að síður ættu þeir sem halda sig innan borgar og hafa notað nagla- dekk í vetur að drífa sig og skipta yfir á sumardekkin meðan rólegt er á dekkjaverkstæðunum. Þeim sem ekið hafa á naglalausum vetrardekkjum er eindregið ráðlagt að skipta nú í vor og setja sumardekk undir yfir sumarið. Fyrst og fremst spara þeir með því vetrardekkin þannig að þau endast lengur sem raun- hæf vetrardekk en á hitt er líka að líta að vetrardekk eru framleidd með aðr- ar þarfir í huga og eru ekki eins örugg í sumarfæri eins og dekk sem fram- leidd eru til sumarnotkunar. -SHH GM og Fiat kaupa hvor í öðrum Fiat og General Motors hafa gert samkomulag um gagn- kvæmt samstarf með tvo stærstu bílamarkaði heims í huga: Evr- ópu og Rómönsku Ameríku. Þó þess sé ekki getið í fréttum frá þessum tveimur stóru bílafram- leiðenum eru getur leiddar að þvi að jafnframt sé hugmyndin að opna leiö fyrir Fiat og AJfa Romeo inn á Bandaríkjamarkað. í sameiginiegri fréttatilkynn- ingu þeirra segir að þetta sé mik- ilvægur samningur fyrir hvora tveggju sem leiði til minni til- kostnaðar í efni og vinnu, gagn- kvæms aðgangs að vél- og tækni- þróun beggja og möguleika til að nota grunnplötur GM og Fiat jöfnum höndum eftir því sem henta þykir. Samt er lögð áhersla á að GM og Fiat verði áfram sitt hvort fyrirtækið og muni áfram keppa innbyrðis á mörkuðum þar sem báðir bjóða vöru sína. Með þessum samningi eignast GM 20% í Fiat en Fiat 5% í GM. Jafnframt fylgir forkaupsréttur fyrir GM ef Fiat skyldi síöar kjósa að selja eitthvað eða öll 80 prósentin sem eftir standa af eignarhlutnum. Aðrar tegundir Fiat, svo sem Maserati og Ferr- ari, fylgja ekki í þessum kaup- um. Áhugavert er að skoða hvem- ig stjóm sameignarfélagsins er skipuð. í forsæti eru Paolo Cantarella, aðalforstjóri Fiat, og Richard Wagoner, aðalforstjóri og forseti GM. Meðstjómendur eru Roberto Testore, forstjóri Fiat Augo, Gianni Coda, forseti Fiat Auto í Rómönsku Ameríku, Mike Burns, forseti GM í Evr- ópu, og Richard Nerod, forseti GM í Rómönsku Ameríku, Afr- íku og Austurlöndum nær. -SHH Hnífur hjólinu upp ur stýris- Ekki eru allir á einu máli um gagnsemi líknarbelgjanna eins og sjá má á með- fylgjandi grein. Hins vegar læöist að manni sá grunur þegar horft er á mynd sem þessa af líknarbelgjum í Fiat Multipla aö mýkra sé að lenda á þeim held- ur en hörðu efni ef til kastanna kemur. Það er stundum fróðlegt að lesa les- endabréf - líka annarra þjóða lesenda- bréf. Aftonbladet i Svíþjóð hefur til að mynda sérstakt hólf fýrir þá sem vilja tjá sig um hinar ýmsu greinar mann- lífsins og á Netinu er að finna hvað les- endur AB hafa til málanna að leggja um líknarbelgina sem nú þykja sjálf- sagðir í hverjum bíl. Við skulum aðeins líta á sýnishom af þessari umræðu: Svíar em ekki allir á einu máli um það. Þannig er P.G. til dæmis sann- færður um að „þetta líknarbelgja- kjaftæði" sé tóm froða, aðeins upp- fundin til að ffamleiðendur geti komið áróðri sínum á framfæri og orðagjálfri um öryggi. Hann leggur framleiðend- um orð í munn: „Eitthvað verður að gera,“ segja þeir. „Gott og vel, við slengjum inn nokkrum liknarbelgjum og líknarpulsum hér og hvar og þá komumst við í blöðin.“ „Ooooo,“ segja öll idjótin í blöðun- um, „og oooo,“ segjum við, öll idjótin sem lesum þetta, og svo fer hringekjan í gang,“ segir P.G. Anders pá Berget er á öðm máli og segir að nútímabíll án líknarbelgja sé mun ömggari en vinsælustu bílamir vom fyrir nokkrum áratugum. Með líknarbelgjum séu þeir enn þá öragg- ari en án þeirra. Þróunin stefnir fram á við, annars væri hún ekki þróun. Kurt Dubin er hins vegar svartsýnn á þróunina og segist ekki vilja aka um í púðurtunnu. Þar vísar hann til þess að það er i rauninni sprengiefhi sem ger- ir að verkum að líknarbelgimir opnast og blásast upp í neyðartilfellum. Johan Nilson er ölaungis hissa á svona sjónarmiðum: „Hvað er eigin- lega að fólki sem ekki þorir að ferðast i bílum með líknarbelgi?" spyr hann. „Hvemig í ósköpunum þorir það yfir- leitt að ferðast í bil á sænskum vegum? Hugsið ykkur hve oft það hendir að líknarbelgur springur upp og berið það saman við slysatíðnina í daglegri um- ferð. Á að afþakka það sem bjargar lífi og limum?“ Emerson Fittipaldi telur að nútíma- öryggistækni eins og líknarbelgir veiti falskt öryggi. „Billinn minn er svo ör- uggur að ég get ekið eins og mér sýn- ist. Skítt með Gústu gömlu frænku í gamla Fíatnum sínum. - Kannski æki fólk skikkanlegar ef það stæði hvass- brýndur hnífúr upp úr stýrishjólinu," segir Fittipaldi. Heimild: aftonbladet.se Loftpúðafjöðrun vinsæl Fjaðrabúðin Partur á Eldshöfða 10 hefur undanfarin ár selt Firestone-loft- púða í flestar gerðir jeppa. Þó að salan hafi farið hægt af stað meðan menn vora enn að kynnast því hvað væri á ferðinni er nú svo komið að varla hefst undan að fLytja þá inn. Reynslan hefur verið góð og henta þeir vegum og veg- leysum okkar sérlega vel. Hægt er að fá púða fyrir mismunandi þyngdir, allt frá 460 kg í 1750 kg burð á hvem púða. Þeir sem hafa skipt á fjöðrum eða gormum fyrir púða em nær undan- tekningarlaust mjög ánægðir, enda fjöðrunin mjúk og fín hvort sem bíll- inn er tómur eða fullhlaðinn. Fjöðrun- arsviðið eykst einnig í mörgum tilfell- um sem er mikill kostur, sérstaklega utan vega. Endingin er sambærileg við fjaðrir eða gorma við alla venjulega notkun. Partur býður upp á þessa vöra á hagstæðu verði enda lögð áhersla á að bjóða vandaða vöra á góðu verði. Reynt er að eiga alltaf til púða á lager svo menn komi ekki að tómum kofún- um ef endumýjunar er þörf. -NG Frá 1. mars eru allir notaðir bílarfrá HONDA hjá Aðalbílasölunni v/Miklatorg Nlikið úrval góðra bíla á góðu verði! Komið og lítið á úrvalið VIÐ KYNNUM Nakamichi 6 diskar í tækið að framan! Bíltæki X<x^rt//60(j Frábær geislaspilari og 4 hátalarar e Verðkr. 39.600.- { HUÓMSÝN ^ ▼ HLJÓMTÆKIYHEIMABIÓ YGCISLADISKAR Ármúla 38 - Sími 588-5010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.