Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 6
+ 28 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 29 Sport Sport markaðssetning körfuboltans þarf að vera miklu meiri að mati körfuboltaþj álfara Einar Einarsson. Það hafa komið upp margar spurningar um stöðu körfuboltans í vetur. Áhorfendum hefur fækkað nokkuð ört á leikjum, í efstu deildum karla og kvenna, þrátt fyrir að hafa tekið kipp í úrslitakeppninni. Landsliðsmálin hafa þó veriö nokkuð á milli tannanna á fólki og sé litið á áhorfendatölur á leikjum landsliðsins virðist áhugi almennings á liðinu vera lítill. En á móti virðist vera mikili uppgangur þegar kemur að ungum ieikmönnum sem eru farnir að láta að sér kveða þrátt fyrir ungan aldur. Það eru þó ekki mörg ár síðan körfuknattleikur var ein vin- sælasta íþróttagreinin í landinu og allir krakk- ar fylltu leikvelli landsins og spiluðu körfubolta. I dag virðist sem vinsældir körfuboltans hafi dvínað síöan áhuginn var sem mestur fyrir nokkrum árum. DV ræddi við þá Einar Einarsson, þjálfara Grindavíkur, Óskar Kristjánsson, þjálfara kvennaliðs KR, Ágúst Guðmundsson, þjálfara Þórs, Akureyri, og Karl Jónsson, þjálfara kvennaliðs KFÍ, og spurði þá hvemig þeir sæju stöðu körfuboltans í dag, landsliðsmálin og hvernig þeir sæju framtíð körfuboltans. Áhuginn á körfuboltanum dvínaö Einar Einarsson tók við Grindavík um mitt tímabil síðastliðinn vetur. Hann er kom- inn með liðið i úrslit íslandsmótsins og gerði það að bikar- meistara fyrr í vetur. Hann telur að áhugi á körfubolta hafi dvinað. „Það er staðreynd að áhugi á körfunni hefur farið mikið niður á við siðustu ár. Ég veit ekki hvort menn sjá það ekki eða vilja hreinlega ekki sjá það en þannig er það nú samt. Forystan hefur alls ekki nýtt sér þann meðbyr sem karfan hafði ekki alls fyrir löngu og ég vil meina að menn hafi einfaldlega ekki sinnt sínu starfi. Mér hefur fundist KKÍ telja sig vera einhverja yfirmenn félaganna í gegnum tíðina frekar en að vinna með þeim að því að gera körfuna að vin- sælli íþróttagrein. Það er ljóst að ekki er seinna vænna að fara að blása til sóknar og góð byrjun væri að fara að gera eitthvað af viti á þessum ár- legu þingum þar sem menn leggja línurnar. Menn er stöðugt að kvarta og kveina yfir hvern- ig málum er háttað i hreyfingunni en gera ekk- ert í þvi á þingunum. Á þingunum á að marka stefnuna og þar er hægt að breyta hlutunum ef einhver óánægja er fyrir hendi. En hvað gerist? Þeir fáu sem mæta taka hlutina ekki nógu alvarlega. Menn kynna sér fyrirliggjandi tillögur ekki nógu vel því aðalatriðið er að skemmta sér vel um kvöld- ið og svo eru menn engan veginn í nægjanlega góðu ásigkomulagi til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir næsta morgun. Svo eru menn aö bölva KKÍ hvað eftir annað allan ársins hring en þora ekki að gagnrýna hlutina á þinginu." Félaganna að gefa aöhald „Þarna eru menn kosnir í stjórn og því félag- anna að velja þá menn sem þeir treysta til að fara fyrir hreyfingunni. Menn verða svo að skilja að KKÍ er skammstöfun fyrir félögin i landinu og það er félaganna að gefa aðhald í þeirra störfum," segir Einar. Einar telur metnað leikmanna vera lítinn fyrir landsliðinu. „Landsliðið hefur ekki náð góðum árangri upp á síðakastið og tapið á móti Portúgal var kannski sárast. Engu að síður verður þjálfarinn að fá ákveðinn frið til að vinna sína vinnu. Það hefur mikið verið sett út á störf Friðriks en það verður að gefa honum meiri tíma. Þjálfaraskiptin komu mér þó í opna skjöldu á sínum tíma og mér fannst Jón Kr. vera að gera ágætishluti með liðið en það er ekki mitt að ákveða hvenær skipta skuli um þjálfara. Svo verða leikmenn að sýna meiri metnað þegar kemur að landsliöinu. Það gengur ekki að það séu aðeins 7 til 8 leikmenn á æfingu rétt fyrir mikilvæga leiki í Evrópukeppni. Það er eins og leikmenn hafi sáralítinn áhuga fyrir landsliðinu sem á að vera heiður fyrir hvem leikmann að komast í. Ég stór efast að svona hlutir þekkist hjá KSÍ né HSÍ. Það þarf að byrja ala upp í ung- um leikmönnum að að komast í landslið sé mikill heiður. Því miður er metnaður KKÍ minnstur í yngri landsliðunum." Þeir sem eru tilbúnlr aö þjálfa frítt „Það eru ráðnir þjálfarar rétt fyrir hvert verkefni og helst þjálfari sem er tilbúinn að þjálfa frítt. Það er ekki reynt að fá hæfasta þjálf- arann hverju sinni heldur taka unglinganefnd- armenn liðið að sér sjálfir, eins og gerðist með 1982-liðið. Sá árgangur er einn sá besti sem hef- ur komið hér á landi og ætti að ná langt á stór- mótum. Það eru ótrúlega hæfileikaríkir strák- ar í því liði og er synd hvernig hefur verið stað- ið að þvi.“ Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg að mati Einars. „Deildin í vetur hefur verið nokk- uð skemmtileg og jöfn. Það eru að koma fleiri sterk lið utan Suðurnesjanna og er það það sem hefur vantað undanfarin ár. Lið eins og KR og Tindastóll hafa veriö á uppleið og svo voru Haukarnir sterkir. Þór Ak. kom sterkt inn und- ir lok tímabilsins og er með lið sem er komið til aö vera.“ Hálftóm hús Áhuginn hefur verið í algjöru lágmarki, bæði hjá fólkinu sem mætir á leikina og hjá fjöl- miðlum. Það hefur verið ófáum sinnum sem ég hef spilað fyrir hálftómu húsi í vetur. Jákvæðast er þó að tvö lið úr Reykjavík eru að koma í deildina og vonandi verður það tO þess að karf- an verður í sókn í höfuðborginni. Úrslitakeppn- in hefur verið mjög góð þar sem við höfum feng- ið oddaleiki og margir leikir hafa verið skemmtdegir. Það er skelfilegt að fá þetta hlé núna þegar úrslitakeppnin er á góðum skriði og fólk hefur mætt vel á leikina og umfjöllun verið góð.“ Einar telur KKÍ ekki standa í stykkinu með markaðssetningu. „Körfuknattleikshreyfingin þarf að fara að til- einka sér ferskari vinnubrögð á nýrri öld og markaðssetning á körfunni þarf að vera miklu betri. Fólk hefur úr mörgu að velja og því þarf að markaðssetja körfuna eins og hverja aðra vöru. Ég vona að við förum að snúa vöm í sókn á næstunni og komum körfuboltanum á þann stað í þjóðfélaginu sem hann á heima.“ Fá inn fólk meö ferskar hugmyndir Óskar Kristjánsson hefur þjálfað KR stelpur undanfarin ár með góðum árangri og náði að vinna tvöfalt í fyrra en varð að lúta lægra haldi fyrir Keílavik þennan veturinn. Óskar hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að körfuknatt- leik og telur ýmislegt mega betur fara. „Áhugi fyrir körfuknattleik hefur farið tölu- vert minnkandi síðustu ár og hefur KKÍ alls ekki nýtt þau sóknarfæri sem það hefur átt á síðustu árum. Ég tel að til að snúa þessari þró- un við verði að fara að stokka upp hjá samband- inu og fá inn fólk með ferskar hugmyndir sem henta nútímanum. TO að byrja með eru þarna starfsmenn sem hafa verið of lengi og eru orðn- ir þreyttir í þessu starfi eða þeir einfaldlega ráða ekki við þetta. Hjá flestum öðrum stórum sérsamböndum eru starfsmenn 8-13 en hjá KKÍ eru þeir tveir sem sjá um allt saman. Það þarf að ráða fleiri starfsmenn svo að þetta verði rek- ið eins og hjá alvörusérsambandi. Það þyrfti góðan framkvæmdastjóra sem hefði peningavit og ræki þetta eins og fyrirtæki, auglýsingastjóra sem sæi um að markaðssetja körfuna og sér- stakan mann til að sjá um unglingastarfið. Ef þessir menn sem fyrir eru breyta ekki sínum vinnubrögðum mun karfan halda áfram að síga.“ Óskar Kristjánsson Landsliðsnefndirnar til skammar Óskar þjálfaði kvenna- landslið ísland tO skamms tíma og telur að margt megi betur fara þegar kemur að því hvernig staðið er að landsliðum karla og kvenna „Að mínu mati eru landsliðsnefndimar tO háborinnar skammar. Þá er sérstaklega sorg- legt að sjá hvernig hefur verið staðið að leikjum karlalandsliðsins í Evrópukeppn- inni. Það er frítt inn á leikina en þrátt fyr- ir það eru mjög fáir áhorfendur. Þetta er merki um lélegt skipulag og vinnubrögð að hálfu KKÍ. Hægt væri að búa til mikla stemningu í kringum þessa leiki með meiri umfjöllun, auglýsingum og betri keppnisstað. Bara lítið atriði, eins og aö hleypa fólki ekki í efri stúkuna fyrr en sú neðri er orðin full, tO að fólk dreifist ekki um alla höO og engin stemning náist, en svona hlutum nenna menn ekki að velta fyrir sér.“ Kvennalandsliöiö ekkl til „Svona mætti lengi telja og er það svo nokkur furða að strákanir skuli ekki ná að sýna sitt rétta andlit þegar forystan klikkar svona og sýnir slíkan áhuga. Fyrir mér er kvennalandsliðið nánast ekki tO. Farið er í eina tO tvær keppnisferðir á ári og er einungis farið út í keppni þar sem íslenska liðið spilar við lið í svipuðum gæðaflokki. Þannig nást ekki framfarir. Landslið kvenna átti að fara í 4 ferðir á siðasta ári og þrjár á þessu. Einung- is var farið í eina ferð í fyrra og fara á í tvær í ár. Til marks um áhuga- leysið gagnvart kvennakörfunni, . þá átti kvennalandsliðið ekki bún- “ ingasett til að spila í 1999. Stelpurnar spiluðu í búningum sem karlalandsliðið spilaði í 1993 sem er því- lík lítilsvirðing við þær. í ferðinni var farar- stjóri með karla- og kvennalandsliðinu." Fararstjóri stelpnanna sást ekki „Fararstjórinn, sem er starfsmaður KKÍ, gleymdi að taka með fuObúið varasett fyrir stelpurnar og sást ekki í ferðinni hjá stelpunum ef undan eru skilin þau augnablik sem hann var að fá þær tO að taka upp leikina hjá körlunum. Kvennalandsliðið var með 16 æfingar frá því i Ágúst Guðmundsson, þjálfari hins efnilega Þórsliðs á Akureyri: órkostlegar framfarir - en vinsældir körfuboltans hafa aftur á móti dvínað á sama tíma Ágúst Guðmundsson kom Þór, Akureyri, í úrslitakeppn- ina í vetur og átti liðið frábær- an endasprett og vakti þónokkra atíiygh. Ágúst telur vinsældir körfúboltans minni en áður. „Staða körfuboltans er tvíþætt að mínu mati. Miklar fram- farir hafa orðið í þjálflm sem hefúr leitt tfl þess að geta leflc- manna er orðin miklu meiri. Ungir leflcmenn i dag eru fjöl- hæfari og hafa meiri leikskilning. Einnig hafa þeir meiri hæð fyrir sína stöðu og búa yfir betri grunn- þjálfún. Þama vO ég meina að hafi orðið stórkosflegar framfarir i grein- inni. En aftur á móti hafa vinsældir körfú- boltans dvínað allverulega og þar er ástæðan sú að engin markviss markaðssetning hefur verið í gangi. Ef viö hefðum fylgt betur eftir þeirri körfúbolta- sprengingu sem var héma fýrir nokkrum árum þá væri karfan vinsælli. Það er ekki langt síðan allir krakk- ar léku sér í körfu en núna er þetta barátta að halda úti yngri flokk- um. Það em allar aðstæður fyrir hendi en hreyfmgin hefúr sofið á verðinum og haldið að þetta kæmi af sjálfu sér. Þá á ég ekki eingöngu við KKÍ heldur einnig félögin. Mér finnst karfan blæða mOdð fyrir þann sjónvarpssamning sem var gerður á sínum tíma. Þar fóm menn illa að ráði sínu og hugsuðu ekki dæmið tíl enda. Það að hafa körfú- bolta í sjónvarpinu skiptir gríðarlega miklu máli. KKÍ hugsaði ein- göngu um hversu mikið þeir fengju í peningum en gleymdu að hugsa um hvaða áhrif þetta hefði tO lengri tíma. Þetta verður ábyggOega mál málanna á þinginu í vor þar sem allir era mjög óánægðir með stöðuna hvað sjónvarpssamninginn varðar. Harrn er svo stór hluti af auglýs- ingunni á körfúboltanum." Ágúst segir að Suðumesjaliðin séu ekki með yfirburði eins og áður. Ekki lengur þessir yfirburðamenn „DeOdin hefúr sjaldan verið eins jöfn og skemmtOeg og í vetur. Annars hafa Kanamálin sett leiðinlegan svip á hana og er orðin spuming hvort þeir em þess virði að fá tO landsins. Þeir em ekki þessir yfirburðamenn sem þeir vom þar sem framfarirnar hafa ver- ið svo mOdar hjá íslensku leOunönnunum. Suðumesjaliðin hafa ekki sömu yfirburði og áður þó svo að þau séu mjög góð. Það era að koma mörg lið sem standast þeim snúning í dag.“ En hvemig sér Ágúst landsliðsmálin?. „Stöðu landsliðsins í dag tel ég ekki vera spennandi. Ég sé ekki þá leOonenn sem em búnir að vera lengi í landsliðinu, og teljast vera i eldri kantinum, bera hðið tO hærri hæða. Ég er á þvi að ákveðin end- umýjun þurfi að eiga sér stað og að langtímamarkmið verði sett. Ég er ekki að tala um að henda eigi öOum eldri leOonönnunum út held- ur þurfi að gera þetta í litlum skrefúm. Efniviðurinn er svo sannar- lega tO staðar í yngri landsliðum okkar og þeim þarf að koma inn í A- landsliðið smátt og smátt. Ef þessi leið yröi farin þurfa menn að sýna smáþolinmæði því árangurinn myndi ekki skOa sér strax heldur tæki þetta ákveðinn tíma, eins og öO önnur uppbygging. Svo þyrfti að fá mOdu markvissara starf hjá yngri landsliðunum. Það em aOof tOvOj- anakennd vinnubrögð hjá KKÍ þegar kemur að unglingalandsliðsmál- um. Það er verið að kaOa saman hópa tO æfmga rétt fyrir mót í stað þess aö vera með markvisst starf aOan ársins hring. Fyrfr mér er þetta metnaðarleysi og ekkert annað í bland við áhugaleysi hjá foryst- unni.“ Ágúst er á því að fjölga þurfi starfsmönnum hjá KKÍ. „Það sem KKÍ þyrfti að gera er að fjölga stafsmönnum á sktfstof- unni því þessir tveir sem íyrir em geta ekki bætt á sig verkefnum þar sem þeir hafa nóg að gera við hinn daglega rekstur. Ég sé fyrir mér að efla þurfi sambandið tO muna. Það að fá mann sem sæi um mark- aðsmál mundi breyta miklu. Svo mættu stjómarmenn í KKÍ vera mOdu sýnOegri. Það em örugglega ekki margir sem gætu tafið upp alla þá ágætu menn sem leiða okkar góðu íþrótt." -BG áhugann. Til að mynda hafa verið sýndar í mesta lagi 2 mínútur i sjón- varpinu úr toppleikjum KR og Keflavíkur í vetur. Þegar maður hugsar um kvenna- körfuna er maður hissa á að hún skuli enn vera til staðar." Mikið af efni- legum leik- mönnum Óskar bend- ir á að mikið sé af efhOeg- um leik- mönnum semmunisjá tO þess að körfuboltinn verði betri í fram- tíðinni og að það séu að koma gríðarlega sterkir ár- gangar sem lofa mjög góðu. Sterkasta unglinga- landsiiðið frá upphafi „Það verð- ur ekki skort- ur á góðum leikmönnum í framtíðinni þar sem mörg félög hafa ver- ið að vinna gott starf í yngri flokkun- um. Menn em afltaf að gera sér betur grein fyrir því að þeir sem eru krakkar í dag verða meistaraflokk- urinn eftir nokkur ár. TO að mynda eigum við núna í dag sterkasta unglinga- landslið fyrr og sið- ar. Strákarnir sem fæddir eru 1982 eru þvflík efhi. Bæði KR og ÍR hafa unnið Norður- landamót félags- liða, þar af KR tvisvar, og öll skiptin hefur Is- lendingur verið valinn besti leikmaður Norðurlanda í þessum ár- gangi. Liðið er svo sterkt að maður sér fram á það að þeir eigi eftir að geta náð mjög langt i næstu mótum. En hvað gerist í sambandi við val á þjálfara. Það er varla boðið út. Einn aðili kemur þarna inn, býðst til að vinna frítt og þeir ráða hann. Burtséð frá því hvort þetta er besti þjálf- arinn í stöðunni eður ei. Og hvað gerist? Annað sætið á Norðurlandamótinu sem er algjörlega ósættanlegur árangur á heimavelli og miðað við það sem félagsliðin hafa verið að gera.“ Sambandiö gerir ekki vel „Allir eru sammála um það að liðið gæti náð óhemjulangt með færan þjálfara, en stjórn KKÍ þorir ekki að taka á málinu. Greinilega hafa þeir ekki áhuga á að liðið nái einhverjum merkilegum árangri. Framtíðin er í unglinga- starfinu og þar verður að sýna meiri metnað.“ Óskar segist ekki geta bent á neitt sem sam- bandið sé að gera vel. „Það er mjög erfitt að finna eitthvað sem KKÍ gerir vel. Ég tel þessa blessaða fylkingu einfaldlega bara vera út- brunna, hvort sem þeir sætta sig við það eður ei. Það vantar nýtt blóð þama inn sem getur rifið þetta upp og kemur með nýtt skipulag. Þangað til heldur þessi þróun áfram.“ Vandamál kvennakörfunnar hjá félög- unum sjálfum Karl Jónsson hefur þjálfað bæði í efstu defld karla og kvenna ásamt unglingalandsliði kvenna. Hann telur vanta meiri metnað hjá félögunum þegar kem- ur að kvennfólkinu. „Vandmál kvenna- boltans liggur að mestu leyti hjá félögunum sjálfum. Þar virðist víða skorta áhuga og metnað gagnvart kven- fólkinu. Það er mikil synd að menn skuli ekki sjá að helstu sókn- arfærin í dag felast í aukinni þátttöku kvenna. Við þurfum einnig að fara að gera meiri kröfur tfl kvenleikmanna. Við þurfum að skapa þeim aðstæður svo þær geti æft undir leiðsögn hæfra þjálfara, aflt árið um kring." Kvennahandboltinn ákveöin fyrirmynd „Ég hef gaman af því að líta á kvennahand- boltann sem ákveðna fyrirmynd í því sambandi. Með meiri kröfum, betri þjálfun og fleiri æfing- um lætur árangurinn ekki á sér standa. Og hvar er kvennahandboltinn staddur i dag? Allavega það framarlega að Rafiðnaðarsambandið ætlar að styrkja kvennahandboltalandsliðið um þrjár mflljónir næstu þrjú árin. Ég verð þó að lýsa yfir vonbrigðum mínum vegna þess að ekki skyldi vera haldinn blaðamannafundur tfl að kynna kvennadeildina í haust. Það er einfald- lega hlutur sem má ekki bregðast þó að engir sérstakir stuðningsaðflar séu við hana.“ Karl vill fá fleiri verkefni fyrir kvennalands- liðiö og sjá meiri áhuga hjá KKÍ. „Verkefnaskortur hefur auðvitað sett mark sitt á landsliðsmál kvenna undanfarin ár sem og ákveðið áhugaleysi körfuknattleikssambands- ins. Ég sé fram á ákveðin kynslóðaskipti í lands- liðinu á allra næstu misserum, það em ungar og efnOegar stelpur að koma sterkar inn. Mér líst vel á það sem ég hef séð frá Jóni Erni varðandi landsliðið en ég leyfi mér þó að gagnrýna að landsliðsþjálfari kvenna skuli ekki hafa meiri bakgrunn í kvennaboltanum en raun ber vitni. Það þarf að fjölga verkefnunum fyrir kvenna- landsliðið það er engin spurning, því leikmenn og lið eflast með hverri raun“. Hressa upp á forystuna hjá KKÍ Karl telur að hressa þurfi upp á forystu KKÍ. „Að mínu mati er þörf á fersku blóði inn í forystusveit og skrifstofu KKÍ. Ég hef sagt að það þurfi aukinn starfskraft þangað inn til að fé- lögin fái þá þjónustu sem þau eiga að fá. Það er greinilegt að menn eru stundum undir miklu álagi á skrifstofunni og því er nauðsynlegt að fá inn nýjan kraft til að hægt sé að létta aðeins á þeim sem fyrir eru. Spurning er hvort ráða eigi framkvæmdastjóra til hámark 5 ára í senn því það er áríðandi að menn séu ferskir i starfi fyr- ir hreyfinguna. Mér finnst KKÍ ekki hafa staðið sig vel í áróðurs- og útbreiðslustarfi undanfarin ár, það hefur lítið sem ekkert verið að gerast á því svið- inu. Ég segi að kynning körfuboltans eigi að fara í miklu meira mæli fram i grunnskólum landsins. Það þarf að efna til átaks aö hausti, samstillts átaks sem KKÍ hefur yfirumsjón með en félögin sjálf geta framkvæmt. KKÍ hefur þó gert margt gott og vfl ég sérstaklega benda á þau atriði sem þeir hafa komiö á framfæri við félög- in vegna kvennaboltans. En þegar öllu er á botn- inn hvolft tel ég nauðsynlegt að hressa upp á for- ystuna og skrifstofuna á einhvern hátt.“ Framtíöin björt hjá félögunum Karl er á því að framtíð körfuboltans sé björt og nóg sé af efnilegum leikmönnum. „Ég tel að framtíðin sé björt því æ fleiri félög virðast vera að gera sér grein fyrir mikUvægi unglingastarfs- ins. Mörg félög hafa ráðið góða þjálfara til að hafa yfirumsjón með þjálfun og þar með leið- beint minna reyndum þjálfurum einnig. Það hef- ur margsannað sig að félög sem sinna unglinga- starfinu uppskera titla þegar komið er í meist- araflokkana. Stúlknaþjálfun er þó mikið ábóta- vant og komum við þar aftur að áhuga félaganna á að búa til öflugan kvennabolta. Það hefur ver- ið landlægt að stúlknaflokkar fá oft slökustu þjálfarana og það er eins og öllum sé sama um það. Þarna eiga foreldrar að koma inn og berja í borðiö, krefjast jafngóðrar þjálfunar og strák- arnir fá“. -BG Karl Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.