Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 8
30 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 Sport [£ j) NOREGUR Viking-Lillieström..... Bodö/Glimt-Válerenga . . . * Molde-Haugasund ....... Odd Grenland-Stabæk . . . Rosenborg-Brann........ Start-Moss ............ Tromsö-Bryne........... . 1-1 . 0-0 . 2-1 . 2-0 . 4-4 . .1-1 . 3-0 Rikharóur Daöason skoraöi mark Viking en hann og Auðun Helgason léku báðir allan leikinn fyrir Viking. Ríkharður fékk 4 i einkunn hjá Netta- visen og Auðun 5. Rúnar Kristinsson lék allan tímann með Lilleström og fékk 4 í einkunn, Einar Þór Daníels- son lék siðustu 5 mínúturnar en Ind- riði Sigurðsson var á bekknum. Grét- ar Hjartarson lék ekki með Lilleström vegna meiðsla. Tryggvi Guómundsson lék í fram- línunni hjá Tromsö og átti þátt í öðru markinu. Hann fékk 6 i einkunn hjá Nettavisen. Teitur Þóróarson og lærisveinar hans í Brann voru hársbreidd frá því að leggja meistara Rosenborgar að velli í mögnuðum leik en meistararn- ir jöfnuðu metin á iokaminútunni. Árni Gautur Arason stóð í markinu hjá Rosenborg og fékk 4 i einkunn. Pétur Marteinsson lék í vörninni hjá Stabæk og fékk 5 í einkunn. -GH Nokkrum var ekki svefnsamt Markaskorurum Stoke City þeim Graham Kavanagh og Peter Thome var ekki svefnsamt nóttina fyrir leikinn ásamt fyrirliðanum Nick Mohan. „Guðjón Þórðarson er besti þjálfarinn sem ég hef haft. Hann stappaði í okkur stálinu fyrir leik- inn sem hafði mikið að segja. Það var frábært að skora í leiknum en mér og Thome gekk ilia að sofa nóttina fyrir leikinn svo spenntir vorum við,“ sagði Kavanagh við DV eftir leikinn. Nick Mohan, fyrirliði liðsins, sagðist einnig hafa verið spenntur. „Ég svaf ekkert á milli 3-7 og svo vorum við komnir niður í morgunmat klukkan hálf átta,“ sagði Mohan. -Ótt írinn Graham Kavanagh er hér að koma Stoke yfir gegn Bristol City á Wembley í gær. Stoke vann skjöldinn - eftir sigur á Bristol City, 2-1, í bikarkeppni neðri deildar liða DV, London: íslendingaliðið Stoke tryggði sér í gær „Framrúðuskjöldinn" eða sigur í bikarkeppni neðri deildarliða þeg- ar liðið sigraði Bristol City, 2-1, í úr- slitaleik á Wembley þar sem 75.000 áhorfendur fylgdust með leiknum. Þar með bætti Guðjón Þórðarson enn einni skrautfjöörinni í hatt sinn sem þjálfari en hinn sigursæli þjálf- ari var fyrsti Norðurlandabúinn til að leiða lið sitt á Wembley. Graham Kavanagh og Peter Thorne skoruðu mörk Stoke og kom sigurmark Thome 8 mínútum fyrir leikslok. Stoke var öllu sterkari aðil- inn í fyrri háifleik en í þeim siðari mættu leikmenn Bristol City grimmari til leiks og voru betri. Brynjar Björn Gunnarsson átti mjög góðan leik í vöm Stoke og stöðvaði ófáar sóknir Bristol-manna. Bjarni Guðjónsson átti einnig góðan leik og hann átti stóran þátt f sigur- markinu. Brotið var á honum rétt við hornfánann. Hann var fljótur að átta sig, tók spymuna strax, sendi á Kavangh sem framlengdi knöttinn til Thome og hann átti ekki í vand- ræðum með að skora. Arnar Gunn- laugsson var í byrjunarliðinu en fann sig engan veginn og var skipt út af um miðjan síðari hálfleik. „Mér leið mjög vel fyrir leikinn og eins á meðan honum stóð. Ég var yf- irvegaður og ekkert stressaður. Það var frábær upplifun að fá að leika á þessum velli frammi fyrir öllum þessum fjölda og áhangendur okkar eiga þakkir skildar fyrir stuðning- inn, “ sagði Brynjar Björn Gunnars- son, besti maður Stoke, í samtali við DV eftir leikinn. 36 þúsund áhorfendur Bristol City yfirgáfu Wembley fljótt eftir leikinn en annar eins fjöldi Stoke-áhangenda var áfram inn á leikvanginum og hélt skemmtun sinni áfram. Hef fengið minn draum upp- fylltan „Það er draumur allra knatt- spyrnumanna að leika á Wembley og þann draum hef ég fengið upp- fylltan. Guðjón Þórðarson var alltaf búinn að segja við okkur að við gæt- um farið alla leið. Hann er búinn að vinna gott starf nú þegar. Við sýnd- um mikinn styrk að vinna leikinn eftir að þeir jöfnuðu," sagði Nick Mohan, fyrirliði Stoke, í samtali við DV eftir leikinn. -GH/Ótt * ^ Þýski handboltinn: Islendingarnir atkvæðamiklir íslensku leikmennirnir í þýsku A-deildinni í handknattleik voru atkvæðamiklir í leikjum helgarinn- ar í þýsku A-deildinni í handknatt- leik en samtals skoruðu þeir 38 mörk Róbert Duranona, sem hefur ákveöið að leika með Nettelstedt á næstu leiktíð, var í miklum ham þegar Eisenach gerði jafntefli gegn lærsveinum Alfreðs Gíslsonar hjá Magdeburg en lokatölur urðu, 20-20, eftir að Magdeburg hafði leitt í hálfleik, 5-8. Duranona skoraði 8 mörk og var markahæstur í sínu liði. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg en Kretzchmar var atkvæðamestur með 5 mörk. Dagur 8 - Gústaf 7 Dagur Sigurðsson skoraði 8 mörk þegar Wuppertal vann mikil- vægan sigur á Willstatt, 23-22. Heiðmar Felixsson skoraði 3 en Valdimar Grímsson ekkert. Gústaf Bjarnason var markahæstur í liði Willstátt með 7 mörk en Magnús Sigurðsson skoraði 1. Sigurður Bjarnason skoraði 5 mörk fyrr Wetzlar sem vann botn- liðið Schutterwald, 22-29. Toppliðið Flensburg gerði 23-23 jafntefli gegn Nettelstedt. Danirnir í liði Flensburgar voru að venju at- kvæðamiklir. Bjerre skoraði 6 mörk, Hjermind 6 og Jörgensen 3. Hjá Nettelstedt var Beychler markaliæstur með 6 mörk. íslendingaliðið Dormagen fékk dýrmætt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn Gumersbach, 25-25, en Dor- magen leiddi í leikhléi, 14-11. Ró- bert Sighvatsson og Héðinn Gilsson skoruðu 2 mörk hver og Daði Haf- þórsson skoraði eitt. Kóreumaður- inn Yoon var að venju langmarka- hæstur í liði Gumersbach en hann skoraði 12 mörk. Guðmundur Hrafnkelsson og fé- lagar hans í Nordhom náðu ekki að fylgja eftir sigrinum góða á Kiel fyrir helgina því þeir töpuðu á úti- velli fyrir Bad Schwartau, 23-21. Rússneski landsliðsmaðurinn Dmitri Karlow skoraði 7 mörk fyr- ir Schwartau en hjá Nordhom var Riise með 5 mörk og Sando með 4 mörk. Lemgo tapaði óvænt á heimavelli fyrir Grosswallstadt, 21-22, eftir að hafa verið yfir i hálfleik, 13-10. Kiel hafði betur gegn Essen, 22-20. Perunicic skoraði 9 mörk fyr- ir Kiel. Patrekur Jóhannesson skoraði 1 mark fyrir Essen. Toppbaráttan er orðin geysilega spennandi. Fiensburg og Kiel eru með 44 stig þar sem Flensburg á leik til góða, Magdeburg er með 42 stig og Lemgo 40. Á botninum er Schutterwald með 4 stig, Willstatt 9, Wuppertal 13, Dormagen 14 og Nettelstedt 21. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.