Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 31 —» I>V Sport Úrslit í opinni töltkeppni og nýhesta- keppni sem haldin var á Víövöllum um helgina. Keppendur voru 105 og skiptust í eftirtalda flokka: 6 tölt ung- menna, 14 tölt 2. flokkur (áhuga- menn), 19 tölt 1. flokkur (opinn), 38 fjórgangur (nýhestakeppni), 28 flmm- gangur (nýhestakeppni). Tölt ungmenna 1. Davíð Matthíasson, Fáki, á Gyðju frá Syðra-Fjalli, 5,93/5,92/5,94. 2. Guðbjörg B. Snorradóttir, Fáki, á Móbrá frá Dalsmynni, Bisk. 6,37/5,92/5,80. 3. Viðar Ingólfsson, Fáki, á Visu frá Kálfhóli, Rang. 5,13/5,60. Tölt 2. fl. (áhugamenn) 1. Guðjón Gíslason, Fáki, á Snúði frá Steinsnesi, Hún. 5,87/6,07. 2. Þórður Heiðarsson, Fáki, á Svarti frá Hofi, Vatnsdal, 6,17/6,05. 3. Þóra Þrastardóttir, Fáki, á Gjóstu frá Brún, Eyj. 5,57/5,77. Fjórgangur (nýhesta- keppni) 1. Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki, á Þór frá Litlu-Sandvík, Árn. 6,50/6,73 2. Sigvaldi Ægisson, Fáki, á Gylli frá Engihlíð, Dal. 6,27/6,64 3. Guðmar Þór Pétursson, Herði; á Kinnskær frá Undirfelli, Vatnsdal, 6,07/6,33 Fimmgangur (nýhesta- keppni) 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Stjarni frá Dalsmynni, Bisk. 6,00/6,23/6,53 2. Jón Gislason, Fáki, á Sölva frá Gíslabæ, Snæfellsn. 6,03/6,23/5,38 3. Guðni Jónsson, Fáki, á Prúði frá Kotsströnd, Árn. 5,73/6,08/ Feðginin Ragnar Hinriksson og Edda Rún Ragnarsdóttir voru sigursæl á opna töltmótinu sem fram fór í Víðidal. Ragnar á hesti sínum, Stjarna frá Dalsmynni, sigraði í fimmgangi og Edda Rún á Pór frá Sandvík sigraði í fjórgangi. DV-mynd Hinrik Þátttaka var góó þrátt fyrir Reið- hallarsýningu Fél. Tamningamanna sem var sömu daga. Dómarar voru: Höröur Hákonar, Einar Ragnarsson og Þorvarður Friðbjarnarson. Bráða- banar voru 1 tveim flokkum: fimm- gangi og tölti ungmenna. f- Félag tamnmgamanna stóð fyrir viðamikilli afmælissýningu í Reið- höllinni i Víðidal um helgina. En fé- lagið hefur verið starfrækt í 30 ár. í raun hófst dagskráin á flmmtudag- inn m.a. á því að tamningameistar- inn Eyjólfur ísólfsson var með sýni- kennslu um tamningu og uppbyggin- gu hesta. Fleiri meistarar í faginu fylgdu svo á eftir næstu daga þ.á.m. Þórir Magnús Lárusson sem var með áhugaverða sýnikennslu um frum- tamningu. Yfirbragð sýningarinnar í heild sinni var mjög faglegt og veitti góða innsýn inn í þær framfarir sem orð- ið hafa í tíð félagsins. Gaman var að sjá hve unga kynnslóðin er orðin fjölmenn og hæfileikarík í þessari grein sem orðin er að hreinum og klárum iðnaði. Á laugardagskvöldið var boöið upp á fjölmörg sýningaratriði sem bæði voru fræðilega uppbyggð ásamt því að hafa skemmtanagildi. Ræktunarmenn ársins, Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson mættu með hóp hrossa sem þau hafa verið að rækta á undanfórnum árum með góðum árangri. Það er alveg greinilegt að þau hafa unnið feiki gott starf sem gaman verður að fylgj- ast með i framtiðinni. Kveikur frá Miðsitju var sýndur með afkvæmum og þar sannaði hest- urinn hvers hann er megnugur í ræktun. íslandsmeistarar í tölti á. síðasta ári, þau Blæja frá Hólum og Egill Þórarinsson, voru með gull- falleg tilþrif og gáfu áhorfendum sýnishorn af þvi sem koma skal á næstu stórmótum. Það er orðin hvimleiður galli hve lítið er gert úr lýsingu á hestasýn- ingum almennt á íslandi. ReiðhöÚin í Víðdal hefur til að mynda eingöngu staðlaða flúrlýsingu sem gerir lítið annað en pirra augu sýningargesta; afmarkar hvorki ákveðið svæði né litar upp sýningaratriðin. -HÓ Náttúrubarniö Ragnar Hinriksson kemur mjög sterkur inn í komandi stórmót. Ragnar hefur veriö í eld- línunni í 30 ár og slær ekki slöku við þrátt fyrir handar- og bakmeiösl sem hafa verið að hrjá hann að undan- förnu. Ragnar var mjög liðtækur hand- boltamaður í gamla daga og kennir því um hvernig komið er fyrir hend- inni á sér. En Raggi er þekktur fyrir sitt „silkitaumhald" og segir að þaö geri ekkert til þó hendin sé aum. Það auki bara á næmnina. Þaó er alveg greinilegt að hross al- mennt koma vel undan vetri. Það sáu þeir sem bæði fylgdust með mótinu á Víðivöllum og á afmælissýningu FT um helgina. Augljóst að komandi landsmót verður firna sterkt. Áhugi útlendinga fyrir landsmótinu 1 Víðidal er greinilega mjög mikill. Það mælist m.a. af því að hótel í Reykjavík eru yfirfull þá viku sem mótið fer fram. Undirbúningur „Það eru kostir og gallar við það að halda landsmót í Víði- dal,“ segir Fannar Ólafsson, framkvæmdastjóri landsmóts- ins, en undirbúningur þess er kominn á fullt skrið. „Ókostirnir eru fyrst og fremst þeir að landrými til að beita hrossum er ekki i sama mæli og áður. Því verður að hýsa flest hrossin. En í annan stað er öll aðstaða í Víðidaln- um eins og best verður á kos- ið.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort húsnæði fáist yfir öll þau hross sem mæta víðs- vegar af landinu þá aðallega út frá því að margir hafa hugs- að sér að halda hrossum á húsi fram yfir landsmót. Reiknað er með eitt þúsund til fimmtán hundruð hrossum. Fannar segir að flestir kepp- endur og þeir sem ætla að taka þátt í hópreiðinni útvegi sér sjálfir hesthúsapláss en Fákur mun einnig verða mönnum innan handar. Siðan er hægt að leita í nálæg hest- húsahverfi, eins og hjá Gusti og Andvara. Fannar segir að möguleiki verði á beit austan við Norð- lingabraut og þaðan sé stutt yfir á mótssvæðið. Veitingaað- staða verður í Reiðhöllinni sem verið er að betrumbæta þessa dagana auk þess sem þar verður þjónustuver sem veitir allar upplýsingar er varðar mótið og fleira. Síðan verða haldnir dansleikir í Reiðhöllinni á kvöldin. Lagt mikla vinnu í kynningu „Við höfum lagt mikla landsmótsins vinnu í að kynna mótið er- lendis og höfum við fundið fyrir miklum viðbrögðum aö undanförnu. Flugleiðir ætla í samstarfi við okkur að gera könnun á því í hvaða tilgangi ferðamenn koma til íslands tveim vikum fyrir landsmótið svo við áttum okkur betur á hvað dregur þá að. Einnig munum við gera lauslega könnun við innganginn á mótssvæðið. Þetta er mikil- vægt bæði fyrir okkur að vita hver aukningin er ár frá ári og eins fyrir ferðaiðnaðinn í heild. Á síðasta landsmóti voru útlendingar rúmlega helmingur mótsgesta. „Þetta er sá atburður á ís- landi sem dregur flesta útlend- inga að og í ofanálag eru þeir þaulsetnir því flestir fara annaðhvort í hestaferð eftir mótið eða ferðast um landið á annan hátt,“ segir Fannar. Reikna má með að mótsgest- ir verði á bilinu tíu til fimmt- án þúsund. Ef veður verður hagstætt er ekki útilokað að sú tala fari í tuttugu þúsund manns. Hægt verður að kaupa sig inn á mótið fyrir hvem dag og er það af sem áður var þar sem menn þurftu að leggja út fyrir alla dagana ef þeir komu fyrri part móts. Á sama tima og landsmótið fer fram verður landbúnaðarsýning í Laugar- dal, Bú 2000 svo nóg verður fyrir bændur og búalið að skoða í menningarborginni á þessu landsmótsári. -HÓ Fannar Olafsson, framkvæmdastjóri landsmótsins, sem haldiö veröur á Víöivöilum í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.