Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 10
32 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 Sport i>v Mánuður þar til DV-Sport íslandsmeistaramótið í torfæru hefst á ný: AöstoBarrt)e<?niniir stíila ser úppi 'i grind FassatröUsini. asg.pt Sigu.rði Nú er elnungis mánuður þar til DV-Sport Islandsmeistaramótið í torfæru hefst. Fyrsta -Paö veröur í nógu aö snúast hjá Ólafi Guömundssyni, formanni LÍA, en mánuöur er þar til keppnistímabiliö hefst fyrir alvöru. DV-myndir JAK keppnin verður ekin við Akrafjall 13. maí. Önnur torfærukeppni sumarsins verður hins vegar haldin 3. og 4. júní á Foxhill í Swindon í Englandi. Mesta vinnan hjá strák- unum í Landssam- bandi íslenskra akstursiþróttafé- laga hefur undan- farið farið í að undirbúa þá keppni í sam- vinnu við erlenda aðila. Það hefur því verið í nógu að snúast hjá Ólafi Guðmundssyni, formanni LÍA, en samtökin hafa veg og vanda af skipulagningu tor- færunnar í sumar eins og endranær. LÍA var stofnað 1978 með því - * sem er ieugst tii vinstri-. ' ' ^ 4 DV-myndir JÁK markmiði að sameina akstursíþróttamenn, halda utan um lög og reglugerðir og vinna að uppbyggingu, skipulagningu og öryggi akst- ursíþrótta á Islandi. Samtökin hafa sinnt þessu hlutverki sínu vel í gegnum árin og eru nú að færa sérislenska akstursíþrótt, tor- færuna, til útlanda og kynna íslenska kepp- endur þar. Ólafur hefur verið formaður LÍA frá 1991 en þá tók hann við formannsstarfinu af Örvari Sigurðssyni, stofnanda Kvartmíluklúbbsins, sem var formaður LÍA frá stofnun þess Kvartmíluklúbburinn og Bifreiðaiþrótta klúbbur Reykjavíkur voru þá stærstu aksturs iþróttaklúbbarnir og kom Ólafur úr BÍKR Var hann varaformaður LÍA frá stofnun sam- takanna þar til hann tók við af Örvari. Ólafur er nú nýkomin til landsins frá Swindon þar sem hann skoðaði keppnissvæðið ásamt Svani Lárussyni sem verður keppnisstjórinn. Einnig var með í för Birgir Þór Bragason, en hann hefur séð um framleiðslu á sjónvarps- efninu frá torfærunni, bæði á íslandi og fyrir erlendan markað. Þeir félagar voru einnig að ganga frá síðustu endum í sambandi við und- irbúning keppninnar en búið er að ráða fram- kvæmdastjóra keppninnar í Englandi og blaðafulltrúa. I Englandi er mikill áhugi fyrir keppninni enda er búið að kynna hana vel. Sýndir hafa verið átta sjónvarpsþættir á Channel 4 sjónvarpsstöðinni með ýmsu landkynningarefhi og mynd- um frá torfærukeppnum á ís- landi. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og eru viðræð- ur um framhald þegar komn- ar af stað. Forsala aðgöngu- miða á keppnina er hafin og gengur salan vel. „Keppnissvæðið er mjög gott, sérstaklega með tilliti til aðstöðu áhorf- enda“, segir Ólafur. „Það má helst líkja því við keppnissvæðið á Hellu, af því sem við þekkjum hér á landi, þó engin sé mýrin. Um er að ræða motocross-svæði og er öll aðstaða þar fyrir hendi, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Við munum fá stórvirk tæki til að laga brautirnar og gera þær skemmtilegri. Helgina á undan okkur fer þar fram Grand Prix motocrosskeppni en brautin er í eigu Donnington og Thruxton kappakstursbraut- anna. Þessi keppni á Foxhill átti að vera loka- keppni DV-Sport heimsbikarmótsins í fyrra en þá tókst ekki að ljúka samingum þá við kostendur í tæka tíð. Það hefur verið gert núna og er stærsti kostandinn Goodyear dekkjaframleiðandinn. Goodyear hætti þát- töku í Formula 1 kappakstrinum í fyrra og hefur verið að leita sér að auglýsingarvett- vangi síðan. Fyrir utan torfæruna er Goodye- ar einugis styrktaraðili á NASCAR í Banda- ríkjunum á þessu ári. Flestir yfirmanna og umboðsmanna Goodyear verður boðið á keppnina. Því má segja að torfæran standi á tímamótum og geysilega mikilvægt sé fyrir alla að þessi keppni takist vel. Við ætlum að fara utan með alla bestu torfærubíla og öku- menn landsins. I dag lítur dæmið þannig út að við forum með 17 bíla og borgum undir þá flutninginn og flmm manns með hverjum bíi. Þá er von á um fimm keppendum frá Norður- löndunum og jafnvel þremur Bretum. Laugar- daginn 3. júni verða æfingar og jafnvel for- keppni ef keppendur verða of margir. Aðal- keppnin verður síðan ekin á sunnudeginum. Mikið af áhorfendunum mun væntanlega setj- ast að í nágrenninu, tjalda og fylgjast með alla helgina. Þá munum við einnig skipuleggja hópferð til Swindon fyrir þá íslendinga sem áhuga hafa á að fara á keppnina," sagði Ólaf- Sigurður Þór Jónsson á Fassatröllinu: NinsMiti JK * K-ristján Finnbjörnsson er aðgilt>önnuöur bilsins/Hann er her asamt Siguröi og matar festingu a grind bilsins. Sigurði Þór Jónssyni tókst að eyðileggja afturhásinguna í Fassatröllinu í síðustu keppninn í fyrra og ætlaði hann að skifta um hana fyrir sumarið. Sú hásingarskipting endaði með því að bíllinn var allur rifinn í spað og ný grind smíðuö. Það má því segja að Sigurður og aðstoðarmenn hans séu að smíða nýjan bil frá grunni. Reyndar verður ýmislegt úr ;gangverki gamla bilsins notað í ‘ þann nýja en bíllinn verður nýr. Þegar tíðindarmaður DV kíkti í skúrinn hjá Sigurði í vikunni var búið að smíða grindiiia að mestu leyti og setja hásingarnar undir hana. Allt annað var eftir en Sigurður.ætlaði sér hálfan mánuð í viðbót til að klára þílinn. Sigurður hefur vakið athygli í torfærunni fyrir djarfan akstur en hann hefur tekið þátt í torfærukeppnum frá 1992. Fyrstu fjögur árin keppti hann í götubílaflokki en ‘96 færði hann sig upp í Sérútbúna flokkinn. Sigurði hefur ekki tekist að næla sér í meistaratitil en tvisvar hefur hann verið í öðru sæti til íslandsmeistartitils. I fyrra hreppti hann fjórða sætið í íslandsmeistarakeppninni. Þrátt fyrir misjafnt gengi í keppnunum hefur Sigurður verið áberandi keppandi þar sem hann vilar ekki fyrir sér að leggja Fassatröllið í snarbrattar brekkur og ófær stál. Tilraunir hans hafa því oft endað með glæsilegum flugferðum eða hrikalegum veltum. En þrátt fyrir þetta hefur Sigurður einungis misst úr tvær brautir í keppnum síðan ‘92. Má það þakka hönnun bílsins, en hægt er að kippa boddyhlutum hans af svo að auðvelt er að sinna viðgerðum, og vösku liði astoðarmanna sem gjörþekkir bilinn. Eins og fleirri keppendur er Sigurður einnig að vinna í að afla sér kostenda fyrir sumarið en hann segist hafa getað rekið bílinn nokkurn veginn með þvi móti síðustu árin. Sigurður segir kerfisþróun hafa verið dyggasta styrktaraðila sinn í gegnum árin og nefndi einnig Fönix og Ellingsen sem verið hefur með auglýsingar á bílnum frá upphafi. Þátttaka í torfærukeppnum byggist á samstarfi ökumanns og aðstoðarmanna sem sjá um að halda bilnum gangandi. Strákarnir í skúrnum hjá Sigurði voru sammála um að mikilvægasti maðurinn í aðstoðarmannaliði Sigurðar væri kona hans, Erla Sigfúsdóttir, sem fylgt hefur Sigurði í allar keppnir og séð um að fæða aðstoðarmannaliðið, bæði á keppnum og ekki síst í skúmum þegar þeir hafa unnið við smíðar og viðgerðir fram á rauða nótt. -JAK Fassatröllið Grind: Heimasmíðuð. Fjöðrun: Loflpúðar/heimahannað. Demparar: Koni. YQrbygging: Heimasmíðuð. Vél: 350 cid Chevy Þjöppuhlutfall: 10.5:1 Knastás: Crane vökva-rúiluás. Lift inn/út: ‘570/’601 Ventlar: inn/út 2.02/1.94 Soggrein: Edelbrock Torqer Blöndungur: Holley 650 cfm Double Pumper Aukaaflgjafi: Nitro kit KveikjukerQ: MSD PústkerQ: Heimasmiðað. AQ: Ekki geBð upp. Gírkassi: 350 TurboHydramatic Converter: Grípur v. 3500 rpmw Millikassi: Dana 20. Framhásing: Dana 44/60 Dana. Afturhásing: 14 bolta Chevrolet. Þyngd bíls: Undir 1350 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.