Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 33 Tvídægra: Veiði og ganga Við bjóðum upp á fjögurra daga veiðiferðir og er eins gott að menn séu vel á sig komnir. Við erum að kanna veiðilendur sem fáir hafa veitt á og sums staðar engir,“ sagði Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk í Miðflrði, en hann býður upp á nokkuð geggjaðar veiðiferðir núna í sumar. En þetta eru veiðiferðir upp á Tvídægru. „Ferðin tekur íjóra daga og við fórum á veiðilendur sem eru lítt kannaðar þar sem á aö vera gnægð fiskjar. Ætli við göngum ekki um 20 km á dag, líklega um 70 km í allt þessa fjóra daga. Við gistum í fjallaskálum og það er ekki akfært að þessum skálum en ég fór fyrir skömmu með mat og drykkjarfong inn eftir á snjósleða." - Hvernig er fyrirkomulagið og hvað kosta svona ferðir? „Verðið er 58 þúsund fyrir þessa fjóra daga og innifalið eru veiðileyfi, gisting, fullt fæði, leið- sögn og akstur til og frá Brekku- læk. Á fyrsta degi mæta þátttakendur á Brekkulæk og síð- an verður ekið með veiðimennina inn Austurárdalinn og inn á Am- arvatnsheiði. Á móts við Strípalón fer bíllinn ekki lengra og veiði- menn taka búnað sinn og ganga vestur með Strípalónum að veiða. Siðan er gist í fjallaskálanum í Lónaborg. Á öðrum degi er gengið og veitt vestur með Strípalónum. Þar sem heitir meðal annars Grandalón, Tangalón, Þórhallar- lón og Veiðilón. Að lokum verður rennt í Urðhæðarvatn, áður en gengið er í náttstað í fjallakofann við Urðhæð. Næsta dag er stefnan tekin á Ketilvatn og Veiðitjörn og veitt þar, síðan í Syðri-Kvísl og að Hólmavatni. Nóg er af veiði- stöðum en þegar menn fara að þreytast verður gengið að Lóna- borg og gist þar. Á fjórða degi er gengið austur að Grandalónum og veitt í þeim. En þangað er ekki langt að vegarslóðanum. Þangað kemur bíll upp úr hádegi til að sækja mannskapinn og verður honum ekið til byggða. Á leiðinni verður stoppað og gengið á Kvikanda í Ytri-Kvísl og veitt þar. Síðan verður gist á Brekkulæk eina nótt.“ - Fæst einhver til að fara i þennan veiðitúr? Þetta eru 70-80 km, sem eru gengnir og mikið á votlendi? „Það er rétt að þetta er langur, en skemmtilegur göngutúr og al- veg ókannaðar veiðilendur víða. Mikið er víst af fiski og þetta verð- ur án efa skemmtilegar ferðir. Við ætlum að fara fyrstu ferðina í lok júní,“ sagði Arinbjörn í lokin. Ævintýralegasta veiöiferöin Þetta er einhver ævintýraleg- asta veiðiferð sem frést hefur af í seinni tíð. Fiskinn vantar ekki en veiðimaðurinn þarf að hafa tölu- vert fyrir veiðinni. Hægt er að gera að aflanum og gist er í fjalla- skálum. Er hægt að hafa það villi- mannlegra? -G.Bender Veiðihornið með Gunnari Bender Stór urriðinn er skemmtun hvers veiöimanns og fátt er skemmtilegra en að glíma við þá væna. DV-mynd G.Bender Fluguhnýtingar: Stærsta keppnin fýrr og síðar Fluguhnýtingar hafa svo sann- arlega aukist meðal veiðimanna hin seinni árin og fleiri og fleiri hefla fluguhnýtingar. Þessa dag- ana er að byrja íslandsmót í fluguhnýtingum og stendur Landssamband stangaveiðifélaga fyrir keppni. Stefnir í að þetta verði stærsta fluguhnýtingar- keppni á íslandi fyrr og síðar. „Mér líst feiknavel á þessa keppni og ég vona að sem flestir taki þátt í henni. Það styttist í veiðitímann og við veiðimenn erum orðnir spenntir," sagði Óli Johnson hjá Ó. J og Kaaber en hans fyrirtæki er eitt margra sem standa að þessari keppni með Landssambandi Stangaveiði- félaga. Keppt verður í þremur flokk- um, flokki ungmenna, almennum flokki og meistaraflokki. Yflr- dómari mótsins kemur frá Nor- egi og hægt veröur að fá keppnis- gögn í veiðibúðunum. -G.Bender Sport íslenska landsliðið í íshokkí var ð i 5. sæti á í D-riðli heimsmeistaramótsins sem lauk i gær. DV-mynd Ingó HM í íshokkí: Fimmta sætið - varö hlutskipti íslenska liösins eftir sigur á Ný-Sjálendingum í gær íslenska landsliðið í íshokkí hafn- aði í 5. sæti í D-riðli heimsmeistara- mótsins í íshokki sem lauk í Skautahöllinni í Laugardal í gær. íslendingar unnu öruggan sigur, 6-3, á Ný-Sjálendingum, í leik sem íslensku leikmennirnir höfðu tögl og hagldir og til marks um það átti íslenska liðið 50 skot að marki Nýja- Sjálands en Ný-Sjálendingar áttu að- eins 19 skot að marki íslands. Jón Gíslason, James Devina, Jónas Magnússon, Heiðar Ágústs- son, Rúnar Rúnarsson og Eggert Hannesson skoruðu mörk íslenska liðsins en Ágúst Ásgrímsson var valinn besti leikmaður íslands eftir leikinn í gær. íslendingar töpuðu fyrir S-Afríku á laugardginn, 9-3. íslendingar fengu óskabyrjun, komust í 3-0 með mörkum frá Jónasi Breka Magnús- syni, James Devine og Jóni Gísla- syni en eftir það hrökk allt í baklás hjá íslenska liðinu. Svo virtist sem allir leikmenn fslenska liðsins ætl- uðu að skora og fyrir vikið riðlaðist vamarleikurinn. S-Afríkumenn gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. „Við erum bara mjög ánægðir með þennan árangur okkar sem er framar vonum. Við vorum að gæla við að lenda í 4.-6. sætinu og það tókst. Það hefur verið mjög gaman aö taka þátt í þessu móti. Mæting hefur verið góð á leikina og fólk er nú búið að uppgötva að þessi íþrótt er stunduð hér á landi," sagði Heið- ar Ingi Ágústsson, fyrirliði íslenska liðsins, við DV eftir sigurinn á Ný- Sjálendingum. -BB/GH Hart barist í leik íslendinga og S-Afríkumanna sem áttust við á laugardaginn. íslendingar urðu að láta í minni pokann þrátt fyrir góða byrjun. DV-mynd Ingó Við erum 1 árs Glæsileg afmælistilboð 17. apríl-29. apríl Scramble Stærðir 7—11 Verð 5.990 Afmælistiiboð 4.990 /V Miire > Markmannshanskar í öllum stærðum. Verð frá 790 Liverpool-heimatreyja Verð 4.990 Afmælistilboð: Öllum treyjum fylgir Liverpool-bolur. Gott úrval enskra liðabúninga. Mitre > Boltar Góð sumargjöf Verð frá 1.490 Legghlifar Max II Verð 1.590 Komdu og líttu á afmælistilboðin. Prima RMS-takkaskór Verð 2.990 Jói útherji Ármúla 36 , Reykjavík, sími 588 1566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.