Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2000, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 2000 Skúli Gunnsteinsson. Skúli er hættur Þjálfaraskipti verða hjá liði Aftureldingar í Nissan-deildinni í handknattleik. Skúli Gunnsteins- son, sem stýrt hef- ur liðinu tvö síð- ustu tímabil, hefur ákveðið að hætta. „Við vildum gjarnan hafa Skúla hjá okkur áfram en hann vildi hætta vegna anna í starfi. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hver tekur við liðinu en við munum skoða þetta svona í róleg- heitum yflr pásk- ana,“ sagði Jóhann Guðjónsson, for- maður handknatt- leiksdeUdar Aftur- eldingar, við DV. Jóhann sagðist ekki reikna með miklum breyting- um á liðinu og hann sagðist frekar eiga von á því að Litháarnir tveir yrðu áfram svo og Bergsveinn markvörður en samningar þeirra renna út í vor. -GH Fimleikar: Rúnar annar á bogahesti í Glasgow Rúnar Alexandersson varð annar á bogahesti á heimsbikar- móti sem sem fram fór í Glas- gow. Hann fékk 9,737 stig i einkunn fyr- ir æfingu sína. Sigurvegari varð Rúmen- inn Marius Uniga. Rúnar var ekki fjarri því að komast í úrslit í tveimur öðrum áhöld- um. Rúnar hefur eins og kunnugt er áunnið sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Sydney. -JKS Knattspyrna: Albert áfram með Grindavík Skömmu áður en úrvalsdeild- arlið Grindvíkinga í knatt- spyrnu héldt í æflngaferð tU Spánar í fyrri viku kom upp mis- sætti miUi Alberts Sævarssonar markvarðar og stjórnar knatt- spymudeUdarinnar sem varð tii þess að Albert lýsti því yflr að hann væri hættur að leika með liðinu og sat því eftir heima. Þessi ágreiningur hefur nú verið jafnaður og Albert, sem er í hópi bestu markvarða landsins, mun því verja mark Grindvík- inga í sumar. -bb Körfuknattleikur: Grindavík KR í kvöld Fyrsti úrslitaleikur Grindvík- inga og KR-inga um íslands- meistaratitilinn í Epson-deild- inni í körfuknattleik fer fram í Grindavik í kvöld og hefst hann klukkan 20. Bæði lið geta teflt fram sínum sterkustu liðum en þau hafa get- að undirbúið sig vel fyrir úr- slitarimmuna því tæpur hálfur mánuður er frá því undanúrslit- in kláruðust. Liðið sem fyrr vinnur þrjá sigra tryggir sér íslandsmeist- aratitilinn. -GH - skrifaði undir fjögurra ára samning við meistarana Miðvallarleikmaðurinn Gunnar Einarsson skrifaði um helgina undir fjögurra ára samning við Islands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu. Gunnar, sem er 24 ára, hefur undanfarin ár verið á mála hjá hollenska liðinu Roda Kerkrade. Þaðan var hann lánaður fljótlega til 2. deildarliðsins Venlo þar í landi. í vetur hefur hann verið á lánsamningi hjá enska liðinu Brentford. Áður en Gunnar fór erlendis lék hann með Valsmönnum. Innan KR-inga ríkir ánægja með komu Gunnars til liðsins því hann mun eflaust styrkja vel leikmannahópinn sem var allsterkur fyrir. Gunnár á eftir að nýtast vesturbæjarliðinu vel á miðjunni, en það er alveg ljóst að baráttan um stöður í lið- inu á eftir að verða hörð í sumar. Gunnar kemur til móts við KR-inga þann 22. apríl í Hollandi en þar mun liðið dvelja í æflngabúðum um víkutíma fyrir átökin í sumar. Nú er orðið ljóst að Einar Örn Birgisson leikur ekki með KR-ingum I sumar. Hann hefur óskað eftir því að fá að fara frá félginu og hafa KR-ingar orðið við Gunnar Einarsson er kominn beiðni hans. Víst er að nokkur lið hafa áhuga á að krækja i Einar Öm. til liös viö KR. ‘JK8 KR gerir Liverpool tilboð - um það að fá Hauk Inga Guðnason til liðsins í sumar KR-ingar hafa að undanfórnu ver- ið í viðræðum við enska úrvals- deildarliðið Liverpool með það fyrir augum að fá Hauk Inga Guðnason leigðan til félagsins í sumar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins ætla KR-ingar að gera lokatilraun í mál- inu í dag með því að gera Liverpool tilboð sem verður sent út til Anfield Road. KR-ingar eru að gera sér vonir um að málið skýrist endanlega fyrir páska hvort Haukur Ingi leiki með þeim í sumar eður ei. Það er yrði hvalreki á fjörur KR-inga ef Haukur Ingi klæddist KR-búningum i sum- ar. Samningur hans við Liverpool rennur út vorið 2001. Aldrei með aðalliðinu Haukur Ingi lék með Keflvíking- um áður en hann gekk til liðs við Liverpool i ársbyrjun 1998. Hann hefur engin tækifærin fengið með aðalliði Liverpool og sáralítið feng- ið að spreyta sig með varaliðinu á yfirstandandi tímabili Haukur Ingi, sem er 22 ára, á að baki 1 A-landsleik og hátt í 40 leiki með unglingalandsliðum KSÍ. Með Keflvíkingum lék hann 34 leiki í efstu deild og skorað í þeim ellefu mörk. -JKS Haukur Ingi Guðnason. Martha til Sydney - náði lágmarkinu i maraþoni í Hamborg Martha Ernstdóttir, hlaupakona úr ÍR, náði i gær lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í maraþonhlaupi í Hamborg. Martha hljóp á 2:39,58. eða flmm mínútum undir lágmarkinu og lenti í áttunda sæti. Martha hlóp samt nokkru undir íslandsmeti sínu sem er 2:35,15. Sigurvegari í hlaupinu varð þýska konan Katrin Dörre-Heinig en hún hljóp á 2:33,10. Margir góðir hlauparar tóku þátt i hlaupinu en á sama tíma var sama veglengd hlaupin i London og í Rott- erdam. Martha er annar íslenski frjáls- íþróttamaðurinn til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum, hin er Vala Flosadóttir. -JKS íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik: „Geta borið höfuðið hátt“ íslenska unglingalandsliðið í körfuknattieik tapaði tveimur sið- ustu leikjum sínum í undanúrslita- riðli fyrir Evrópumótið í Þýska- landi um helgina og þar með er ljóst að íslendingar komast ekki í úrslita- keppnina sem fram fer í Króatíu í sumar. íslendingar höfnuðu í 4. sæti í riðlinum en Lettar, ítalir og Litháar uröu í þremur efstu sætunum og fara í úrslitakeppnina. Á laugardaginn töpuðu íslensku strákarnir fyrir Lettum, 66-59, og á föstudagskvöldið steinlá islenska liðið fyrir ítöium. Leikur íslendinga og Letta var i járnum allan tímann en Lettar leiddu leikinn með 3-6 stigum allan tímann og höfðu yfir í leikhléi, 36-33. íslensku strákarnir voru óheppnir með 3ja stiga skot sín og hvað eftir annað dansaði boltinn á körfuhringnum án þess að fara ofan í. Jakob Sigurðsson var stigahæst- ur með 16 stig, Jón Amór Stefáns- son 12, Hlynur Bæringsson 11 (17 fráköst), Ólafur Sigurðsson 8, Hreggviður Magnússon 5, Helgi Magnússon 5. ítalir höfðu mikla yfirburði í ieiknum gegn íslendingum og sigr- uðu, 83-52, eftir að staðan í hálfleik var, 44-20. Jón Arnór Stefánsson var lang- stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig, Jakob Sigurðsson 11, Hlynur Bæringsson 6 og Hreggviður Magn- ússon 5. Hársbreidd frá úrslitunum „Strákarnir geta borið höfuðið mjög hátt eftir þessa keppni en þeir voru hársbreidd frá því að fara í úr- slitin. Liðið var að spila mjög vel að leiknum gegn ítölum að undakild- um og við áttum góða möguleika á að vinna bæði Letta og Litháa. Ef við hefðum haft einn leikmann yfir 2 metrana og aðeins meiri breidd hefðum við farið áfram. Áður en mótið hófst sögðu andstæðingar okkar að íslendingar yrðu ekki nein fyrirstaða og leikirnir gegn þeim myndu vinnast stórt,“ sagði Sigurð- ur Hjörleifsson, þjálfari íslenska liðsins, við DV. Hafa vakið athygli Sigurður sagði að leikmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Hreggvið Magnússon hefðu vakið gríðarlega athygli hjá umboðsmönnum en þeir fylgdust margir með keppninni. -GH NBA-DEILDIN Úrslit aðfaranótt laugardags: Boston-Chicago..............106-92 Fortson 21, Pierce 20 - Brand 18, Ruffin 14. Atlanta-Philadelphia .......92-104 Terry 20, Mutombo 16 - Iverson 27, Hill 20. New Jersey-Orlando...........88-96 Newman 27, Van Hom 25 - Armstrong 23, Mercer 22. Miami-Indiana..............101-105 Mouming 28, Mashbum 19 - Miller 26, Rose 22. Milwaukee-Charlotte........106-109 Robinson 38, Allen 26 - Jones 29, Wesley 24. Toronto-New York.............86-71 Carter 34, Davis 17 - Ewing 16, Thomas 11, Camby 11. Dallas-Seattle.............117-103 Strickland 21, Ceballos 19 - Baker 25, Borrell 15. Denver-Golden State ........105-97 Lafl-entz 23, Van Exel 22 - Blaylock 21, Farmer 18. Phoenix-LA Clippers ........112-88 Rogers 22, Marion 20 - Nesby 21, Olowokandi 15. Vancouver-Minnesota ........94-104 Rahim 27, Dickerson 22 - Gamett 20, Szczerbaik 20, Brandon 20. LA Lakers-Sacramento.......121-114 O’Neal 41, Bryant 31 - Webber 36, Anderson 22. Úrslit aðfaranótt sunnudags: Washington-MUwaukee .... 116-120 Howard 21, Richmond 21 - Cassell 34, Allen 29. Cleveland-New York......... 106-96 Miller 18, Murry 16 - Houston 21, SpreweU 15, Camby 15. PhUadelphia-Detroit........ 100-94 Iverson 30, Lynch 17 - Stackhouse 15, WUliams 12. San Antonio-Utah Jazz......106-83 Robinson 19, EUiot 15, Rose 15 - Malone 23, Homacek 13. LA Clippers-Denver.........114-115 Anderson 31, Nesby 25 - Van Exel 44, Mccdyess 30. -JKS Helgi Jónas fer til leper Helgi Jónas Guðfinnsson, leik- maður Antwerpen og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, hefur gert tveggja ára samning við liðið Ieper, frá samnefndri borg í Belgíu, frá næsta hausti. Ieper er nú í næstneðsta sæti belgísku A-deildar- innar, en hefur fengið öflugt tölvu- fyrirtæki sem fjárhagslegan bak- hjarl og stefnir hátt á næstu leik- tíð. Antwerpen og núverandi þjálfari náðu ekki að endurnýja samning og því ákvað hann að taka tilboði Ieper og tekur með sér 7 leikmenn frá Antwerpen! Leikmenn sem flestir hafa verið hjá honum í 3-4 ár. Að sögn Helga Jónasar náði ,' ' _ . hann ágætum samningi við . Ieper og hann er að hugleiða nám í tölvu- og viðskiptafræðum samhliða atvinnumennskunni. Antwerpen er komið í úrslit belgísku bikarkeppninnar og er nú í öðru sæti deildarinnar. „Liðin hérna eru mjög góð og jöfn að getu og þegar komið er í úrslitakeppni er ómögulegt að spá fyrir um árangur liðanna en við reynum okkar besta til að ná titli, kannski tveimur," sagði Helgi Jónas. -bb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.