Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2000, Blaðsíða 1
15 Dramatíkin var mikil á lokasek- úndum fyrsta úrslitaleiks Grindavíkur og KR um ís- landsbikarinn í körfubolta. Aöalstuðningsmaður Grinda- víkur og Yfir-Grindajáni, Sig- ríöur Guölaugsdóttir, sýndi ótal svipbrigöi á lokasekúnd- um leiksins eins og Einar Óla- son festi á filmu í Röstinni í Grindavík í gærkvöld. Þriöjudagur 18. apríl 2000 dvsport@ff.is Tækifæri sem gefst bara einu sinni - Dagur Sigurösson á leið í japanska handboltann Dagur Sigurösson spilar i Japan a næsta tímabili. Ný knattspyrnulög: Mega skrefa **•» < J KSI sendi í gær frá sér fréttatilkynningu um breytingar á knattspyrnulögunum fyrir sumariö og athyglisverðust er breyting á skrefreglu markvarða með boltann í vítateignum. Markverðir mega nú skrefa að vild en máttu aðeins taka fjögur skref áður. Eina takmörkunin er að þeir verða að losa sig við boltann innan sex sekúndna en mega á þeim tíma fara eins víða um vítateiginn með boltann og þeir ná á þessum tiltekna tíma. Þá hefur vald aðstoðardómara verið aukið þegar þeir eru nær leikbrotum en dómari leiksins og síðast má nefna þá litlu breytingu á vítakeppni að liðin verða að hafa jafnmarga leikmenn á leikvelli i vítakeppni sem þýðir að hafi lið misst menn út af vegna brottvísana eða meiðsla verða andstæðingar þeirra einnig að fækka í sínu liði í vítakeppninni. -ÓÓJ Dagur Sigurðsson, landsliðsmað- ur i handknattleik, er á leið í japanska handboltann eftir að hafa leikið með þýska liðinu Wupptertal siðustu fjögur ár. Dagur hefur skrif- að undir tveggja ára samning við Wakunaga frá Hiroshima en liðið er eitt af þremur bestu liðum þar í landi. Liðið varð meistari fyrir þremur árum en síöustu tvö árin hefur Honda verið meistari. Dagur hafði átt í viðræðum við japanska liðið sl. 5-6 vikur og skrif- aði að lokum undir samning um helgina. Hann fer í stutta heimsókn til Hiroshima eftir landsleikinn við Makedóníu 9. júní. Eftir það kemur hann heim í sumarfri en undirbún- ingur fyrir tímabilið hefst í byrjun ágúst. Vegna Ólympíuleikanna hefst deildarkeppnin ekki fyrr en 24. október. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni en tækifæri sem þetta gefst ekki nema einu sinni i lífínu. Ég náði góðum samningi við Wakunaga en inni í honum er m.a, hús og bíll. Ég var langt kominn að semja við Frankfurt og eins vildi Wuppertal gera við mig nýjan samning. Ég vildi hins vegar prófa eitthvað nýtt og hlakka mikið til þess,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við DV í gær. Þjálfari Wakunaga er Japani er aðstoðarþjálfari er Eisti sem leikið hefur með liðinu sl. sex ár. Tveir franskir landsliðsmenn hafa sl. tvö ár leikið með Honda við góöan orð- stír og stendur til að þeir framlengi samninga sína við félagið. -JKS 0 is & '-Ts Allt í fótboltann Allt í fótboltann Allt í fótboltann Allt í fótboltann KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.