Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 DV Fréttir Sveitarstjórn Raufarhafnar brýtur landslög: Neyðarráðstofun - segir sveitarstjórinn Lögbrot á Raufarhöfn Kennarar sitja í skólanefnd þrátt fyrir aö þaö sé bannaö samkvæmt lögum. „Þaö er alveg rétt að við forum ekki þarna alveg eftir lagabókstafn- um en neyðin kennir naktri konu að spinna og við erum að bjarga okkur úr því vandræöaástandi að hafa ekki nógu marga kennara hér í skólanum. Þetta er neyðarráðstöf- un,“ segir Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en minnihlutinn í sveitarstjórn hefur tekið það mál upp að meirihlutinn brjóti lög með því að skólanefndar- menn hafi jafnframt verið kennar- ar við grunnskóla staðarins. í 42. grein sveitarstjórnarlaga segir að starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélags séu ekki kjörgengir í ráð, nefndir og stjórn- ir þeirra fyrirtækja eða stofnana sem þeir vinni hjá. Menntamála- ráðuneytið hefur haft afskipti af svipuðum málum og nú eru uppi á Raufarhöfn og tekið af öll tvímæli um að kennari geti setið í skóla- eða fræðslunefnd vegna hættu á hagsmunaárekstrum. Formaður skólanefndar á Rauf- arhöfn hefur jafnframt verið for- fallakennari og kennt mikið. Þá hefur sveitarstjórinn sjálfur aðeins komið að kennslu í skólanum. „Við leggjum ekki niður skóla- hald i plássinu og sendum krakk- ana heim dag eftir dag þegar um veikindi kennara er að ræða þótt einhver lög segi þetta eða hitt. Það er rétt að formaður skólanefndar, sem jafnframt er hafnarvörður, hef- ur þurft að koma talsvert inn vegna forfalla kennara sem hafa verið óvenjumikil í vetur. Þetta er bara neyðarúrræði hjá okkur, ein- faldlega vegna þess að okkur vant- ar kennara hingað,“ segir Reynir. Hann segir jafnframt að óskað hafi verið eftir umsögn ráðuneytisins vegna þessa ástands og hennar sé beðið en minnihlutinn í sveitar- stjórn hafi ekki haft vit á að þegja um málið opinberlega. -gk 54 ára gegn- um skoðun - og var fljótur að þvi DV. VÍK 1 MVRDAL: Bílaeftirlitsmenn í Vík voru fljót- ir að kveða upp sinn úrskurð þegar þessi 54 ára Renault-bíll kom í skoð- un í fyrradag - flnn bíll. Hann stóð því stutt við í stöðinni, fór í gegnum hefðbundið ferli og ók síðan burtu með rétta miðann. Það er Guðmann Jakob Pétursson, bóndi á Rauðhálsi, sem á þennan gamla franska bíl, árgerö ‘46. Mikill fjöldi þessara bila var fluttur inn, án tilskilinna leyfa, og lá flotinn lengi vestur á Högum og hefur þessi gerð bíla verið kölluð hagamýs síðan. Bíllinn hefur verið í eigu þeirra á Rauðhálsi frá upphafi eða því sem næst. -SKH Gamall og góður 54 ára bíll Guömanns bónda á Rauöhálsi beiö þess aö komast aö hjá bifreiöaskoöun í Vík. Bílnúmeriö endar á fjórum - sem þýöir aö hann skal skoöa í apríl. Veðrið i kvold Soliirgariglii’ og sjaviirfoll revkjavik akureyri Kaldast inn tii landsins Búast má við áframhaldandi norðaustanátt um mestallt landið í kvöld og nótt. Skýjað veröur með köflum og stöku él á norðanverðu landinu en léttskýjað fýrir sunnan. Gert er ráð fyrir að frost veröi á bilinu 1 til 10 stig og kaldast inn til landsins. Sólariag í kvöld 21.18 21.12 Sólarupprás á morgun 05.34 05.09 Síödegisflóö 19.43 24.16 Ardegisflóö á morgun 07.57 12.30 Skýríngar á veöurtáknum IO'Whiti 15) -10° '^’SviNDSTYRKUR 1 metrum á sekfiwlu HÐÐSKÍRT o :o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAD ALSKÝJAÐ W Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA V = ÉUAGANGUR ÞRUMl^ VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA F’asK.v Léttskýjað og svalt Samkvæmt spám Veðurstofunnar verður góöa veðrinu misskipt eftir landshlutum um páskana. Um mestallt land er gert ráö fýrir fremur svölu og björtu veöri sem ætti að kæta þá sem hyggja á útivist um helgina. Á Norður- og Austurlandi hafa menn þó ekki heppnina með sér enda má búast viö éljum og hvassri noröanátt á þeim slóöum. KapHÁLT i ÓFÆRT Léttskýjað víöast hvar Norðaustan 8-13 m/s en 10-15 allra austast. Él á Austurlandi og sums staöar viö norðurströndina en annars léttskýjaö. Hiti veröur 0-3 stig sunnan- og vestanlands yfir daginn en frost annars 1 til 4 stig. mmmm Vindur: jÆh 8—13 m/s Hiti 0° tii -3° Vindur: ( 5-10 Hiti 0° til -2° Vindur ( 5—10 m/» \ Hiti O’til -2° N og NA 8-13 m/s og víöa bjart veöur en stöku él vlö noröur- og austur- ströndlna. Frostlaust viö suöur- og vesturströndlna Frost annars 0-3 stlg. Búast má vlö noröanátt og éljum á Norður- og Austurlandl. Skýjaö veröur meö köflum sunnan- og vestanlands og áfram fremur svalt i veöd. Gert er ráö fyrir noröanátt og éljum á Noröur- og Austuriandl. Skýjaö veröur meö köflum sunnan- og vestanlands og áfram fremur svalt í veöri. Pingeyjarsýsla: Rannsókn enn í gangi Rannsókn morðsins sem framið var á bænum Bláhvammi í Reykja- hverfi í S-Þingeyjarsýslu um miðjan marsmánuð er enn í gangi og miðar í rétta átt, að sögn Sigurðar Brynj- úlfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsa- vík. 67 ára gamall bóndi á bænum Blá- hvammi fannst látinn í bænum og við krufningu á líki hans kom í ljós að ekki gat verið um sjálfsvíg að ræða eins og í fyrstu hafði verið álitið. Beindist grunur að syni bónd- ans sem er á þrítugsaldri og var hann handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið framlengdur til 3. maí. Fram hefur komið að byssa hafi ver- ið notuð við verknaðinn og skotið úr henni meira en einu skoti. Sigurður Brynjúlfsson segir sem fyrr að , játning liggi fyrir að hluta“ í málinu og lögreglan tjáir sig ekki um atburðarásina. Sigurður segir að beðið sé ákveðinna gagna sem aflað sé í samvinnu við tæknideild Ríkislögreglustjóra. Einnig sæti sá grunaði geðrannsókn sem standi yfir og yfirheyrslur standi yfir. ________________________ Norðurland eystra: Sýknaöur af kæru um kyn- ferðisafbrot PV. AKUREYRI:_____________ Samkynhneigður karlmaður á miðjum aldri hefur verið sýknað- ur af ákæru um að hafa framið kynferðisafbrot gegn frænda sín- um sem fæddur er 1986. Kært var vegna atburða sem áttu að hafa gerst á árunum 1997-1998. Lögreglunni barst kæra vegna málsins frá ráðgjafardeild Akur- eyrarbæjar fyrir hönd barna- verndarnefndar í byrjun ágúst. Grunur um að eitthvað væri á seyði kviknaði fyrst er móðir drengsins sá þá fara saman inn í herbergi í afmælisveislu. Maður- inn viðurkenndi tvö tilvik i yfir- heyrslum hjá lögreglu en dró þær játningar til baka fyrir dómi. Ákæruatriðin voru mjög alvar- leg og framburður drengsins þótti trúverðugur. Hins vegar var það niðurstaða dómsins að ekki hefði tekist að skjóta svo styrkum stoð- um undir ákæruatriðin að nægði til sakfellingar. Maðurinn var því sýknaður. -gk ' T- AKUREYRI skýjaö -2 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -8 BOLUNGARVÍK skýjaö -1 EGILSSTAÐIR -4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2 KEFLAVÍK léttskýjaö 0 RAUFARHÖFN snjóél -3 REYKJAVÍK heiöskírt 0 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 1 BERGEN skýjaö 11 HELSINKI skýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 14 ÓSLÓ alskýjaö 9 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN skýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 11 ALGARVE léttskýjað 18 AMSTERDAM léttskýjaö 16 BARCELONA léttskýjað 17 BERLÍN skýjaö 17 CHICAG0 þokumóöa 9 DUBUN rigning 8 HALIFAX alskýjaö 3 FRANKFURT skýjaö 14 HAMB0RG rigning 10 JAN MAYEN skafrenningur -5 L0ND0N skýjaö 14 LÚXEMBORG skýjað 13 MALL0RCA skýjaö 22 M0NTREAL alskýjaö 6 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 2 NEW Y0RK súld 7 ORLANDO þokumóöa 18 PARÍS skýjaö 13 VÍN heiöskírt 20 WASHINGT0N alskýjaö 8 WINNIPEG léttskýjaö -8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.