Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 DV Fréttir Dregnir út af lögreglustöð Á meðan höfðu nokkrir hinna 250 verkamanna á tóbaksbúgarði Mariu og Davids lent í deilum við fyrrver- andi hermenn sem setið höfðu um búgarðinn um skeið. Umsáturs- mennirnir sóttu liðstyrk til næsta búgarðs. Þaðan kom bóndinn John Osborne til þess að kanna hvað væri um að vera. Og David Stevens reyndi að miðla málum áður en eitt- hvað alvarlegt gerðist. David Stevens, John Osbome og nokkrir aðrir leituðu skjóls á lögreglustöð þegar landtökumenn hugðust ráðast á þá. Landtökumennirnir drógu Erlent fréttaljós bændurna hins vegar burt af lög- reglustöðinni án þess að lögreglan hefðist nokkuð að. Osborne var vitni að því þegar David var skotinn af stuttu færi í andlitið. Sjálfum var Osbome bjargað vegna þess að ein- hver bar kennsl á hann og sagði að hann væri góður bóndi. Flestar frjósamar jarðir Zimbabwe eru i eigu 4500 stór- bænda. Flestir bændanna eru hvítir og af breskum uppruna. Milljónir þeldökkra bænda hafa orðið að láta sér nægja litlar og ófrjósamar jarð- ir. Baráttan um land var eitt af því sem kynti undir frelsisstríðinu á áttunda áratugnum. Mugabe hefur alla tíð lofað að skipta landinu rétt- látlega. En hingað til hefur stjórnin aðeins keypt nokkur stórbýli sem afhent hafa verið þeldökkum. Nú krefjast yfirvöld þess að hvítir bændur afhendi býli sín og fái í staðinn greiðslu frá gömlu nýlendu- herrunum, Bretlandi. Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að aðstoða við fjármögnun afhendingu lands til þeldökkra. Stjórnvöld í Bretlandi benda samtímis á að hingað til hafi skipting lands einungis verið vinum stjórnvalda í hag. Hvítir reiðubúnir að skipta Hvítir bændur segjast hafa verið reiðubúnir að ræða skiptingu lands- ins. í fyrra sagði einn fulltrúa sam- taka hvítra bænda, David Hasluck, að þeir hefðu til sölu 225 þúsund hektara lands. Mugabe, forseti Zimbabwe: Kennir hommastjórn Breta um vandamálin Það voru stuðningsmenn Ro- berts Mugabes forseta sem myrtu eiginmann Mariu Stevens. David Stevens var fyrsti hvíti bóndinn sem varð fórnarlamb átakanna er stjórnvöld í Zimbabwe hafa kynt undir. Maria vissi að hún og eigin- maður hennar voru efst á lista land- tökumanna yfir þá sem refsa átti vegna stuðnings við stjórnarand- stöðuflokkinn Hreyfing til stuðn- ings lýðræðislegum breytingum. Samtök hvítra bænda höfðu sagt Mariu og David að hafa hljótt um sig og taka ekki þátt í stjómmála- fundum, barnanna sinna vegna. Þau fóru eftir ráðleggingunum en David var ekki þyrmt. Maria hefur nú reynt að komast að því hvað það var sem raunveru- lega gerðist síðastliðinn laugardag. Sjálf hafði hún ekið til Harare til þess að taka á móti elsta syni sín- um, Mark, sem hafði farið með skól- anum í keppnisferð í landhokkí til S-Afríku. Brenda, dóttir Mariu, og 2 ára tvíburabræður voru í fylgd móður sinnar. Hliöunum lokaö Fyrrverandi hemaöur í Zimbabwe lokar hliöunum aö búgaröi Davids Stevens sem var myrtur á laugardaginn. Búgaröurinn er nú á vatdi þeldökkra. „Ég er ekki hreykinn af óréttlátri skiptingu lands milli hvítra og svartra á nýlendutímanum. Við vilj- um gjarnan skipta landinu. En framkvæmdin verður að vera sam- kvæmt lögum og lýðræðisleg," sagði Hasluck. Á undanförnum vikum hafa þeldökkir, með herskáa stuðnings- menn Mugabe úr samtökum fyrr- verandi hermanna, lagt undir sig mörg hundruð stórbýli. Hafa þeir beitt hvíta bændur ofbeldi. David Hasluck sagði i síðustu viku í við- tali við breska blaðið The Independent að hvítum hefði aldrei fundist þeir jafn öryggislausir og nú. Hæstiréttur í Zimbabwe úrskurð- aði aö yfirtakan væri ólögleg en Mugabe lagði samt blessun sína yfir hana. Tugir þúsunda hvítra hyggj- ast nú pakka niður eigum sínum og yfirgefa Zimbabwe. Bretar búa sig undir að taka við þeim sem eru með bresk vegabréf. Mugabe hefur verið stórorður og gripið til orðavals frá frelsisstríðinu. Hommastjórnin í Bretlandi Hann sakar Bretland og hvíta um öll vandamál Zimbabwe. Stjóm- arandstöðuflokkinn kallar Mugabe skálkaskjól fyrir hvíta kynþáttahat- ara. Tony Blair og stjórn hans í Bretlandi kallar Mugabe „homma- stjórnina í hinu samkynhneigða Bretlandi". Mugabe og Zanuflokkurinn hafa stjórnað Zimbawe siðan landið fékk frelsi frá Bretlandi 1980. Síðustu ár- in hefur Mugabe stýrt landinu með harðri hendi. Verkföll hafa verið bönnuö, prentfrelsi takmarkað, fréttamenn hafa verð pyntaðir og fjöldi handtekinn ólöglega. Almenn- ingur hefur mótmælt snarhækkandi Blórabögglar Mariu Stevens var tjáð að maður hennar hefði verið myrtur vegna þess að stuðningur hans við stjómar- andstöðuflokkinn var talinn ógna flokki Mugabes. Hún kveðst heldur viljað standa í þeirri trú að það hafi verið tilviljun að David var skotinn. Hún kveðst ekki ásaka þá sem frömdu ódæðið heldur stjórnvöld. Það séu þau sem beri ábyrgðina. Stjórnvöld noti hvíta bændur sem blóraböggla. Maður Mariu ræktaði tóbak. „Þetta er fyrirtaks land fyrir tóbaks- ræktun. Jörðin er grýtt og sendin. Búgarðarnir eru hátt uppi. Eftir hverja uppskeru þarf jörðin að hvíl- ast í fjögur ár. Þetta er ekki besta jörðin fyrir maísrækt eða annað sem smábændur geta fætt fjölskyldur sín- ar á. Það eru ósannindi að verið sé að taka þessar jarðir til þess að svangir og jarðarlausir geti nýtt þær,“ full- yrðir Maria. Hún segir nægar frjósamar jarðir, sem hægt sé að skipta, á býlum sem eru vanrækt og mannlaus. Og á landi sem yfirvöld hafl þegar keypt. Maria segir að þau David hafl keypt búgarðinn sinn 1986. „Hann var ódýr. Það vildi hann enginn. Við keyptum hann af svartri Qölskyldu." Yfirtökumennirnir eru á annarri skoðun en Maria. „Hvitir stálu jörð- unum á nýlendutímanum. Þess vegna eigum við rétt á að fá þær aft- ur,“ segja þeir. „Þetta umsátur, sem Robert Mugabe stendur á bak við, fjallar alls ekki um réttlæti eða skiptingu lands. Þetta er bara örvæntingarfull tilraun hans til að halda völdum," leggur Maria áherslu á. Byggt á Reuter, Aftenposten og Dagens Nyheter verði á matvælum, spillingu og auk- inni fátækt. Nær tveir þriðju hlutar 12 millj- óna íbúa Zimbabwe lifa undir fá- tæktarmörkum. Opinbert atvinnu- leysi er yfir 50 prósent, verðbólgan er jafnhá og framleiösla í landbún- aði og iðnaði er á hraðri niðurleið. Efnahagur landsins er að hruni kominn. Samt sér Mugabe sér fært að senda 11 þúsund hermenn til borgarastríðsins í Kongó og kostar það landið milljónir dollara í hverj- um mánuði. Fyrsta áfallið í febrúar síðastliðnum tapaði Mugabe þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem hefði meðal annars gert hann að forseta til lífs- tíðar. En 54,6 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn nýju stjórnar- skránni. Kjósendur voru ekki síst að mótmæla aukinni spillingu og slæmum efnahag landsins. Þetta var fyrsta áfallið sem Mugabe fékk í 20 ára valdatíð sinni. Síðan hefur of- beldið gegn hvítum farið vaxandi. Efnahagsástandið hefur versnað að undanförnu þar sem engin upp- skera hefur verið á stóru búgörðun- um vegna umsáturs þeldökkra. Hvítir, sem eru 1 prósent þjóðar- innar, hafa enn sem komið er haft hægt um sig og gætt þess að gefa ekki út ögrandi yfírlýsingar. Þeir vita að slíkt getur leitt til blóðbaðs og leitt til þess að Mugabe lýsi yfir neyðarástandi. Mugabe sakar hvíta bændur um að fjármagna stjómar- andstöðuflokkinn. Hann hefur skip- að þeim að styðja stjórnarflokkinn eða fara úr landi. Myrtur af landtökumönnum Maria og David Stevens studdu stjórnarandstööuna. Þess vegna voru þau á lista yfir þá sem refsa átti. %r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.