Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 62
Tilvera FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 I>V tiiM.iIliiil7.IIJ, lnlnlnl|-tií7jFÍFOÍ eftir Erskine Caldwell Þýðing: Jökull Jakobsson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hijóðmynd: Kristján Edelstein Leikstjóri: Viðar Eggertsson 3. sýning miðvikud. 19. apríl kl. 20:00 4. sýning fimmtud. 20. apríl kl. 20:00 5. sýning laugard. 22. apríl kl. 20:00 Örfá sæti laus Föstudagur 28. aprí kl. 20:00 Laugardagur 29. apríl kl. 20:00 BARNALEIKRITIÐ LANGAFI PAKKARI eftir Pétur Eggerz byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn Leikstjóri: Pétur Eggerz Búningar og brúðugerð: Katrín Þorvaldsdóttir Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Aino Freyja Járvelá SÝNT í SAMKOMUHÚSINU, AKUREYRI Laugardaginn 29. aprílkl. 14:00 Miðaverð kr. 900 Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-1 7:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Simi 462 1400. www.leikfelag.is Fjölbreyttur hópur afkomenda Hallgríms Péturssonar. Niöjar sálmaskáldsins smunu safnast saman í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa og lesa hina sívinsælu Passíusálma Hveitikorn þekktu þitt - maraþonlestur Passíusálma í umsjá Steinunnar Jóhannesdóttur Fyrir tilstilli Eyvindar Erlends- sonar hefur myndast hefð fyrir því að Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar séu lesnir í Hallgrímskirkju á fóstudaginn langa. Að þessu sinni er það Steinunn Jóhannesdóttir sem hefur umsjón með lestrinum. Spurð að því hvort einhver ný- breytni fylgi lestrinum föstudaginn 21. apríl svarar hún: „Að þessu sinni eru þrettán lesarar og eru þeir allir niðjar Hallgríms Péturs- sonar og Guðríðar Símonardóttur. Jafnframt er þetta fólk sem kemur fram úr öllum stigum samfélags- ins.“ Lesaramir þrettán eru: Ámi Bergmann rithöfundur, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur, Bergþóra Ingólfsdóttir nemi, Böðv- ar Guðmundsson framkvæmda- stjóri, Gunnar Gunnarsson sendi- herra, Hulda Styrmisdóttir mark- aðsstjóri, Hörður Bergmann kenn- ari, Jón Böðvarsson íslenskufræð- ingur, Jón Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri, Kolbrún Jónsdóttir tónlistarkennari, Olga Bergmann myndlistarmaður, Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir leikkona og Sigríður Guðmundsdóttir kennari. Upplesturinn fer fram á milli kl. 13 og 18 og spurð að því hvort fólk sitji allan þann tíma svarar Stein- unn: „Það er afskaplega misjafnt. Sumir hafa gert þetta að sérstökum degi og hlusta á allan upplesturinn meðan aðrir líta inn og hlusta á nokkra sálma. Fólki er frjálst að koma og fara að vild.“ Að lokum er hún beðin um erindi í sérstöku upp- áhaldi. Eftir nokkra umhugsun svarar Steinunn: „Það er afskaplega margt fallegt í Passíusálmunum en ætli ég nefni ekki síðasta vers sautj- ánda sálms Um leirpottarans akur: Hveitikom þekktu þitt, / þá upp rís holdið mitt. / í bindini barna þinna / blessun láttu mig finna." Að endingu má geta þess að leik- rit Steinunnar um þau hjónin, Heimur Guðríðar, verður flutt í Seljakirkju fimmtudaginn 27. apríl. -BÆN Richard Wagner félagið: Óvenjuleg útgáfa af Parsifal Sú hefð hefur skapast hjá Ric- hard Wagner félaginu á íslandi að sýna óperuna Parsifal af myndbandi á páskum. Að þessu sinni hyggst félagið sýna heldur óvenjulega uppfærslu verksins, 90 mínútna kvikmynd Tonys Pal- mers sem heitir Parsifal - The Se- arch for the Grail. Stórsöngvar- inn Placido Domingo fer með hlutverk sögumanns i myndinni og leiðir hann áhorfendur í gegn- um söguna af Parsifal með mynd- skeiðum úr uppfærslu óperunnar í Ravello á Ítalíu. Einnig er leit- ast við í myndinni að varpa ljósi á hvað vakti fyrir Wagner með óperunni og mikOvægi Gralsins í 2000 ár. Ýmsir fræðimenn eru kallaðir til vitnis, auk þess sem fjallað er um hliðstæður verksins i kvikmyndasögunni, meðal ann- Richard Wagner Ýmsum flötum er velt upp á óp- eru Wagners í myndinni Parsifal - The Search for the Grail ars með tilvísun í myndir Stevens Spielbergs og Ingmars Bergmans. Sýningin fer fram í Norræna húsinu á mánudag annan í pásk- um klukkan tvö eftir hádegi. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. -EÖJ Vertíngahús Þrír Frakkar: Ailur fiskur nema ýsa Stemningin er franskt bistró, þröng og glaöleg. Maturinn er fiskur og aftur fiskur meö ívafi af hval og nauti, hráefniö ferskt og fjölbreytt og matreiöslan í góöu jafnvægi. Naut og hvalkjöt fást raunar tæpast betri annars staöar hér á landi. Sjávarútvegs- og verktakadeildir landssambands gemsaþræla hlæja hrossahlátri í hádeginu á Þremur frökkum, meðan ímyndardeildir sambandsins hvíslast á í Apótekinu. Hljómkviða gemsanna rennur sam- an við masið og drukknar í þröng- um húsakynnum Þriggja frakka, þar sem hvert sæti er skipað. Á kvöldin er líka fullt, en þá er að mestu slökkt á gemsunum. Húsakynnin eru franskt bistró, miðlægur bar, hliðarskonsur og litsterkir borðdúkar. Verðið í há- deginu er franskt bistró, 99,99 frank- ar. Stemningin er franskt bistró, þröng og glaðleg. Maturinn er fisk- ur og aftur fiskur með ívafi af hval og nauti, hráefnið ferskt og fjöl- breytt og matreiðslan í góðu jafn- vægi. Naut og hvalkjöt fást raunar tæpast betri annars staðar hér á landi. Á Þremur frökkum fæst daglega allur fiskur nema ýsa. Oft fæst eitt- hvað óvenjulegt, svo sem makríll, kolmunni eða guðlax. Yfirleitt eru um átta nýir fiskréttir á boðstólum, t.d. þorskur, steinbítur, rauðspretta, lúða, skötuselur, tindabikkja, gellur og saltfiskur, sem hvergi er betri en hér, að ógleymdum plokkara með rúgbrauði, sem er hreint afhragð. Ostbökun er óþarflega mikið notuð, en þykk ostarjómasósa er sem betur fer heldur minna notuð en áður. Svo oft hef ég komið hér, að ég er fyrir löngu orðinn leiður á tæru grænmetissúpunni, þótt hún sé hátt hafin yfir kremsúpur annarra ís- lenzkra veitingastaða. Tilbreyting væri í einfoldu hrásalati eða sneið af kryddaðri fiskikæfu sem forrétti dagsins. Framþróun hefrn- skyndi- lega orðið í eftirréttum staðarins, þvi að nú fæst notalega létt og volg frönsk súkkulaðiterta og létt og fin ísterta, sem eru miklu betri en hversdagslegir fyrri eftirréttir stað- arins. Raunar er allur matur góður á NMhie C ( \ \ Þremur frökkum, jafnvel kaffið, sem borið er fram með súkkulaði- dropum staðarins. Meira máli skipt- ir, að matreiðslan er nánast alltaf eins, svo að hægt er að treysta henni. Úlfar Eysteinsson hefur fundið manneskjulega formúlu fyrir veitingastað og hefur úthald til að halda henni uppi ár eftir ár eftir ár. Þrátt fyrir ágæta nýjung og oft vandaðri matreiðslu í Tveimur fisk- um Hafnarbúða eru Þrír frakkar ennþá Hið íslenzka fiskhús, þangað sem maður freistast til að fara með erlenda gesti. Þjónustan er glaðleg og hlýleg og hugsar vel um gesti. Við pöntun er spurt um reyk eða reyklaust, einn fárra staða, sem hefur frumkvæði að slíku. Tvíréttað með kaffi kostar 1070 krónur í hádeginu og þríréttað með kaffi kostar 3500 krónur á kvöldin, hvort tveggja hóflegt á hér- lendum mælikvarða. Þrír frakkar eru traustur klettur í ólgusjó og vaxandi sýndarveruleika islenzkrar veitingamennsku. Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.