Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 2
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Sport DV fr.í" ÍTALÍA L* jp---------- Bari-AS Roma ...................0-0 Cagliari-Bologna ...............2-2 Fiorentina-Lecce ...............3-0 Lazio-Venezia...................3-2 AC Mílan-Piacenza...............1-0 Parma-Udinese...................0-0 Perugia-Inter Milan.............1-2 Torino-Reggiana.................2-1 Verona-Juventus ................2-0 Staða efstu og neðstu liða: Juventus 32 20 8 4 45-19 68 Lazio 32 19 9 4 58-31 66 AC Milan 32 15 12 5 60-39 57 Inter Milan 32 16 7 9 56-32 55 Parma 32 15 10 7 48-35 55 Torino 32 7 12 13 32-47 35 Venezia 32 6 8 18 30-56 26 Cagliari 32 3 12 17 28-51 21 Piacenza 32 4 8 20 17--42 20 ÞÝSKALAWP Hamburg-Leverkusen.............0-2 Kaiserslautern-SSV Ulm ........6-2 Bayern-Rostock ................4-1 Stuttgart-Dortmund.............1-2 SchaIke-1860 Munchen...........2-2 Hertha Berlin-SC Freiburg......0-0 Frankfurt-Wolfsburg ...........4-0 Duisburg-Bielefeld.............0-3 Staða efstu og neðstu liða: Leverkusen 32 20 10 2 70-33 70 Bayern 32 20 7 5 67-27 67 Hamburg 32 15 10 7 59-38 55 Rostock 32 7 14 11 41-56 35 SSVUlm 32 8 8 16 33-60 32 Bielefeld 32 7 8 17 37-55 29 Duisburg 32 4 9 19 36-66 21 SPÁNN Alaves-Valladolid...............1-0 Celta Vigo-Deportivo Coruna ... 2-1 Santander-Numancia..............1-1 Real Mallorca-Real Betis .......4-0 Real Sociedad-Malaga............2-2 Real Zaragoza-Athletic Bilbao . . 0-0 Sevilla-Oviedo .................2-3 Atletico Madrid-Barcelona......0-3 Espanyol-Real Madrid ...........0-2 Rayo Vallecano-Valencia........1-3 Staða efstu og neðstu liða: D. Coruna 35 20 4 11 62-42 64 Barcelona 35 19 5 11 6842 62 R.Zaragoza 35 15 14 6 54-34 59 R.Madrid 35 15 14 6 5 6 4 6 59 A. Madrid 35 8 9 18 43-60 33 Sevilla 35 5 12 18 39-59 27 Fedjukin var endurráðinn Rússinn Anatoly Fedjukin hefur skrifað undir nýjan samning við 1. deildar lið Fram í handknattleik og verður hann þjálfari liðsins næstu þrjú árin. Fedjukin þjálfaði Fram á nýafstöðnu tímabili með góðum árangri. Stýrði hann liðinu til sigurs i bikarkeppninni og í annað sæti á íslands- mótinu. Framarar búast við að halda þeim mannskap sem fyrir er en stefnan er að styrkja hægri vænginn og er verið að líta eftir vinstri hand- arskyttu í þá stöðu. „Við erum rosalega ánægðir með störf Fedjukins og eins eru leikmenn- imir mjög hrifnir af honum enda er hér á ferð þjálfari í fremstu röð. Hann hefur gert góða hluti með liðið og við væntum mikils af honum á næstu árum. Fedjukin er mjög áhugasamur og fylgist með vel yngri flokk- unum og kvennaliði félagsins og má því segja að hann sinni störfum sín- um á breiðum grundvell," sagði Hermann Björnsson, varaformaður hand- knattleiksdeildar Fram. -JKS Englendingurinn Brian Davis vann nokkuð öruggan sigur á opna spænska meistaramótinu i golfi um helgina. Hér er hann með sigurlaunin. Davis er níundi kylfingurinn í Evrópumótaröðinni sem nær þeim áfanga að sigra á sínu fyrsta móti í mótaröðinni á þessu ári. Reuter Golf: Fýrsti sigur Davis 25 ára Englendingur, Brian Davis, varð um helgina níundi kylfingurinn í mótaröðinni í Evrópu til að vinna sinn fyrsta sigur á þessu ári. Breiddin virðist því vera að aukast á Evrópu- mótaröðinni á meðal þeirra bestu. Davis lék holurnar 72 á 274 höggum en Markus Brier frá Ástralíu varð í öðru sæti á 277 höggum. Peter Baker frá Englandi og Eduardo Romero frá Argentínu komu næstir á 278 höggum. í flmmta sæti varö síðan Skotinn Colin Montgomerie en hann lék á 279 höggum. Þess má geta að Spánverjinn Sergio Garcia náði sér ekki al- veg á strik og hafhaði 116. sæti á 283 höggum. -SK % Bland í poka Barcelona varð urn helgina Evr- ópumeistari í handknattleik karla með því að sigra þýska liðið Kiel í úrslitaleik, 28-24. Skautafélag Akureyrar sigraði Skautafélag Reykjavíkur í fjórða leik liðanna í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í ísknattleik um helgina. SA sigraði, 6-3, og fimmti og síðasti úrslitaleikur lið- anna um meistaratitilinn fer fram í Reykjavík næsta sunnudag kl. 19. Ásgeir Eiríksson, Golfklúbbi Suðurnesja, varð sigurvegari á opnu móti hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina. Um var að ræða punkta- keppni og hlaut Ásgeir 44 punkta og ferðavinning að verð- mæti 30 þúsund krónur frá Sam- vinnuferðum-Land- sýn. Gudni Ingimundarson, GS, varð annar með 41 punkt, Sœvar Pétursson, GR, þriðji með sama punktafjölda, Björgvin Sigmunds- son, GS, fjórði og Elías Kristjáns- son, GS, fimmti. Liverpoolleiðtoginn Gerard Houllier mun heiðra leikmenn Lilleström og Start með nærveru sinni á Árásen í Lilleström á mið- vikudaginn. Hann kemur til þess að fylgjast með hinum unga og bráð- efnilega markverði Start, Espen Johnsen, sem verið hefur tO reynslu hjá Liverpool í vetur. Houllier hefur lýst hrifningu sinni yfir hæfileikum Johnsen og kemur nú til að sjá hann leika i norsku úrvalsdeildinni. Anna María Sveins- dóttir lék fyrst ís- lenskra kvenna 50 lands- leiki á æf- ingamót- inu f Lúx- emborg og var valin best. Kvennalandsliðið i körfu vann æfingamót í Lúxemborg: - Anna María fyrst í 50 landsleiki og var valin best Anna María Sveinsdóttir kórónaði væntanlega síðasta keppnistimabilið sitt með því að leiða íslenska kvennalands- liðið í körfu til sigurs á fjögurra liða æfmgamóti í Lúxemborg auk þess að vera kosin besti leik- maður mótsins og skora 18,7 stig að meðaltali í leikjunum þrem- ur. Anna María hefur ekki geflð það formlega út að hún sé hætt en að öllum líkindum eru þetta siðustu leikir hennar. íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði ein- um en hafði betur í innbyrðisviðureign- um gegn Sviss og Lúxem- borg en öll lið voru jöfn á mótinu með fjögur stig. Góö byrjun Jóns Þetta voru fyrstu landsleikir liðsins undir stjóm Jóns Amar Guðmunds- sonar og er ekki hægt að segja annað en hann hafi byrjað vel. íslenska lands- liðið tók einnig þátt á þessu móti í fyrra en varð þá í öðru sæti. íslenska liðið hef- ur unnið 15 af síðustu 22 landsleikjum og 6 af síðustu tíu. íslenska kvennalandsliðið hefur ekki fengið mörg verkefni en jafnan staðið sig vel. ísland vann tvo góða sigra á Noregi og Lúxemborg en tapaði þriðja leiknum gegn Sviss eftir að hafa byrjað afar iila. Fyrsti sigur á Norðurlandaþjóð Sigurinn á Noregi I fyrsta leik, 87-69, var fyrsti sigurinn á Norðurlandaþjóð frá upphafi en fram að þessu höfðu allir níu leikimir gegn Norðmönnum, Svium, Dönum og Finnum tapast en Norður- landaþjóðimar eru mjög sterkar í kvennakörfunni. Gegn Noregi var Anna María stiga- hæst með 20 stig, Kristín Björk Jónsdótt- ir skoraði 15 stig og Guðbjörg Norðfjörð 13 en í 66-47 sigri á Lúxemborg í öðrum leiknum var Kristín stigahæst með 21 stig, AnnaMaría gerði 19 og Guðbjörg og Gréta María Grétarsdótir 11 hvor. Leikurinn gegn Sviss var fimmtugasti landsleikur Önnu Mariu frá upphafi en hún tók í leiknum 10 fráköst og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. í tapleiknum, 53-59, gegn Sviss var Anna María stigahæst með 16 stig, Kristín gerði 14 og Hanna Kjartansdótt- ir 10. Stig íslands á mótinu gerðu: Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, 55, Kristín Björk Jónsdóttir, KR, 50, Guðbjörg Norð- fjörð, KR, 28, Gréta María Grétarsdóttir, KR, 26, Hanna B. Kjartansdóttir, KR, 16, Alda Leif Jónsdóttir, Keflavík, 12, Bima Valgarðsdóttir, Keflavík, 10, Kristín Blöndal, Keflavík, 4, Hildur Sigurðard., KR, 3, Stella Rún Kristjánsd., ÍS, 2. Norðurlandamót í haust Næsta verkefni landsliðsins er í haust þegar liðið tekur þátt á Norðurlanda- mótinu I fyrsta sinn í 14 ár en sigurinn á Norðmönnum vekur vonir um að bet- ur gangi þar en í hin tvö skiptin þar sem allir átta leikimir til þessa hafa tapast stórt. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.