Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 4
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Sport DV Hestamolar Af eldri stóðhestum, sem sýndir hafa verið áður og koma fram einnig nú, má nefna Markús frá Langholts- parti, Þór frá Prestbakka, Prins frá Úlfljótsvatni og Þyrni frá Þóroddsstöðum. Allt eru þetta hestar sem vakið hafa nú þegar athygli. Mörg hross eru skráð á stóðhestasýninguna í Víðidal á morgun og næstu daga. Þar eru m.a. stóðhestarnir frá Miðsitju, Keilir, Smiður og hinn ungi Alvar undan Hilmi frá Sauðárkróki, hálf- bróðir Spuna að móðurinni til, undan sjálfri Kröflu. Ásgeir Sván, eða Geiri Kóka eins og hann er oftast kallaður, er gífurlega vel hestaður þessa dagana og ætlar sér stóra hluti á næst- unni. Hann hefur meðal ann- ars fest kaup á mjög efnileg- um 4 vetra stóðhesti frá Blesastöðum sem nefnist Jöf- ur. Hann mun vera undan Spuna frá Hæli. Spennandi verður að sjá hvað þessi bráðefnilegi foli gerir í sín- um flokki á næstu dögum. Gunnar Arnarson og kona hans, Kristbjörg Eyvindsdóttir, hafa nóö mjög góöum árangri í ræktun kynbótahrossa. - rætt við hjónin Gunnar Arnarson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur Hrossin frá Jóni Friðriks- syni á Vatnsleysu hafa verið þekkt fyrir sitt eðaltölt og nægir þar að nefna heims- meistarann í tölti, Þyril frá Vatnsleysu. Nú er enn ein stjarnan, sem rekja má að hálfu frá Vatnsleysu, komin fram en það er ístöltmeistar- inn Filma sem Magnús leigubílstjóri Arngrímsson á. Merin er undan Bertu frá Vatnsleysu, sem Magnús keypti 16 ára gamall og hefur gefið honum margan dýr- gripin, og Hersi frá Stóra- Hofi. Reykjvíkurmeistaramót- ið, sem fram fer 11.-14. maí í Víðidal. er opið mót og telst til „World Ranking". Skrán- ing verður 8. maí kl. 17-19. Keppt verður í helstu grein- um hestaíþrótta. Það er al- veg gefið að mikil þátttaka verður á þessu móti eins og undanfarin ár. Má telja aö þarna verði margur kandídatinn fyrir komandi landsmót. Hinn margfrægi knapi, Elli Sig., lenti í klónum á knöpum er riðu mótorfákum á reiðvegum hestamanna um páskana. Elli bað þá vinsam- lega að hætta slíku þar sem þetta væri slóði fyrir hesta eingöngu. Eitthvað fóru þessi blíðu orð Ella illa í mótorknapanna og hreyttu þeir ókvæðisorðum í Ella. Elli spurði þá hvort þeir þekktu þennan og steytti hnefann á móti köppunum. Einn af þeim sagði við hina um leið og hann startaði hjólinu að þetta væri ,júdó- kappinn“ og dreif sig í burtu með hina á eftir sér. Elli hef- ur ekki orðið var við mótorfáka síðan. Laugardaginn 29. apríl kl. 16.30 mun fjölskylda og vinir Alfreðs heitins Jörg- ensens koma saman í Félags- heimili Fáks til að heiðra minningu hans. Við það tækifæri verður hengd upp mynd af Alfreð í félagsheim- ilinu og er hún gjöf fjöl- skyldu hans og vina til Hestamannafélagsins Fáks. Og eru allir sem heiðra vilja minningu Alfreðs velkomnir að eiga þar samverustund. Á morgun, miðvikudaginn 3. mai, hefjast kynbótadómar og sýningar á mótssvæði Fáks í Víðidalnum. Margir bíða spenntir eftir þessum viðburði, einkum vegna þess að nú verður farið að dæma m.a. fet og prúðleika að nýju. Það er mál manna að kynbóta- hross almennt hafi sjaldan eða aldrei verið betri en í dag. Meðal þeirra sem má ætla að verði atkvæðamikil á komandi sýningum og hafa náð mjög góð- um árangri í ræktun kynbóta- hrossa eru Gunnar Arnarson og kona hans, Kristbjörg Eyvinds- dóttir. Þau hjón þarf vart að kynna, svo atkvæðamikil hafa þau verið í keppni og sölu hrossa í mörg ár. Þau voru kjörin ræktunar- menn ársins 1999 og má segja að það sé glæsilegur árangur því ræktun hrossa hafa þau ekki stundað lengi. Orri frá Þúfu og Hektor frá Ak- ureyri hafa m.a. verið uppistað- an í ræktun þeirra og fyrsta al- vöruhryssan þeirra var Tinna frá Fljótshlíð sem hefur gefið þeim hvern gullmolann á fætur öðrum. Gunnar segist vera með um tíu hross sem eiga fara fyrir dóm nú í næstu viku. Sum eru að fara í fyrsta skipti eins og Orrasonur- inn Fannar, 4 v., en móðir hans er Fjöður frá Ingólfshvoli. Síðan eru það samfeðra bræður hans, Vængur, 6 v., undan Rán frá Flugumýri og Garpur, 5 v., en móðir hans er Hildur frá Garða- bæ. Það er alveg óhætt að segja að þetta séu mjög sterkir hestar og nægir þar að nefna Væng sem er fallega skapaður hestur og hæfi- leikamikill á gangi. Gunnar seg- ist bíða spenntur eftir að sjá hvernig merarnar koma út hjá sér. Þær eins og hestarnir hafa verið að sýna stigvaxandi fram- farir. „Það er alveg ljóst að nýju dómsreglurnar leiða til meiri jafnvægis í sýningu og gefa rækt- endum greinarbetri upplýsingar um hrossin,“ segir Gunnar þegar hann er spurður álits á nýja dómskeríinu sem samþykkt var á síðasta ári. „Nú geta menn ekkert trekkt hross upp rétt fyrir sýningu heldur verða að vinna skipulega í þeim með tilkomu fetsins til að mynda. Það sama má segja um dóm um prúðleika. Það krefst að hrossin séu falleg í hárafari og vel fext. Allt leiðir þetta til meiri framfara og faglegri vinnu- bragða." Gunnar og Kristbjörg segjast leggja meiri áherslu á sýningu kynbótahrossa þetta árið en íþrótta- og gæðingakeppni. Þau koma til með að grípa í eitt og eitt mót þegar tími vinnst til. Þau hjón eru sammmála um að komandi landsmót verði gríðar- lega sterkt og hlakka mikið til að spreyta sig á því erfiða verkefni að koma hrossmn þar inn. Þess skal getið að Orri verður af- kvæmasýntur á landsmótinu og verður Gunnar einn þeirra sem sjá um útfærslu á þeirri sýningu. -HÓ Randver vakti mikla athygli Hestamenn voru duglegir við að halda sýningar um páskahelgina. Hestamannfélagið Gustur stóð fyrir einni slíkri sem þeir kenna við dymbil- vikuna. Þar var megináherslan lögð á kynbótahross í eigu félagsmanna. Sérstaka athygli vakti stóðhesturinn Randver sem er einkar litfagur og glæsilegur í alla staði. Alhliða hryssur undan Oddi frá Sel- fossi voru einkar glæsilegar. Það er ljóst að þeir í Gusti eru ekkert á flæðiskeri staddir hvað kynbótahross varðar og gaman til þess að vita hve mikil alúð er lögð í að halda kynbóta- hross. Hestamannafélög- in á Norðvestur- landi stóðu fyrir sýningu í Blönduós- höllinni. Þar mátti m.a. sjá mörg geysifalleg kynbótahross og aðra góða gæðinga. Á þessu svæði hefur verið gífurleg upp- bygging í hesta- mennsku almennt og er engin endir á þeirri uppbyggingu. Hrossaeign bænda er mikil á svæðinu og því hæg heima- tökin að ná sér í einn gæðing bæði fyrir heimamenn og aðra aðkomumenn. En eins og alltaf er magn ekki sama og gæði og gildir það fyrir alla er koma nálægt hrossarækt sem og öðru. -HÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.