Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Sigurður Jónsson. Siggi á Skagann Samkvæmt heimildum DV er öruggt að knatt- spyrnumaðurinn Sigurður Jóns- son gangi til liðs við sína fyrrum félaga í liði Skagamanna er hann kemur heim frá Dundee United í Skotlandi. KR-ingar höfðu einnig áhuga á að fá Sig- urð til liðs við sig en Skaga- menn lögðu ofur- kapp á að fá Sig- urð á ný til Akra- ness. Sigurður verð- ur Skagamönn- um gríðarlegur styrkur í barátt- unni um íslands- meistaratitilinn í sumar og þeir munu mæta með sterkt lið til leiks. -SK Teitur á toppinn Teitur Þórðarson leiddi sína menn í Brann til sigurs á nýliðunum, Start frá Ksitiansand, á laugardaginn. Heimamenn í Start gátu þakkað æðri máttarvöldum að tapið varð ekki stærra en 0-2. Með sigrinum settist Brann í efsta sæti úrvalsdeildar- innar. Rosenborg tapaði 1-0 á heimavelli, fyrir Molde, þar sem Ámi Gautur Arason var besti maður meistaranna. Leikmenn Molde mættu mjög vel undirbúnir og miklu ákveðnari til leiks og höfðu ráð heimamanna í höndum sér allan tímann. Eftir situr Rosenborg í fimmta sætinu, með 7 stig eftir flóra leiki. Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik fyrir Trom- sö þegar liðið lagði Stabæk, 2-1, á heimavelli sínum Alfheim. Tryggvi átti fjölmörg marktækifæri í fyrr hálf- leik en heppnaðist aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Gangi illa hjá Stabæk er ástandið enn hörmulegra hjá íslendingaliðinu, Lilleström, sem varð að gera sér að góðu 2-1 tap fyrir Odd Grenland í Skien. Rúnar Kristins- son var eini íslendingurinn sem hóf leikinn en Gretar Hjartarson kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Það dugði ekki til og Lilleström situr með sárt ennið og tvö stig i næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Ríkharður Daðason skoraði fyrsta mark Viking í stór- sigrinum á Haugasund. Víkingamn: fóru á kostum og skomðu öll mörk leiksins í 4-1 sigrinum. -GÞÖ Hafsteinn á Ólympíuleikana Hafsteinn Ægir Geirsson, siglingafélaginu Brokey, hefur verið veittur keppnisréttur á Ólymp- íuleikunum í Sydney í sumar. Hafsteinn er fimmti íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnis- rétt á leikunum. -SK Þátttaka íslenskra liða í Evrópukeppnum í handbolta: - frekar litlar líkur eru þó á þátttöku íslensku liðanna Ekki virðist mikill áhugi hjá íslensku liðunum sem unnu sér keppnisrétt inn á Evrópumótin í handknattleik á hausti komanda. KA, sem varð i öðru sæti í deildarkeppninni, hefði í öllu fallið leikið í borgarkeppni Evrópu en þar á bæ hefur ver- ið ákveðið að vera ekki með. Hljóðið er það sama úr her- búðum Aftureldingar sem vann sér rétt inn í Evrópu- keppni félagsliða. Haukar myndu leika í meistaradeild- inni og Fram í Evrópukeppni bikarhafa. Framarar eru mjög áhugasamir um þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa en ætia að funda um málið í dag. Eina liðið sem hefur svo gott sem er tekið ákvörðun um að vera með er kvennalið ÍBV sem varð íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Haukarnir óákveönir „Það er ekkert ákveðið af okkar hálfu í þessum efnum. Af niðurstöðu þings hand- knattleikssambands Evrópu að dæma virðist sem pening- ar séu að koma inn í meist- aradeildina en við höfum ekk- ert í hendi og enga pappíra frá HSÍ vegna þessa. Við munum skoða þennan möguleika með opnum huga svo framarlega sem þátttakan steypir okkur ekki í skuldir. Ef fjárhagslegur grundvöllur er fyrir þátttökunni flnnst mér nauðsynlegt að íslensku félagsliðin verði með á Evr- ópumótunum í handknatt- leik,“ sagði Þorgeir Haralds- son, formaður handknatt- leiksdeildar Hauka. KA á ekki peninga og veröur ekki meö „Við ætium ekki að taka þátt í Evrópumótinu og það er vegna þess að það eru einfald- lega ekki til peningar. Þetta er slæm þróun að íslensk lið hafa ekki verið með á mótun- um hin síðustu ár. Nú hins vegar ef einhver stuðningur kæmi frá Evrópusambandinu myndum við skoða það en á þessari stundu bendir fátt til þess,“ sagði Vilhelm Jónsson, formáður handknattieiks- deildar KA. Allar líkur á að Afturelding „sitji heima“ „Þetta er alltaf spurning um peninga en við erum í sjálfu sér ekkert famir að huga að þessu. Mér segir þó hugur að við sitjum heima eins og við höfum gert síðustu ár þó sú ákvörðun liggi ekki alveg ljós fyrir í dag. Þetta var okkur ofviða á sínum tíma og hver ferð kom út með tapi. Leikmenn sáu eitt árið um fjáröflun sjálfir en það kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn,“ sagði Jóhann Guö- jónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Aftureldingar. „Við höfum rætt þetta og það er hugmynd okkar að senda inn þátttökutilkynn- ingu og véra með í Evrópu- móti meistaraliða. Við tókum síðast þátt i Evrópumóti 1995 og ég held að ekkert kvenna- lið hafi í millitíðinni verið með. í okkar huga er skemmtilegt og bráðnauðsyn- legt að taka þátt og það eykur um leið áhuga hjá stúlkunum. Það er slæm þróun fyrir handboltann hér á landi að við höfum ekki verið með á þessum mótum undanfarin ár. Þessari þróun verður með einhverja hætti að breyta," sagði Þorvarður Þorvaldsson, formaður kvennaráðs ÍBV. -JKS Elliðavatn: Mikið fjölmenni - var við veiðar í gær, fyrsta veiðidaginn Veiðiskapurinn er svo sannar- lega komin á fleygiferð, sjóbirtings- veiðin hefur staðið yfir í mánuð og líklega hafa veiðst á milli 500 og 600 fiskar á þeim veiðisvæðum sem hafa verið opnuð. Vatnaveiðin er komin á fullt og laxveiðin hefst í Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum eftir fáa daga. Eða eins og einhver sagði eftir nokkra klukkutíma. „Það hafa margir komið á stað- inn í dag og þá flestir til að veiða. Veiðin hefur verið í ágætu lagi,“ sagði Vignir Sigurðsson við Elliða- vatn í gærdag en veiðin hófst í vatninu í gærmorgun klukkan sjö og voru þá margir áhugasamir veiðimenn mættir til að renna. I þeirra hópi voru fjölmargir ungir veiðimenn, jafnvel að taka fyrstu köstin. „Ætli það séu ekki á annað hundrað veiðimenn héma hjá mér og annað eins i vatn- inu víðs vegar. Það er allur klaki farinn af vatninu og veiði- menn virð- ast vera að fá hann, bæði héma fyrir neðan bæinn I áln- um og úti á engjunum. Kristján Stefánsson var héma áðan með bæði urriða og bleikjur. Það eru margir veiðimenn búnir að fá eitt- hvað,“ sagði Vignir enn fremur. Vífllsstaðavatnið hefur verið að gefa ágætan fisk og Jón Petersen og Sigurdór Sigurdórsson voru fyrir fáum dögum i vatninu. Þeir fengu 16 fiska og voru þeir stærstu eitt og hálft pund. Vífilsstaðavatnið var opnað 1. apríl. Meðalfellsvatn í Kjós hefur líka verið opnað og veiðimenn sem voru þar fyrir fáum dögum veiddu nokkra urriða, tveir af þeim vom 2 pund, fiskamir fengust á spón. Minnivallalækur „Veiðiskapurinn byrjaði fyrir al- vöru í morgun og við fengum 9 fiska á fyrstu klukkutímunum sem við slepptum öllum aftur,“ sagði Þröstur Elliðason í samtali við DV í gær en hann var þá staddur við Minnivallalæk í Landsveit. Veiðin hófst í læknum fyrir alvöm í gær og fyrstu veiðimenn mættu á stað- inn. „Stærsti fiskurinn hingað til vó 12 pund og það var Björn K. Rún- arsson sem veiddi hann. Það eru ýmsar straumflugur sem hafa verið sterkastar núna í byrjuninni. Það virðist vera mikið af fiski í lækn- um,“ sagði Þröstur. -G.Bender ingvar Ingvarsson, 12 ára, við veiðar í Elliðavatni í gær. DV-mynd S Heiöur Ævarsdóttir, 7 ára, renndi fyrir silung í Elliðavatni i gær en hún var að veiöa í vatninu í fyrsta skipti. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.