Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 21 Sport Pessi ungi veiöimaður, sem heitir Björn, veiddi þennan glæsilega urriöa í Minnivallalæk á dögunum. Minnivallalækur: 12 pundari í Minnivallalæk - nægur fiskur 1 Grenlæk Veiðiskapurinn gengur ágæt- lega þar sem hefur verið opnað fyrir veiðimönnum. í EOiðavatni gengur veiöiskap- urinn vonum framar og í Minni- vallalæk líka. Stærsti fiskurinn úr EOiðavatni er 4,5 pund en í MinnivaUalæknum er sá stærsti 12 pund. Fyrir austan hafa menn líka verið að veiða væna flska, 10 og 12 punda. 35 fiskar úr Minnivallalæk „Ætli það séu ekki komnir um 35 fiskar á land og hann er 12 punda sá stærsti. Fiskurinn veiddist í Stöðvarhylnum og tók stremer,“ sagði Þröstur EUiðason í gærkvöld er við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Fiskurinn veiðist úti um aU- an læk en mest Stöðvarhylnum og Amarhóls- hylurinn hefur verið sterkur líka,“ sagði Þröstur fremur. Af straumflugum hefur Nobblerinn verið mjög sterkur í MinnivaUalæknum. Afsláttur á sumarkort í Elliöavatni Samþykkt var á síðasta stjórn- arfundi að félagsmenn SVFR fengju góðan afslátt af sumar- kortum i EUiðavatni. Ef sumar- kortið er keypt hjá félaginu fá fé- lagsmenn það á kr. 6.500 en ann- ars kostar kortið kr. 9.000. Frábær byrjun í Elliða- vatni EUiðavatn opnaði fyrir stanga- veiði 1. mai eins og vant er og var þegar mjög góð veiði. Þó var ekki sama hvar rennt var en best gekk mönnum sem fóm á „Engj- amar“ eins og kaUað er, grynn- ingamar andspænis EUiðavatns- bænum. Þar fengu menn upp í 20 fiska, mest l-2ja punda urriða. Nægur fiskur á Seglbúöa- svæöinu í Grenlæk Árleg ferð Ármannahóps og fiskifræðinga í Fitjaflóð í Land- broti tU að veiða og merkja sjó- birting var farin um helgina. Nokkuð hvasst var og kalt og gerði það mönnum erfitt fyrir. Þó veiddust 77 birtingar sem er mun minna en síðustu vor. Þurftu fiskifræðingar að fara með ádráttargræjumar í nafn- togaða veiðihylji á Seglbúða- svæðinu tU að ljúka verkefninu og þar reyndist vera nægur fisk- ur. Boltafiskar fyrir austan Nokkuð hefur borið á því að stórir sjóbirtingar hafi veiðst á veiðislóðunum í grennd við Klaustur. Fyrir helgi veiddist t.d. rúmlega 12 punda fiskur í Hörgsá og nokkru áður veiddust nokkrir 10 punda fiskar þegar menn opnuðu Vatnamótin. Áður höfðu veiðst 14, 16 og 17 punda birtingar, bæði í Geirlandsá og Hörgsá. Nýtt veiöihús Veiðimenn sem eiga veiðidaga í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar eiga von á góðu því þeirra bíður nýtt og stórglæsUegt veiðihús við ána. Húsið er 160 fermetrar, fiög- urra herbergja og fylgir baðher- bergi hverju herbergi. Þá em í húsinu stór stofa og stórt eldhús ásamt aðgerðarherbergi. G.Bender DV I>V Sport ndl í noka Fabien Barthez, hinn litríki markvörður og fyrirliði Monaco og franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá félaginu. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að þjálfari liðsins, Claude Puel, á að hafa ásakað Berthez um að hafa visvitandi séð tU þess að leikur þess gegn MarseUle hafi tapast, gegn gjaldi. Óseetti þeirra á sér reyndar einnig rætur í því að Barthez var tekinn út úr liðinu sl. laugardag vegna þess að hann sneri ekki beint heim eftir leik Frakka og Sló- vena í liðinni viku. Líklegt verður að telja að við þessar fréttir spenni knattspyrnustjórar í Evrópu eyrun en mörg stórlið hafa augastað á kappanum og er Man. Utd talið lík- legast að hreppa hnossið. Stofnfundur um væntanlegt hlutafélag um knattspymuna í Þór verður trúlega haldinn í næstu vUcu. Þórsarar eru núna að kanna viðbrögð og geta menn fengið aUar upplýsingar um hlutafélagið eða skráð sig sem stofnfélaga í síma 869 9200. Rúmlega 100 manns meiddust og tæplega 100 voru handteknir eft- ir að óeiröir bmtust út á fyrri úr- slitaleika Dinamo Zagreb og Hajduk Split í króatisku bikar- keppninni. Leikurinn var flautaður af fióram mínútum fyrir leikslok. Ólátin bárast út á götur þar sem verslanir fengu að kenna á reiði áhorfenda. Hajduk leiddi, 2-0, þeg- ar leikurinn var flautaður af. Nóg er að gera hjá Svetlönu Makarychevu þjálfara þessa dag- ana. Hún er bæði þjálfari hjá hóp- fimleikaliði Gerplu, sem fer til Finnlands nú um helgina, og eftir helgi heldur hún beint tU Frakk- lands með landsliðið í áhaldafim- leikum. Það er ekki oft sem þjálfar- ar þjálfa báðar þessar greinar og hvað þá að vera með keppendur í fremstu röð í þeim báðum. TU stóð að Bergþóra Einars- dóttir keppti einnig á Evrópumót- inu í áhaldafimleikum en hún meiddist á ökkla fyrir NM fyrir skömmu og kemst því ekki með að þessu sinni. -ÓK/-AIÞ Alþjóða SnoCross-mótið í Ólafsfirði: Fyrsta alþjóðlega vélsleðakeppnin Um komandi helgi, nánar tUtekið á laugardaginn kl. 13.00, verður haldið alþjóðlegt snjókrossmót í Ólafsfirði og ber það nafnið „Arctic Trucks alþjóða SnoCross-mótið". Alþjóðlegt vélsleðamót hefur ekki verið haldið hérlendis áður þótt kepp- endur erlendis frá hafi nokkrum sinn- um komið og keppt sem gestir á mót- um. Keppnin sjálf er haldin í miðbæ Ólafsfiarðar, í mögnuðustu snjókross- braut sem búin hefur verið tU hér- lendis og þótt víðar væri leitað. AUs hafa átta keppendur frá Evr- ópu staðfest komu sína, þ.e. tveir frá Noregi, einn frá Svíþjóð, einn frá Finnlandi og fiórir frá Rússlandi. Koma þeir aUir hingað tU lands á mið- vikudaginn. Meö í fór eru einnig blaðamenn frá öUum helstu vélsleða- blöðum í Evrópu. Auk erlendu kepp- endanna mæta aUir okkar sterkustu ökumenn tU leiks og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir standast saman- burð við útlendingana sem aUir eru atvinnumenn eða hálfatvinnumenn í greininni. Mótamál í föstum skorðum Eins og margoft hefur komiö fram hafa keppnismál vélsleðamanna ekki gengið átakalaust fyrir sig í vetur og er þá einkum átt við þau átök sem átt hafa sér stað utan keppnisbrautar. Sem kunnugt er stofnuðu vélsleða- menn ásamt fleirum ný landssamtök akstursíþróttamanna, Mótorsportsam- band íslands, MSl. Lengi vel stóð í stappi með útgáfu keppnisleyfa en með nýrri reglugerð dómsmálaráðu- neytisins leystust þau mál farsæUega og MSl gat farið að standa fyrir móta- haldi. Tvær umferðir í íslandsmóti MSÍ í snjókrossi voru þannig keyrðar í Ólafsfirði um páskahelgina og tókust vel í aUa staði. Keppnin um helgina verður haldin í samræmi við lög og reglur MSÍ. Hægt aö lofa góðri skemmtun Keppnin ber nafn Arctic Truks sem er helsti styrktcuaðUi en aðrir styrkt- araðilar eru m.a. Nanoq og öU helstu vélsleðaumboðin. Undirbúningur mótsins hefur að mestu verið í hönd- um Alexanders Kárasonar með aðstoð Ólafsfiarðarbæjar en sjálf keppnin er í umsjón Vélsleðaklúbbs Ólafsfiarðar og Kappakstursklúbbs Akureyrar. Hægt er að lofa góðri skemmtun á laugardaginn og eftir keppnina verð- ur m.a. heljarmikU griUveisla. -NG Um helgma verður Norðurlandamót í hópfimleikum haldið í Helsinki i Finn- landi. Það er hópur P3 frá Gerplu sem hefur verið valinn fyrir hönd íslands tU þess að keppa á mótinu en hópinn skipa 17 stúlkur á aldrinum 14-16 ára. Stúlkurnar hafa verið mjög sigursælar í sinum aldursflokkum gegnum tíðina og eru því mjög verðugir fuUtrúar íslands á þetta mót. Mótið verður mjög veglegt að þessu sinni. Finnska fimleikasambandið heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári og því er aUt kapp lagt á að hafa aUt fínt og flott. 8 lið frá Norðurlöndum munu berjast um titUinn en hver þjóð má senda tvö lið tU þátttöku. Lið Gerplu skipa: Ásdís Þorsteinsdótt- ir, Björk Guðmundsdóttir, Guðrún Sig- riður Pálsdóttir, Guðfinna HaUdórsdóttir, HUdur Grétarsdóttir, Hrefna Anna Þor- kelsdóttir, Inga Rán Gunnarsdóttir, Jó- hanna Gunnarsóttir, Jónína Aðalsteins- dóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Edda Óskarsdóttir, Ólöf Ruth Benedikts- dóttir, Sara Rut Ágústsdóttir, SUja Agn- arsdóttir, Sunneva Guðmundsdóttir, Val- gerður Einarsdóttir, Þuríður Guðmunds- dóttir. Þjálfarar eru Ama Þórey Þor- steinsdóttir, Auður Inga Þorsteindóttir og Svetlana Markarycheva. Eftir helgi leggur svo hópur landliðs- stúlkna af stað tU Parísar í Frakklandi þar sem þær munu taka þátt á Evrópu- móti í áhaldafimleikum. Um er að ræða stúlkur sem munu keppa í unglinga og fuUorðinsflokki. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópumót unglinga og fuUorðinna er haldið á sama tíma. Gaman er að geta þess að þetta mót er síðasta stórmót fyrir Ólympíuleikana í Sidney í haust þannig að búast má við harðri keppni þar sem hver og einn fer að verða síðastur tU að sanna sig fyrir ólympíuleikana og tryggja sér sæti í landsliði þjóðar sinnar. Stúlk- umar munu dvelja við æfingar i tæpa viku og svo tekur keppnin við. Á fyrsta keppnisdegi, fostudegi er keppt í liða- keppni og um sæti f úrslitum í fiölþraut og á einstökum áhöidum. Á laugardegi eru úrslit í fiölþraut og á sunnudegi eru úrslit á einstökum áhöldum. Lið unglinga skipa: Ásdís Guðmunds- dóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir, Sif Páls- dóttir, Tanja B. Jónsdóttir, Tinna Þórðar- dóttir. Þjáifari: Ásdís Guðmundsdóttir. Lið fullorðinna skipa: Lilja Erlends- dóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir Þjálfari: Svetlana Makarycheva. -AIÞ P3 hópur fer í Auöur Guðmundsdóttir, mark- aðsstjóri DV, og sigurvegarinn í fyrra, Eyþór Ragnarsson. Helsinki í Finnlandi um helgina. DV-mynd Hilmar Pór utan Draumaliðs- leikur DV Á mánudaginn næstkomandi, 8. mai, verður Draumaliðsleik DV hleypt af stokkunum. Þessi leikur hefur verið samtvinnaður úrvalsdeild karla í knattspymu undanfarin ár og verið gífurlega vinsæll. í takt við tækniframfarir mun Draumaleikur DV verða með breyttu sniði í ár. Hann mun eingöngu fara fram á Netinu, nánar tiltekið á Visi.is. Þar getur fólk valið sína leikmenn og fylgst með stöðunni hvenær sem því hentar í staö þess að þurfa að biða eftir að úrslitin birtist í DV. Stefnan er að skapa mikla stemningu í kringum leikinn og verða veglegir vinningar í boði fyrir sigurvegara hans. I blaðinu á morgun verða reglur Draumaliðsleiks DV kynntar sem og fyrirkomulag skráningarinnar í leikinn á Visi.is. -ÓHÞ Hópur af fimleikaáhuga- mönnum mun fylgja stúlkunum til Frakklands. Þar á meðal eru gamlir íslandsmeistarar og munu þeir koma til með að styðja vel við bakið á stúlkunum en þær eru flestar að taka þátt á sínu fyrsta erlenda stórmóti. Evrópumót karla verður haldið í lok maímánaðar í Bremen í Þýskalandi. )ö gengur mikið á þegar vélsleðakapparnir æða eftir brautunum á Ólafsfirði éins og þessi skemmtilega mynd ber með sér. Kristín Elsa í 2. sæti á golfmóti í Danmörku Kristín Elsa Erlendsdóttir, sem keppir fyrir Golfklúbbinn Keili, hafnaði í öðru sæti í fyrsta stigamóti ársins í Danmörku, Faxe- mótaröðinni, um liöna helgi. Kristín Elsa lék þrjá hringi á velli Koge Golf Klub á 227 höggum eða samtals eflefu yfir pari. Fyrsta hringinn lék hún á 73 höggum, einu höggi yfir pari og var þá einu höggi á eftir skólasystur sinni, Lisu Holm Sorensen, sem sigraði í mótinu. Eftir annan hringinn, sem Kristín Elsa lék á 76 höggum, var hún jöfn Anne Hansen á fimm höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Sorensen. Kristín Elsa byrjaöi þriðja og síðasta hringinn ifla, var komin sjö högg yfir parið á fyrri níu holunum. Hún sneri blaðinu viö og lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari en tapaði síðan tveimur höggum á jafnmörgum holum undir lokin og lauk keppni fiórum höggum á eftir Sorensen. Kristín Elsa stundar nám í golffræðum í Danmörku þar sem hún hefur dvalið í nokkur ár. Hún hefur þó jafnan keppt hér á landi yfir sumartimann. Hún kemur til íslands i lok júnímánaðar og mun þá etja kappi viö fremstu kvenkylfinga landsins. Árangur þriggja efstu kvennanna var sem hér segir: Lisa Holm Sorensen, Álaborg (+7) 223 (72-75-76) Kristín Elsa Erlendsdóttir, Himmerland (+11) 227 (73-76-78) Anne N. Hansen, Struer (+12) 228 (74-75-79). Úrslitakeppnin í NBA í nótt: Seattle enn í baráttunni Seattle Supersonics bar í nótt sigurorð af Utah Jazz, 104-93 í fiórða leik liðanna í 16-liða úrslitum NBA- deildarinnar. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2 og þurfa liðin að mætast i oddaleik, sem fram fer í Utah á föstudaginn næsta. Bakvörðurinn frábæri Gary Payton átti stjömuleik fyrir Seattle Supersonics og náði þrefaldri tvennu, skoraði 35 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar ásamt því að stela 6 boltum. Rashard Lewis skoraði 20 stig, Vin Baker skoraði 18 stig og tók 9 fráköst og Brent Barry bætti við 16 stigum fyrir Seattle Supersonics. Bryon Russell var stigahæstur hjá Utah Jazz með 26 stig, Karl Malone skoraði 23 stig og tók 14 fráköst, jeff Homacek skoraði 16 stig og John Stockton var með 13 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Utah Jazz. Leikurinn var mjög harður og voru bæði Karl Malone og Jerry Sloan, þjálfari Utah, útilokaðir frá leiknum seint í fiórða leikhluta vegna eftir að þeir fengu tæknivillur. Bæjarar lágu gegn Real Madrid Real Madrid sigraði Bayem Munchen í fyrri leik liðanna í undanúr- slitum meistaradeildar Evrópu í knattspymu í gærkvöld, 2-0. Spænska liðið, sem lék á heimavelli, var mun betri aðilinn í leiknum og Bæjarar, sem léku án Steffens Effenbergs, áttu aldrei möguleika. Nicolas Anelka kom Real Madrid yfir á 4. mínútu og síðan skoraði Jens Jeremies sjálfsmark á 33. mínútu. Leeds komst í 3. sætið með sigri en Liverpool tapaði Leeds komst i gærkvöld í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spymu með því að sigra Watford örugglega á heimavelli sínum, 3-1. Michael Bridges, Michael Duberry og Darren Huckerby skoruðu mörk- in fyrir Leeds. Á sama tíma tapaði Liverpool á heimavelli gegn Leicest- er og komu þau úrslit mjög á óvart. Tony Cottee kom Leicester yfir á 2. mínútu og Phil Gilchrist bætti öðru marki við á 48. mín. -SK Námsstefna um meiðsli í íslenskri knattspyrnu: Orsakir, tíðni og afleyðingar Knattspymusamband íslands, Öss- ur hf. og Sjóvá-Almennar standa nk. laugardag 6. maí fyrir námsstefnu um meiðsli í íslenskri knattspymu, afleið- ingar þeirra og fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Yfirskrift námsstefnunnar er „Betri fætur-betri árangur". Umfiöllun á námsstefnunni mun ná allt frá vísindalegum rannsóknum á meiðslum til trygginga á íþróttamönn- um. Hugmyndin með námsstefnunni er að vekja athygli á orsökum, tíðni og afleiðingum meiðsla og hvað sé unnt að gera til að bæta úr þeim skaða sem af þeim verða, bæði hvað varðar einstaklinga og lið og einnig samfélagslegan skaða, s.s. hvað varð- ar heilbrigðiskerfið og frávistir úr vinnu. Fyrirlesarar námsstefnunnar koma úr ýmsum áttum. Roald Bahr, prófess- or við íþróttaháskólann í Ósló, mun fialla um ökklameiðsl en hann hefur víðtæka reynslu af meðhöndlun hvers kyns íþróttameiðsla. Mario Lafortime er forstöðumaður rannsóknar- og þróunardeildar Nike sem starfar að rannsóknum á sérþörf- um íþróttamanna, sérstaklega hvað varðar skóbúnað, og mun hann fiafla um rannsóknir og þróun á því sviði. Ámi Árnason, sjúkraþjálfari og íþróttakennari, mun kynna rannsókn- ir á knattspyrnumeiðslum á íslandi en á síðasta ári var einmitt farið af stað með eina slíka í samráði við knattspymufélög. Áslaug Skúladóttir og Harpa Gunnarsdóttir, sjúkraþjálf- arar hjá össuri hf„ fialla um það sem einkennir fætur knattspyrnumanna og hvað sé til ráða til að leysa þann vanda sem getur skapast. Margir knattspymumenn leita einmitt til Össurar hf. í göngu- og hlaupagrein- ingu og að sögn Hörpu virðast vanda- mál flestra áþekk. Bjarni Jóhannsson, knattspyrnu- þjálfari í Landssímadeild karla, mun kynna viðhorf þjálfara til meiðsla, þær aðstæður sem knattspyrnumenn búa við og það álag sem er á knatt- spymumönnum hér á landi. Að lok- um má nefna Ómar Svavarsson, markaðstjóra Sjóvár-Ahnennra, sem kynnir reynslu fyrirtækisins af slysa- tryggingum íþróttamanna. Tveir umræðutímar verða á meðan á námsstefnunni stendur en hún mun hefiast kl. 13 og lok hennar eru áætl- uö kl 18.30. Námsstefnan er öllum opin og er þátttökugjald 3.500 kr. Gummersbach vildi fá Pál - hugurinn stefnir heim í hans gamla félag, Aftureldingu Þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach vildi fá handknattleiksmann- inn Pál Þórólfsson en Páll, sem sl. tvö ár hefur verið hjá Essen, er hins vegar ákveðinn i að koma heim í júní. „Gummersbach var að selja vinstrihomamann sinn til Eisenach og fyrir vikið vantar mann í þessa stöðu. Gummersbach stendur illa fiár- hagslega en ég hafði bara einfaldlega ekki áhuga. Hugurinn stefnir heim og þangað hef ég ákveðið að fara. Ég býst við því að koma um miðjan júní en það er ekkert ákveðið með hvaða félagi ég muni leika á næsta tímabili. Ég get ekki neitað því að ég hef mestan áhuga að fara í mitt gamla félag, Aftureldingu," sagði Páll í samtali við DV. -JKS Gerplu sem tekur þátt í Noröurlandamóti unglinga í hópfimleikum sem fram Áleið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.