Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 Aron skrifar undir Aron Krist- jánsson, sem leikur með danska liðinu Skjem, skrifar í vikulok undir nýjan veggja ára samning við fé- lagið. Okkur liður vel héma og þvi er gott að endur- nýja samninginn við félagið," sagði Aron. Skjem komst ekki í úrslita- keppnina. Fjögur efstu liðin í deildarkeppninni komust þangað en Skjern lenti í 5. sæti. Daði Haf- þórsson, sem sl. tvö ár hefur leik- ið með Bayer Dormagen, gekk til liðs við Skjern í sumar. Anders Dahl Nielsen, þjálfari Skjem, endurnýjaði á dögunum samn- ing sinn við félagið. -JKS Alfreö Gíslason segist búa viö frábært starfsumhverfi hjá Magdeburg. Lærisveinar hans standa í ströngu á næstunni því baráttan um meistaratitilinn er hörö og hefur ekki veriö jafnari í mörg ár. Alfreð Gíslason þjálfari hjá þýska liðinu Magdeburg: Auðvítað er aWaf stefht á titflinn - lokaspretturinn í deildinni verður gífurlega harður Slagurinn um þýska meistaratitil- inn í handknattleik hefur ekki ver- ið jafnspennandi i mörg ár. Fimm lið eiga ennþá möguleika á titlinum og stendur Flensburg þar best að vígi en Kiel og Magdeburg koma tveimur stigum á eftir og í næstu sætum koma Lemgo og Nordhom. Flensburg hafði um tíma átta stiga forystu í Bundeslígunni og benti þá fátt til annars en að liðið stefndi hraðbyri að þýska meist- aratitlinum. Á síðustu vikum hefur liðið verið að gefa eftir og fyrir vik- ið er hlaupin mikO spenna í topp- baráttuna. Sama var upp á teningn- um í fyrra en þá átti Flensburg alla möguleika aö vinna titilinn en gaf eftir á lokasprettinum og Kiel varð meistari. Botnbaráttan er ekki síður áhuga- verðari en þrjú íslendingalið berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Magdeburg undir stjórn Alfreðs ^ Gíslasonar hefur verið að gera góða * hluti í deildinni og hefur nú þegar náð sinum besta árangri um árarað- ir. Ólafur Stefánsson er einn af lyk- ilmönnum liðsins og má því segja að íslendingar leiki stórt hlutverk hjá félaginu. Hvað segir Alfreð um möguleika liðsins á þýska meistaratitlinum? „Það er geysilega hörð barátta fram undan þegar við eigum fjóra leiki eftir. Flensburg og Kiel eiga hins vegar fimm leiki eftir en miðað viö úrslit í síðustu umferðum getur allt gerst,“ sagði Alfreð. - Ertu ánœgður með frammi- stöðu liðsins á timabilinu? „Já, ég er það að sjálfsögðu þegar tekið er tillit til meiðsla en báðir Rússarnir hjá okkur hafa verið meiddir megnið af timabilinu. Engu að síður er þetta besti árangurinn sem liðið hefur náð hingað til. Mag- deborgarliðið var frægt fyrir lélegan árangur á útivelli en á þessu tíma- bili erum við með þriðja bestan ár- angur á útivöllum. í heildina getur maður svo sem ekkert kvartað en auðvitað er alltaf stefnt á titilinn. Við erum með bestu vömina enda búnir að fá á okkur fæst mörk lið- anna í deildinni. Það hefur verið afar slæmt að vera án Rússanna en með þá innanborðs værum við ef til enn ofar á töflunni. Ég hef verið með mikla vinnu í gangi og breytt taktík liðsins en það hefur þurft lít- ið upp á til að vera í toppsætinu. í síðustu umferðum hafa liðin fyrir ofan okkur verið að tapa nokkuð óvænt sumum leikjunum á meðan við höfum haldið okkar striki. Við verðum að halda því áfram og vona að önnur liö klikki. Flensburg á erfitt prógramm eftir en af fimm síðustu leikjum liðsins eru fjórir á útivelli. Kiel á þrjá leiki eftir heima og tvo úti og flestir leikjanna eru gegn liðum í efri kantinum. Þetta er því hverki búið,“ sagði Alfreð. - Hvernig hefur deildin annars verið i vetur? „Hún er búin að vera rosalega jöfn og í heildina mjög góð. Undan- farin ár hafa 1-2 lið stungið af en í ár hafa fleiri lið bæst í slaginn. Það er eins og liðin séu jafnari en áður og þetta hefur gert deildina skemmtilegri en ella.“ - Hefur þú i hyggju að styrkja liðið þitt fyrir nœsta tímabil? „Ég held öllum mikilvægstu mönnum liðsins en þeir eru á lang- tímasamningum. Efniviðurinn er góöur og ég er smám saman að taka þá yngri inn í liðið. Yngri flokkar félagsins eru sterkir svo það er kannski af nógu að taka á næstu árum. Við eigum í vissum vanda- málum með skyttuna vinstra megin og ég held öllu opnu í þeim efnum. Rússinn Gudinov, sem hefur verið hjá Hameln, er þessa dagana til reynslu hjá okkur.“ - Þú ert ekki að leita að leik- mönnum heima á íslandi? „Eins og er er kannski einn leik- maður heima sem ætti hugsanlega erindi i deildina. Það er Gunnar Berg Viktorsson hjá Fram. Ég hef ekki fylgst mikið með deildinni heima en maður veit ekki hvað Ragnar Óskarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru komnir langt. Þetta eru strákar sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“ - Ætlarðu að ilengjast í þýska handboltanum? „Ég er með samning við Mag- deburg út næsta tímabil. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég er mjög ánægður hjá Mag- deburg. Ég hef fengið að gera allt sem ég vil svo vinnuumhverfið get- ur ekki verið betra. Það er mjög vel að öllum málum staðið og félagið stendur á traustum grunni. Öll að- staða er til fyrirmyndar og gerist varla betri í Þýskalandi. Ég er ekki farinn að taka stefnuna heim á leið og því á ég fastlega von á þvi að verða áfram í Þýskalandi á næstu árum. Handboltinn er bæði vinna og áhugamál og hér líður fjölskyld- unni vel,“ sagði Alfreð Gíslason í spjallinu. -JKS Bland í poka Ástralinn Mark Viduka hjá Celtic hef- ur verið kjörinn leikmaður ársins í Skotlandi. Viduka hefur nú þegar skorað 27 mörk á þessu tímabili. Óvíst er hvort hann verður áfram í herbúð- um Celtic því mörg lið líta hýrum aug- um til þessa mikla markaskorara. Rúmlega 100 manns meiddust og tæplega 100 voru handtekin eftir að óeirðir brutust út á fyrri úrslitaleik Dinamo Zagreb og Hajduk Split í króatisku bikarkeppninni. Leikurinn var flautaður af fjórum mínútum fyr- ir leikslok. Ólátin bárust út á götur þar sem verslanir fengu að kenna á reiði áhorfenda. Hajduk leiddi, 2-0, þegar leikurinn var flautaður af. Síð- ari leikurinn fer fram 16. maí. Belgar, sem eru gestgjafar ásamt Hol- lendingum á Evrópumóti landsliða í sumar, ætla sér ekki aö missa stjóm á áhorfendum. Til þess að komast hjá átökum munu þeir sjá til þess að áhangendum liðanna verði haldið sundur bæði á leikjum og á leiðinni á leiki. Sérstakar ferðir verða frá helstu sam- göngumannvirkjum á vellina og fer hver áhangendahópur með tilteknum ferðum. Einnig munu þeir sem eru ák- andi þurfa að fara sérstakar leiðir sem eru sérmerktar eftir sætaskipan á viö- komandi velli. Slysið á Heysel-leik- vanginum 1985, þar sem 39 manns fór- ust, er enn í fersku minni og eðlilega vilja menn forðast að slíkt endurtaki sig. Lundúnaliðið West Ham gæti átt yfir höfði sér ákæru eftir að leikmenn liðs- ins veittust að Paul Durkin dómara eftir leik liðsins við Arsenal. Umdeilt sigurmark Arsenal varð til þess að leikmennimir, með Kamerún-mann- inn Marc Vivien Foe í fararþroddi, réðust að dómaranum og svo virtist sem Foe ýtti við dómaranum en tvenn- um sögum fer af atvikinu. Enska knattspymusambandið bíður eftir skýrlu Durkin um málið. Nevio Scala, fyrrverandi þjálfari ítalska A-deildar liðsins Parma, hefur skrifað undir tveggja ára samning við tyrkneska liðið Besiktas. Hans Peter Briegel, fyrirrennari Scala, lét af störf- um nýverið vegna deilna um laun túlks sem hann hafði á sínum snærum. KÞÍ stendur fyrir matarfundi fyrir knattspymuþjálfara á veitingahúsinu Naustinu við Vesturgötu i Reykjavík, iaugardaginn 6. maí nk. klukkan 19.30 og kostar 3.000 krónur inn. t fyrra var gerð tilraun með slfkan fund og tókst hann í aUa staði mjög vel og hefur stjóm KÞÍ því ákveðið að haida ann- an slíkan nú. Logi Ólafsson, þjáifari kvennalands- liðsins, verður veislustjóri, Magnús Pálsson og Jóhann Gunnarsson munu kynna nýjan geisladisk með æf- ingum unglingaliða Bayem Munchen, Freyr Sverrisson fer með gamanmál og stjómar glensi. KÞÍ hvetur félags- menn sína til að mæta og þarf að til- kynna þátttöku til Sigurðar Þóris Þorsteinsson, formanns KÞÍ, í síma 861 9401, Bjarna Jóhannssonar, vara- formanns KÞÍ, í síma 896 8566 eða Ómars Jóhannssonar, gjaldkera KÞÍ, í síma 897 3438. -JKS/-ÓK/-SK Staðan Flensburg 29 22 2 5 785-687 46 Kiel 29 21 2 6 777-667 44 Magdeburg 30 19 6 5 721-633 44 Lemgo 30 18 5 7 737-651 41 Nordhorn 30 19 3 8 774-694 41 Grosswaldst.29 18 2 9 700-664 38 Essen 30 16 5 9 732-687 37 Minden 30 17 2 11 760-714 36 Gummersb. 30 16 2 12 767-745 34 Bad. Sch. 30 15 0 15 705-718 30 Wetzlar 29 14 2 13 708-723 30 Frankfurt 30 12 1 17 685-696 25 Nettelstedt 30 9 4 17 735-779 22 Eisenach 30 10 2 18 681-746 22 Dormagen 30 7 2 21 641-718 16 Wuppertal 29 5 3 21 654-737 13 Willstatt 30 5 1 24 678-805 11 Schútterw. 29 1 2 26 557-733 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.