Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskíptablaöiö Meiri verðbólga en bðist var við - hækkun vísitölu neysluverös milli mánaða jafngildir 5% verðbólgu yfir árið Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% milli mánaða, miðað við verð- lag í byrjun maí 2000 var. Hækkun- in er meiri en búist hafði verið við en í könnun Viðskiptablaðsins og Reuters meðal sérfræðinga sex fjár- málafyrirtækja var að meðaltali spáð 0,26% hækkun neysluverðs- vísitölunnar. Hækkun vísitölunnar miðað við maíbyrjun jafngildir 5% verðbólgu á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 197,1 Að alfyndur Felags tækniteiknara Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn fimmtudaginn 25. maí kl. 20 á skrifstofu félagsins að Hamraborg 7, 2. hæð til hægri, Kópavogi. Allir nýútskrifaðir tækniteiknarar sérstaklega velkomnir. Stjórnin stig og hækkaði um 0,2% frá apríl. Fram kemur i frétt frá Hagstofunni að verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,3% en það stuölar að hækkun vísitölunnar um 0,21%. Þar ræður mestu verðhækkun á ávöxt- um um 7,9% og grænmeti um 7,4%. Markaðsverð á húsnæði heldur áfram að hækka en nemur hækkun- in 1,7%. Sú hækkun lyftir vísitöl- unni um 0,16%. Bílar lækkuðu í verði um 1,8% sem stafar aðallega af lækkun vörugjalds. Síöastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 5,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,8% sem jafngildir 7,4% verðbólgu á ári. Verðbólgan í ríkjum EES frá mars 1999 til mars 2000, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverös, var 1,9% að meðaltali. Á sama tímabili var verðbólgan 2,3% í helstu við- skiptalöndum íslendinga en 4,6% á íslandi. Sambærilegar verðbólgutöl- ur fyrir ísland eru 5,1% í apríl og 5,0% í maí 2000. hll/HMljJlllA 'uínartilbod rymum viö tilfyrir nýjum sumarvörum 10 ro afsláttur aföllum vörum í versluninni Landsbanki Islands gerir rammasamning um erlenda skuldabréfaútgáfu - samningurinn er allt að 45 milljarða króna virði Landsbanki íslands hefur gert er að upphæð allt að 600 milljónir rammasamning um útgáfu skulda- Bandaríkjadollara, eða um 45 millj- bréfa á EMTN-markaði við Bank of arðar króna. Gunnar Þ. Andersen, America í London. Samningurinn framkvæmdastjóri alþjóða- og fjár- málasviðs, undirritaði samninginn fyrir hönd Landsbankans 28. apríl sl. í London. Bank of America er umsjónarað- ili samningsins. Fram kemur í frétt frá Landsbankanum að þrátt fyrir að skipaðir séu formlegir miðlarar geta einnig aðrir bankar selt skulda- bréf Landsbankans á markaði sam- kvæmt samningnum. Formlegir miðlarar að samningnum, auk Bank of America, eru Bankgesellschaft Berlin Aktiengesellschaft, Bayer- ische Hypo- und Vereinsbank AG, Daiwa Securities SB Capital Markets Europe Limited (Sumitomo Bank), Banca d’Intermediazione Mobiliare IMI (San Paolo-IMD, SEB Debt Capital Markets (Skandinav- iska Enskilda Banken AB) og Société Générale. Miðlaramir, sem hafa flestir verið viðskiptabankar Landsbankans um árabil, voru sér- staklega valdir á grunni samstarfs- reynslu og dreiíingargetu. Banda- ríska lánshæflsfyrirtækið Moody’s & húsgögn Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 Opið virka daga 10-18, laug. 10-16 Notaðar vinnuvélar á kostakj örum Mikil verðlækkun Mikið úrval Ingvar Helgason hf. Véladeild - Sœvarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - E-mail: veladeild@ih.is Landsbanki Islands. Investors Service gaf samningnum sömu lánshæfiseinkunn og bankan- um, eða A3. „Með samningi þessum opnast nýjar leiðir til viðbótar við hefð- bundnar leiðir við fjármögnun bankans á erlendum mörkuðum. Er þar helst að geta að sveigjanleiki í lántökum eykst til muna, t.d. hvað varðar lánstíma, en hægt er að taka stutt og löng lán innan ramma samningsins í ýmsum myntum. Þá er fyrirsjáanlegt að með samningi þessum muni fjölga til muna i hópi lánveitenda til bankans. Til viðbót- ar gefast tækifæri til að bregðast skjótt við til að nýta markaðsað- stæður og kjör þegar slíkt býðst. Staðið verður að kynningu á bank- anum með heimsóknum og sérstök- um kynningum erlendis á vegum miðlara samningsins meðal nýrra f]árfesta,“ segir í frétt frá Lands- bankanum. Fram kemur að fjár- mögnunarþörf bankans á erlendum mörkuðum hefur aukist að undan- fömu vegna þarfa viðskiptavina bankans. Þegar er búið að ganga frá fyrstu lántökunni undir samningn- um. EMTN-markaðurinn hefur ver- ið vaxandi markaður á undanförn- um árum en nýjar útgáfur námu um 780 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI 361 m.kr. Hlutabréf 264 m.kr. Bankavíxlar 60 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Hf. Eimskípaf. íslands 79,2 m.kr. Islandsbanki 42,0 m.kr. Opin kerfi 12,9 m.kr. MESTA HÆKKUN ; OPharmaco 16,67% j OSR-Mjöl 4,62% j OJai’ðboranir 1,56% MESTA LÆKKUN j OTæknival 9,09% ©Landsbanki íslands 5,75% O Delta 5,56% ÚRVALSVÍSITALAN 1593 stig - Breyting O 3,7% Miklar lækkanir í gær í gær voru miklar lækkanir á VÞÍ þriðja daginn í röð. Þessari lækkan- ir koma í sjálfu sér ekki á óvart og sagði íslandsbanki F&M í gær að hann byggist við áframhaldandi lækkunum á næstunni. Bent er á að góðar fregnir af fyrirtækjum virðist ekki duga til að halda aftur af lækk- unum á hlutabréfum. Ástæða lækk- unarinnar er ekki ljós en hugsan- legt er að neikvæðar verðbólgufrétt- ir, en verðbólga reyndist meiri en gert var ráð fyrir, og auknar líkur á vaxtahækkun hafi neikvæð áhrif á verð hlutabréfa. MESTU VtOSKIPTI !0Össur 493.614 Í0TBA 464.173 : © Opin kerfi 415.612 íslandsbanki 350.307 ; QEimskip 306.118 síbastllöna 30 daea j O Fiskiðjus. Húsavíkur 20 % ' O Delta hf. 15 % j O Lyfjaverslun 9% O SR-Mjöl 8% i O Samvinnuf. Landsýn 7 % : WHŒ& 'flt?- .1 1 ÁiQ_ síöastliöna 30 taga o Stálsmiðjan 31% OTæknival 29% o Krossanes 26% O Þróunarfélagið 22% ; : 0lsl. hugb.sjóðurinn 21% Umrót á gjaldeyrismörk- uðum Talsvert umrót er á gjaldeyrismörk- uðum um þessar mundir. Jenið er á niðurleið, Dollarinn er jafnframt að veikjast. Hins vegar er dollarinn afar sterkur gagnvart krónunni og kostar hann nú rúmar 76 krónur sem er afar hátt í sögulegu samhengi. Evran hefur hins vegar hækkað lítið eitt en al- mennt er búist við því að evran verði áfram veik. jffoÁ-iínuiurm HSDOW JONES 10545,97 O 1,72% 1 * Inikkei 17357,86 O 2,82% . Sls&P 1407,81 O 1,79% R INASDAO 3499,58 O 3,39% SSánsE 6245,90 O 0,00% ! ^DAX 7259,48 O 1,95% 1 ÍCAC 40 6380,13 O 0,60% ; 12.5.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BHpollar 76,470 76,860 ESSPund 115,690 116,280 j|*f|Kan. dollar 51,330 51,650 H ‘ ÍDönsk kr. 9,2510 9,3020 ÉrjNorekkr 8,4070 8,4530 SSsænsk kr. 8,3770 8,4230 j i HHn. mark 11,5943 11,6640 B í"ÍFra. franki 10,5093 10,5725 ! 1 I ÍBelg. franki 1,7089 1,7192 uil Sviss. franki 44,3600 44,6000 L^JhoII. gyllini 31,2821 31,4701 ^tpýskt mark 35,2468 35,4586 Jít. líra 0,03560 0,03582 i’li* Aust. sch. 5,0098 5,0399 H iÍPort. escudo 0,3439 0,3459 Dspá. peseti 0,4143 0,4168 nRlap-yen 0,70500 0,70920 i lírekt pund 87,531 88,057 SDR 100,0700 100,6700 gjECU 68,9367 69,3509

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.