Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteínsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu fornii og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Mannfómir í umferðinni Umferðarslys kosta þjóðfélagið árlega 12-15 milljarða króna, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Beinn tjónakostnaður þriggja stærstu vátryggingafélaganna vegna þeirra á liðnu ári var tæplega 8,6 milljarðar króna. Þetta kom fram á ráðstefnu sem dómsmálaráðherra boð- aði til í fyrradag um bætta umferðarmenningu. Útgjöld vegna slysanna segja þó ekki alla sögu. Þar er ótalinn miski þeirra sem í lenda og harmur þeirra sem að standa vegna líkamstjóns og jafnvel dauða. Á liðnu ári fórst 21 í umferðarslysum hérlendis. Það er tveimur fleiri en að meðaltali á árunum 1991-1998. Athygl- isvert er að ríflega 70 prósent dauðaslysa tveggja undan- genginna ára áttu sér stað í dreifbýli, einkum á þjóðveg- um landsins þar sem hraði er mikill. Tæplega þrjátíu pró- sent urðu í þéttbýlinu, þar sem umferðin er mest. Flestir sem létust í umferðinni í fyrra voru ungt fólk, á aldrinum 15-24 ára. ísland sker sig úr í alþjóðlegum samanburði hvað þetta varðar. Mun fleiri yngri vegfarendur létu lífið í umferðinni hér á landi en að meðaltali meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur við, austan hafs og vestan. Svipað hlutfall eldri vegfarenda lét lífið á íslandi og með- al flestra þjóðanna. Þessar mannfórnir á æskufólki okkar eru ekki líðandi. Algengustu aðalorsakir og undirþættir umferðarslysa hér eru vanhöld á bílbeltanotkun, áfengisneysla og hraðakstur. Það er löngu sannað að bílbelti eru öryggis- búnaður sem kemur i veg fyrir slys á fólki i umferðar- óhöppum eða dregur úr alvöru slysanna. Notkun beltanna er lögbundin en það kemur ekki í veg fyrir trassaskap ökumanna og farþega í þeim efnum. Af þeim sem slösuð- ust minni háttar í umferðarslysum á liðnu ári notuðu 25 prósent ekki bílbelti. í þeim slysum þar sem meiðsli voru flokkuð sem mikil nýttu 40 prósent ekki belti og rúmlega helmingur þeirra sem létust i bílslysum á síðasta ári voru ekki með bílbelti. Þarna er því mikið verk óunnið og ljóst að árangur næst ekki nema með hertum viðurlögum. Áfengi og akstur fara aldrei saman. Það vita allir þótt hörmuleg dæmi sýni dómgreindarskort þeirra sem það reyna. Það að flest banaslys verða í dreifbýli, þar sem há- markshraði er um og yfir 80 km á klukkustund, sýnir þátt hraðaksturs í slysunum. Sem dæmi um hið gagnstæða má nefna að enginn hefur látið lífið í árekstri tveggja bíla í þéttbýli undanfarin tvö ár, þar sem hámarkshraðinn er undir 60 km á klukkustund. Umferðin mun áfram taka sinn toll en leita verður allra leiða til þess að fækka slysum, ekki síst alvarlegum slys- um og dauðaslysum. Því er það vel að dómsmálaráðuneyt- ið fer fyrir og leggur aukna áherslu á þennan málaflokk í samvinnu við sveitarfélög, vátryggingafélög, áhugahópa um umferðaröryggismál og síðast en ekki síst í samvinnu við ökumenn sjálfa og vegfarendur. Skráning og rannsóknir á umferðarslysum og orsökum þeirra er grundvöllur þess að fækka megi slysum. Þau mál eru nú tekin fastari tökum enda ekki vanþörf á. í skýrslu dómsmálaráðherra kemur fram að fjöldi mikið slasaðra í umferðinni árið 1998 hafi verið vanskráður um 15-25 prósent. Liggi orsakir slysanna fyrir er hægt að taka á þar sem þörfin er brýnust. Að því vinnur sérstök um- ferðaröryggisnefnd og einbeitir sér, á grundvelli rann- sókna, að notkun bílbelta, ólöglegum hraðakstri, ölvun- arakstri og ungu ökumönnunum. Þar er átaks þörf enda valda þeir umferðarslysum mun oftar en hlutdeild í um- ferðinni gefur tilefni til. Jónas Haraldsson 19 I>V Skoðuí Fyrir nokkrum nóttum lauk greinarhöfundur viö að lesa bókina „Öld öfganna" eftir Eric Hobsbawm en hún kom út í islenskri þýðingu Árna Óskarssonar í bókaver- tíðinni fyrir síðustu jól. Lest- urinn tók nálægt þrem vik- um því bókin er ekki reyfari heldur krufningarskýrsla um tímabil sem allmargir ís- lendingar hafa lifað aUt og fjöldi stærstan hluta af. Á síðustu dögum bókar- innar var höfundur beðinn þátt í umræðufundi um Öfgar aldarinnar Kjallarí Arni Björnsson læknir að taka framtíð Reykjavíkur næstu 20 ár og óskar þess nú að hann hefði lokið við bókina áður því að í lokaköflunum kemur best fram hversu brigðular framtíðar- spár okkar mannanna eru. Krufningarskýrslan Það er mikill munur á krufningar- skýrslu og reyfara þó einstaka krufn- ingarskýrsla geti líkst reyfara og það gerir þessi skýrsla. Það er raunar undarlegt hve mikið hefur verið þag- að um bókina hér á landi, ef undan er skilinn ágætur ritdómur eftir Einar Má Jónsson í Tímariti M&M, 4.1999. Svo vildi til að næsta les- efni höfundar á undan „Öld- inni“ var „The Prime of Life“ sem gæti heitið á ís- lensku „1 blóma lífsins" eftir Simone de Beauvoir sem er hluti af sjálfsævisögu henn- ar og gerist í báðum „stóru" heimsstyrjöldunum. Sú saga er sögð innan frá og lýsir átakanlega a&eitun þeirra sem upplifðu slátrun- ina á vigstöðvunum 1914-18 “ gagnvart nýju striði, þ.á m. stjómmálamanna eins og Neville Cham- berlain¥s og heimspekinga eins og Jean Paul Sartre o.fl. sem áttu að vita betur. Krufningarskýrslan segir okkur, sem lifðum aðeins siðari heimsstyrjöldina sem áhorfendur hvílík ósköp af sjúk- dómum hefur ásótt mannkynslíkamann á 20. öldinni. Hún segir okkur líka að í þessum hrjáða skrokki bjó andi sem vann einstök afrek sem gætu vakið skrokkinn tfi nýs og betra lífs á kom- andi öld. - En svigrúmið fer minnkandi. Tvíbent vísindaafrek Það er ljóst að vísindaafrek aldar- innar með tilsvarandi tæknivæðingu hafa verið tvíbent og sum hafa leitt til „Það er Ijóst að vísindaafrek aldarinnar með tilsvar- andi tæknivœðingu hafa verið tvíbent og sum hafa leitt til sjúkdóma í mannkynslíkamanum og eyðilegg- ingar á hlutum af vistkerfi jarðarinnar sem munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar... sjúkdóma í mannkynslíkamanum og eyðileggingar á hlutum af vistkerfi jarðarinnar sem munu hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar, ekki fyrir jörðina því hún mun halda áfram á sporbaug sínum heldur fyrir dýrið „homo sapi- ens“ sem ein dýrategunda hefur tekið sér drottnunarvald yfir henni. Hvers vegna vissum við ekki betur og vitum við meira nú? Fram að og í síðustu heimsstyrjöld voru upplýsingar til almennings, a.m.k. hér á landi, takmarkaðar og þeir sem miðluðu upplýsingunum Sjónvarp allra landsmanna og skákíþróttin Þorsteinn Þorsteinsson, markaðs- stjóri RÚV, ríður fram á ritvöllinn í DV 3. maí sl. og reynir að verja Sjón- varpiö vegna slaklegrar umfjöllunar um skákviðburði nú nýlega. Þar skýst honum yfir ýmislegt. Sú stað- reynd er öllum kunn að sjónvarp allra landsmanna hefur sýnt þessari þjóðaríþrótt okkar afar lítinn sóma síðustu misseri. Það lét t.d. fram hjá sér fara þegar haldið var firnasterkt alþjóðlegt skákmót hér í síðasta mánuði, þar sem til leiks voru mætt- ir fjölmargir heims- og landsfrægir kappar. Hjá sjónvarpi allra landsmanna var ekki áhugi eða löngun til að greina frá framvindu mótsins eða gefa landsmönnum neina innsýn í það sem þar var að gerast. Mótinu lauk með glæsilegum sigri Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem vann þar eitt af stórafrekum íslenskrar skák- sögu. Það var þó ekki stærra mál í augum Sjónvarpsins en einhver ann- arrar deildar leikur í fótbolta úti í Evrópu. Sjónvarpíð situr hjá Þegar hér var haldið alþjóðlegt Reykjavíkurmót fyrir tveimur árum sat Sjónvarpið einnig hjá, þótt hol- lensk sjónvarpsstöð sæi ástæðu til að senda hingað mannskap til að fjalla um mótið og skákafrek íslendinga. Um sama leyti kom önnur erlend „Hjá sjónvarpi allra landsmanna var ekki áhugi eða löngun til að greina frá framvindu mótsins eða gefa landsmönnum neina innsýn í það sem þar var að ger- ast. “ - Frá Reykjavikurskákmótinu. Með og á móti sjónvarpsstöð, BBC, hingað til að vinna þátt um sama efni. Við íslendingar höfum á undanförnum árum barist til sigra á skáksviðinu sem er einsdæmi hjá svo lítilli þjóð. Þar skörtum við bæði heimsmeistaratitlum og 5., 6., og 8. sæti á Ólympíumót- um í keppni við stórþjóðir heimsins. í sjónvarpi allra lands- manna, sem vikulega legg- ur langa þætti undir íþrótt- ir af ýmsu tagi, hefur skák- íþróttin löngum liðið fyrir þá sérvisku að stjómendur hafa ekki getað komið sér saman um það hvort hún eigi inni hjá íþróttadeild eða ekki og vísar þar hver á annan. Ekki virðist vera hægt að leysa það mál. Þrátt fyrir velvilja fréttastjórans og nokkra góða spretti á síðasta ári, mæta skákfréttir jafnan afgangi. Þetta finnst okkur skákmönnum súrt i broti. Nánast vísað á bug Hér á árum áður buðu skákhreyf- ingin og RÚV landsmönnum í sam- einingu upp á beina útsendingu frá atskákmóti íslands einu sinni á ári. Tókst þar vel til enda þetta form skáklistarinnar fyrirtaks sjónvarps- efni, ef vel er tilreitt. Mikill áhugi var fyrir þessum útsendingum, ekki síst úti á landi þar sem öflug skák- mót eru fátíðari en hér syðra. Einnig í þessu efni hefur RÚV þrotiö erindi. Tilraunum Skáksambandsins til að koma á samningi um þessar útsend- ingar á siðasta ári vöktu litla hrifn- ingu hjá innlendu dagskrárdeildinni og var nánast vísað á bug í skeyti Rúnars Gunnarssonar til undirrit- aðs. Askeil Orn Kárason forseti Skáksambands íslands Með slíkum samningi hefði RÚV þó haft yfir- burðaaðstöðu til að taka að sér útsendingar frá Heims- mótinu í Kópavogi, en grein markaðsstjórans er rituð til að afsaka fjarveru RÚV á því móti. Hann má þó vita, aö seint í desember var Sjónvarpinu boðið til viðræðna um útsendingar frá Heimsmótinu, (og at- skákmótinu). RÚV fékk hér tækifæri til að ná til sín sýningarréttinum ef vilji .....1.. hefði verið fyrir hendi. Það tækifæri lét stofnunin ónotað, en enga skýringu hef ég á þeim mis- skilningi, að ætlunin hafi verið að bjóða RÚV einungis atskákmót ís- lands, en öðrum feita bitann, sem Heimsmótið var. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu mótshaldara að frá mótinu yrði sýnt á stöð sem næði til alls landsins Til eru fleiri sjónvarpsstöðvar Málið var einnig kynnt fyrir Stöð 2 sem brást snöfurlega við og sendi m.a. fréttastjóra sinn til viðræðna við Kasparov, eins og Þorsteinn get- ur réttilega um. Því miður kom síð- ar á daginn að ekki var hægt að fall- ast á kostunarkröfur Stöðvar 2, svo ekki varð af þátttöku þeirra. Þá kom til skjalanna ný og fram- sækin stöð, Skjár einn, sem sýndi metnað og dug i málinu sem hinum stöðvunum virtist ofviða. Þar á bæ var áhugi og skilningur á því að hér væri um heimsviðburð að ræða, að skáklistin ætti sér sess í okkar þjóð- menningu, hljómgrunn hjá þjóðinni. - Sjónvarp allra landsmanna skildi það ekki. Áskell öm Kárason r t-f llll lOIUl Áhangendur ríkidæmi KR-inga idsmeistari í knattspymu? Blikur á lofti í vesturbænum j „Ég held að KR verði Islands- mt meistari í knatt- spymu í sumar vegna þess að viö eigum svo ofboðslega marga dygga áhangendur. í dyggum stuðn- ingsmönnum liggur ríki- dæmi okkar KR-inga fyrst og fremst. KR-ingar eru einstaklega duglegir viö að styöja sína menn á vellinum. Það sýndu þeir í fyrra er þeir slógu hvert að- sóknarmetið af öðru á KR-vellinum. Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri rekstrarfélags KR. Ég er sannfærður um að lið KR mun hampa stóra bikarn- um aftur í sumar, einfaldlega vegna þess hve stuðnings- menn liðsins eru öflugir. Það er einstök stemning á KR- vellinum eins og kom svo oft í ljós í fyrra. Fólki finnst gaman að koma á KR-völlinn, sjá skemmtilega leiki, styðja sitt lið og skemmta sér vel. Fólk mætir með fána í bún- ingi KR, hlustar á góða tón- list og skemmtir sér vel. Þess vegna tekst ætlunarverk okkar í sumar.“ »Það eru blikur á | lofti með KR í sumar, eftir að r þeir misstu Bjarka Gunnlaugsson verður erfitt fyrir KR aö verja ís- landsmeistaratitilinn sem þeir unnu með glæsibrag í fyrra. Þeir hafa fengið marga leik- menn seint til leiks og undir- búningur liðsins hefur ekki verið sem skyldi. Það er ekki laust við að taugaveiklunar Gu&jón Gu&mundsson, íþróttafréttamaöur á Stöö 2. gæti í lega orðið íslandsmeistari í sumar. Það sem er alveg ör- uggt er að KR-ingar fá ekki titilinn á silfurfati en það er hæpið að þeir þurfl að bíða eftir honum í 31 ár aftur. Skagamenn og ÍBV koma án efa sterkir til leiks og án efa kemur eitthvert lið á óvart. Hugsanlega Framarar. Þeirra Akkilesarhæll hefur verið að skora og ef þeim tekst að skora mikið af mörkum í sumar gætu þeir hampað íslands- voru ýmist hlutdrægir eða illa upp- lýstir, stundum hvortveggja. Því hlaut myndin af atburðum líðandi stundar að vera brengluð. En er hún réttari nú þegar upplýs- ingaflæðið er meira en nokkru sinni í sögu mannkyns og nánast öllum að- gengilegt? Því má svara játandi og neitandi því upplýsingaflæðið verður því aðeins upplýsandi að sá sem upp- lýstur er geti vinnsað úr þvi þannig að hann geti skapað sér hlutlæga mynd. Þetta er alls ekki auðvelt því þeir sem ráða öflugustu miðlunum eiga best með að koma upplýsingum sínum og skoðunum á framfæri. Dæmt aö leikslokum Sagan verður, eftir sem áður, að dæma að leikslokum því það sem bók- in segir okkur er að samtímamat á mönnum og málefnum er annaðhvort brenglað eða alrangt. Fyrir þann sem er reiðubúinn til að endurskoða eigið gildismat á atburðum liðinnar og líð- andi stundar er bók Hobsbown¥s ger- semi en hún kann að vera erflður boð- skapur þeim sem trúa á önnur óum- breytanleg gildi en eðli mannsins sem breytist næsta lítið þótt aldir líði. Ámi Bjömsson im vesturbænum. Annað lið gæti hæg- meistaratitlinum." íslandsmótiö í knattspyrnu fer aö hefjast. Fyrstl leikur er á dagskrá næsta þriöjudag og menn eru farnlr að spá í spilfn. íslenskt lag á íslensku „Hér með er þeirri áskorun komið á fram- færi við Sjónvarpið að framvegis verði lögin okkar flutt á íslensku, við höfum hvort eð er ekki efni á að halda keppnina sjálf og því betra að leyfa frændum vorum í Evrópu að hlusta á okkar ástkæra ylhýra móðurmál. Ef þetta verður ekki gert set ég fram þá kröfu til vara að Sjónvarpið fari að sýna okkur beint frá dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Þar lifir ís- lenskan góðu lífi, svo ekki sé minnst á skagfirsku Geirmundar-sveifluna." Björn Jóhann Björnsson í Degi 11. maí. Gott ef satt væri „Viðvörunaróp úr öllum áttum - en ríkisstjómin gerir ekkert," sagði Rannveig Sigurðardóttir, starfsmaður ASÍ, í gær um stöðu efnahagsmála, viðskiptahalla og verðbólgu. Þetta er furðuleg yfirlýsing og alröng. í fjár- málaráðuneytinu gera menn sitt af hveiju. Þar á bæ stóðu menn í því í vikunni að keyra í gegnum Alþingi frumvarp um milljarða króna aukin ríkisútgjöld og stórfelld launuð frí há- tekjufólks frá störfum. Með tilheyrandi þensluaukningu. Það er ekki hægt að segja að sá sem keyrir fæðingarorlofs- frumvarpið í gegn „geri ekki neitt“. En gott ef satt væri.“ Úr Vef-þjóöviljanum 11. maí. Moldun Alþýðuflokksins „Kommamir náðu tökum á Alþýðuflokkn- um í eitt skipti fyrir öll og lögðu flokkinn niður með lófataki í vikunni. Krötum var ekki falinn trúnaður í forystusveit Samfylkingar og þeir mega því horfa á eftir Alþýðuflokkn- um eins og hverju öðra hlutafélagi sem byijar á orðinu alþýða. Kratar misstu ekki bara sætin sin í borgar- stjóm Reykjavíkur til vandalausra og misstu nú líka af Samfylkingunni." Ásgeir Hannes Eiríksson í Dagspistli sínum 11. maí. Fyrirtækin og gildin „Hin gömlu góðu gildi að byggja upp traustan rekstur og arðsaman vöxt víkur fyrir því sjónarmiði að keyra fyrirtækið hratt upp, selja það, samein- ast svo öðrum eða fara í hlutafjárútboð án þess að tilgangurinn sé skýr. Þegar þessi skammtímasjónarmið tengjast launakjörum stjórnarmanna og stjóm- enda er full ástæða til að fara varlega." Þorkell Sigurlaugsson viöskiptafr. í Vi&skiptablaöinu 10. mai. Unglingar sem þora Hefur þú einhvem tímann gert eitthvað með félögum þinum sem þú vildir ekki gera en geröir samt? Eða hef- ur þú einhvem tímann svik- ið loforð við einhvern til að geðjast félögum þínum? All- ir, börn, unglingar og full- orðnir, hafa kynnst þrýstingi frá félögum sinum á beinan eða óbeinan hátt. Vilja eign- ast sams konar leikfong og hluti og vinir þeirra eiga, gera eins, fá sömu tækifæri o.s.frv. viðhorf og venjur koma til sögunnar. I stað foreldra koma félagarnir. Nú er það þeirra álit og afstaða sem skiptir mestu. Þessum um- skiptum fylgir oft mikil óvissa og öryggisleysi. Hvemig eignast ég nýja fé- laga? Hvernig á ég að hegða mér gagnvart nýju félögunum? Arni Einarsson, framkvæmdastj. Fræöslumiöstöövar I fíknivörnum Beínar þvinganir Stundum er um beinar þvinganir að ræða, t.d. að ef þú klæðist ekki eins og til er ætlast er þér úthýst eða ef þú hefur ekki sömu viðhorf og hópurinn. Það er rikt í okkur, sem búum í þjóðfélagi þar sem sam- keppni er ríkjandi og fólk er metið eftir því hvað það á og hvernig það lítur út fremur en hvað það er og hvemig það er, að bera okkur saman við aðra. Þetta gerir okkur ósjálf- stæð og óörugg. Hætt er við að eng- inn þori að skera sig úr af ótta við að mæta aðkasti eða vera ýtt til hliðar. Fyrir því vill enginn verða. Ekki síst er þetta áberandi á unglingsárum. Félagarnir skipta okkur máli Félagahópurinn skiptir okkur miklu máli á unglingsárunum. Á þvi tímabili ævinnar leitast maður við að styrkja sjálfsmyndina, finna hvað maður er og vill. Sjálfstæði gagnvart foreldrum eykst og slitið er á tengslin við bernskuna. Nýir áhrifavaldar á Sameiningartákn Sérhver hópur hefur ákveðin einkenni eða “" sameiningartákn, t.d. í klæðaburði, látbragði, málfari, tón- listarsmekk og ýmsum venjum. Vímuefnaneysla getur verið slíkt sameiningartákn. í hópi þar sem mikið er lagt upp úr að menn séu harðir og hugaðir eða uppreisnar- gjarnir getur neysla vímuefna verið merki um slíkt ef þjóðfélagið lítur svo á að vímuefni tengist þessum eiginleikum og séu hættuleg. Með því að viðurkenna og tileinka sér sameiningartákn hópsins geta menn talist félagar hans. Hugleysingjar hugrakkír í hóp Flestum vex hugrekki í skjóli hóps. Þeim ftnnast sér allir vegir færir. Þetta getur gengið út í öfgar ef ábyrgðartilfinning hverfur að miklu leyti. Þá gefa einstaklingamir lausan tauminn ýmsum hvötum sem engum dytti í hug ef hann væri einn og sér. Hópurinn gerir hann að múgsál og ýtir undir lægstu hvatir hans og öfga. Sérstaklega reynir á þetta ef fé- lagahópurinn verður fyrir aðkasti eða gagnrýni. Við það eykst sam- kennd hópsins og meðlimir hans verða enn sannfærðari en ella um réttmæti þess sem hann stendur fyr- ir eða hefur aðhafst. Við slíkar að- stæður er ofbeldi oft skammt undan og ekki bætir úr skák ef neysla áfengis eða annarra vímuefna erf með í spilinu. Illmennið og hugleys- inginn láta þá óhindrað undan hvöt- um sínum í skjóli hópsins. Aö drekka eins og hinir Margir kannast við þrýsting frá fé- lögum sínum til að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Hann kemur fram í ýmsum myndum. T.d. er oft bent á að allir verði að vera með í því sem hópurinn gerir eða viðkomandi er jafnvel sakaður um hugleysi ef hann neitar. Þrýstingurinn getur líka verið óbeinn. Þeim sem ekki drekkur í partíi finnst hann hugsanlega utan- veltu eða jafnvel að hann skemmti sér ekki eins vel og hinir sem gangast upp í vímunni og eru hástemmdir oe hömlulausir. Þeim finnst að þeir séu að missa af einhverju eftirsóknar- verðu, einhverju sem geri lífið skemmtilegra, þó að þeir sjái síðar að ekki hafi verið af neinu misst. Að þora aö vera maður sjálfur Félagahópurinn er unglingum nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í því að verða fullorðinn. Hann getur líka orðið þeim íjötur um fót ef þeir glata sjálfstæði sínu fyrir hann eða breyta ítrekað gegn betri vitund bara til að geta talist til hópsins. Því ræður hver og einn. Árni Einarsson „Flestum vex hugrekki i skjóli hóps. Þeim finnast sér dllir vegir fœrir. Þetta getur geng- ið út í öfgar ef ábyrgðartilfinning hverfur að miklu leyti. Þá gefa einstaklingamir laus- an tauminn ýmsum hvötum sem engum dytti í hug ef hann vœri einn og sér. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.