Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 'Tilvera JOV Evróvisjón-keppnin í Stokkhólmi: Hvaö kostar að halda Evróvisjón? íslenskir afreksmenn fyrr og síðar: Hetjur og hreystimenni - Haraldur Örn Ólafsson í góðum félagsskap lí f iö Gluggasýning í Sneglu Nú stendur yfir gluggasýning á verkum Emu Guðmarsdóttur í Sneglu listhúsi, á horni Klappar- stígs og Grettisgötu. Myndimar em málaðar á silki og myndefn- ið sótt í íslenska náttúm. Ema lauk námi frá Myndlista- og handiðaskóla íslands árið 1985 og hefur haldið einkasýningar auk þess að taka þátt í samsýn- ingxun. Klassík ■ BARNAKOR HATEIGSKIRKJU Barnakór Háteigskirkju lýkur vetrar- starfi sínu með tónleikum í Háteigs- kirkju kl. 20. Kórfélagar eru 60 tals- ins á aldrinum 6-13 ára og starfa þeir í tveimur deildum. Stjórnandi kórsins er Birna Björnsdóttir. Undir- leikari á tónleikunum er Ari Agnars- son. Gunnhildur Vala Hannesdóttir leikur á þverflautu og Magdalena Olga Dubik á fiðlu. ■ VORTÓNLHIKAR í GARÐABÆ Vortónleikar nemenda í Tónlistar- skóla Garöabæjar verða haldnir í sal fcskólans kl. 18. Tónleikar þessir eru öllum opnir á meöan húsrúm leyfir. Kabarett ■ LADDI 2000 LADDI 2000 er samantekt á persónum sem Laddi hefur skapað í gegnum tíðina og er sett upp í skemmtilegt kabarettform með hjálparkokkunum Halla bróöur og Steini Ármanni. Einnig spilar fimm manna hljómsveit Laddalög undir styrkri stjórn Hjartar Howser. Sýningin Laddi 2000 er í Bíóborg- inni og hefst kl. 20. ■ NORSK HELGI Á BROADWAY Hin frábæra norska hljómsveit Fryd og gammen er mætt á klakann til þess að skemmta landanum á Broadway. Fjölbreytt dagskrá er í boði, m.a. danskynning, skemmtiat- ■kriöi frá Nordmannslaget og söng- skemmtun meö Kai Robert Johans- sen og kántrísöngkonunni Lillian Askeland. ■ SKÓLASÝNING í RÉTTARHOLTS- SKOLA Sýning á verkum nemenda i Réttarholtskóla veröur opin frá kl. 11-15. ■ ÍÞRÓTTAHÖLLIN Á AKUREYRI Sýningin Daglegt líf er vöru- og þjón- ustusýning sem verður opnuð í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 17 en sýningin stendur yfir alla helgina. Sýnendur eru 80 talsins en auk kynningar á fjölbreyttum vörum verða einnig ýmis skemmtiatriöi í boöi. „ Opnanir________________________ ■ ER TÍSKA MYNPLIST? Sýningin Úr og í verður opnuð í Listasafninu á Akureyri en þar sýna ungir ís- lenskir tískuljósmyndarar og leiðandi skartgripa- og fatahönn- uðir verk sín í samstarfi við Eskimo Models, Atmo og Fut- urice. Fundir Í MALÞÍNG ÚM KYNBUNDÍD ÖF- BELDI Samtök um kvennaathvarf standa fýrir málþingi undir heitinu f Kynbundiö ofbeldl - nýjar lelöir. Það hefst kl. 13.30 með ávarpi Sólveig- ar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Á eftir verða framsöguræður og um- ræður. Fundarstjóri er Brynhildur Róvenz. Allir eru velkomnir og fritt inn. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is íslendingar hafa alla tíð hrifist af afreksmönnum á ýmsum sviðum, ekki síst þeim sem vinna þrekvirki er krefjast mikils úthalds og líkams- styrks. Gildir einu hvort menn fremja afrek sin í neyð eða af ráðn- um hug. Islendingar fyllast stolti yfir og aðdáun í hvert sinn sem ein- hver samlandi þeirra klífur eitt af hæstu fjöllum heims, syndir Drang- eyjarsund eða vinnur önnur líkam- leg þrekvirki. Sjálfsagt liggur þessi aðdáun djúpt í þjóðarsálinni enda trúum við því að forfeður okkar hafl verið miklar hetjur og sægarp- ar og ekki viljum við vera eftirbátar þeirra. íslendingasögumar eru upp- fullar af frásögnum af fræknum köppum á borð við Gunnar á Hlíð- arenda og Gretti Ásmundarson. Þeir þóttu mikil hreystimenni og voru öldum saman ungum mönnum fyrirmyndir og eru jafnvel enn. Ekki hefur okkur skort hetjumar á seinni tíð. Flestum er enn í fersku minni þegar tuttugu og tveggja ára gamall sjómaður, Guðlaugur Frið- þórsson, synti 5-6 kílómetra í ísköldum sjó eftir að bátur hans, Hellisey, fórst skammt frá Vest- mannaeyjum árið 1984. Ofan á allt saman þurfti Guðlaugur að ganga tvo kílómetra yfir úfið hraun eftir að hann náði landi og þótti þetta af- rek hans ganga kraftaverki næst. Leiðangur þriggja ungra íslendinga upp á tind Everest, hæsta fjalls í Haraldur Örn Ólafsson Meö pólgöngu sinni hefur Haraldur skipaö sér sess sem einn helsti af- reksmaöur íslendinga. Frændur vorir Svíar hafa lengi þótt talnaglöggir og vila ekki fyrir sér að spá og spekúlera í öllu sem undir sólinni er. í Aftonbladet er greint frá ýmsu er viðkemur Evró- visjón-keppninni í ár. Þar segir m.a. að um 3000 manns komi að lokaund- irbúningi hennar. Átján myndavél- ar sjá um að mynda keppendur á sviöi, um 60 kílómetrar af köplum liggja um Globen-tónleikahöllina þvera og endilanga, 500 ljóskastarar em á svæðinu og tveir risasjón- varpsskjáir ásamt fimm mobila- sjónvarpsskjám eru á sviðinu. Um 700 blaðamenn frá 30 löndum greina frá keppninni en talið er að á milli 100 og 200 milljónir manna muni fylgjast með keppninni í ár og þá er einungis átt við áhorfendur í Evr- ópu. En Japanar og Ástralar munu einnig ná útsendingunni svo að um 700 milljónir manna eiga kost á að horfa á keppnina víðs vegar um heiminn. Og hvað kosta svo herleg- heitin? Svíar segja kostnaðinn við keppnina nú þegar kominn upp fyr- ir 500 milljónir íslenskra króna en sænska ríkissjónvarpið, SVT, hefur að þessu sinni leitað á náðir fjár- sterkra stuðningsaðila sem kosta helminginn á móti sjónvarpinu. -KGP heimi, fyrir þremur árum er annað dæmi um afrek sem vakti aðdáun og stolt þjóðarinnar. Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um fórina sem stóð í tvo mánuði og nær daglega bárust fréttir af gengi þremenninganna. Afreksmaðurinn Haraldur Nýjasta afrek íslendinga er að sjálfsögðu pólganga Haralds Amar Ólafssonar sem lauk á miðvikudag- inn var. Eins og fyrri daginn fylgd- ist þjóðin spennt með sínum manni, ekki síst eftir að félagi hans, Ingþór Bjamason, heltist úr lestinni vegna kals á fingrum. Auk einverunnar þurfti Haraldur að glíma við alls kyns raunir á leiðinni svo sem mis- jafnt veður, vakir og yfirvofandi sambandsleysi við umheiminn. Gangan á norðurpólinn er þó langt frá því að vera eina afrekið sem þessi ungi maður hefur unnið. I árslok 1997 og upphafi 1998 gekk Haraldur i félagi við föður sinn, Ólaf Örn Haraldsson, og Ingþór Bjamason á suðurpólinn og fjórum árum fyrr gengu þeir á skíðum yfir Grænlandsjökul. Það er þó óhætt að segja að norðurpólsförin sé frækn- asta afrek Haralds hingað til, hann var ekki aðeins einn síns liðs mest- alla leiðina heldur voru aðstæður i flesta staði mun erfiðari en í fyrri ferðum. Á norðurpólnum gekk Har- aldur til að mynda á hafis og þurfti því að hyggja sérstaklega að reki og vökum sem töfðu för hans talsvert. Móttökunefnd er nú á leið á pól- inn til að sækja Harald og má gera ráð fyrir að þjóðin taki hlýlega á móti afreksmanninum þegar hann stígur aftur fæti á íslenska grund. -EÖJ Victoria med eigin vefsíðu Victoria Beckham er að undirbúa eigin vefsíðu sem á að vera aðskilin frá vefsíðu hinna Kryddpíanna. Nú velta ýmsir því fyrir sér hvort þetta bendi til þess að Victoria sé farin að hugsa um að yfirgefa hljómsveitina. Kryddpían er að minnsta kosti orðin nógu rík. Paul bannar Afríkuferð Paul McCart- ney hefur bann- að kærustunni sinni, Heather Mills, að fara til Sierra Leone í Afríku til að hjálpa fötluðum þar. Heather hafði ráðgert að fara þangað í þessari viku. Heather er óánægð þar sem hana langaði mjög til að fara en eftir að hafa rætt málið við Paul komst hún að þeirri niðurstöðu að ferðin yrði of áhættu- söm. Hún ætlar hins vegar að sinna þeim sem misst hafa útlimi í Sierra Leone síðar. Eftir að hafa tekið ákvörðunina flugu Heather og Paul til New York í staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.