Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö T hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Alþingi á lokaspretti: Afnám skattfrels- is og hnefaleikar Alþingismenn héldu áfram vinnu sinni í gær við afgreiðslu lagafrum- varpa fyrir sumarhlé þingsins. Gert er ráð fyrir að þinghaldinu ljúki í dag en það gæti dregist til morguns. Miklar umræður spunnust um frumvarp um vamarsamstarf íslands og Bandaríkjanna en umræður um málið héldu áfram nú í morgun. Helsta hitamálið tengist verðmætum sjóflutningum fyrir bandaríkjaher til landsins. Þess má geta að flutninga- deild hersins var einmitt að fram- lengja samning sinn við Atlantsskip um eitt ár en skipafélagið fékk samn- inginn eftir útboð á árinu 1998. Af öðram málum Alþingis í dag má nefna frumvörp um stofnun hlutafé- lags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og um lögleiðingu ólympískra hnefaleika og þingsályktunartillögur um vega- áætlun og jarðgangaáætlun 2000-2004. Síðasta mál fyrir sumarfrí þing- jjpanna er hins vegar frumvarp um af- nám skattfrelsis forseta íslands. Mál- ið var tekið á dagskrá með mjög stutt- um fyrirvara og hefur forseti Alþingis hlotið fyrir það harða gagnrýni úr röðum þingmanna sem segja mörg brýnni mál bíða úrlausnar. -GAR Feguröin í DV ^ í Helgarblaði DV á morgun birtast myndir og kynningar á þátttakendum í Fegurðarsamkeppni íslands sem fram fer á næstunni. 24 stúlkur keppa tun titilinn Ungfrú ísland. Einnig er birt áhrifamikið viðtal við hjón sem starfa sem ráðsmenn í Byrginu í Hafnarfirði. Rætt er við Óöin Bolla Björgvinsson ofurhuga sem stekkur i falihlíf fram af húsum. tumum og klettum og hefur svifið fram af Lómagnúpi. Birt er viðtal við mann sem starfs síns vegna mætir á vettvang allra dauðaslysa i umferð- inni. Fréttaljós fjallar um R-listann og hin ýmsu vandamál sem blasa við á þeim bæ og svo er auðvitað allt um Eurovision. 9 DV-MYNDIR HELGI GARÐARSSON. Busiað í sjónum Björn og Hálfdán busluðu í köldum sjónum í gær, þegar hitinn í bænum var kominn um og yfir 20 gráður. Siglufjarðargöng með 1000 kr. vegatolli: Aldrei greidd upp - miðað við tvö prósent vexti Þingmenn fagna tillögum sam- göngunefndar um aukið fé til vega- gerðar upp á 9 milljarða króna. Sam- kvæmt þeim verður varið rúmum 61,4 milljörðum króna til vegagerðar fram til ársins 2004 í stað 52,4 milljarða króna. Með vegatolli gæti umferð að- eins greitt upp sumar af þessum fram- kvæmdum. Tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur er ein þeirra framkvæmda sem aukið fé verður lagt í. Áætlað er að útboð fyrsta áfanga verksins geti farið fram árið 2002 og að verkinu verði lokið 2006. Heildarkostnaður vegna Reykjanes- brautar er áætlaður 2,5 milljarðar króna. Meðaltalsumferð á þessum veg- arkafla er um 6.700 bílar. Ef við ger- um ráð fyrir að allir bilar greiði 1000 kr. vegatoU eins og um Hvalfjarðar- göng, þá myndu 6,7 miUjónir skila sér upp í þær framkvæmdir á dag. Það myndi því taka 373 daga að greiða upp framkvæmdina, eða rétt rúmlega eitt ár. Sundabraut frá Reykjavík upp á Kjalarnes er einnig nefnd til sögunn- ar, en fyrsti áfangi í því dæmi, yfir Kleppsvíkina, mun kosta 4-6 miUjarða króna. Samkvæmt grófum kostnaðar- tölum Vegagerðarinnar er búist við að heUdarkostnaðurinn vegna Sunda- brautar geti orðið aUt að 12 miUjarðar króna. Ef við beitum svipuðum reiknings- kúnstum vegna þeirra framkvæmda þá myndi þúsund króna vegatoUur skUa 15 mUljónum upp í það dæmi á dag. Þá er miðað við 15 þúsund bUa á sólarhring eins og nú er á mUli Mos- feUsbæjar og Reykjavíkur. Það þýðir að búið yrði að hala inn fyrir fram- kvæmdunum á 800 dögum, eða rúm- um tveim árum. Ef við höldum svo áfram á svipuð- um nótum þá er áætlað að jarðgöng frá Reyðarfirði tU Fáskrúðsfjarðar kosti 3 miUjarða króna. Umferð þama á mUli er samkvæmt tölum Vegagerð- arinnar frá 1998 um 200 bUar á sólar- hring og hefur líklega lítið breyst síð- an. Það þýðir að 200 þúsund kr. myndu skUa sér upp i framkvæmdir á dag miðað við þúsund króna vegatoU. Samkvæmt því tæki það 15 þúsund daga að hala inn fyrir framkvæmdun- um, eða 41 ár. Jarðgöng sem tengja munu Siglu- fjörð við Ólafsfjörð munu lika njóta góðs af auknu vegafé. Áætlað er að þau göng kosti 5,3 miUjarða króna. Samkvæmt tölum Vegagerðarinnar um umferð til og frá Siglufirði um Strákagöng á síðasta ári, var meðal- umferð á sólarhring 180 bUar. Ef þeir færa aUir um nýju göngin myndu þeir skUa 180 þúsund krónum á dag upp f kostnað. Það tæki því rífiega 29.444 daga að skrapa saman fyrir þessu gati eða tæplega 81 ár. Siglufjaröargöng á hausinn í öUum þessum tölum er ekki tekið tUlit tU viðhalds né vaxta eða annars fjármagnskostnaðar. Ef þeir liðir yrðu teknir með lítur dæmið töluvert öðru- vísi út. Aðeins tvö prósent vextir gerðu það að verkum að umferðin gæti aldrei greitt upp Siglufjarðar- göng. Með þá vaxtatölu ættu Austfirð- ingar aðeins 13 miUjónir eftir upp í af- borganir og viðhald á fyrsta greiðslu- ári og því ljóst að það tæki í það minnsta vel á annað hundruð ár að borga Reyðarfjarðargöngin. Ef vextir hækkuðu upp í 2,5 prósent, þá yrði aldrei hægt að greiða göngin með 1000 kr. vegatoUi einum og sér. Varðandi dýrustu framkvæmdina sem er Sundabraut, myndu tvö prósent vext- ir hins vegar ekki hafa mikU áhrif, að- eins lengja greiðslutímann um mánuð eða svo og Reykjanesbrautar um viku. -HKr. Kona bjargar lífi annarrar konu: Kona dróst langar leiöir með strætisvagni „Ég er að labba heiman frá mér og upp i Rofabæinn þegar ég heyri öskur og bílflaut. Þegar ég svipast um sé ég hvar kona hangir utan í strætisvagn- inum, dregst bara með götunni. Þetta var svo ótrúlegt," sagði Jóhanna Magnúsdóttir sem bjargaði lífi konu í gærmorgun. Konan, sem er um sjötugt, dróst 80 metra með strætisvagni um klukkan 10 í gærmorgun í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Konan var að fara úr strætisvagninum í Rofabæ þegar ökkli hennar festist í afturhurð vagnsins. Jóhanna var að koma á móti vagninum þegar hún sá kon- una. „Ég bara veifaði út öllum öngum og bilstjórinn stoppar í snarhasti, sem betur fer, þvf konan hékk þarna á fæt- inum út úr strætisvagninum," sagði Jóhanna. „Maður býst ekki við svona á íslandi, maður bara sér svona í myndum. Þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt, ég er enn að átta mig á því að þetta hafi getað gerst.“ Bílstjóri fyrir aftan vagninn hafði orðið var við konuna og flautaði en gat ekki stöðvað stræt- isvagninn. Eftir að vagninn stopp- aði fór Jóhanna inn í vagninn og bílstjórinn kallaði á sjúkrabíl. Konan slasaðist talsvert á ökkl- anum, kvið, öxl og vinstri olnboga en er ekki talin í lífshættu. Hún var flutt á bæklunardeild Landspít- alans við Hringbraut þar sem hún gekk undir aðgerð. -SMK Frívakt Þórir, stýrimaður á Jóni Kjartanssyn.i átti náðugan dag og naut veðurblíð- unnar við heimili sitt. Sumar fyrir austan: Hitamælar sýndu yfir 20 gráður DV, ESKIFIRÐI: Sólskin og Majorkablíða lagðist yfir Austurland í gær. Fólk var að spóka sig léttklætt á götmn Eskifjarðar þeg- ar fréttamaður fór á stúfana og greini- legt að fólk hefur lagt kuldaúlpunum um sinn. Halarófa nemenda var þama líka á ferð, yngstu nemendur grunn- skólans að dusta af sér rykið eftir setu á skólabekk langan vetur. Hitamælar á Eskifirði fóru yfir tuttugu gráðurn- ar víða við húsin, en það eru auðvitað óopinberar tölur. Við höfnina voru þeir Björn Stef- ánsson og Hálfdán Helgason, ungir og galvaskir, og kældu sig í sjónum, með- an Þórir Björnsson, stýrimaður á Jóni Kjartanssyni, strauk létt yfir Land- krúserinn sinn og brosti blítt undan sólgleraugunum. Menn vona að þetta veður muni haldast lengi enn. -HGa. Patreksf j örður: Hólkur á reki Fimmtán metra langur hólkur fannst á floti á Patreksfjarðarflóa á miðvikudag. Það voru skipverjar á fiskibát sem fundu hólkinn og færðu hann í land. Lögreglan á Patreksfirði hafði sam- band við sprengjusérfræðinga Land- helgisgæslunnar sem eru að rannsaka málið, en ekki er talið að þetta sé sprengja. Hólkurinn er um 50 cm 1 þvermál og lokaður í báða enda. Hann er mikið ryðgaður og líklegast er talið að hann komi úr skipsflaki sem liggur á hafsbotni. Hólkurinn hefur sést á reki í nokkra daga, en það var ekki fyrr en í fyrradag sem komið var með hann í land. -SMK Akureyri: Ekið á dreng Níu ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bil við Stapasíðu á Akureyri um kl. 21.30 í gærkvöld. Bíllinn var ekki á miklum hraða og drengurinn slapp nærri ómeidd- ur. Hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. -SMK SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.