Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 1
15 Föstudagur 12. maí 2000 dvsport@ff.is Heimsmeistarar til íslands I janúar Ef íslenska landsliðiö í handbolta kemst á HM í Frakklandi 2001 verður líklega haidið alþjóðlegt fjögurra iiða mót í janúar næstkomandi með þátttöku síðustu tveggja heims- meistara í handbolta, Svia (1999) og Frakka (1997) auk einnar annarar þjóðar og íslenska landsliðsins. -ÓÓJ Þorbjörn Jensson velur 19 manna hóp: Breytingar - á íslenska landsliöinu fyrir leiki við Makedóna Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari íslands í handbolta, tilkynnti í gær nítján manna landsliðshóp sem mun taka þátt í leikjum við Makedóníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi sem fer fram í janúar á næsta ári. Leikirnir fara fram 4. og 10. júní og sá fyrri er út í Makedóníu þar sem íslenska liðið vann sér þátttökurétt á síðasta Evrópumóti. Það lið sem hefur betur kemst á HM í Frakklandi 2001. Þorbjörn gerir nokkrar breytingar á íslenska liðinu, tveir nýliðar eru i hópnum, þeir Magnús Sigmundsson, markvörður úr Haukum, og Erlingur Richardsson, línumaður úr ÍBV. Þá hafa 11 af 19 leikmönnum ekki enn náð að leika 50 landsleiki og heildarlandsleikjareynsla liðsins hefur oft verið meiri en nú. Alls hafa þessir 19 leikmenn leikið 1342 landsleiki eða 78,9 að meðaltali en án þeirra Guðmundar Hrafnkelssonar og Bjarka Sigurðssonar aðeins 53,7 að meðaltali. Landsliðshópinn skipa eftirtaldir: Markmenn: Guömundur Hrafnkelsson, Nordhorn (313 leikir), Sebastian Alexandersson, Fram (23), og Magnús Sigurðsson, Haukum (0). Homamenn: Guöjón Valur Sigurösson, KA (12), Gústaf Bjarnason, Willstatt (102), Björgvin Björgvinsson, Fram (41), Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu (223) og Njöröur Ámason, Fram (32). Línumenn: Róbert Sighvatsson, Dormagen (81), og Erlingur Richardsson, ÍBV (0). Skyttur: Róbert Jullan Duranona, Eisenach (50), Guðfinnur Kristmannsson, ÍBV (4), Ólafur Stefánsson, Magdeburg (112), Patrekur Jóhannesson, Essen (164), og Daði Hafþórsson, Dormagen (13). Leikstjórnendur: Dagur Sigurðsson, Wuppertal (118), Aron Kristjánsson, Skjern (23), og Ragnar Óskarsson, ÍR (16). -ÓÓJ Úrslitakeppni NBA-deildar í nótt: slæm mál - þrjú töp í röð Utah Jazz virðist ekk eiga mikla möguleika í Portland Trailblazers í úrslitakeppni NBA-deildarinn- ar. í nótt sigraði Portland, 103-84 á útivelli og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar tii þess að komast áfram í undanúrslit. Arvidas Sabonis var stiga- hæstur hjá Portland með 22 stig, Steve Smith skoraði 21 og Bonzo Wells gerði 19. Karl Malone vtu: atkvæðamestur i liði Utah með 28 stig og tók 11 fráköst, Jeff Homacek skoraði 24 og Bryon Russell setti 18 stig. -ÓHÞ Maradona: Púlaðfy Matth Diego Maradona æfir nú af kappi fyrir ágóðaleik til heiðurs Lothar Matthaus sem fram fer 26. maí og stefnir þar á endurkomu í boltann eftir erfiða tíma að undanfomu. Maradona er á Kúbu þar sem hann hefur verið frá því í janúar að hann fór í meðferð við áfengis og eiturlyfjanotkunar. Hér til hægri púlar kappinn kófsveittur við háar hnélyftur í líkamræktarstöð á Havana í gær. -ÓÓJ Utah komið í Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari í handbolta, ásamt þremur lærisveinum sínum, Aroni Kristjánssyni á vinstri hönd og þeim Ragnari Óskarssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni fyrir framan. DV-mynd E. Ól. Meiðsli hjá KR-ingum Ástandið er ekki gott í herbúðum KR- inga þegar tæp vika er í fyrsta leik þeirra í LandssímadeUdinni. Þó nokkuð er um meiðsli hjá þeim og er ljóst að þeir verða án tveggja lykilmanna í fyrstu leikjum deildarinnar. Þórhallur Hinriksson, sem gegndi lykilhlutverki á miðjunni hjá KR í fyrra, er meiddur á ökkla. Markvörðurinn Kristján Finnbogason fór nýverið í aðgerð á hné og verða þessir tveir burðarásar KR- liðsins ekki með fyrr en í byrjun júní. Jafn- framt eiga margir leikmenn liðsins við smámeiðsli að stríða en fastlega er búist við því að þeir verði klárir í slaginn þann 18. maí næstkomandi, þegar KR sækir Fram heim. -ÓK Þorbimi Jenssyni, landsiiðsþjálfara í handbolta, bíður verðugt verkefni við að rétta íslenska landsliðið aftur við eftir strandið á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun árs. Fyrsta verkefni liðsins em þrír æfingaleikir við Tékka úti, sem era undanfari tveggja leikja við Makedóníu í undankeppni HM. Þorbjörn setur stefnuna á sæti í úrslitakeppni HM. „Þetta er töluvert breyttur hópur, menn eins og Valdimar og fleiri detta út en kjaminn er sá sami. Ég er að leita eftir að byggja liðið upp vamarlega," sagði Þorbjöm við DV í gær. „Við höfum verið að spila framliggjandi vörn og Erlingur kemur sem dæmi inn sem maður sem er vanur því að spila indjánann. Það er vissulega þægilegra að spila seinni leikinn heima. Við erum búnir að fara hina leiðina og eftir á að hyggja er það ekkert verra. Það eru breytingar á makedóníska liðinu frá því við slógum þá út úr undankeppni EM og þeir hafa skipt um þjálfara. Gegn Júgólsavíu í janúar spiluðu þeir 6:0 vörn á útivelli en mjög framliggjandi vöm heima sem Júgóslavar áttu mjög erfltt með. Spilamennskan var eins og svart og hvítt hjá þeim heima og svo í Júgóslaviu, en við þekkjum höllina þeirra núna. Mínir menn munu hugsa aftur á bak til Króatíu en þetta er mynstrið hjá okkur Islendingum, við náum toppárangri og dettum svo niður inn á milli. Það sem skiptir höfuðmáli er að allir leikmennimir séu sannfærðir um að þeir geti meira en þeir sýndu í Króatíu og ætli að sanna það fyrir sjálfum sér og öðram. Það verða engin stór tímamót hjá íslenska liðinu. Ég tel það vænlegast að taka þessa ungu stráka einn og einn inn og ég hefði tekið fleiri leikmenn núna úr 20 ára liðinu í þetta verkefni ef þeir hefðu ekki verið með sitt stóra verkefni á sama tima. Við eigum að vinna og komast áfram og leikirnir við Tékka á undan eru lykilleikir í að stilla saman liðið því þeir eru með svipað lið en Makedónar og jafnvel aðeins betri. Ég vildi spila heimaleikinn í Kaplakrika. Þar höfum við náð góðum úrslitum og því sem hefur þurft að ná og hver veit nema það verði bara líka núna,“ sagði Þorbjörn Jensson -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.