Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Síða 2
16 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 17 Sport DV DV Slagurinn um Islandsmeistaratitilinn í DV-Sport torfærunni hefst um helgina KR og Valur í úrslit deildabikars kvenna: Ásthildar Helgadóttur á 26 mínútum Fyrsta umferð DV-Sport íslandsmeistaramóts- ins í torfæruakstri verður ekin á sunnudaginn 14. maí, við Stapafell á Reykjanesi. Upphaflega var fyrirhugað að halda þessa keppni við Akrafjall en þegar ekki fékkst ieyfi fyrir keppninni þar var ákveðið aö flytja hana á Reykjanesið. Það eru Bif- reiðaíþróttaklúbbur Suðurnesja og Aksturs- íþróttakiúbbur Vesturlands sem halda þessa keppni í sameiningu. Keppnin við Stapafell hefst með forkeppni kl. 11.00 um morguninn og þá verða eknar tvær brautir. Aðalkeppnin hefst svo kl. 13.00 og í henni verða brautirnar sex. í fyrra var haldin keppni við Stapafell í fyrsta sinn og var það ein skemmti- legasta keppni sumarsins. Svæðið er mjög gott og býður upp á fjölbreytilega möguleika í brautar- lagningu. Að þessu sinni verður staðsetningu brautanna breytt frá því í fyrra til að auka á fjöl- breytnina. Góð þátttaka er í keppninni og mæta þar allir helstu torfærukappar landsins. Þessi keppni verður góð æfing fyrir þá fyrir keppnina í Swindon en viku eftir þessa keppni verða þeir aö vera búnir að gera bílana klára aftur, því að þá verða hátt í tuttugu torfærujeppar settir í gáma og fluttir til Englands. Á keppninni við Stapafell verða um 20 enskir blaðamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn frá helstu dagblöðum og sjónvarpsstöðvum í Englandi. Þar er áhuginn fyr- ir torfærunni mikiil og bíða Bretar spenntir eftir innrásinni frá íslandi. Fyrir þá sem ekki vita hvar Stapafell er, er farin leiðin upp að Keflavík- urflugvelli, herstöðinni, og keyrt áleiðis til Hafna. Síðan er beygt inn á malbikaðan afleggj- ara til vinstri að Stapafelli, en leiðin verður væntanlega vel merkt. -JAK KR og Vaiur komust í gær í úrslita- leik deildabikars kvenna í knattspymu. KR vann 6-0 sigur á Stjörnunni en Valur vann Breiðablik 3-2. Báðir leikimir fóru fram á Ásvöll- um. Ásthildur Helgadóttir lék í gær sinn fyrsta leik vorsins með KR eftir dvöl við nám í Bandaríkjunum og þegar hún fór í gang í seinni hálfleik opnuð- ust allar flóðgáttir og hún skoraði fernu á aðeins 26 mínútum, 53., 66., 77. og 79. mínútu. KR hafði öli tök gegn Stjömunni í seinni hálfleik eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik. Helena Ólafsdóttir kom KR yfir á 28. mínútu eftir frábær- an undirbúning Guðlaugar Jónsdótt- ur, Olga Færseth kom KR í 2-0 þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálf- leik og sýning Ásthildar hófst síðan mínútu síðar. Fjögur mörk á fyrstu 14 mín- útunum Leikur Vals og Breiðabliks byrjaði með látum og fjögur mörk voru skoruð á fyrstu 14 mínútum leiksins þar sem bæði lið náðu forystunni en misstu hana síðan aftur. Rakel ögmundsdóttir kom Blikum yfir með snilldareinleik í vítateignum eftir sendingu Evu Guöbjömsdóttur frá hægri strax eftir 1 mínútu og 30 sekúndur en 2 mínútum síðar hafði Ásgerður Ingibergsdóttir jafnað eftir að Erna Erlendsdóttir hafði unnið boltann við vítateig. Katrín Jónsdóttir kom síðan Val yfir með góðu langskoti á 11. mínútu en þremur mínútum síö- ar hafði Eyrún Óddsdóttir jafnað með skalia eftir glæsilegan undirbúning Rakelar og sendingu Ernu Sigurðar- dóttur en þær tvær léku báðar mjög vel fyrir Blika í leiknum. Sigurmark Valskvenna kom 13 mín- útum fyrir leikslok þegar Ásgerður gerði sitt annað mark eftir að hafa fylgt á eftir stangarskoti Rakelar Logadóttur en fyrr í hálfleiknum hafði Máifríður Sigurðardóttir skotið i, stöng og Þóra B. Helgadóttir varið frá- bærlega dauðafæri Ásgerðar. Ungar stelpur komu inn á hjá Val í seinni hálfleik og lífguðu mikið upp á sóknarleik liðsins. Úrslitaleikur KR og Vals fer fram á mánudagskvöld á Ásvöllum. -ÓÓJ EB Olga Færseth skoraði eitt af sex mörkum KR í gær gegn Stjörnunni og átti góðan leik. Mark Olgu var hennar tíunda í fimm leikjum deildabikarsins í vor og hennar 28. mark í deildabikarnum frá upphafi en hún er sú markahæsta í fimm ára sögu keppninnar. DV-mynd Hilmar Þór Gísli Gunnar Jónsson kynnti Arctic Trucks bílinn á torfærunni við Stapafell í fyrra. Gísli veröur meöal þátttakendanna í keppninni og mun hann gera allt til aö halda íslandsmeistaratitlinum í ár. DVmyndir JAK Valgarð Thoroddsert handknattleiks- maður er genginn á ný til liðs við Vals- menn eftir stutta dvöl í Vestmanna- eyjum. Valgarð er með frískari horna- mönnum landsins og kemur til með að fylla skarð Einars Jónssonar í hægra horninu hjá Val en Einar gekk á dög- unum úr Val í Hauka. Fyrstu deildar lið Skallagrims hefur fengið umtalsveröan liðstyrk fyrir keppnistímabilið sem hefst þann 19. maí nk. samkvæmt fréttablaðinu Skessuhorni. Gengið hefur verið frá samningi við júgóslavneska knatt- spyrnumanninn, Marko Tanasic, sem var einn sterkasti leikmaður Keflvík- inga á síðasta ári og kemur hann í Borgames næstkomandi mánudag. Áður var búið að semja við Alexand- er Linta, sem lék með Borgnesingum i fyrra og áður með Skagamönnum, og einnig er markvörðurinn, Pavle Pavlovic, kominn til Skallagríms frá KÍB. Einnig hafa SkaUamir fengið tU liðs við sig þrjá knattspymumenn sem léku með Tindastóli á síðasta ári. -SK/DVÓ ___^atriði sem skapa Pioneer afdráttarlausa sérstöðu Gunnar Pálmi Pétursson varö íslandsmeistari f götubílaflokki í fyrra eftir haröa keppni. Hann veröur einnig meöal þátttakendanna viö Stapafell. aö ég er með bíladellu, segir torfærukappinn Haraldur Pétursson Musso torfærubíll „Ætli móðir mín, Ólöf Haraldsdóttir, eigi ekki nokkum þátt í því hversu mikla bíladellu ég er með, þar sem eina ráðið til að svæfa mig sem bam var að hlaupa með mig í vagninum mjög hratt eftir holóttum vegi,“ sagöi Haraldur Pétursson, þegar hann var inntur eftir því hvemig stæði á þessari miklu bíladellu hans. Hvort sem það voru ökuferðimar i vagninum, eða eitthvað annað sem kveikti bdadelluna hjá Haraldi er ljóst að áhugi hans var mikill og byrjaði snemma. „Ég byrjaði í hrossunum en sá fljótlega að skortur var þar á hestöflum og ákvað þá 10 ára gamafl að fá mér farmal kubb traktor. 12 ára eignaðist ég mina fyrstu skeflinöðru og þegar ég var 13 ár eignaðist ég minn fyrsta Willy's. 14 ára fékk ég krossara og með árunum urðu tækin stærri og kraftmeiri," segir Haraldur. Haraldur byrjaði að keppa í torfæru 1993 á sérsmíðuðum bíl, Kjörísbílnum, og keppti samfleytt í keppni til ársins 1998. Á þessum tíma varð Haraldur tvisvar íslandsmeistari í sérútbúnum flokki, 1995 og '96. Árið ‘98 ákvað Haraldur, ásamt unnustu sinni, írisi Viggósdóttur, að selja allt sem hann átti til að leggja í nýjan bíl. Hann hannaði og smíðaði bílinn, ásamt Davíð Ólafssyni og naut við það góðs stuðnings aðstoðarmanna sinna, þeirra Jóns V. Reynissonar, Viðars Þórs Viðarssonar, Sigurðar Axelssonar, Áma Sveinssonar, Erlings Klemenssonar og Jóhanns Wolfram. Haraldur mætti svo með þennan nýja bíl, Mussoinn, í fyrstu keppnina í fyrra, án þess að hafa prufuekið honum, og lenti í miklum basli með hann. Miklar væntingar voru bundnar við þennan bíl en Haraldi tókst ekki að ná því út úr Mussonum sem hann vildi. Bíllinn var laus að framan, lyfti gjarnan dekkjum þannig að hann lét illa að stjóm og valta að því er virtist af minnsta tilefni. Þessir erfiðleikar voru þess valdandi að árangur Haraldar í fyrra varð ekki eins mikill og búist var við. Haraldur og aðstoðarmenn hans eru nú búnir að gera gagngerar endurbætur á Mussonum. Settir hafa verið sterkari öxlar í hann að framan en í fyrra vildu framöxlarnir hrökkva í sundur. í bílinn er komið nýtt sérhannað fjöðrunarkerfi frá Bílabúð Benna og Haraldur er búinn að breikka sporvídd bílsins að aftan. Með þessum breytingum vonast hann tfl aö Mussoinn láti að stjóm og hætti ótímabærum veltum. Ef þessar væntingar Haraldar ganga eftir má gera ráð fyrir honum í toppbaráttunni í sumar. Helstu styrktaraðilar Haraldar eru Bilabúð Benna, Kjörís Þykkvabæjar, Málmtækni, Sikkens, AB-skálinn, EXA og Álverið. -JAK Grind: Keppnisgrind smíðuð úr röram. Fjöðrun: Ný sérhönnuð fjörðun. Demparar f/a: Stillanlegir gasdemparar. Yfirbygging: Trefja afsteypa af Musso. Vél: v6. 4,3 aluminium. Þjöppulilutfall: 10:1. Knastás: Heitur. Lift: Mikið. Ventlar inn/út: Stórir. Soggrein: Góð. Blöndungur: Holly-innspýting. Kveikjukerfi: MSD. Aukaaflgjafi: NOS-nítrokerfi. Pústkerfi: Flækjur. Afl: 420 + Nos 100 hö. Gírkassi: TwoSpeed Powerglide. Converter: TCI. Millikassi: Keðja úr Scout. Hásingar f/a: Sjálfstæð fjörun á framan / 9" Ford. Drifhlutfall: 4.88. Dekk: Goodyear-ausur. Þyngd bíls: 960 kg án ökumanns. Ami Gautur Arason, markvörður Rosenborg, meiddist á hendi í leikn- um við Viking í síðustu viku og því hefur hann ekki getað leikið með lið- inu tvo síðustu leikina. í samtali við DV sagðist Árni Gautur hafa notað „veikindafriið" til að taka tvö síðustu prófm á fjórða ári i lögfræðinni. „Það er auðvitað leiðinlegt að meiðast svona þegar manni hefur gengið svo vel eins og nú í sumar. En þannig er þetta nú bara og þá er best að nota tímann til að taka prófin. Ég vonast svo til að geta klárað námið næsta vetur,“ sagði Ámi Gautur Arason sem þá verður annar íslenski lögfræðingurinn í norska boltanum. Hinn er Steinar Adolfsson, leikmað- ur Kongsvinger. • Ámi Gautur og Pétur Marteins- son, miðvörður Stabæk, hafa staðið sig mjög vel með liðum sínum það sem af er leiktíðinni. Þeir eru báðir meðal tíu stigahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö fyrstu umferðimar og Árni Gautur er með hæstu meðaleinkunn allra markvarðanna. Þess má geta að Pét- ur Marteinsson var í liði vikunnar hjá VG eftir síðustu umferð. -GÞÖ Reykjavíkurmót Mfl. karla Gervigrasvöllur Laugardal ÚRSLIT FYLKIR - VALUR Föstudaginn 12. maí kl. 20 Haraldur átti f erfiöleikum meö aö halda framdekkjunum viö jöröina f fyrra. Viö Stapafell kemur í Ijós hvort breytingarnar á bílnum hafa breytt aksturseiginleikum hans. Aðgangseyrir kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri Ókeypis fyrir 15 ára og yngri Haraldur Pétursson og íris Viggósdóttir viö Mussoinn. Hluti aöstoöarmannanna voru aö setja nýtt fjöðrunarkerfi í bílinn þegar DV bar aö garöi. DVmyndir JAK Sími 530 2800 www.ormsson.is (1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangsmagnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. (2 MARC X Nýjasta kynslóð útvarps- móttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. (3 MACH 16 Ný tækni í RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. (4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassa og diskant. Pioneer er fyrsti bíltækjaframleiðandinn sem býr yfir þessari tækni, sem notuð er af hljóðfæraframleiðendum. C5 EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið ( • RCA útgangur / • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur DEH-P3100 • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhiið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn ' • Loudness þriskiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.