Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 JU"V 34 ^T/ar Skoda Fabia er nýr bíU á markaði í flokki stærri og betri búinna smá- bíla og keppir þar við gerðir eins og Fiat Punto, VW Polo, Renault Clio og Toyota Yaris. Hann er vel búinn af bíl í sínum flokki og dugir þar að nefna hemlalæsivöm, 4 öryggispúða, samlæsingar og góð hljómtæki með 4 hátölurum. í Comfort-gerð Fabia er þar að auki staðalbúnaður hlutir eins og þokuljós, rafdrifnar framrúður, rafhitaðir speglar og fjarstýring á samlæsinguna. Fabia er í boði með þremur bensínvélum en aðeins ein þeirra er komin á markað hérlendis. Það er 1,4 lítra, 68 hestafla vél en hin- ar eru 1 lítra, 50 hestafla vél og 1,4 lítra, 75 hestafla vél frá Volkswagen sem eimmgis mun fást með sjálf- skiptingu. Litla vélin verður fáanleg í haust og er eflaust hagkvæmur kostur í fyrirtækisbílum. Sá bíll sem kynntur er núna um helgina og próf- aður var af DV-bílum er 68 hestafla bíllinn. Mikið afvirku öryggi Tæknimenn Skoda lögðu mikið upp úr öryggi farþega við hönnun nýja bílsins. Komnir era aukastyrkt- arbitar í hliðarhurðir og stærri styrktarbiti í frambretti, auk þess sem millibiti er í hvalbak undir framrúðu. Fjórir öryggispúðar eru svo staðalbúnaður og eru þeir búnir 3 nemum, einum fyrir högg að fram- an og tveimur fyrir högg á aðra hvora hliðina. Ef öryggispúði spring- ur út er hann tengdur öðrum tölvu- búnaði bílsins og fellir þá niður fót- stig, slekkur á bensíndælu og kveikir á neyðarljósum. Ef tölvan væri búin Frá 1. mars eru allir notaðír bílar frá hjá Aðalbílasölunnl v/Miklatorg Mikið úrval göðra bfla á góðu verði! Komið og lítið á úrvalið Fabia er vel hannaður bíll útlitslega og ef settar yröu undir hann 15 tommu álfelgur væri hann bara nokkuð sportlegur. farsíma myndi hún eflaust hringja á lögregluna líka. í Fabia eru svo IS- OFIX-festingar fyrir barnabflstóla þannig að stóllinn er festur með einu handtaki beint í grind bflsins í stað þess að festa hann við öryggisbelti bílsins. Þegar Skoda Fabia er ekið í fyrsta skipti kemst maður ekki hjá því að taka eftir hversu hljóðlátur bíllinn er. Reyndar stóð ég sjálfan mig að því að líta nokkrum sinnum á Skoda- merkið i stýrinu til þess að sannfæra sjálfan mig um að ég hefði ekki óvart tekið í Golf-bíl hjá Heklufólkinu. Skoda hefur tekið stórt stökk upp á við í gæðum og gamla viðkvæðið „Skódi ljóti, spýtir grjóti“ á ekki lengur við. Fabia er meira að segja talsvert betri bíll en Favorit sem þó var orðinn allgóður. Vélin er nokkuð spræk þótt hestamir séu aðeins 68 og er upptakið einna best í þriðja og Dyrnar opnast vel og Fabia er sér- lega þægilegur frammi í. fjórða gír. Upptakið endist líka vel út hraðasviðið og Skodi á 160 km/hr á kvartmflubrautinni er eitthvað sem fáir hefðu trúað á árum áður. Bíllinn er nokkuð rásfastur þótt fjöðrunin sé stutt en ef bíllinn er fullhlaðinn get- ur hann átt það til að slá saman að framan ef óvarlega er farið. Einnig fannst mér óþægilegt hversu litlir hliðarspeglar eru, sérstaklega sá vinstri en það er arfur frá Volkswagen. Nettengdir tölvukubbar Eitt af því sem Fabia hefur upp á að bjóða, sem ekki hefur sést áður í bílum í þessum verðflokki, er sam- tenging tölvukubba og kerfa bflsins. Skottiö opnast vel og rýmiö er gott, sérstaklega ef sætin eru lögö niöur. Eins og áður var lýst eru öryggispúð- arnir tengdir öðrum kerfum og svo er farið með fleiri hluti. Má þar með- al annars nefna bensíngjöf og bremsu. Ef stigið er á bremsuna slekkur bensíndælan á sér á meðan. Þannig hjálpar það til við hemlun og virkar eins og nokkurs konar mótor- bremsa, en þegar stigið er á bensín- gjöfma aftur fannst mér hún stimd- um vera dálítið sein til. Einn af stærstu kostum Fabia er tölvustýrt vökvastýri með rafmagnsmótor fyrir dæluna. Tölvubúnaðurinn stjórnar hversu mikið afl rafmagnsmótorinn fær eftir aðstæðum og þess vegna er stýrið mjög létt þegar á þarf að halda, eins og þegar lagt er í stæði. Við meiri hraða þyngist svo stýrið. Það finnst strax hversu stýrið er létt þeg- ar snúa þarf bílnum og prófaði undir- ritaður að nota aðeins vísifmgur til þess sem dugði til. Gott pláss Plássið í Fabia er allgott og betra en í flestum bílum í hans flokki. Sér- staklega á það við frammi í bílnum en fótapláss og umgangur er einnig ágætt aftur í. Þó mætti pláss til hlið- anna vera aðeins meira, allavega þyrftu þrír fúllorðnir karlmenn að vera nokkuð samrýndir og geðprúðir til að sitja saman í aftursætinu. Einn aftursætisfarþegi kvartaði reyndar undan því að þurfa að sitja á öryggis- Skoda Fabia Vél: Bensín Multipoint Strokkafjöldi: 4. Þjöppun: 10:1 Rúmtak: 1397 rúmsentímetrar. Hestöfl: 68 v., 5000 sn. Snúningsvægi: 128 nm./3300 sn. Hröðun í 100 km/klst: 15,6 sek. Hámarkshraði: 169 km/klst. Eyðsla í blönduðum akstri: 6,2 lítrar. Bensíntankur: 45 lítrar. Gírar: 5 gíra beinskipting. Hemlar: Læsivarðir diskar fram- an/tromlur aftan Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacP- herson gormafjöðrun Fjöðrxm aftan: Vinduöxull með gormum Beygjuradíus: 10,48 metrar. Lengd: 3960 mm. Breidd: 1646 mm. Hæð: 1451 mm. Hjólahaf: 2462 mm. Veghæð: 139 mm. Eigin þyngd: 1064 kíló. Fjöldi hurða: 5. Fjöldi sæta: 5. Hjólastærð Classic: 165/70 R14. Hjólastærö Comfort: 185/60 R14. Farangursrými: 260/1016 lítrar. Verð á Classic: 1.079.000 kr. Verð á Comfort: 1.149.000 kr. Umboö: Hekla hf. - f k l . * p:> . Mælaboröiö er einfalt og þægilegt álestrar, stafrænir mælar báöum megln. beltalæsingum. Plássið í skottinu er nokkurt, meira heldur en i frænda hans, Polo, og hefur einnig þann kost fram yfir hann að hægt er að leggja sæti niður að heild eða að hluta. Þeg- ar á hefldina er litið er óhætt að segja að kaupandinn fái mikið fyrir pen- ingana í þessum bíl. Líklega velja fleiri þó Comfort heldur en Classic enda ekki mikið að bæta við sjötíu þúsund kalli fyrir allt sem honum fylgir. Segja má að hér sé jafnvel frekar þýskur bfll á ferðinni en bill frá Tékklandi og þótt Skoda-nafnið kunni að eiga sér einhverja vafasama fortíð hér á landi ætti þessi bíll að gera endanlega út af við hana. -NG Plúsar: Pláss, hljóðeinangrun, verð. Mínusar: Stutt framfjóðrun, hliðarspeglar. Kynna Midlum og Mascott B&L kynna um þessar mundir tvo nýja vinnubfla frá Renault, annars vegar vöru- og sendibflinn Midlum, sem frumkynntur var í Amsterdam í febrúar síðastliðnum, og hins vegar Mascott sem er minni sendibíll eða grindarbíll. Midlum-bíllinn tekur við af Mid- liner sem selst hefur í nokkrum mæli hérlendis undanfarin ár. Hann er fá- Renault Midlum - alveg nýr bíll sem tekur viö af gamla Midliner-bílnum frá Renault. anlegur í nokkrum stærðum frá 7,5 til 16 tonn í hefldarþyngd og með nokkrum mismunandi vélarstærðum og gírkössum. Mascottbílarnir eru 3,5-6,5 tonn að heildarþyngd og eru boðnir hér með 2,8 1 125 ha. einbundudísilvél og sex gíra kassa. Val er um tvær lengdir. Nánar verður fjallað um þessa bíla í DV-bílum síðar. -SHH Renault Mascott - fáanlegur sem yfirbyggður sendibíll (van) eöa sem grind- arbíll fyrir kassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.