Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 I>V Fréttir Ef vegatollur ætti að greiða Siglufjarðargöng: 376 þúsund á mánuði - að sækja vinnu í gegnum göngin fimm daga í viku til Ólafsfjarðar Fyrirhuguð jarðgöng, sem boruð verða á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, munu kosta 5,3 milljarða króna. Umferðarþungi til og frá Siglufirði í dag um Strákagöng eru 180 bílar á sólarhring. Efling at- vinnusvæða er ein helstu rök slíkra framkvæmda, en allt kostar þetta eitthvað. Sé miðaö viö að Siglufjarðargöng borgi sig upp líkt og Hvalijarðar- göng á 15 árum þyrfti hver bíll að greiða talsvert meiri vegatoll en nú gildir undir Hvalfjörðinn. í staðinn fyrir 1000 krónur yrði hver þeirra 180 bíla sem ækju daglega um nýju Siglufjarðargöngin að borga 5.378 krónur í hverri ferð. Þá er ekki tek- ið tillit til rekstrar- eða fjármagns- kostnaðar. Ef hins vegar er reiknað meö 5% kostnaði vegna vaxta og viðhalds sem varla er ofreiknað, þá Fyrírhuguö tenging Siglufjaröar og Óiafsfjaröar er m.a. ætlaö aö auka atvinnuleg samskipti. Ef umferöin ætti aö greiöa allan kostnaö vegna geröar ganganna, þá yröi hver ferö ansi dýr. liti dæmið þannig út að hver þess- ara 180 bíla þyrfti að borga um 9.411 krónur fyrir að aka einu sinni í gegn á dag fyrsta opnunarár gang- anna. Fólk sem hyggðist aka til vinnu á Ólafsfirði gæti því þurft að borga 18.822 krónur á dag eða 94.110 krónur ef unnið er fimm daga vik- unnar. Það þýðir að útborguð laun á mánuði þyrftu að vera 376.440 bara til að standa straum af akstrinum til og frá vinnu. Með sömu forsendum varðandi Austíjarðagöng á milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar þyrfti hver þeirra 200 vegfarenda sem aka þar á milli daglega að greiða 4.795 krónur i vegatoll fyrir hverja ferð til að standa undir kostnaði við gerð ganganna. Ef ibúi á Fáskrúðsfirði ætlaði siðan að sækja vinnu til Reyðarfjarðar fimm daga í viku, þyrfti hann að borga 191.800 krónur í vegatoll á mánuði. Dýrasta framkvæmdin, sem nú er rætt um, er svokölluð Sundabraut frá Reykjavík upp á Kjalarnes. Áætlað er að hún kosti um 12 millj- arða króna. Miðað við sömu for- sendur á 15 ára afskriftartíma og þá umferð sem fer um Vesturlandsveg til Mosfellsbæjar, þyrfti hver þeirra 15 þúsund bíla sem aka þar á milli að greiða 256 krónur í vegatoll. Þeir Kjalnesingar sem sæktu vinnu til Reykjavíkur fimm daga í viku þyrftu þvi að borga 12.240 krónur í vegatoll á mánuði. Þeir 6.700 bíl- stjórar sem aka um Reykjanesbraut- ina daglega þyrftu síðan að greiða enn minna í vegatoll til að greiða tvöfoldun vegarins á 15 árum, eða aðeins 119 krónur í ferð. Reykvík- ingrn’ sem sækti daglega vinnu á Keflavíkurflugvöll fimm daga í viku, þyrfti á þessum forsendum að borgar 4.760 krónur á mánuði fyrir afnot af veginum. -HKr. Íslandsbanki-FBA metinn á 58 milljarða: Kristján Ragnarsson stýrir stærsta banka íslands - Orca fékk tvo stjórnarmenn en Orri Vigfússon náði ekki kjöri Sr. Heimir látinn Heimir Steinsson, Þingvallaprestur, fyrrverandi útvarps- stjóri og þjóðgarðs- vörður, er látinn, 62 ára að aldri. Heimir fæddist á Seyðisfirði og varð stúdent frá MA árið 1957, stund- aði nám í fornleifafræði við Kaup- mannahafnarskóla og í íslenkum fræðum og guðfræði við Háskóla ís- lands. Hann lauk prófi í guðfræði árið 1966, nam síðan trúfræði og kirkju- sögu. Eftir sr. Heimi liggja fjöimörg ritverk. Tepptir á Grænlandi Fimm björgunarsveitarmenn frá Akureyri hafa verið tepptir á Aust- ur-Grænlandi síðan á fimmtudag vegna veðurs á jöklinum. Ekkert amar að mönnunum en þeir eru orðnir matarlitlir. RÚV greindi frá. Endurupptöku hafnað Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað kröfu Eimskipafélagsins um upptöku máls gegn Atlantsskipum og TransAtlantic Lines en Eimskip kærði niðurstöðu áfrýjunardóm- stóls i Washington rétt eftir áramót eftir að dómstóllinn hafði dæmt Atl- antsskipum í vil. Sameining íslandsbanka og FBA var samnþykkt á hluthafafundum beggja bankanna í gær og í fram- haldi af því var efnt til fyrsta hlut- hafafundar hins nýja íslands- banka-FBA. Fyrir þeim fundi lá að kjósa félaginu stjóm og varastjóm en mesta spenn- an var vegna kjörs í aðal- stjórnina því átta menn höfðu boðið sig fram í aðeins sjö stjórn- arsæti. Kristján Ragn- arsson hlaut flest atkvæði í stjómarkjörinu, Helgi Magnús- son kom þar næstur, þá Guð- mundur H. Garð- ........ arsson, Eyjóifur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannes- son, Einar Sveinsson og Finnbogi Jónsson, en Orri Vigfússon fékk fæst atkvæöi og náði ekki kjöri. At- kvæði 98% hluthafa skiluðu sér í stjómarkjörinu. Sjálfkjörið var í varastjóm og þar munu sitja Friðrik Jóhanns- son, Guðmundur B. Ólafsson, Gunnar Felixsson, Gunnar Þór Ólafsson, Hjörleifm- Þór Jakobs- Uti Orri Vigfússon var talsvert frá aö ná stjórnar- sæti í íslands- banka-FBA. Stjórnendur Kristján Ragnarsson, Eyjólfur Sveinsson og Bjarni Ármannsson ráöa ráöum sínum á fyrsta hluthafafundi hins nýja ís- landsbanka-FBA. son, Jón Ólafsson og Öm Friðriks- son. Gríðarleg utanþingsviðskipti voru með hlutabréf bankanna tveggja í gær og skiptu bréf fyrir 838 milljónir króna um hendur í ís- landsbanka og fyrir 705 milljónir í FBA. Samkvæmt lokaverði á Verð- bréfaþingi íslands í gær var mark- aðsverðmæti íslandsbanka 28,5 milljarðar króna og markaðsverð- mæti FBA 29,6 miiljarðar og saman- lagt verðmæti bankanna tveggja því 58,1 milljarður króna. -GAR Ögmundur Jónasson segir alls óvíst með aðild VG að R-listanum: Vill mikla stefnubreytingu „Stjómarformaður SVR hefur sagt að þetta komi vel til greina og ég hef nú einfaldlega tekið yfirlýsingar hans alvarlega. Og ég veit ekki betur en það séu menn í fömm til Skandin- avíu einmitt þessa stundina að stúd- era breytt rekstrarfyrirkomulag," segir ögmundur Jónasson, alþingis- maður Vinstri-grænna (VG) í Reykja- vík, um þá fullyrðingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í DV í gær að misskilningur væri hjá ögmundi að til stæði að einkavæða Strætisvagna Reykjavíkur. Þá sagði Ingibjörg í gær ástæðu- laust að ætla að VG byði ekki fram undir merkjum Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum eftir tvö ár. Ögmundur segir hins vegar allt óráðið í þeim efnum. „Það þarf vem- lega stefnubreytingu Reykjavíkurlist- ans til að það verði einhver sam- hljómur við þau sjónarmið sem við höldum fram. Við höfum sett okkar stefnu fram á landsvísu en eigum það verk algerlega óunnið að skoða með hvaða hætti við komum inn i bæjar- stjómarmálin eftir tvö ár og ég vil ekkert segja um það á þessari stundu með hvaða hætti við þrýstum á okk- ar stefnumál þá. Það á sér stað mikil uppstokkun í íslenskri pólitík. Það á við um landið allt og þar er borgin engin undantekning," segir hann. Mlsskilningur borgarstjórans Ingibjörg Sólrún sagði í DV í gær að borgin ætti að selja 45% hlut sinn í Landsvirkjun, jafnvel til einkaaðila. „Mér þótti það sorglegt þegar R-listinn hafði forgöngu um það að þrýsta á um einkavæðingu raforkugeirans. Þetta hefur hingað til verið samfélagsverkefni íslensku þjóðarinnar og ég hef ekki verið hlynntur einkavæðingu á því sviði fremur en öðrum. En öll þessi mál þarf Reykjavíkurlistinn að taka til gagngerrar endurskoðunar; ekki bara einkavæðinguna heldur stefn- una almennt, til dæmis í skólamál- unum og áherslur í kjaramálum," segir Ögmundur sem þakkar borg- arstjóra hlý orð í sinn garð í DV í gær en telur mikinn misskilning hjá Ingibjörgu að gagnrýni hans á R-listann væri sett fram á persónu- legum nótum; „Gagnrýni mín snýst einvörðungu um málefhi og fyrir henni hafa jafnan verið færð mjög góð rök.“ -GAR Semja um líkamsrækt Félag eldri borgara í Reykjavík og líkamsræktarstöðin World Class hafa gert með sér samning um að örva eldri borgara til þess að stunda líkamsrækt. Mbl. greindi frá. 1400 á skrá Um 1400 námsmenn eru á skrá hjá Atvinnumiðstöð stúdenta í leit að sumarstarfi og þvi tilvalið fyrir atvinnurekendur að næla sér í starfskraft. Allir útskrifaðir Allir þeir sem slösuðust í rútuslys- inu í Hvalfirði á sunnudag hafa verið útskrifaðir af spítala. Af 41 farþega, sem læknar skoðuðu, hafði 21 hlotið meiðsl og voru fjórir þeirra lagðir inn. Talið er að vindhviða hafi feykt rútunni út af veginum en rútan var á um 50 km hraða. 3 framkvæmdastjórar Stjóm Landspítala - háskólasjúkra- húss hefúr ákveðið að mæla með því við heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar/hjúkrunar- forstjóri, Gísli Einarsson, fram- kvæmdastjóri kennslu og fræða, og Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga/lækningafor- sljóri, verði ráðin í stöður fram- kvæmdastjóra við stofnunina. Ráð- herra hefur fallist á tillöguna. Risavaxið samband í burðarliðnum er að stofna risa- vaxið landssamband með sameiningu Verkamannasam- bands Islands, Þjón- ustusambands ís- lands og Landssam- bands iðnverkafólks. í þessu nýja lands- sambandi yrðu hátt í 40 þúsund félagsmenn eða um helm- ingur allra félagsmanna í ASÍ. Dagur greindi frá. 17% aukning Hagdeild Samtaka atvinnulífsins hefur lagt mat á beinan kostnað að- ildarfyrirtækja vegna samnings við verslunarmenn. Alls er áætlað að launakostnaður hækki um 17% á samningstímanum sem er til 1. mars 2004. Kostnaðarauki atvinnu- lífsins vegna samningsins er met- inn á 17 milljarða króna á samn- ingstímanum. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.