Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 x>v Fréttir Fjöldi íslendinga nýtur skattfríðinda á einn eða annan hátt: Stétt skattleysingja - segir Pétur H. Blöndal um starfsmenn alþjóðastofnana „Föst laun starfsmanna í utanrík- isþjónustunni eru skattlögð en þeir fá staðaruppbót og flutningsstyrk sem er skattfrjáls," segir Stefán Skjaldarson, skrifstofustjóri í utan- rikisráðuneytinu, um laun starfs- manna í sendiráðum en talsverð umræða hefur skapast um skatt- fríðindi íslendinga eftir lagasetn- ingu um embætti forseta íslands. Stefán segir að staðaruppbót sé breytileg eftir stöðu manna og eins eftir því hvar þeir eru því fram- færslukostnaður sé mismunandi eftir löndum. Þá bendir Stefán á að tekjur starfsmanna í utanríkisþjón- ustunni séu í raun heildarkjör þar eð ekki sé unnt fyrir maka að fara út á vinnumarkaðinn erlendis. Stefán segir að starfsmenn í utan- ríkisþjónustunni erlendis séu lík- lega á bilinu 80-90 og eru fríðindi þeirra mismunandi eftir því hversu hátt-settir þeir eru. Þaö er Kjara- nefnd sem ákveður laun þeirra og eru t.d. grunnlaun sendiherra heima og erlend- is 3.830.256 krónur á ári, eða 319.188 krónur á mánuði. Við þessa upphæð bætist staðaruppbótin, skattfrjáls, sem eins og áður segir er mismunandi eftir stöðum en Stefán telur rétt að miða við að hún nálgist ca 400.000 krónur á ári. Við þetta bæt- ist flutningsstyrkur sem að sögn Stefáns á að ná yfir kaup á gluggatjöldum, raf- magnstækjum og öðru smá- vægOegu sem þarf að end- umýja. Það ber að hafa í huga að starfsmenn í sendiráðum þurfa oft að flytjast á milli staða og er algengt að þeir séu ekki nema 3-5 ár á hverjum stað. Hvað staðaruppbót- ina varðar þá virkar hún þannig að sendiherrar fá það sem kalla mætti fulla uppbót en þeir sem eru lægra settir fá einungis hlutfall af því sem sendi- herra fær. Þannig fær sendifulltrúi, sem er númer tvö í valdapíramídanum, 70% af staðaruppbót sendi- herra og þeir sem era lægst settir fá 1/3. Að sögn Stefáns þurfa sendiherrar að greiða við- haldskostnað og annað af sendiherrabústöðum sem er áætlaður um 1-2 milljón- ir á ári. Litið er á heildar- tekjur þeirra sem fjöl- skyldutekjur þar eð ekki er gert ráð fyrir tekjum maka og eru 20% af tekjunum ætlaðar maka. Eins ber þess að geta að yfirvinna er ekki greidd erlendis. Á móti kemur að ríkið greiðir húsnæðis- kostnað. Þá bendir Stefán á að sendiherrar þurfi að halda ákveð- inni reisn og lífsstíl því ekki gangi upp að þeir komi fram fyrir hönd þjóðarinnar sem einhvetjir þurfa- menn. íslenskir starfsmenn hjá al- þjóðastofnunum eru að sögn Stef- áns tæplega 20 og eru þeir nær al- gjörlega undanþegnir skattgreiðsl- um. Launakjör þeirra era ákveðin samkvæmt alþjóðasamþykktum. Pétur H. Blöndal alþingismaður er ekki sáttur við þetta fyrirkomulag. Vill hann að við sýnum fordæmi í því að afnema slík fríðindi? „Það er alveg ljóst að innan þeirra alþjóða- samþykkta sem við eigum aðild að ákveðum við að hluta hvernig þess- um málum er háttað. Þama er ver- ið að búa til ákveðna stétt skattleys- ingja sem getur stungið mjög í stúf við aðra, við eigum náttúrlega okk- ar hlut aö máli eins og aðrar þjóðir og ef enginn hefur hug á að breyta þessum málum þá verður það ekki gert,“ segir Pétur. -hdm Pétur H. Blöndal. — ef enginn hef- ur hug á aö breyta þessum málum þá veröur þaö ekki gert. Pólfarinn boðinn velkominn á Ingólfstorgi: Enn á toppi tilverunnar Fjöldi manns var saman kominn á Ingólfstorgi í gær til að taka á móti Haraldi Emi Ólafssyni pólfara. KK og Magnús Eiríksson tóku lagið, Össur Skarphéöinsson mælti nokk- ur orð og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri bauð Harald vel- kominn. Haraldur var bersýnilega ánægður með móttökurnar og kvaðst enn vera á toppi tilverunnar. Hann sagðist enn fremur hafa fund- ið fyrir miklum stuðningi þjóðar- innar á göngu sinni og það hefði skipt sig mjög miklu máli. Þegar hann hafði lokiö máli sínu færði hann borgarstjóra Reykjavikur fán- ann sem hann reisti á norðurpóln- um og tók síðan við hamingjuósk- um fólksins. Fylgdust með á hverjum degi „Við erum búin að fylgjast með honum á hverjum degi,“ sögðu hjón- in Gunnar og María Frederiksen, „og ég hafði gífurlegar áhyggjur af honum allan tímann," bætti María við og hló. „Mér finnst mest til þess koma hvílíku þreki hann býr yfir og hvað hann hefur ver- ið sálarlega sterkur. Við getum verið stolt af svona fólki og ættum að eiga sem mest af því í landinu,1' ‘ sagði Gunnar og tók María undir það. Þórey Gylfadóttir Þórey, sem er mikil úti- vistarkona, útilok- aöi ekki aö hún ætti sjálf eftir aö ieggja i ferö á borö viö pólgöngu Haralds. Þórey Gylfa- dóttir fylgdist vel með leið- angri Haralds í fjölmiðlum og var afar stolt af stráknum. „Mér finnst það sýna hversu sterkur karakter hann er að klára dæmið og halda þetta út. Þetta sýnir einnig aö hann er mjög vel skipulagður og ag- aður,“ sagöi Þórey að lokum. EÖJ Haraldur hylltur Pólfaranum var ákaft fagnaö þegar hann steig út úr jeppabifreið sinni á Ingólfstorgi. DV-MYNDIR TEITUR Gunnar og María Frederiksen Eins og fleiri landsmenn fylgdust þau meö feröum Haralds á hverjum degi. Allt á floti á Siglufirði: Garðslanga inn um bréfalúgu „Þetta voru óvit- ar sem stungu garðslöngu inn um bréfalúguna hjá mér og skrúfuðu frá. Af þessu verða engin eftirmál því bömunum gekk ekkert slæmt til,“ sagði Róbert Guð- fmnsson, stjórnar- formaður Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna, en ein- býlishús hans við Suðurgötu 61 á Siglufirði fylltist af vatni á dögunum vegna þessara óknytta krakkanna. Vatnið úr garðslöngunni bunaði inn um bréfalúgu stjómarformannsins svo klukkustundum skipti og urðu stór- skemmdir á parketi á gólfum. „Ég skipti bara um parket og end- urtek að þcima voru óvitar á ferð. Ef einhver hefði gert þetta af illkvittni í minn garð horfði málið öðruvísi við,“ sagði Róbert Guðfinnsson. -EIR Nýjung hjá Lánstrausti Lánstraust hf. hóf fyrir skömmu að birta samanburð á ávöxtun ís- lenskra verðbréfasjóða. Er ávöxtun sjóðanna í öllum til- vikum reiknuð út á sama hátt og út frá sömu dagsetningum. Þykir þetta gefa raunhæfari samanburð heldur en ef miðað er við ávöxtunartölur sjóðanna sjálfra. Hægt er að skoða þetta á Netinu meö því að fara inn á slóðina www.lt.is. -HKr. Húsavík: Vátnsbíll valt Vörubíll með vatnstanki valt nyrst í Reykjadal um hádegisbilið gærdag. Bílstjórinn hafði verið að vökva veginn um 30 km frá Húsavík þegar hann missti stjórn á bílnum. Maðurinn var ekki í belti og hlaut lítilsháttar meiðsl, en bíllinn er tals- vert skemmdur. -SMK Bílvelta í Vest- mannaeyjum Þrir farþegar í bíl hlutu minni háttar meiðsl þegar bifreið þeirra valt á Fellavegi í Vestmannaeyjum um klukkan 6 á sunnudagsmorgun- inn. Bíllinn er talinn ónýtur. -SMK Veðriö í kvöld Breytileg átt Gengur í N-átt 13-18 m/s norðvestanlands í nótt meö slyddu eöa snjókomu. Breytileg átt, 5-8 m/s annars staöar og skúrir, en þurrt aö mestu suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki á Vestfjörðum, en yfirleitt 3-9 stig annars staöar. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.42 22.42 Sólarupprás á morgun 04.05 03.29 Síódegisflóó 17.37 22.10 Árdegisflóö á morgun 05.48 10.21 Skýringar á ve&wtáknum K.WBÁTT UVm -10° \ViNDSTYRKUR \roncT l metrum á sekúndu 1 HEIÐSKÍRT O C o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w Q RIGNiNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA 9 = ÉUAGANGUR ÞRUMIF VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færö Vegir víðast greiðfærir Vegir eru nú víöast greiöfærir. Vegna leysinga er öxulþungi takmarkaöur sérstaklega á ýmsum útvegum, einkum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Af sömu ástæöu hefur nú verið auglýst lokun á öllum hálendisvegum. Snjór fyrir norðan Á morgun er gert ráð fyrir norðanstrekkingi víöast hvar. Hiti veröur nálægt frostmarki og éljagangur eöa snjókoma norðan til en skýjað meö köflum og hiti 4 til 9 stig sunnan til. Fimmhul.i Vindur: ( 10-15 nv»V Hiti 2° til T jggjggjdjjy Vindun 8-12 nv-. ; Hiti 3° til 8° Vindur: 5—10 m/i, Hiti 5° til 10‘ NV10-15 m/s, él og hltl kringum frostmark noröaustan tll. Annars veröur hægari NV átt, léttskýjaö og hltl 2 tll 7 stlg, hlýjast sunnanlands. Suöaustlæg átt, rignlng sunnan og vestan tll undlr kvöld, en léttskýjaö noröan- og austanlands. Hltl 3 tll 8 stlg. Búlst er vlö suölægum áttum og vætusömu veöri elnkum sunnan- og vestanlands. Fremur mllt verður í veörl. imœn AKUREYRI súld BERGSTAÐIR rigning BOLUNGARVÍK slydda EGILSSTADIR KIRKJUBÆJARKL. rigning KEFLAVÍK rigning RAUFARHÖFN skýjaö REYKJAVÍK súld STÓRHÖFÐI rigning 7 4 1 9 8 5 8 6 6 BERGEN skýjaö HELSINKI léttskýjaö KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö OSLÓ skýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN rigning ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö ALGARVE hálfskýjaö AMSTERDAM þokumóöa BARCELONA heiöskírt BERLÍN léttskýjaö CHICAGO hálfskýjað DUBLIN rigning HAUFAX skýjaö FRANKFURT skýjaö HAMBORG léttskýjaö JAN MAYEN þoka LONDON mistur LÚXEMBORG hálfskýjað MALLORCA þokumóöa MONTREAL léttskýjaö NARSSARSSUAQ heiöskírt NEW YORK hálfskýjaö ORLANDO léttskýjaö PARÍS léttskýjað VÍN heiöskírt WASHINGTON heiöskirt WINNIPEG léttskýjaö 16 9 19 13 13 8 14 19 20 17 19 16 11 7 15 18 2 16 17 16 8 0 13 22 18 17 17 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.