Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000____________________________________________________________________________ DV Fréttir Ey i af j arðarsveit: Bíl velt og rúður brotnar DV, AKUREYRI:_______________ Hún var heldur ófógur, aðkoman að bifreið sem skilin haföi verið eft- ir fyrir neðan Kristnes í Eyjafirði á laugardag. Hjól fór undan bifreiðinni og fór eigandi hennar burt með hjólið. Þegar hann kom aftur var aðkoman þannig að búið var að brjóta rúður í bifreiðinni og ekki nóg með það því henni hafði einnig verið velt sem þýðir að fleiri en einn hafa ver- ið þar að verki. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn þessa máls og biður alla sem geta lagt henni lið við þá rannsókn um að hafa sam- band. -gk Hólmavík: Maður mikið slasaður eftir bílveltu Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með alvarlega slasaðan mann til Reykjavíkur frá Hólmavík á laugar- dagskvöldið. Maðurinn, sem er rúmlega fimm- tugur, hafði setið undir stýri á bíl sem verið var að draga yfir Ennis- háls, fjallið á milli Bitru- og Kolla- fjarðar. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík eru atvik slyssins enn óljós en vitað er að kaðallinn á milli bílanna slitnaði. Bíllinn fór tvær veltur og þrátt fyrir að vera í belti meiddist maðurinn mikið. Ökumað- ur hins bílsins flutti hann áleiðis til Hólmavíkur en lögregla og sjúkra- bíll mættu þeim áður en þangað var komið. Hinn slasaði var svo fluttur á heilsugæslustöðina á Hólmavík og þaðan var hann sendur með þyrlu til Reykjavíkur til frekara eftirlits. Að sögn læknis á Landspítalan- um í Fossvogi hefur maðurinn það sæmilegt eftir atvikum. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild. -SMK Patreksfjörður: Tundurskeyti fannst Hólkurinn sem fannst á reki á Patreksfjarðarflóa sl. miðvikudag var hluti af gömlu tundurskeyti. Hólkurinn hafði sést á floti í nokkra daga og skipverjar á fiskibát fluttu hann í land. Lögreglan á Pat- reksfirði hafði samband við sprengjusérfræðinga Landhelgis- gæslunnar sem fóru vestur og könn- uðu skeytið. Hólkurinn, sem er miðhluti tund- urskeytisins, var rúmir fjórir metrar á lengd, um 50 cm í þvermál og lok- aður í báða enda. Skeytið var mjög ryðgað og þar sem það var ekki í heilu lagi var það ekki virkt. -SMK Kransæðastífla í Kötlugrunni Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á sunnudag skipveija um borð í drag- nótaskipið Hafnarröst þar sem skipið var að veiðum í Ködugnmni suður af Dyrhólaey. Skipverjinn hafði fengið kransæðastíflu og þótti nauðsyn að koma honum sem fyrst undir læknis- hendur. Leysti Landhelgisgæslan það mál fljótt og vel. -EIR Borgarnes: Hjólbörðum stolið undan bíl Hjólbarðaþjófur náði sér i hjól- barða og felgur undan fimm ára göml- um fólksbíl sem stóð á Bifreiða- og bú- vélasölunni við Ólafsvíkurveg í Borg- amesi aðfaranótt mánudags. Þjófur- inn var afskaplega snyrtilegur og skildi bíllinn eftir á kubbum. Engar skemmdir voru unnar á bílnum. Lögreglan í Borgamesi biður fólk sem sá til mannaferða á bílasölunni aðfaranótt mánudagsins að hafa sam- band við sig. -SMK Tveggja tonna bjarg lenti framan við mjólkurbíl í Staðardal: Hugboð bjargaði bílstjóra - ég hefði smurst í gólfið, segir Bergur Guðnason „Ég fæ eitthvað hugboð um að slá af og fara hægar. Ég fer að hugsa um grjóthrun og þetta bara gerist svo snöggt. Ég slæ af og steinninn hefði lent á hausnum á mér hefði ég haldið sama hraða. Hann lendir fimm metrum fyrir framan bilinn hjá mér, steinn á annað tonn,“ sagði Bergur Guðna- son, 52 ára gamall mjólkurbílstjóri hjá Mjólkursamlagi ísfirðinga. Bíla-Bergur, sem hefur verið kallaður það frá 17 ára aldri vegna ólæknandi bíladellu, var á baka- leið úr Staðardal í Súgandafirði skömmu eftir klukkan 9 á fimmtu- dagsmorguninn þegar bjargið steyptist niður úr þverhníptum klettunum fyrir ofan bílinn. „Það var gífurleg ferð á steinin- um og alveg rosalegur snúningur. Þegar hann lenti kom hola í veg- inn og hann þeyttist aðra fimm eða sex metra upp í loftið og langt út í sjó, sem er eina 10 metra frá veginum. Mín hugsun var sú að ég hefði bara smurst þarna í gólfið, þetta var mjög tæpt.“ Bergur hefur ekið rúma fjórar milljónir kílómetra i gegnum tíð- ina. Hann segir að mikið grjót- hrun hafi verið þarna undanfarið og að hann keyri alltaf með glugg- ana opna á þessari leið til þess að heyra ef hrun er að byrja í fjallinu en hann heyrði ekkert i þessu til- felli. Eins fylgist Bergur með fugl- xun og veðri og fleiru sem varar hann við grjóthruni en þama varð hann ekki var við neitt áður en hann fékk þetta hugboð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bergur fær hugboð þar sem hann situr á bak við stýrið en aldrei hef- ur hann lent i neinu svona tæpu á þeim rúmu þremur áratugum sem hann hefur verið bílstjóri. Hann hefur til dæmis komið að blindhæð í hálku og fengið hugboð um að hægja á sér. Þegar hann svo kom yfir hæðina var bíll fastur þvert á veginn á hálkubletti. Eins hefur hann fengið hugboð um snjóflóð. „Ég gæti þess vegna verið tek- inn fyrir að vera með of marga far- þega, það eru alla vega þrjár fylgj- ur sem fylgja mér. Ég var fljótur að þakka fyrir mig eftir að þetta gerðist,“ sagði Bíla-Bergur. -SMK MYND GlSLI HJARTARSON Hugboð bjargaði bílstjóranum Bergur Guðnason var hætt kominn þegar heljarstórt bjarg lenti fyrír framan bíl hans á fimmtudag. Bíla-Bergur þakkar þremur fylgjum lífgjöfina. Meira aflaverðmæti togarans Arnars en á sama tíma á metárinu í fyrra: Skagstrendingur eykur hlut sinn í Nasco DV, AKUREYRI:_______________________ Gengið hefur verið frá kaupum Skagstrendings hf. á auknum hlut í Nasco ehf. Þar með er Skagstrend- ingur orðinn stærsti hluthafmn í fé- laginu. í janúar á þessu ári gengu Skagstrendingur og Burðarás hf. frá kaupum á 25% hlut í Nasco. Þá var samið um kauprétt á 26% til viðbót- ar sem nýir eigendur hafa nú nýtt sér ásamt kaupum á 10% hlut fyrri eigenda. Af hálfu nýrra eigenda hef- ur verið horft til þeirra veiðiheim- ilda sem Nasco býr yfir utan is- lenskrar fiskveiðilögsögu og mögu- leikum til þess að auka þær veiði- heimildir í framtíðinni. Nasco var stofnað árið 1995 af Agli Guðna Jónssyni og eiginkonu hans, Huldu Þorbjarnardóttur. Starfsemi félagsins hefur byggst á þremur þáttum: útgerð, rækju- vinnslu, afurðasölu og miðlun hrá- efnis. Vöxtur Nasco hefur verið hraður og á skömmum tíma hefur félagið náð þeim árangri að vera stærsta fyrirtækið í útgerð og miðl- un á rækju á íslandi. Velta sam- stæðunnar árið 1999 var rúmlega 4 milljarðar króna. Áætlanir gera ráð fyrir að veltan aukist um 10-15% á þessu ári. Nasco tengist útgerð 9 rækjufrystiskipa á Flæmingja- grunni við Kanada og í Barentshafi sem veiða á veiðileyfum sem fengin eru fyrir millgöngu Nasco. Af þess- um 9 skipum eru 3 í eigu Nasco. Sölustarfsemi Nasco hefur i meg- indráttum verið tvískipt - annars vegar miðlun á iðnaðarrækju til rækjuvinnslna innanlands sem er- lendis og hins vegar sala á soðinni og pillaðri rækju ásamt sölu á skel- rækju frá skipum, tengdum Nasco. Félagið rekur fullkomna rækju- vinnslu í Bolungarvík, áður Bakki hf., sem er með vinnslugetu upp á um 12 þús. tonn á ári. Náið samstarf hefur verið milli Skagstrendings og Nasco undanfar- in misseri um útgerð rækjufrysti- skipa og hráefhisöflun til rækju- vinnslu Skagstrendings á Skaga- strönd. Samstarfið við Nasco hefur verið hagfellt fyrir Skagstrending og m.a. gert félaginu kleift að verj- ast þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna aflabrests á heimamið- um. Af 2,4 milljarða króna veltu Skagstrendings á árinu 1999 var rúmur milljarður úr veiðum og vinnslu á rækju. Skagstrendingur kemur að útgerð tveggja rækju- frystiskipa í samstarfinu við Nasco og afla þau stærsta hluta þess hrá- efnis sem unnið er í rækjuvinnslu Skagstrendings. Stjórn Nasco er skipuð þrem mönnum, tveimur frá nýjum eig- endum og einum frá fyrri hluthöf- um. Egill Guðni Jónsson verður stjórnarformaður og mun áfram starfa hjá félaginu við að viðhalda og afla nýrra veiðiheimilda. Stjórn Nasco hefur ráðið Berg Elías Ágústsson, rekstrarstjóra Skag- strendings hf., á Seyðisfirði, í starf framkvæmdastjóra Nasco. Skagstrendingur byggir rekstur sinn á þremur grunneiningum: út- gerð frystiskipa, rekstri rækju- vinnslu og rekstri frystihúss. Afla- brögð rækjufrystiskipa á Flæm- ingjagrunni hafa verið góð í ár. Hins vegar er ljóst að rekstrarfor- sendur fyrir landvinnslu og rækju- útgerð félagsins eru heldur lakari nú en á síðasta ári og munar þar mest um hærra olíverð og óhag- stæða þróun á mörkuðum fyrir rækjuafurðir. Fyrirkomulag rekstr- ar í ár hefur verið með svipuðu sniði og á síðasta ári og hefur rekst- ur félagsins verið í fullu samræmi við áætlanir stjórnenda. Rekstur Amars HU-1 hefur gengið vel það sem af er árinu og nam aflaverð- mæti togarans fyrstu 4 mánuði árs- ins 380 milljónum króna. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.