Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000______________________________ DV _______________________________________ Neytendur Könnun matgæðinga DV á fisk- og kjötborðum stórmarkaða: Besta kjöt- og fisk- borðið í Nóatúni Matgæðingar DV við vinnu sína ásamt blaðamanni DV. tveir pakkar af tilbúnum ýsurétt- um. Upptalið!" Fisk- og kjötborð Dröfn Sigmar Úlfar Samt. 1 -trjrirk •irtrtrk -trirtrk 12 I Fjarðarkaup •k'k'k'k irk kkkk 10 | | Hagkaup irtrtrk ☆☆☆ 'trtrtz 10 | | Nýkaup ☆☆☆ 'trtrk irkrk 9 110-11 ☆☆☆ 'trtr ☆☆ 7 | | Nettó ☆☆ ☆☆ ☆☆' 6 |Bónus ☆ ☆☆ irtx 5 111-11 ☆ ☆ ☆ 3 0 = mjög slök gæði = sæmilegt = Mjög nýtt og ferskt kjöt- og flskmeti = slök gæði jtrPrfa - g°tt____________Matgæðingar DV: Dröfn FanstvgR, Útfar Eyrtalntson og Slgnar B. HaukMon - og fullt hús, 12 stjörnur. 11-11 kom verst út, fékk 3 stjörnur Besta kjöt- og fískborðið er í Nóa- túni en slakasta borðið er i verslun 11-11. Athygli vekur að aðeins þrjár verslanir bjóða sjálfval úr kjöt- og fiskborði og í tveimur vantar skil- rúm milli kjöts og fisks. Þetta eru helstu niðurstöður gæðakönnunar matgæðinga DV, þeirra Drafnar Farestveit, Sigmars B. Haukssonar og Úlfars Eysteinssonar, á kjöt- og fískborðum stórmarkaðanna á höf- uðborgarsvæðinu. Heimsóttar voru átta verslanir. Þetta eru Nóatún í Austurveri, Hag- kaup í Skeifunni, Bónus í Holta- görðum, 11-11 á Grensásvegi, 10-11 i Glæsibæ, Nýkaup í Kringlunni, Nettó í Mjódd og Fjarðarkaup í Hólshraimi í Hafnarfirði. Flestar verslanir með pakkaða vöru Könnunin fór fram siðastliðinn fimmtudag. Komið var í allar búðir skömmu eftir að þær voru opnaðar og því kann misjafnt úrval að skýrast að hluta af þvi hvenær framleiðendur keyra nýjar vörur í verslanir. Þó má telja að þessi könnun mæli tiltölulega vel úrvalið í verslunum á höfuðborg- arsvæðinu en gera má ráð fyrir því að úrval aukist þegar líður á daginn í sumum verslunum. Þá ber að taka fram að þær þrjár verslanir sem eru með kjöt- og flskborð í könnuninni voru Nýkaup, Fjarðarkaup og Nóa- tún. Aðrar verslanir voru með pakk- aða kjöt- og fiskvöru á boðstólum. -HG Stórglæsilegt borð Hæstu einkunnina fékk Nóatún, 12 stjömur eða fullt hús. Einkunna- gjaflmar voru frá 0, sem þýðir mjög slök gæði, og upp í 4 sem þýðir mjög mikil gæði á kjöti og fiski í viðkomandi búð. Ailir matgæðing- amir gáfu því Nóatúni 4 stjömur. Úlfar sagði: „Stórglæsilegt kjötborð, ferskleiki og úrval. 14 tegundir af svínakjöti, nautakjötsréttir frábær- ir, jafnvel niðursagaðir nauta- skankar. Fiskborðið kallaði á mann, það var svo gimilegt og ferskt.“ Sigmar sagði: „Húrra, frá- bært. Aðskilið fiskborð, Góð vinnu- aðstaða fyrir starfsmanninn sem sér um fiskborðið. Kjötvörum snyrtilega upp raðað. Gott úrval.“ Dröfn bætti við: „Ég vildi helst gefa fleiri en fjórar stjörnur. Afar fal- legt, fiskur og kjöt í aðskildum borðum og mikið úrval. Fiskurinn er sérlega ferskur á að líta.“ Mikið úrval af pökkuðum vörum Saman í öðru sæti voru verslan- irnar Fjarðarkaup og Hagkaup með 10 stjömur af 12 mögulegum. Hagkaup fékk þessar umsagnir: Sigmar: „Gamla, góða Hagkaup. Eina sanna kaupfélagið í Reykjavik. Þar er allt til. Gott og mikið úrval af pakkaðri kjötvöru. Alltaf gaman að koma hingað." Dröfn: „Vel upp raðað, mikið úrval af flestum kjötvörum, fiskúrval ekki mikið fyrir utan tilbúna rétti.“ Úlf- ar: „Þó kjötið sé allt sérpakkað er óvenjumikið úrval af kjötvörum. Fiskurinn verður einhæfur i svona umbúðum." Gott úrval en vantar skilrúm Fjarðarkaup fékk heldur lakari umsagnir, þó það fengi sömu ein- kunn og Hagkaupsverslunin. Dröfn: „Mikið úrval af tegundum, t.a.m. folaldakjöt sem ekki sést ann- ars staðar. Spurning hvort heppilegt er að hafa majonessalöt við hliðina á kjötinu." Úlfar sagði að kjöt- og fiskborðið í Fjarðarkaupmn væri mjög fjölbreytt. „Með folalda- og hrefnukjöti, fiskborð gott en skil- rúm mætti vera milli fisks og kjöts. Sama vandamál og í Nýkaupi." Sig- mar var heldur harðari í dómum sínum: „Þetta er kannski ósann- gjamt. Úrvalið af fersku kjöti var ágætt og af flski sæmilegt. En það var ekki einu sinni glerplata milli fisksins og kjötvaranna. Þessi vin- sæla verslun, Fjarðarkaup, ætti að geta haft fiskinn og kjötið betur að- skilið. Það var salat á milli kjötsins og fisksins sem er rakin smitleið.“ Fallegf en vantar aðskilnaö Nýkaup var næst í röðinni, fékk 9 stjömur af 12 mögulegum. Úlfar sagði að kjötborðið væri smekklegt en meiri fjölbreytni vant- aði í fiskborði og kjötborði. Dröfn sagði að kjöt- og fiskborðið í Ný- Dröfn Farestveit, einn matgæðinga DV Vegur hér og metur úrval oggæði kjöts og fisks í 11-11. kaupi væri mjög fallegt, vel upp rað- að. „Það biður þig næstum að fá þér gott í gogginn. Ferskur ilmur kem- ur á móti manni. Ég sakna þess hins vegar að kjöt og fiskur er ekki betur aðskilið." Sigmar sagði: „Já, já. Vissulega falleg borð. Frábært úrval af fiski og ljómandi af fersku og fallegu kjöti. En, eins öflugt fyr- irtæki og Nýkaup ætti að geta haft betur aðskilin fisk- og kjötborð. Helst sér fiskeiningu. Það er nú einu sinni svo að sagt er að fersk- leikinn búi í Nýkaupi." Snyrtilegt en vantar fisk Á eftir Nýkaupi kom 10-11 með 7 stjörnur af 12. Dröfn sagði að þar væri þokkalegt úrval. „Snyrtilega upp raðað." Úlf- ar: „Sæmilegt úrval, fiskurinn er bara ýsa.“ Sigmar bætti viö: „Allar vörurnar em pakkaðar - sæmilegt úrval, þó lítið af fiski." Norðanmenn verða að vanda sig Nettó fékk 6 stjömur af 12 mögu- legum. Sigmar taldi úrvalið sæmilegt, þó Sigmar B. Hauksson og Úlfar Eysteinsson, matgæðingar DV Skoða sig vel um, íbyggnir á svip. litið væri af fiski. „En þrátt fyrir allt lítið spennandi. Norðanmenn verða að gera betur og vanda sig ætli þeir að ná fótfestu hér.“ Dröfn sagði að fisk- og kjötborðið í Nettó væri fremur lítið spennandi - inn- pakkaðar vörur.“ Úlfar mat borðið í Nettó svona: „Sæmilega fjölbreytt en skortur á góðum fiski. Kuldinn finn í kælinum." Sæmilegt úrval Næstlægstu einkunnina fékk Bónus, eða 5 stjörnur af 12. Úlfar sagði að þar væri nokkuð gott kjötúrval en fiskurinn væri ókominn. Sigmar taldi úrvalið sæmilegt. „Það góða við fisk og kjöt í Bónus er að vörurnar eru vel geymdar í góð- um kæli.“ Dröfn sagði að sig langaði ekki í neitt og vönmnar væru ákaf- lega óskemmtilegar. Óskaplega fátæklegt Lestina rak verslun 11-11 með að- eins þrjár stjörnur. Sigmar sagði: „Varla hægt að tala um fisk- eða kjötborð. Innpakkaðar vörur, vægast sagt þreyttar, fiskur- inn var hálfskuggalegur. Nei, takk, ég fengi mér bara jógúrt og banana í staðinn fyrir að kaupa kjöt eða fisk í þessari verslun." Dröfn: „Óskaplega fátæklegt úr- val. Mest af hakki og hamborgur- um. Fiskurinn tilbúinn á pönnu, fiskfars og hakk.“ Úlfar sagði þetta um kjöt og fisk í 11-11: „Nautahakk, hamborgarar, kjötfars, lambabitar með beini, fiskfars og fiskhakk, Við erum fagfólk meö 14 ára reynslu í sölu á unaösvörum ástarlífsins Opiö mán.-fös.10-18 laug.10-16 Fákafeni 9 S. 553 1300 •Skæralyftur •Körfulyftur •Mastur fyrir einn mann Söluaðili fýrir: • Vesturvör 9 • 200 Kópavogur • Sími 564 3520 • •Fax: 564 3361* GSM: 698 7780« 14 k. gull Verð aðeins 3.900 Sendum myndalista oiiin Laugavegi 49 Sími 551 7742 í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstaeður. Glerborgargler er liamleitt undir gæðaeftiriiti Rannsóknastofiiunar byggingariðnaðarins. QLIRiORQ Dakhrauni 5 220 Hafnaifoði Sími 565 0000 SGBQVa MANUFT, LEIGA - SALA ÁVINNULYFnJM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.